Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 2
2
jLHI?, ■!'!!»
Fimmtudagur 12. október 1978
Tindemans
segir af sér
Brussel/Reuter — Leo Tindemans og stjórn hans
sagði af sér i gær og samþykkti Baldvin konungur
lausnarbeiðnina en bað stjórnina að sitja áfram til
bráðabirgða.
Er þetta i annað skiptið sem
Tindemans segir af séryá árinu en
i fyrra skiptiö neitaði konungur
að samþykkja afsögnina og starf-
aði stjórnin þvi áfram.
Afsögn stjórnar Tindemans
kemur i kjölfar þess að honum
tókst ekki aö fá samþykki
flæmska armsins i eigin kristi-
legum sósialistaflokki fyrir frum-
varpi um skiptingu Belgiu i þrjú
málsvæði, þ.e. flæmskra,
frönskumælandi I Walloniu og
Brussel með frönsku- og
hollenskumælandi ibúum. Er
aðgeröum þessum af hálfu
Tindemans ætlað að setja niöur
II
Hua
í fyrsta sinn:
Formaöur
kínverska
kommúnista-
flokksins í
heimsókn til
vesturlanda
London/Reuter — James
Callaghan forsætisráðherra
bretlands átti i gær 45 minútna
fund með Huang Hua utan-
rikisráöherra Klna. Á
fundinum bauð Callaghan
formlega Hua Kuo-Feng for-
manni kom múnistaf iokks
Kina að koma i opinbera
heimsókn til Bretiands sem
yrði I fyrsta skipti sem for-
maður kinverska
kommúnistaflokksins kæmi i
heimsókn til vesturlanda.
Talið er fullvlst aö Hua komi
til London á næsta vori.Huan
Hua bauö einnig Cailaghan I
heimsókn til Klna sem
Callaghan þáði. Huang Hua
kom í opinbera heimsókn tii
Bretlands I fyrradag og er
búist við að hún standi I fjóra
daga.
aldalangar þrætur milli frönsku-
mælandi Walloniubúa og
hollenskumælandi Flæmingja.,
ERLENDAR FRETTIR
umsjón:
Kjartan Jónasson
Kviknaði í olíu-
hreinsunarstöð í
Danmörku
Skaelskoer/Reuter — Tveir
danskir slökkviliðsmenn og
verkamenn i bandariskri oliu-
hreinsunarstöö I Danmörku slös-
uðust alvarlega þegar eldur kom
upp I stöðinni út frá hitunar-
tækjum. Eldhafið var gifurlegt en
þó tókst að ráða niöurlögum þess.
Sumir verkamannanna þurftu að
hlaupa tvo kilómetra undan eld-
tungunum og slökkviliðs-
mennirnir sem brunnu voru á
slökkviliðsbilum sem eldtungur
teygðu sig í og skildu eftir i
brunarústum.
Páfakjör
hefst á
laugardag
— gæti tekið langan tíma
Vatikanið/Reuter — Kardinálar hvaðanæva að úr
heiminum eru nú að undirbúa annað páfakjörið á
aðeins tveimur mánuðum, en þeir verða einan-
graðir á laugardaginn kemur i sixtinsku kap-
ellunni og ekki hleypt út fyrr en þeir hafa kosið
nýjan páfa úr sinum hópi.
Að 'þessu sinni verður búið Nú hafa ennfremur verið
betur aö kardinálunum á meðan gerðar ráöstafanir til að koma i
þeir sitja á rökstólum enda gæti
svo farið að kjörið yrði langt og
strangt enda kemur enginn
kardináli sérstaklega til greina
sem eftirmaður Jóhannesasr
Páls fyrsta sem aðeins rikti I 33
daga. Þá þykir og óliklegt aö
annar sem hann finnist i hópi
kardinála sem allir geta fyrir-
varalaust sameinast um.
veg fyrir að reykurinn sem
segir til um hvenær nýr páfi
hefur verið kjörinn veröi grá-
leitur eins og henti sig siðast.
Reykurinn á að vera svartur
þegar kosning hefur ekki nægt
neinum til páfakjörs en hvitur
þegar páfi hefur verið kjörinn.
Verða ákveðin efni brennd i
þessu skyni.
Sarkis í Damaskus
Amman/Reuter — Elias Sarkis,
forseti Libanon, kom i gær á
nýjan leik til Damaskus til funda
við Assad sýrlandskonung eftir að
hafa heimsótt Arababandalags-
Ógnun við Sarkis:
löndin. t fyrri ferð sinni til
Damaskus samdi Sarkis um
vopnahlc i Beirut við Assad
Sýrlandskonung.
