Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. október 1978 13 Kammertónleikar Kammermúsikklúbburinn hóf vetrarstarfið með glæsilegum tónleikum i Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 5. október. Þar léku Paul Zukovský frá Bandarikjunum (fiðla), Gunnar Egilsson (klarinetta) og Halldór Haraldsson (pianó), Svitu eftir, Darius Milhaud, þá þeir Zukovsky, Halldór og Pétur' Þorvaldsson (knéfiðla) trió nr. 1 i G-dúr eftir Joseph Haydn, og loks þeir Gunnar, Pétur og Halldór trió i a-moll Op. 114 eftir Johannes Brahms. Tónleikarnir voru afar vel sóttir, enda er það nú orðiðalsiða iNorrænahúsinu að áheyrendur sitji jafnt inni i bókasafninu sem i tónleikasaln- um. Paul Zukovsky, sem rjómi tónlistarunnenda i bænum hafði séð og heyrt á sinfóniutónleik- unum um daginn (hann stjórn- aði þeim, og lék jafnframt einleik i „Fylgjum” Þorkels Sigurbjörnssonar), er frábær fiðluleikari, og lyfti þessu kvöldi á hátt stig. Hann er að visu sagður fremstur i samtima- tónlist, en ekki var annað að heyra en Haydn ætú vel við hann: hann hefur mjög finan og skæran tón, og leikur af valds- mannlegu öryggi, svo önnur hljóðfæri blikna. Darius Milhaud (f. 1892) var eitt „hinna sex” and- Wagnerisku frönsku tón- skálda millistriðsáranna, sem talin eru i annarri röð franskra tónskálda á þessari öld — i fremstu röð eru Debussy, Ravel og Messaien. Svituna léku þeir félagar afai> vel, hún kallar bæði á góða tækni hljóðfæraleikaranna og hnit- miðað samspil. 1 triói Haydns var nokkuð ójafnræði með hl jóðfæraleikurunum — svo mjög bar Zukovsky af, og tempóið i lokakaflanum mátti ekki hraðara vera án þess að illa færi. En i heild var þetta mjög vel heppnaður og skemmtilegur flutningur. Brahms-trióið hefðimátt vera betur æft, og Gunnar Egilsson var ekki i essinu sinu, að mér fannst. Þetta trió er meðal sið- ustu og beztu kammerverka skáldsins, og verður ekki gerð fullnægjandi skil nema með Darius Milhaud hlustar á útvarpið góðri og langvarandi samæf- ingu — og það er auðvitað vand- inn með flest kammerspil hér á landi, að menn koma saman með litlum fyrirvara, og spila verkin nær þvi af blaði. En hvað eiga mennirnir að gera? Þeir æfaog spila meðSinfóniuhljóm- sveitinni 40 klst. i viku hverri, og kenna auk þess byrjendum og lengra komnum. Sumir eru jafnvel að skrölta i danshúsum á kvöldin „til að geta lifað”. Með einfaldri skipulagsbreyt- ingu mætti ráða hér stóra bót á: rikið ætti að meta vinnu víð kammermúsik sem hluta i hin- um 40klst. vikunnar, en minnka meiningarlausar upptökur út- varpsins til þess eins að hafa upp ikvótann. Þetta mundi örva kammerspil, sem er undirstaða góðs hljóðfæraleiks, og greinir raunar milli tónlistarmennsku og handverks i hljóðfæraleik. Með þvi móti fengi þjóðin betri og ánægðari hljóðfæraleikara, og ennþá meiri og fjölbreyttari tónlist. 6.10 Sigurður Steinþórsson Helgi Elíasson Fæddur 18.4. 1917 Dáinn 4.10. 