Tíminn - 13.10.1978, Page 17
Föstudagur 13. október 1978
17
Nýlega afhenti Valgaröur Breiöfjörö fyrir hönd Liknarfélagsins
Risiö, aöalvinning I happdrætti sem þaö hélt, til aö safna fé til hús-
næöis fyrir eftirmeöferöarheimili alkóhólista. Lfknarfélagiö Risiö
var áöur meö heimili aö Brautarholti 22, en hefur nú flutt starfsemi
sina aö Tryggvagötu 4. Þaö er nú aö safna fé til aö kaupa hentugt
húsnæöi fyrir starfsemina.
•Ný hreyfing:
Samningsréttur
innerekki virtur
A fundi Nýrrar Hreyfingar 5.
október sl. var samþykkt eftir-
farandi ályktun: 4
„Ný Hreyfing mótmælir harö-
lega áframhaldandi árásum á
geröa kjarasamninga. Bráöa-
birgöalög núverandi rikis-
stjórnar breyta ekki þeirri staö-
reynd aö samningsrétturinn er
ekki virtur.
Ennfremur mótmælir Ný
Hreyfing undansláttarstefnu
Formannsráöstefnu BSRB, sem
lýsir yfir vilja til aö gefa eftir
3% grunnkaupshækkun gegn
endurskoöun samningsfdttar-
ins. A samningsrétturinn aö
ganga kaupum og sölum?
Yfirlýsingar BSRB foryst-
unnar aö undanförnu bera keim
af aö flokkspólitiskir hagsmunir
séu settir ofar hagsmunum
launafólks.
Ný Hreyfing mótmælir mis-
munun á fólki sem fær greidd
laun fyrirfram og eftir á, sem
fram kemur i launagreiöslum
fyrir september.
Krafan er: Geröir samningar
séu haldnir, — Mismunur á
septemberlaunum veröi leiö-
réttur.
•Flóa* og potta-
blómamarkaður
Dagana 14. og 15. október
heldur fjáröflunarnefnd Junior
Chamber Vik flóa og potta-
blómamarkaö I Volvo salnum
aö Suöurlandsbraut 16 kl. 2-5
báöa dagana.
A boöstólum veröur mikiö af
eigulegum varningi, t.d. nýjum
fatnaöi og leikföngum, og er
ekkert dýrara en kr. 2.500,-
Einnig veröur mikiö af potta-
blómum á mjög hagstæöu veröi.
Þess er skemmst aö minnast
aö félagar i Junior Chamber Vik
dreiföu fyrir skömmu limmiö-
um meö áletruninni ,,Á eftir
bolta kemur barn”.
Timamynd: G.E.
Samanburður
á færeysku og
íslensku
Otmar Werner, prófessor i mál-
visinduum viö háskólann i
Freiburg i Vestur-Þýskalandi,
flytur opinberan fyrirlestur i boöi
heimspekideildar mánudaginn
16. október 1978 kl. 20.00i stofu 101
i Lögbergi.
Fyrirlesturinn nefnist „Saman-
buröur á færeysku og islensku
máli” og veröur fluttur á islensku
öllum er heimill aögangur.
breskum skipum, um þaö leyti er
Norge fórst, tala um þetta mikla
sjóslys. Bók Michel Nielsens er
hlutlægfrásögnaf atburöunum og
orsökum þeirra en ekki skáld-
saga.
Aöalvinningurinn I bilnúmerahappdrættinu
• Bflanúmerahapp*
drætti Styrktar-
félags vangefinna:
lObflarsem
vinningar
Kás — Um þessar mundir er
Styrktarfélag vangefinna aö
hleypa af stokkunum sinu ár-
iega bilnúmera happdrætti.
Vinningar eru 10 biiar, aö
heildarverömæti um 20 milljón-
ir króna. Aöalvinningurinn er
Chevrolet Caprice árg. 1979.
Auk þess eru 9 vinningar bif-
reiöar aö eigin vali, hver aö
upphæö 1.5 millj. kr. Vinningar
happdrættisins eru skattfrjáls-
ir.
öllum ágóöa af þessu happ-
drætti veröur variö til áfram-
haldandi framkvæmda viö
heimili sem Styrktarfélag van-
gefinna er aö reisa viö Stjörnu-
gróf I Blesugróf.
•Lions-félagar
•Átján sjómflur
frá Rockall
— Bók um afdrif
amerfkufarsins
Norge
SJ — Samlerens forlag I Kaup-
mannahöfn hefur gefiö Ut bók,
Atten sömil frá Rockall, sem
fjallar um þegar danska
amerikufariö Norge fórst viö
Rockall 1904, en þaö var, eitt
mesta tjón, sem oröiö haföi á
evrópsku farþegaskipi þangaö til
Titanic sökk átta árum siöar.
