Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 8
8
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
á víðavangi
„Hver bregður öðrum”
segir Dagblaðið
Þa6 hefur ekki farið fram
hjá neinum aö landiö hefur
veriö fullt af alls kyns sögu-
sögnum um stjórnarmyndanir
nú aö undanförnu. Sumar
þessara flökkusagna hafa
vafalaust veriö tilhæfulitlar,
en aðrar meira eöa minna
sannar.
Forystugrein Dagblaösins i
gær rekur nokkrar þessara
sagna. Forystugreinin er svo
hljóöandi:
Lúövfk Jósepsson fór af staö
í tilraunum til stjórnarmynd-
unar staöráöinn I aö mynda
m innihlutast jórn Alþýöu-
bandalags og Alþýöuflokks.
Forseti tslands haföi aö vfsu
faliö honum aö reyna aö
mynda stjórn, sem heföi
meirihluta þings á bak viö sig.
Lúövik hugöist þó aöeins gera
málamyndatilraun til þess.
Alþýöuflokksmaöurinn Karl
Steinar Guönason, sem er
varaformaður Verkamanna-
sainbandsins, var upphafs-
maöur þeirrar ályktunar, sem
framkvæmdastjórn sam-
bandsins geröi og olli þátta-
skilum. Formaöurinn, Guö-
mundur J. Guðmundsson, Al-
þýöubandalaginu, tók hug-
mynd Karls Steinars strax vel
og geröi með þvi uppsteyt
gegn rfkjandi stefnu í flokki
sinum. Um þær mundir höföu
staðiö illvigar ásakanir milli
alþýöubandalags- og alþýöu-
flokksmanna um svik og
blekkingar. Um allt land fóru
sendisveinar þessara flokka á
stúfana til aö bera hverjir
aöra sökum um tilræði viö
launþega. Alþýöubandalags-
menn sögöu, aö alþýöuflokks-
men n heföu svikiö kosninga-
loforöin og sameinast kaup-
ránsflokkunum. Alþýöu-
flokksmenn sökuöu alþýöu-
bandalagsmenn um ráöagerö-
ir um skattpiningu og „undan-
færslu” gagnvart efnahags-
vandanum.
Allt datt I dúnalogn eftir
yfirlýsingu valdamikilla
flokksmanna i Verkamanna-
sambandinu. Næstum á svip-
stundu haföi Alþýöubanda-
lagið fallistá gengisfellingu og
oröiö til viötals um kauprán af
launþegum meö yfir miö-
lungstekjur. Aftur fóru flokks-
Lúðvik í „Problems of Communism”
I Bandarikjunum er gefið út timarit sem nefnist Problems of
Communism og fjallar eins og nafníð'bendir til um vandræði þau
er af kommúnistum hljótast. Sjálfsagt hcfur meiru verið logiö
upp á leyniþjónustuna CIA þótt útgáfa þessa tfmarits sé bendluð
við hana. í siðasta tölublaöi timaritsins er stutt kynning á Lúðvik
Jósepssyni og er birt þar mynd af honum svo allir inegi nú
þekkja formann Alþýðubandalagsins i sjón. Um Lúövik er siðan
ekkert annaö sagt I ritinu, nema aö hann sé félagi I Alþýöu-
bandalaginu og svona hafi hann litið út cr hann sem sjávarút-
vegsráöherra hafi tilkynnt um viöræöuslit Breta og tslendinga í
deilunni um 5(1 mflurnar 1972.
L
Ludvik Josefsson, Member of the People’s Alliance
and lceland’s Minister of Fisheries, at a July 17,
1972, press conference announcing the breakdown
of Anglo-lcelandic talks concerning his country's
extension of territorial fishing limits to 50 miles.
Dagskrá um kristniboð
Næstkomandi laugardag 26.
ágúst gangast Kristileg skóla-
samtök og Kristilegt stúdenta-
félag fyrir dagskrá um kristni-
boð, Stendur hún samfleytt frá kl.
13.30 og fram á kvöld. Verður hún
haldin i húsi KFUM við Holtaveg.
