Tíminn - 13.10.1978, Page 8

Tíminn - 13.10.1978, Page 8
8 Föstudagur 13. október 1978 á víðavangi Arfleifð frá valdatíma aðalsmanna og konunga Þá er hafið 100. löggjafarþing islensku þjóöarinnar. Vafalaust verður betur fylgst með störfum þess i vetur en nokkrusinniáður vegna hinna vigreifu og stóryrtu þingmanna úr röðum Alþýðu- flokksins, sem taka nii sæti á þingi i fyrsta sinn. Llklega staf- ar eftirvæntingin einna heist af veru Vilmundar Gylfasonar þar, sem ætlar að leika einleik I sölum Alþingis i vetur. A honum hvilir niðþung mara vegna stór- yrða og heitstrenginga. Það skal látið ósagt, hvort hann hef- ur tekið dægurmálin með sér inn fyrir þröskuld þingsins. Vfst er að margir af hinum nýju þingmönnum hafa hug á að breyta starfsháttum Alþingis og færa eitt og annað I fari þess I niitimalegri búning. Þjóðviljinn átti I gær fróðlegt viðtal viö Ólaf Ragnar Grimsson, þingmann Alþýðubandalagsins, um hug- myndir hans I þeim efnum. Hér á eftir fara nokkur atriði úr þvl viðtali. Alþingi verði ein mál- stofa — Já, það er sannarlega kominn timi til að Alþingi verði ein málstofa. Deildaskipting eins og hér er og viðgengist hef- ur viða á Vesturlöndum, er arfleifð frá valdatlma aðals- manna og konunga. Með þessari deildaskiptingu tryggðu kon- ungar sér itök i löggjafarvald- inu, eftir að almenningur fékk kosningarétt. Hér á landi var deildaskiptingu komið á með stjórnarskránni frá 1874. Þá voru 12 þingmenn I efri deild og þar af voru 6 konungskjörnir, sem þýddi að konungur gat stöðvað hvaða mál sem var I efri deild á jöfnum atkvæðum. Og.það er staðreynd, að mjög mörg mál i sjálfstæðisbaráttu okkar voru stöðvuð I efri deild á þessum árum. Svo gerðist þaö áriö 1916, að ekki var lengur um konung- kjörna þingmenn að ræða, held- ur voru þessir 6 þingmenn, sem áður voru konungkjörnir, land- kjörnir, þ.e.a.s. þeir höfðu allt landið sem kjördæmi. Og þeir voru kjörnir til 12 ára I senn. I þessi sæti völdust helst foringj- ar flokkanna og þvi var það svo að I efrideild sátu nær alltaf all- irforingjar flokkanna. Enginn eðlismunur á deildunum Arið 1934 var þessu svo breytt ogslðan þá hefur ekki veriö um neinn eölismun á deildunum aö ræða. Rökin, sem beitt hefur verið fyrir deildaskiptingunni, eru helst þau, að mál séu betur skoðuð og igrunduð, ef þau fara I gegnum báðar deildir Alþingis. Mál þurfi að fara I gegnum báð- ar deildir og tvær þingnefndir. Forseti tslands setur 100. löggjafarþingið. Þar með gefist ýmsum hags- munaaðilum tlmi til að koma sinum skoðunum á framfæri, varðandi lagasetningu og fieira. Þetta eru rök að vissu marki, en benda má á f jölmörg dæmi, eins og til að mynda frá tlma siðustu rikisstjórnar, þegar þingið var vikum eða mánuðum saman svo til verkefnalaust, en svo á sið- ustu dögum fyrir jólafrl, eða þinglausnir, var tugum frum- varpa hraðað i gegnum þingið. Þannig að það er alveg ljóst að tvær deildir og tvöfalt nefnda- kerfi tryggir alls ekki nánari at- hugun og málsmeðferð en ef um eina deild væri að ræða. Deildaskiptingin stenst ekki Og eitt er það viövikjandi tveggjadeildakerfinu sem er af- ar neikvætt, en það er ef um fáliðaða þingflokka er að ræða, eins og Alþýðuflokkinn á siöasta kjörtímabiii. Þá verða þessir fáu þingmenn að vera I fjöl- mörgum nefndum hver, störfin hrúgast á þá og menn ráða eiginlega ekki neitt við neitt, geta engu starfi sinnt sem skyldi. A siðasta áratug fór að bera á þvi, að þingmenn voru svo störf- um hlaðnir að þeim var ekki gert nægilega kleift að hafa stjórn á málunum og fylgjast með þeim. Og þessi þróun er ekki sérislenskt