Tíminn - 18.11.1978, Side 10
10
liiífiíaiííii
Laugardagur 18. nóvember 1978
Frá Héraðsskólanum
á Laugarvatni
Hugheilar þakkir færum við velunnurum
skólans fyrir gjafir, heimsóknir og
árnaðaróskir i tilefni af 50 ára afmælinu.
Skólastjóri.
Sólaóir
HJÓLBARÐAR
TIL SO'LU
FLESTAR
STÆRÐIR
A FÓLKSBlLA.
BARÐINNf
ÁRMÚLA 7 SlMI 30501
Tilböð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, sendibifreið, bif-
reið til götumálunar og dráttarbifreið
fyrir flugvélar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Gerum tilboð í búslóðir, málverk
og aðra listmuni
HÚSMUNASKÁLINN
Aðalstræti 7 — Simi 10099
Kýr til sölu
Upplýsingar gefur Kristján í sima 99-5586.
Kerfisfræðingur —
Forritari
Við viljum ráða starfsmann til uppsetn-
ingar áverkefnum fyrir I.B.M. tölvur og
gagnasöfnunarkerfi i tengslum við þær.
Umsækjandi þarf að hafa góða reynslu i
þessum verkum. — Skriflegar umsóknir
óskast sendar til skrifstofu okkar fyrir 30.
nóv. n.k.
Utgerðarfélag Akureyringa h.f.
Akureyri.
SAMVINNUÞÆTTIR
Unglr menn á Alþingi
Þrlr ungir Alþýöuflokksmenn
hafa flutt á Alþingi frumvarp til
laga um breytingar á lögum um
samvinnufélög sem nú eru i
gildi. Þar er lagt til, aö sam-
bandsstjórn skuli kosin árlega
beinni, leynilegri kosningu,
samtimis I öllum aöildarfélög-
um i samvinnusambandi.
1 greinargerö kemur þaö
fram, aö tillaga þessi er flutt
meö Samband Islenskra sam-
vinnufélaga i huga og þvi ætlaö
aö breyta skipan á kosningu
stjórnar þess og starfshátta,
sem mótast hafa á langri leiö og
reynst vel.
Látiö er I veöri vaka aö til-
gangurinn sé aö auka og efla
lýöræöi I atvinnulifinu. Til þess
á aö gjörbreyta félagslegu
formi almannasamtaka meö
valdboöi. Þó kemur þaö fram I
greinargeröinni, aö samvinnu-
rekstur sé þaö form lýöræöis I
atvinnurekstri sem náö hefir
mikilli útbreiöslu og gefiö góöa
raun.
Ætla mætti aö þetta væri
fagnaöarefni fyrir Alþingis-
mennina, sem segjast vilja efla
félagslegan rekstur. Svo viröist
þó ekki vera.
Flutningsmenn frumvarpsins
segja, aö nauösynlegt sé aö
breyta um viö kjör stjórnar
Sambandsins til aö ganga i takt
viö lýöræöisþróun, sem sagt er
aö eigi sér staö I atvinnulifi hjá
ýmsum nágrannaþjóöum
okkar. Þetta fær ekki staöist.
Leiö þremenninganna hefir
hvergi veriö reynd eöa farin og
þekkist þvi ekki I samvinnu-
starfi grannþjóöa okkar. Ekki
eitt einasta samvinnusamband
hefir tekiö upp eöa veriö fyrir-
skipaö aö viöhafa hiö nýstárlega
form viö skipan mála sinna.
Þess ber aö gæta, aö samvinnu-
félögin eru frjáls félagasamtök,
sem lúta almennum reglum og
þau skipa málum sinum jafnan i
samræmi viö viöurkenndar lýö-
ræöisreglur.
Tillagan
Rétt er aö skoöa tillögu þing-
mannanna nánar og reyna aö
gera sér grein fyrir þvi, hvort
liklegt sé aö hún veröi til
styrktar samvinnustarfi og
skapi þvi traustari grundvöll og
framtiö.
Þeim er aöeins eitt atriöi I
huga. Þeir vilja efna til árlegs
kosningagamans 30 til 40 þús-
und félagsmanna kaupfélag-
anna. Þeir vilja aö úr hópi 30 til
40 þúsund manna veröi kosnir 3
til 9 menn á hverju einasta ári
meö leynilegri kosningu sam-
timis á öllu landinu og telja aö
meö þvi veröi komiö á beinum
ábyrgöartengslum milli félags-
manna og Sambandsstjórnar og
lýöræöi stórlega aukiö.
Þessi kenning er nýstárleg.
Er ekki réttilega sagt, aö einn
ókostur hinna stóru og fjöl-
mennu kjördæma sé sá, aö erfitt
sé fyrir kjósendur og ómögulegt
fyrir alþingismenn aö koma á
og viöhalda lifandi tenglsum sln
I milli? Hvernig ætli 30 til 40
þúsund félagsmönnum myndi
ganga viö svipaö verkefni?
Hvernig ætti aö tryggja aö
stjórnarmennirnir þekktu
meirihlutavilja þúsundanna?