Meðal efnis á þessari dagskrá
er ágrip af sögu kristniboðs,
kristniboö i fjarlægum löndum,
m.a. Japan, en Myako Þórðarson
nýútskrifaður guðfræðingur sér
um þann þátt. Þá er Benedikt
Jasonarson kristniboði með þátt
er nefnist Kristinn maður og
kristniboð og um kvöldið verður
siðan kvöldvaka i umsjá Helga
Hrjóbjartssonar kristniboða.
Dagskrá þessi er öllum opin.
Hver hleypur aö lokum?
formennirnir aö aögæta
gamalt tilboö Ólafs Jóhannes-
sonar um hlutleysi gagnvart
m innihlutastjórn þessara
flokka. Foringjum svonefndra
verkalýösflokka þótt ófært aö
hafa Framsókn meö sér i
rikiss tjórn.
Þessi ráðagerð „verkalýös-
flokkanna” mistókst. Ólafur
Jóhannesson kvartaöi aö visu i
Tfmaviötali, en honum
þóknaöist ekki aö láta móöga
sig I þetta skiptið. Lúövik og
Benedikt skyldu ekki komast
upp meö stráksskap sinn.
ólafur brást svo viö, aö hann
tók frá upphafi vel i hug-
myndir, semhinir höföu brætt
saman, um lausn aökallandi
efnahags vanda.
Þannig geröist þaö, sem
ekki var aö stefnt, aö viö
blöstu góöar horfur á vinstri
stjórn þriggja flokka. Ólafur
átti enn eftir aö leika óvænta
leiki.
Alþýöuflokksmenn stefndu
frá upphafi aö þvi, aö Lúövik
yröi ekki forsætisráöherra
heldur Benedikt. Lúbvlk tók
straxfram, aöhennsetti engin
skilyröi f þvi efni.
Alþýöuflokksmenn stóöu þvi
f samningunum á þeim for-
sendum, að þeir fengju for-
sætisráðherraembættiö i
minnihlutastjórn Alþýöu-
flokks og Alþýöubandalags.
Spilverk Ólafs Jóhannessonar
hratt fyrst draumnum um
minnihlutastjórn. Sföan kom
hann flokksbræörum sfnum
sem öörum á óvart f fyrra-
kvöld, þegar hann lét þau boö
út ganga, aö hann styddi Lúö-
vik Jósepsson tilembættis for-
sætisráöherra.
Alþýðuflokksmenn þóttust
illa sviknir. Mörgum fram-
sóknarmönnum þótti Ólafur
gefá slika yfirlýsingu i leyfis-
leysi.
Enginn málefnalegur
ágreiningur um skammtima-
lausn var milli flokkanna
þriggja eftir samsuöu siöustu
daga. En samskipti þeirra
einkenndust sannarlega á
bragöi gegn bragði.
Veröi vinstri stjórn mynduð,
er hætt viö, aö slik bragövisi
hvers gegn öörum veröi eitt
helsta einkenni hennar.”
Þaö skyldi nú vera um
„verkalýðsflokkana” aö þeir
hafi þá eftir allt taUö veriö aö
koma sér saman um minni-
hlutastjórn og hafi ætlaö
framsóknarmönnum aö
„hlaupa aprU” i öllu saman.
Ef svo er þá er enn eftir aö
vita hver hleypur aö lokum.
JS
Samtök herstöðvaandstæðinga:
Mál málanna
Fráleitt að mynda ríkisstjórn án þess að
skýr afstaða sé tekin
Samtök herstöðvarandstæðinga
sendu i gær frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem þau minna á tilveru
sina og telja fráleitt að mynduð
veröi rikisstjórn án þess að tekin
séafstaða til máls málanna,aðild-
ar Islands að Nato. Fer fréttatil-
kynningin hér á eftir:
Nú hafa um alllangt skeið
staðið yfir viðræöur stjórnmála-
flokka um myndun rikisstjórnar
og virðist sem þær séu nú að bera
árangur. Viðræöur þessara hafa
fyrst og fremst snúist um efna-
hagsvandann og er það út af fyrir
sig ekki að lasta.
Hins vegar er vert aö minnast
þess að vandamál efnahagslifsins
verða ekki skilin frá herstöðvar-
málinu. Hersetan og stórfram-
kvæmdir i tengslum við hana
hafa til dæmis valdiö þvi að is-
lenskir atvinnuvegir hafa veriö
vanræktir, einkum á Suðurnesj-
um og atvinna á vegum hersins
komiö i þeirra stað.