fyrirbæri, þetta hefur átt sér stað viöar. Þegar þetta var ljóst, kom fram kraf- an um að gera þingiö virkara og að auka eftirlitshlutverk þing- manna. Um leið blasti við sú staðreynd, að deildaskiptingin stenst ekki, ef á aö tryggja bæði lýöræðislegt eftirlit þingsins og virkt löggjafarvald. Opna nefndarfundi fyrir almenningi Að lokum sagði Ólafur Ragn- ar I viðtalinu við Þjóðviljann i gær: i mörgumi þingnefndum þurfa nefndarmenn að hlusta á greinargerð og rök ýmissa em- bættismanna og hagsmunahópa og hvergi þó meira en i f járveit- ingarnefnd. Ég er sannfærður um að það væri til bóta að opna þessa nefndarfundi fyrir al- menningi. Menn verða nefni- lega að gera sér grein fyrir þvl, að þegar frumvörp koma frá nefnd og eru lögð fyrir þingið, þá eru þau oft samsuða, þar sem tekið er tillittil ýmissa em- bættismanna og hagsmuna- hópa, og ég tel að það væri til. bóta að leyfa almenningi og fjöl- miðlum að fylgjast með, hvern- ig svona frumvörp verða til. Menn fengju þá betri skilning á ýmsu þvi, sem gerist á Alþingi. Og ég tel það einn þátt lýðræðis- ins, að allir fái að vita hvað em- bættismenn segja við nefndar- menn og að fólk fái að fylgjast með þeirri umræðu, sem á sér stað milli þeirra og þingmanna. Þetta tvöfalda deildakerfi, og þá um leið tvöfalda nefndakerfi, sem við búum við, er að minum dómi aðalorsökin fyrir þeim mikla seinagangi sem oftast er á málum i þinginu. Þessu er auðveldlega hægt að breyta — og verður að breyta. —SS Er kempan að jafna metin? Þegar 31. einvígisskák þeirra Karpovs og Kortsnojs fór i biö i gær voru flestir aörir en að- stoðarmenn Karpovs þeirrar skoðunar að staða Kortsnojs væri vænlegri og sjálfur var hann næsta sigurviss, ef dæma má af fréttaskeytum. Fari svo að Kortsnoj takizt að vinna þessa skák hefur hann jafnað metin og má það þá kallast ótrúlegt afrek. Hann hefur þá hlotið 3 1/2 vinning út Ur fjórum skákum og þeim árangri hefur enginn áskorandi áður náð gegn heimsmeistara. Skákin sjálf lætur ekki mikið yfir 103 Davjðs-sálmur. Lofa [>ú Drottin. sála min. oi{ alt. srm í irn'r or. hans hoilaga nafn ; loía pii Drottin. s.ila min. i.g glovm < igi iÞ iiuim volgjorðum hans. BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Pmöbranböótofu Hallgrímskirkja Reykjavlk simi 17805 opi03-5e.h. sér en i henni er þung undiralda, og áskorandinn hafði allan timann frumkvæðið. Hér kemur skákin. 31. einvigisskák Hvftt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Drottnin gar bragö 1. c4 e6 2. Rc3 d5 (Karpov er enn ekki oröinn svo slæmur á taugum að hann leiki 2. — f5 og fari þannig yfir i hol- lenzka vörn). 3. dt Rf6 4. cxd5 (Uppskiptaafbrigðið hefur löng- um verið eitt skæðasta vopn hvits gegn drottningarbragði) 4. — exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 0-0 7. Bd3 Rbd7 8. Rf3 He8 9. Dc2 c6 10. 0-0 Rf8 11. Bxf6 Bxf6 12. b4'. (Tryggir hvltum öruggt frumkvæði á drottningarvæng). 12. — Bg4(4) (Ef dæma má af framhaldinu er þetta úthlaup biskupsins og þau uppskipti, sem þaö hefur i för með sér svörtum mikill bölvald- ur). 13. Rd2 Hc8 14. Bf5! (Þvingar fram uppskipti á biskupunum, sem eru hvitum | greinilega hagstæð). 14. — Bxf5 15. Dxf5 Dd7(?) 16. Dxd7 (Allt I lagi, ég er betri i endatafli gæti Kortsnoj hafa hugsað. Drottningarkaupin eru llka hvít- um I hag). 16. — Rxd7 17. a4 Be7 18. Hfbl Rf6 19. a5! a6 (Veikir svörtu reitina á drottn- ingarvæng, en hótunin 20. b5 var ekki þægileg). 20. Ra4 Bf8 21. Rc5 He7 22. Kfl Re8 23. Ke2 Rd6 24. Kd3 Hce8 25. Hel g6 26. He2 f6 27. Hael (Nú verður svartur sifellt aö vera ávaröbergigegnleiknum e3-e4). 