Hvernig ætti aö haga framboöi,
kosningabaráttu, kynningu
frambjóöenda eöa hvaö menn
vilja kalla þaö? Er hugsanlegt
aö fjölmiöla- og sjónvarps-
stjörnur yröu efstar á blaöi og
myndi ekki fylgja þessu
áformaöa kosningagamni býsna
mikill árlegur óróleiki, átök og
kostnaöur, sem sist yröi sam-
vinnustarfinu og þjóöfélaginu I
heild til gagns?
Finnst hinum ungu alþingis-
mönnum ekki sjálfsagt aö reyna
þetta nýja form þeirra I eigin
herbúöum þar sem auöveldlega
má koma þvl viö án valdboös
eöa afskipta Alþingis? Hvi ekki
láta kjósa formann Alþýöu-
flokksins og stjórn flokksins
beinni kosningu allra kjósenda
hans eöa flokksbundinna meö-
lima? Hvers vegna er ekki lagt
til aö þetta nýja form veröi viö-
haft hjá Alþýöusambandi Is-
lands og hjá öörum samtökum
verkalýöshreyfingarinnar?
Veröur næsta tillaga þremenn-
inganna ef til vill sú, aö val
rikisstjórnar ráöist ekki fram-
vegis af þvi sem þeir kalla
„þrepalýöræöi” en aö fyrir-
skipaö veröi aö rikisstjórn skuli
kosin til eins árs I senn meö
beinni kosningu og vali hins al-
menna kjósenda?
Þaö er rétt hjá flutnings-
mönnum, aö eitt af félagslegum
vandamálum líöandi stundar
er, aö viö skipum okkur I félög
og samtök til stuönings ákveön-
um sjónarmiöum, en þegar þau
eru komin nokkuö á legg gleym-
um viö eöa vanrækjum skyldu
okkar viö þau. Þessi vandi er
þekktur innan samvinnusam-
takanna. Þau munu vera aö
efna til nýs átaks til aö hamla
gegn þessari hneigö. Veröur
fróölegt aö sjá hvort sú viöleitni
skilar ekki umtalsveröum
árangri.
Vert er aö minnast þess, aö
stjórn Sambandsins er kosin aö
hætti nágranna okkar á full-
komlega eölilegan og lýöræöis-
legan hátt eins og raunar viö-
gengst I mörgum fjöldasamtök-
um hér. Þaö er athyglisvert aö
tryggt er, aö hver landshluti eigi
ætiö fulltrúa I Sambandsstjórn.
t samkeppniskosningum gæti
slikt jafnvægi raskast og jafnvel
fariö svo, aö meirihlutinn væri
frá einu landshorni.
Aö lokum skal minnt á ókosti
þess og áhættu, aö kjósa árlega
alla forystumenn samtaka er
hafa mikil fjármálaumsvif.
Fyrir sliku munu fá eöa engin
fordæmi finnast.
Raunar skýst tillögumönnum
i einu grundvallaratriöi.
Einstaklingar eru ekki beinir
aöilar aö Sambandinu. Aö þvi
standa hins vegar um 50 sam-
vinnufélög. Leiö þremenning-
anna, aö þvi er varöar kosn-
ingafyrirkomulag, veröur þvi
þegar af þeirri ástæöu ekki farin
og mætti þvi segja, aö allar rök-
ræöur um tillögu þeirra séu
óþarfar.
Samvinnumaöur.
Laugardagur 18. nóvember 1978
11
LIFSHASKI
Tryllir í tveim þáttum
LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR
LIFSHASKI eftir
IRA LEVIN
Þýöandi:
Tómas Zoega
Leikstjórn:
Gisli Halldórsson
Leikmynd:
Steindór Sigurösson
Lýsing:
Daniel Williamsson
Frumsyning 15. nóv. 1978
Ég veit dcki hvort þaö er rétt
aö glæpasögur, eöa reyfarar séu
minna lesnir á Islandi en i öör-
um löndum, en án efa eru menn
fáoröari um lestur slikra bóka
hér en ella: ræöa þeim mun
meira um lestur sinn á ýmsu
fóöri úr hinum „raunverulegu”
bókmenntum. Reyfaralestur er
a.mJc. ekki talinn auka jafn-
mikiö viö álit manna og lestur
nútlmabókmennta. Sá sem vitn-
ar I Agötu Christy er minna
metinn, en sá sem hefur yfir
setningar úr Njálu, en nóg um
þaö.
Þaö er kannske þess vegna
sem reyfarinn Lifsháski eftir
Ira Levin, fær ekki aö vera þaö
sem hann er i leikskrá Leik-
félags Reykjavikur, heldur er
reynt aö troöa honum meö skó-
hornum niöur I hin þröngu
sænsku stigvél Islenskra bók-
menntasérfræöinga meö því aö
fullyröa aö Lifsháski sé i raun,
og veru mjög dularfullur skáld-
skapur, einskonar framhald af
Edgar Allan-Poe: aö þarna
„skrjáfi skarlatstjöldum ’
heimsbókmenntanna, og virö-
ingu leikhússins sé þar meö
borgiö. Þeir I Iönó segja m.a.:
„Þaö var bandariska stór-
skáldiö Edgar Allan Poe sem
fyrstur varö til þess á önd-
veröri síöustu öld, aö brydda
upp á sálfræöilegum „tryll-
ingi” af þeirri list aö súgrein
bókmennta eignaöist fylgi og
aödáendur. Siöan hafa hvorki
höfundar nélesendur látiö sitt
eftir liggja. Fylgi þessara
bókmennta hefur fariö vax-
LÍF5HÁSKf-. Hjaiii Rögnvaldsson i hlutverld CliHords Andersons.
andi meö flóknara þjóöfélagi
og viötækari fréttaflutningi af
breyskleika manneskjunnar.