Blaðamenn mótmæla
ritskoðun í íran
Teheran/Reuter — óeirðir urðu I
tran i gær milli öryggisgæsluliðs
og stjórnarandstæðinga meðal
námsmanna auk þess sem starfs-
menn á tveimur stærstu dag-
blööum trans fóru I verkfall I gær
til að mótmæla ritskoðun af hálfu
hershöfðingja I hernum. Höfðu
þeir ruöst inn á skrifstofur blað-
anna og krafist þess að fá að rit-
skoða fréttir blaðsins. Gerðist
þetta nokkrum dögum eftir að
blöðunum hafði verið heitið frelsi
frá ritskoöun á meðan þau gættu
ábyrgðar.
Beirut að fyllast
af vopnuðum
Palestínuaröbum
Beirut/Reuter — Mörg þúsund palestinskir
hermenn undir sýrlenskri stjórn var í gær fengin
staða við mörk hverfa kristinna i Beirut. Eru
hermennirnir nýkomnir frá Sýrlandi og sögðu
öruggar heimildir i Sýrlandi i gær að markmiðið
með þessum liðsflutningum væri að vara Elias
Sarkis, forseta Libanon, við þvi að halda allt of stift
fram kröfum um að Sýrlendingar yfirgæfu borgina
að miklu leiti.
Dollari og pund féllu
gagnvart markinu
London/Reuter — Dollarinn tók
stórt stökk niður á við gagnvart
öllum helstu gjaldmiðlum i
gærdag, fór neðar gagnvart
þýska markinu en nokkru sinni
áður og samtimis hækkaði gull-
únsan i veröi.
Gerðist þetta I kjöl-
far blaðamannafundar Carters
Bandarikjaforseta þar sem hann
lýsti yfir að verðbólga færi aftur
vaxandi i landinu og hvatti þingið
til að hraða afgreiðslu orkusparn-
aðarfrumvarps slns.
Þá vakti þaö einnig athygli i
gær að enska pundið féll snarlega
I verði gagnvart þýska markinu
oghefurekkiáðurverið lægra. Er
þetta gengisfall pundsins taliö
stafa af óvissu og óánægju á
mörkuöunum vegna skyndilegs
mótblásturs sem efnahagsstefna
bresku stjórnarinnar hefur mætt
að undanförnu.
Vopnahléð sem komið var á I
Beirut siöast liöinn föstudag
hefur nokkrum sinnum verið rofið
siðan og 14 manns látist af þeim
völdum.
A meöan þessu fór fram I
Libanon I gær átti Sarkis, forseti
landsins, fund með Hussein I
Amman. Sarkis er á ferðalögum
sinum að reyna að vinna þeirri
stefnu fylgi að Sýrlendingar
hverfi a.m.k. frá hverfum krist-
inna i Beirut og 1 staö þeirra komi
friðargæslusveitir frá Saudi-
Arabiu og Arababandalags-
löndunum. Eru sýrlensku friðar-
gæslusveitirnar af kristnum i
Beirut nú taldar árásarsveitir,
enda hafa þær átt i styrjöld við
kristna að undanförnu.
Assad Sýrlandsforseti er mjög
andvigur tillögum Sarkisar um aö
sýrlensku sveitirnar hverfi á
brott og eins og fyrr segir er talið
að hann sé að ógna Sarkis meö þvi
að hleypa að hverfi kristinna i
Beirut hersveitum sem eingöngu
eru skipaðar Palestinuaröbum.
Segja sumir fréttaskýrendur aö
þetta gæti hæglega oröið til aö
ennþá vlðtækari borgarastyrjöld
hæfist milli vinstri manna og
Palestinuaraba annarsvegar og
hægri manna og kristinna hins-
vegar eins og var i hinu harð-
vituga borgarastriöi 1975 og 1976.
Amín ætlar
að taka af-
drifaríka
ákvörðun
Nairobi/Reuter — Idi Amin,
forseti Uganda, brást hinn
versti við er hann frétti af
þeirri ákvörðun Bandarlkja-
stjórnar sem tilkynnt var i
gær aö öll viöskipti viö
Uganda yrðu stöðvuð af hálfu
Bandarikjamanna.
Ugandaútvarpið hafði i gær
eftir Amin að hann mundi
mjög bráðlega taka „afdrifa-
fulla og mjög a^lvarlega”
ákvörðun er varðáði banda-
rikjamenn og allt og alla er
tengdust bandarikjamönnum.
Fyrir tveimur árum slöan
hótaði Amin að beita banda-
rikjamenn I landinu ein-
hverjum harðræðum og
meinaði þeim þá aö yfirgefa
landið. Nokkrum dögum slöar
var þvi banni þó aflétt og
ekkert varð úr aðgerðum.
Milli 100 og 200 bandarikja-
menn eru i Uganda, einkum
trúboðar og flugmálastarfs-
menn.