27. — Bh6 28. Rdb3 Gf8 29. Rd2 (Til þess að vinna tima). 29. — Bh6 30. h3 Kf7 31. g4 Bf8 32. f3 Hd8 33. Rdb3 Rb5 34. Hfl Bh6 35. f4 Bf8 36. Rd2 Rd6 37. Hfel h6 38. Hfl (Kortsnoj leikur hróknum fram og aftur þar til timamörkunum er náð). 38. — Hb8 39. Hal Hbe8 40. Hael Hb8 41. e4! (Tlmamörkunum er náð og nú ræðst Kortsnoj til atlögu). 41. — dxe4+ 42. Rdxe4 Rb8 43. Rc3 Hxe2 44. Hxe2 Bxc5 45. bxc5 Hd8 46. Rxb5 axb5 47. f5 Biðstaðan. Karpov lék nú biðleik. Staða hvlts er tvímæla- laust hagstæðari, en ef til vill er of mikið að segja að hún sé unnin, og Kortsnoj verður lika aö gæta sin, minnstu mistök gætu reynst hon- um afdrifarík. Jón Þ. Þór. Ríkisskuldabréfin að seljast upp SS — „Þaö gengur m jög svipað að selja þessi bréf og undanfarið. Það er ekki búið að selja þetta allt ennþá, sem var boðiö út siðast, en það þarf ekki nema einn eða tvo sjóöi, þá er þetta fariö” sagði Aron Guðbrandsson I KauphöII- inni I viðtali við Timann I gær um sölu rlkisskuldabréfanna, sem slöast voru boðin út. ,,A slðari árum hafa þetta verið hærri upphæðir, sem boðnar hafa veriö út og þvl hefur þetta ekki selst alveg eins ört. Þaö er ekki liðinn mánuður siðan þessi flokk- ur var boðinn út, en það er farinn mestur hlutinn af þessu og klár- ast á næstu dögum” sagði Aron aö lokum. I æfingahúsnæði píanó- leikarans Paul Badura- Skoda standa tveir flygl- ar hvor gegnt öðrum. Er annar frá slaghörpuverk- smiðjunni Bösendorfer í Vín/ en hinn frá Steinway i Hamborg. Snillingurinn gripur I þá báða samtimis til prufu. Með vinstri hendi leikur hann bassann á Bösendorfer flygilinn, en leikur laglinuna með þeirri hægri á Steinway flygilinn. Þetta er skelfilegt á að hlýða, að minnsta kosti fyrir næm eyru, þegar hinir breiðu bassa- hljómar úr „Bösendorfernum” taka undir viö hina skæru og háu hljóma „Steinwaysins”. Þessi dúett kann þó að hljóma ágætlega. Snúi hljóðfæraleikar- inn sér i hálfhring, ómar laglin- an frá „Bösendorfernum en „Steinwayinn” leggur til hljóm- ana. Færri sögum fer hins vegar þessa stundina af samhljómi I samskiptum framleiðenda þessara fremstu hljóðfæra i heimi konsertsalanna. „Bösendorfer” hóf nokkurs- konar pianóstrið i byrjun júli sl., þegar á daginn kom að þessi nafntogaða en harla smáa austurriska verksmiðja hefur á siðariárum sótt svo I sig veðrið, að hún er orðin umtalsverð að stærð I sinni grein. „Við getum ekki annað en undrast þessa striðsyfirlýsingu frá Austur- riki”, er haft eftir forstjóra „Steinway”, Siegfried Maczijevski”, og þetta veldur þvi að við verðum að fara að athuga okkar gang”. Frá árinu 1966, þegar ameriska húsgagna og hljóðfæra fyrirtækið, Kimbali, náði eign- arhaldi á Bösendorfer, hefur flyglaframleiðsla fyrirtækisins vaxið úr þvi að smiða 100 flygla á ári i 600. „Steinway” verk- smiðjurnar báðar, önnur i Hamborg, en hin i Bandarikjun- um, hafa um árabil stöðvast við framleiðslu 5000 hljóðfæra á ári. Á evrópska markaðnum, — en verksmiðjan I Bandarikjunum selur framleiðslu sina aðeins þar vestra, — hefur Bösendorfer tekið áberandi stökk fram á við, þótt enn sé framleiðsla keppi- nautanna i Hamborg helmingi meiri, eða 1300 flyglar. Forstjóri Steinway itrekar að um árabil hafi verksmiðja hans ekki haft af neinni raunveru- legri samkeppni að segja og samkvæmt blaðinu „Stuttgarter — Nachrichten” er það yfirlýst markmið Austurrikismannanna að „brjóta á bak aftur einveldi Steinway-flyglanna úr konsert- sölunum”. Fjöldaframleiðsla þessi á Steinway flyglunum, sem hlýtur að valda róti á markaðinum, er O.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.