Höfundur bókarinnar, Michel
Nielsen, er þritugur Færeyingur,
sonur Jóhanns Nielsens alþingis-
manns og prests. Michel Nielsen
.ólst upp i Færeyjum og heyröi þá
togarsjómenn sem sigldu á
•Tónlistarskóli
Njarðvíkur í
nýju húsnæði
Tónlistarskóli Njarövikur
hefur hafiö sitt þriöja starfsár I
nýjum og glæsilegum húsa-
kynnum aö Þórustig 7, en siö-
astliöin tvö ár hefur skólinn
veriö til húsa i húsnæöi Grunn-
skólans.
1 hinu nýja skólahúsnæöi eru 5
kennslustofur og er ein þeirra
ætluö til tónleikahalds, enn-
fremur eru I húsinu skrifstofa,
eldhús og vinnuaöstaöa fyrir
kennara.
Bæjaryfirvöld hafa staöiö
mjög vel aö uppbyggingu skól-
ans og búiö hann vel upp af
kennslutækjum og hljóöfærum.
t vetur stunda 112 nemendur
nám viö skólann og skiptast I
söngdeild, tré- og málmblásara
deild, hljómborösdeild,
strengjadeild og undirbúnings-
deild. 1 skólanum er lögö
áhersla á hópvinnu þar sem
starfandi eru lúörasveit og kór,
auk þess sér hver deild um tón-
fund einu sinni i mánuöi.
Fjórir fastráönir kennarar
starfa viö skólann auk eins
stundakennara. Skólastjóri er
örn Óskarsson.
•tjóíabók eftir
Jónas Friðrik
Ljóöabókin „Flóöhestar i
glugga” er fyrsta ljóöasafniö,
sem út kemur eftir Jónas Friö-
rik, en hann hefur samiö fjöl-
marga texta viö lög inniendra
listamanna og ættu Ijóö hans þvi
ekki aö vera mönnum aö öllu
leyti ókunn. Þau hafa hins vegar
fá birst á prenti fyrr og i þessari
ljóöabók birtist lika allt önnur
hliö á skáldinu Jónasi.
Jónas er rúmlega þritugur og
ættaöur frá Raufarhöfn. Hann
starfaöi um tima I Reykjavik,
en fluttist sföan til heimabyggö-
ar sinnar.
•Káta ekkjan
á förum
Nú eru aöeins eftir þrjár sýn-
ingar á hinni vinsælu óperettu
Þjóöleikhússins, Kátu ekkjunni,
sem sýnd hefur veriö nær 40
sinnum. Næst siöasta sýning
veröur á sunnudagskvöld og siö-
Sviösmynd: Frá vinstri:
Magnús Jónsson, Ólöf Haröar-
dóttir, Sieglinde Kahmann.Arni
Sighvatsson og Sverrir
Kjartansson.
asta sýning föstudaginn 20.
október.
Sýningin á Kátu ekkjunni er I
hópi þeirra söngleikjasýninga,
sem hvaö mesta aösókn hafa
fengiö I leikhúsinu. Sem kunn-
ugt er fara Sieglinde Kahmann
og Siguröur Björnsson meö
aöalhlutverkin, Hönnu Glawari
og Danilo greifa, en meö önnur
stór hlutverk fara Ólöf Haröar-
dóttir, Magnús Jónsson og Guö-
mundur Jónsson.
•Nýir pípulagn-
ingameistarar
JG RVK. A fundi borgarráös
Reykjavikur var samþykkt aö
löggilda eftirtalda aöila til aö
standa fyrir pipulögnum i
Reykjavik:
Asgeir Sigurösson, Nýbýla-
vegi 62, Kópavogi,
Gunnar H. Þórarinsson,
Mariubakka 22,
Hafþór Árnason, Melási 11,
Garöabæ,
Hreiöar Asmundsson,
Geymisvöllum v/Háteigsveg,
Jóhann Hannesson, Langa-
geröi 23,
Sveinbjörn Stefánsson, Fifu-
seli 37.
selja perur
Laugardaginn 14. október n.k.
munu félagar I Lionsklúbbi
Garöa- og Bessastaöahrepps
ganga i hús og bjóöa ljósaperur
til kaups. Allur ágóöi af sölunni
rennur i liknarsjóö klúbbsins.
Verkefni undanfarandi ára
hafa veriö margskonar. T.d.
voru keypt heyrnarprófunar-
tæki til notkunar i skólum
byggöarlaganna, vegaskilti
hafa veriö sett upp i Garöabæ,
bækur gefnar til skólabókasafns
Bjarnastaöaskóla, kvikmynd
gefin til Vistheimilisins aö
Vifilsstööum o.fl.
Lionsfélagar vona aö Ibúar
Garöa- og Bessastaöahrepps
taki vel á móti þeim nú sem áö-
ur og styrki liknarsjóö klúbbsins
um leiö og þeir kaupa sér perur
til vetrarins.
Nýlega var opnuö hárgreiösiustofa f Breiöholti og hlaut hún nafniö Aþena. Hún er staösett aö Leiru-
bakka 36. Eigendur stofunnar eru Lára Daviösdóttir og Björk Hreiöarsdóttir og þær bjóöa upp á nýtisku
klippingar, permanett og m.fl.