Þá er það skoðun Samtaka her-
stöövaandstæðinga að þvi aðeins
verði spornað gegn vaxandi
ásókn erlends einokunarauö-
magns að herstöövar i landinu
verði lagðar niöur. Það er eitt
meginhlutverk hersins á Islandi
að standa vörö um fjárfestingu
erlendra auðhringa.
Ekki er að sjá að þessi sjónar-
mið hafi borið á góma i stjórnar-
myndunarviðræðum undanfarnar
vikur.
Samtökin vilja einnig minna á
öflugar mótmælaaðgeröir her-
stöðvaandstæðinga undanfarin
ár, en i þeim felst skýlaus
stuðningur tugþúsunda manna
við markmið samtakanna.
Samtök herstöðvaandstæðinga
vilja itreka skilyrðislausar kröfur
sinar um brottför hersins og úr-
sögn tslands úr NATO. Telja
samtökin fráleitt, að nokkur
rikisstjórn verði mynduð án þess
að skýr afstaða sé tekin tii þessa
máls málanna.
23. ágúst 1978
Samtök herstöðvaandstæðinga
Nýtt hefti af Dýravemdaranum komið út
Dýraverndarinn, 3.-4. tölublað
1978, er kominn Ut. Þar er fyrst, á
annarri siðu, stutt grein, sem
heitir Sumarfri — Hvaömeðdýr-
iö? Þar er þeim, sem eiga gælu-
dýr, bent á að fá dýr sin geymd á
Dýraspitala Watsons, á meðan
verið er i sumarleyfi, heldur en aö
lóga þeim.
Næsteru þrjár greinar, þýddar
úr Dyrevennen,og fjalla þær all-
ar um risahvali. Nöfn þessara
greina eru: Endalok risanna,
þannig deyja þeir, og 37.000 eftir
— af 385.000.
Þá er grein sem heitir Aö
drekkja kópum, þar næst grein
sem heitir Hvaö er nauösynleg-
ast?, og siðan þýdd grein sem
heitir Slysfarir I dýraríkinu.
Næst ber að nefna erindi
Asgeirs Ó. Einarssonar dýra-
læknis til Búnaðarþings 1978, rit-
aö fyrir hönd Dýraverndarnefnd-
ar. Sigfrið Þórisdóttir skrifar
grein sem hún nefnir Dýrin og
við.
Margar fleiri greinar og
frásagnir eru i þessu nýja hefti
Dýraverndarans. Sagt er frá
dýrasýningunni i Laugardalshöll
7. mai siðast liðinn. Sagðar eru
fréttir af dýralifi I Hrisey, birtar
fýrirspurnir frá trúnaðarmönn-
um D.S.Í., enn fremur birt bréf
frábörnum, þá er föndurhorno.fl.
Margar myndir og teikningar
eru i þessu nýja hefti Dýravernd-
arans, sem er hið vandaöasta að
öllum frágangi.
Flóamarkaður Sambands dýraverndunarfélaga
Stjórn Sambands dýra-
verndunarfélaga lslands hefur
opnað flóamarkað að Laufásvegi
1, kjallara. Þar eru á boðstóln-
um: Föt, búsáhöld, skrautmundir
leikföng og margt, margt fleira.
Allt selt mjög ódýrt.
Allir munirnir sem þarna eru
hafa verið gefnir SDII þessum til-
gangi og þeim er vilja styrkja
starf SDI á þennan hátt og gefa á
flóamarkaðinn er bent á að tekið
er á móti vörum á opnunartlma.
Frekari upplýsingar i simum
27214 og 42580. Stjórnarmenn i
SDI og félagar i dýraverndunar-
félögum skiptast á viö afgreiöslu-
störfin i sjálfboðavinnu. Hjónin
sem eiga þetta húsnæöi lána SDI
það endurgjaldslaust.
Fyrst um sinn er flóa-
markaðurinn opinn alla virka
daga frá 2-6 e.h. en i haust er
áætlað að hafa einnig opið á
laugardögum.