1978 Táp og fjör og friskir menn finnast hér á landi enn þéttir á velli og þéttir I lund þrautgóðir á raunastund... (G. Thomscn) Ég get ekki fundið betri orð til að lýsa honum stjúpa minum, en þessar kunnu ljóðlinur. Hann var fæddur að Vaðli á Barðaströnd, sonur Eliasar Ingjaldar Bjarnasonar og Elinar Kristinar Einarsdóttur og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Engan mann hefi ég þekkt svo atorkumikinn og lifandi i öllu þvi sem hann tók sér fyrir hendur. Það er þess vegna engin furða þótt hið sviplega og óvænta fráfall komi eins og reiðarslag. Hann fór i siðasta ferðalag sitt seinni hluta októbermánaðar, jafn hress og endranær, ætlaði aö vera um það bil þrjár vikur að heiman i at- vinnuerindum, — já hann kom heim á þeim tima er hann hafði áætlað en ekki lífs heldur liðinn. Hann starfaði i orðsins fyllstu merkingu fram á siðustu stund, varðbráðkvaddur i bilnum sinum að loknum vinnudegi. Arið 1944 gekk Helgi að eiga móður mina Ingibjörgu Ingi- mundardóttur og fluttist með henni að Hvallátrum ,æskuheimili hennar til roskinna foreldra og bjuggu þar i sambýli við þau. Reyndist Helgi þeim stoð og stytta i aldurdómi þeirra/skal hann hafa kærar þakkir fyrir. Að gömlu hjónunum látnum árið 1960, fluttist fjölskyldan frá Hvallátrum þar sem jarðnæðið þar var þröngt fyrir. Helga og móður minni varð 9 barna auðið. Eru tengdabörnin nú orðin 7 og 13 barnabörn, allt mannvænlegt fólk. Helgi hafði með höndum ýmis störf sem og fjöldi manna af hans kynslóð,tókst honum mjög vel að sjá sér og sinum farborða. Þar sem hann var maður laus við yfirborðsmennsku og orðskrúð læt ég það vera að tiunda mann- kosti hans frekar. Þeir sem þekktu hann geyma með sér minninguna um hann, votta ég þeim öllum samhryggð mina. Ég bið Guö að blessa hann og ástvini hans alla. Ég þakka honum samfylgdina. Þórunn Björgóifsdóttir. FERMINGARGJAFIR BIBLÍAH OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL.BIBLÍUFÉLAG (Pmíjbranbsstofii Hallgrimskirkja Reykjavik sími 17805 opið3-5e.h. Sunnlendingar - bændur og byggingamenn Höfum fyrirliggjandi töluvert magn af timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu verði. Heflum og sögum timbrið sam- kvæmt óskum yðar,yður að kostnaðar- lausu. Komið eða hringið og við veitum allar nánari upplýsingar. Byggingafélagið Dynjandi s.f. Gagnheiði 11. Selfossi. Sími 99-1826 og 99-1349. Akranes Fyrstu leigu og sölu ibúðirnar sem byggð- ar hafa verið á vegum Akraneskaupstaðar eru hér með auglýstar til leigu eða sölu. íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja i ibúða- blokkinni númer: 1-3, við Vallarbraut. Umsóknarfrestur er til 25. október næst- komandi. Umsóknareyðublöð eru afhent á bæjar- skrifstofunni. Bæjarstjóri. Læknaskipti Þeir samlagsmenn Sjúkrasamlags Reykjavikur, sem óska að skipta um heimilislækni frá næstu áramótum, gefi sig fram við afgreiðslu samlagsins Tryggvagötu 28, fyrir 15. desember. Skrá um þá heimilislækna, sem um er að velja liggur frammi i afgreiðslunni. Vinsamlegast hafið meðferðis samlags- skirteini er læknaval fer fram. Sjúkrasamlag Reykjavikur Ibúð í eitt ár Litil ibúð, 1-2 herbergi, búin húsgögnum, óskast til leigu nú nú þegar fyrir enskan kerfisfræðing, i allt að eitt ár. Æskileg staðsetning i Háleiti eða nágrenni. Upplýsingar i sima 42072 kl. 19.- 20 næstu kvöld. Tilkynning frá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur Ófeigur ófeigsson læknir hættir störfum sem heimilislæknir frá og með 1. janúar 1979. Þeir samlagsmenn sem hafa haft hann sem heimilislækni vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu samlagsins Tryggvagötu 28, og velji sér nýjan lækni. Ath. Hafið skirteinin með. Orðsending til bænda Ath. að veturinn er rétti timinn til að láta yfirfara búvélarnar. Siminn okkar er 99-4166. Bila & búvélaverkstæði A. Michelsen Hveragerði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.