Tíminn - 20.09.1978, Síða 17
Miövikudagur 20. september 1978
17
hverlu strái
MARGIR LEIKIR
Auk leiks lslendinga og
Hollendinga i Nijmegen i kvöld
eru nokkrir aörir leikir á dagskrá
I Evrópukeppni landsliöa. t
Kaupmannahöfn leika Danir I
kvöld gegn Englendingum og
veröur fróölegt aö sjá útkomuna
úr þeirri viöureign. t Dublin
leika trar viö landa sina noröan
„landamæranna”. Belgir leika
viö Norömenn og Austurrikis-
menn viö Skota í 2. riöli I kvöld. 1
6. riöli keppa I kvöld Finnar og
Ungverjar i Helsinki og
Sovétmenn fá Grikki I heimsókn.
Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni i Nijmegen: Það eru
hér njósnarar á hverju strái og hér eru t.d. fjórir
menn frá hoilenska liðinu Feyenoord til að fylgjast
með Pétri svo og öðrum leikmönnum. í broddi
fylkingar eru forráðamenn félagsins. Ennfremur
eru hér njósnarar frá Lokeren og Standard Liege
sem vitað er um með vissu,en öruggt er að, fjöldi
hollenskra og belgiskra njósnara er hér á sveimi.
--SOS/—SSv—
viö N-tra I landsleik, sem tslendingar unnu eftirminnilega 1:0 f.fyrra. öruggt er aö
Pétur Pétursson hinn marksækni miöherji Skagamanna
hefur veriö undir smásjánni hjá mörgum af þekktustu
knattspyrnuliöum Evrópu undanfarnar vikur.
Englendingar
unnu Dani
Bob Hazell, Wolves
Englendingar unnu Dani 2:1 i
landsleik leikmanna 21 árs og
yngri, sem fram fór I Kaup-
mannahöfn i gærkvöldi.
Knud Sörensen náöi forystu
fyrir Dani rétt fyrir leikhlé úr
vítaspyrnu eftir aö Bob Hazell
haföi brugöiö Bregrren.
Englendingar náöu aö skora tvö
mörk á upphafsminútum siöari
hálfleiks — fyrst Hoddle og þá
Hazell — og enskur sigur var I
höfn.
—SSv—
OOOOQQOQ
Njósnarar á
—ssv—
ÞRETTÁN NÝLIÐAR
í LANDLIÐSHÓPNUM
— „Ber fullt traust til þessara manna” sagöi Jóhann Ingi
A blaöamannafundi sem HSt
boöaöi til á mánudag sperrtu
blaðamenn heldur betur eyrun
þegar Jóhann Ingi tilkynnti val
landsliöshópsins. Alls hafa verið
valdir 22 leikmenn og eru þeir
eftirtaldir:
Markveröir: Jens Einarsson
IR, Sverrir Kristjánsson FH, ný-
liði, Brynjar Kvaran Val, nýliði,
Þorlákur Kjartansson Haukum,
nýliði. Aðrir leikmenn: Arni
Indriöason Vikingi, Páll Björg-
vinsson Vikingi, Viggó Sigurösson
Vikingi, Siguröur Gunnarsson
Vikingi, nýliði Ólafur Jónsson
Vikingi, nýliði, Bjarni Guö-
mundssonVal, Steindór Gunnars-
son Val, Stefán Gunnarsson Val,
Guðmundur Magnússon FH, ný-
liði lngimar Haraldsson Haukum,
nýliði, Andrés Kristjánsson
Haukum, nýliði Þórir Gislason
Haukum, nýliði, Hilmar Sigur-
gíslason HK, nýliði Gústaf
Björnsson Fram, nýliði, Birgir
Jóhannsson Fram, Friörik Guö-
mundsson Ármanni, nýliöi,
Simon Unndórsson KR, nýliði og
Konráö Jónsson Þrótti, nýliði.
Alls eru i þessum hópi þrettán
leikmenn sem ekki hafa leikið
landsleik áöur og auk þeirra eru
þrir sem hafa örfáa landsleiki aö
baki. Þaö eru þvi aöeins sex leik-
menn sem hafa umtalsverða
reynslu i landsleikjum. Þess ber
þó að gæta, aö Hörður Sigmars-
son gat ekki gefið kost á sér vegna
náms og Geir Hallsteinsson
verður varla með i vetur vegna
mikilla anna.
Jóhann Ingi landsliösþjálfari
sagöi, aö e.t.v. þætti blaöamönn-
um þetta val hans vera mikil
dirfska en hann tók þaö skýrt
fram og undirstrikaði það hvaö
eftir annað að hann bæri fullt
traust til þessara manna þó aö
margirséu þeir mjög ungir að ár-
um.
Það vekur talsverða athygli að i
þessum hópi eru þrir leikmenn úr
2. deild, en hingað til hafa leik-
menn sem ekki hafa leikið i 1.
deild, varla komið til greina i
landsliö. Þetta er mjög viröingar-
vert hjá Jóhanni Inga og er von-
andi aö þessir ungu strákar
standi sig i komandi landsleikjum
en alls eru fyrirhugaöir a.m.k. 23
landsleikir auk B-keppninnar á
Spáni i feb/mars.
Alls tókst þeim Jóhanni Inga og
Júliusi Hafstein að semja um
45-55 landsleiki á næstu 2-3 árum.
Þetta er geysilega mikill fjöldi
landsleikja en á meðal þjóða sem
við leikum viö eru flestar af
sterkustu handknattleiksþjóðum
heims.
A fundinum kom einnig fram að
nýtt fyrirkomulag veröur tekið
upp i sambandi við Islandsmótiö i
handknattleik. Leikjaniðurrööun
veröur raskað sem allra minnst
og félögin fá aö halda leikmönn-
um algerlega nema nokkra daga
fyrir landsleiki.
Ennfremur verður tekin upp
önnur tekjuskipting en verið
hefur ogmununúfélöginsem hlut
eiga að hverjum leik skipta að-
gangseyrinum á milli sin en þetta
var eindregin ósk félaganna.
Jóhann Ingi sagöi aö sú áætlun
sem hann heföi lagt fram fyrir
veturinn byggðist mikiö á þvi að
samkomulag næðist viö félögin en
án samstarfs þeirra væri allt
landsliösstarf vonlaust.
—SSv—
Landsleikj akabarett
Á blaöamannafundi HSt á
mánudag upplýsti stjórn HSt,
aö 55-60 landsleikir verða á
döfinni næstu 2-3 ár. Meöal
þeirra þjóöa sem heimsækja
okkur eru flestar bestu þjóöir
heims og hefst fjöriö strax i
nóvember en þá koma A-
Þjóðverjar. Siöan fer lands-
liöiö i keppnisferö til Frakk-
lands og veröur þar leikiö viö
A og B liö Frakka, Pólverja,
Túnis og Kina.
Um miðjan desember koma
erkifjendur okkar, Danir og
leika tvo landsleiki og i
desemberlok verður leikið við
Bandaríkjamenn. t janúar
verður leikið viö Pólverja og
siðan verður haldiö i „turner-
ingu”, þar sem lið Dana, Pól-
verja , V-Þjóöverja, Rússa,
Svia og A-Þjóðverja munu
leika auk B-liðs Dana. Siöan
kemur B-keppnin á Spáni og
eru þar á meðal þátttakenda
lið Ungverja, Svia, Tékka,
Spánverja, Frakka, Búlgara,
Norömanna, Hollendinga,
Portúgala, Austurrikismanna
og Svisslendinga.
Næsta keppnistimabil, eða
1979-80 munu eftirtaldar þjóðir
leika landsleiki viö okkur:
Tékkar i október, svo og V-
Þjóðverjar, Júgóslavar i
nóvember og þá einnig Ung-
verjar. Þá verður fariö i
sterka „turneringu” i nóvem-
ber. 1 desember sækja Spán-
verar okkur heim. Siðan er
Baltica Cup i janúar 1980 og þá -
er von á Svium hingað um
mánaðamótin jan/feb 1980.
Síðar i febrúar endurgjalda
Ungverjar okkur heimsóknina
frá i nóvember.
Þaö er þvi óhætt aö segja að
nóg verður að gera hjá lands-
liðsmönnunum og spurningin
er bara er þetta ekki einum of
mikið? En islenskir hand-
knattleiksunnendur fá nóg ak
sjá i Laugardalshöllinni.
—SSv—
FIAT
mgr
Dagana 22. -24. september
munu islenskir kylfingar keppa á
svonefndu FIAT móti, sem fram
fer I i Torinó á ttaliu. Fimm
þátttakendum var boöiö til
keppninnar, þ.e. fjórum
golfleikurum og svo formanni
golfsambandsins.
Þau, sem fara til mótsins fyrir
tslands hönd eru Hannes
Eyvindsson tslandsmeistari
karla og Þorbjörn Kjærbo,
Jóhanna Ingólfsdóttir, tslands-
meistari kvenna og Sólveig Þor-
steinsdóttir. Fararstjóri verður
Páll Asgeir Tryggvason, en hann
er formaður GSl.
—ssv—
Gólfklúbbur Vestmanneyja
heldur 36 holu golfmót 23. og 24.
þessa mánaðar. Leikiö veröur
meö og án forgjafar og hefur
Hekla h/f gefiö mjög vegleg verö-
laun til mótsins. Keppnin hefst kl.
10 á laugardagsmorguninn og
vonast Eyjamenn eftir aö
kylfingar fjölmenni á þetta mót
sem er eitt af 10 stærstu mótum
ársins. —SSV—