I áleitnum sögum og ljóöum
lýsti Edgar Allan Poe skelf-
ingu augnabliksins eins og
þaö getur oröiö viö tilteknar
aöstæöur, og höföaöi þar til
hins frumstæöa i okkar
mannanna börnum. Frá upp-
hafi höfum viö látiö sögur um
úlfa, sem gleypa ömmur og
Rauöhettur i heilu lagi, kitla
okkur inn aö beini. Frá-
sagnarhátturinn er aldagam-
all, færöur I búning þess
tlöaranda sem rikir hverju
sinni. Aöur voru þaö drauga-
og tröllasögur, i nútimanum
sögur af samtlöarfólki, sem
veröa fyrir svipaöri reynslu.
Ira Levin, höfundur leiksins
Lifsháski er Bandarlkjamaö-
ur á miöjum aldri. Hann er
viöurkenndur maöur I bókum
sérfræöinga, sem fjalla um þá
samtlöarmenn sina sem fást
viöskriftir. Rúmlega tvitugur
hlaut hann Edgar Allan
Poe-verölaunin fyrir fyrstu
skáldsögu sina A Kiss beforc
Dying (1954) og markar þá
stefnu, sem höfundurinn
hefur tekiö I skrifum slnum.
Honum tekst einkar vel upp
viösagnagerö, sem lýsir ótta
og óróa manna, þegar heim-
urinn og umhverfiö snýst
ööruvisi en öryggi hversdags-
leikans gerir ráö fyrir. Þó
hefur Ira Levin engan veginn
ávallt veriö viö þaö heygarös-
horniö. Hann er greinilega
gamansamur i góöu lagi og
skrifaöi m.a. leikrit, eftir aö
hann lauk Iherþjónustu sinni
sem öölaöist einstakar vin-
sældir viöa um lönd og heitir
No Time for Sergeants, og
siöar var gert um kvikmynd,
sem margir hér muna vafa-
laust.”
Þetta er nú gott og blessaö, og
viö vitum þó aö Ira Levin hlaut
ekki Edgar Allan-Poe verölaun-
in fyrir Lifsháska, heldur fyrir
eitthvaö annaö.
Lífsháski
En Leikfélagiö þarf ekki neitt
aö styöja viö bakiö á honum Ira,
I landinu þar sem vitnaö er i
Njálu. Hann stendur fyrir sinu.
Verk hans Lifsháski er allt i
senn, spennandi, leikrænt,
frumlegt og þaö logar af klmni
og skelfingu til skiptis.
Hann er til alls vls og áhorf-
andinn tekúr þétt um stólbrik-
leiklist
lífSHÁSKl: Þof»teinn Gunnaraon í hloiverki $:dn«y» Bruhl.
ina. Leikurinn er glæpasaga, aö
visu ekki i Axlabjarnarstll,
heldur nútimasaga, þar sem
gáfaö fólk hneigist til afbrota.
Rannsóknarlögreglan er á
næsta leiti, allt veröur aö vera
fullkomiö, og þarna er meira aö
segja „sjáandi”, sem oft þykir
ómissandi I dularfullum mál-
um, þegar öll rök og efnafræöi
eru þrotin.
I Lifsháska segir frá frægum
leikritahöfundi, sem er oröinn
gelduraf hugmyndum, og er svo
óhamingjusamur aö búa i landi,
þar sem höfundar þurfa aö geta
sent frá sér eitthvaö bitastætt,
til þess aö geta haldiö skáld-
frægöinni. Hann þarf peninga,
og hann þarf aö drepa konuna
sina, þvi hún á aurana og hann
er I raun og veru kynvilltur.
Annars er i raun og veru ó-
mögulegt aö segja söguþráöinn
i blaöi. Hann veröur nefnilega
aöeins sagöur i verkinu sjálfu,
og þaö er I Iönó.
Lifsháski er skemmtilega rit-
aö verk, og þýöing Tómasar Zo-
ega viröist prýöilega gerö,
hnyttyröin komast til skila og
tal manna er frjálst.
Þessi nýji tryllir Leikfélags
Reykjavikur er settur upp af
Gisla Halldórssyni. Þetta er
vönduö leikstjórn, og flókin
slagsmálaatriöi (auk annars)
eru velaf hendi leyst. Éghefi aö
vlsu ekki séö svona vinnuher
bergi hjá neinum skáldum, en
þaöer ekki mergurinn málsins,
sviöiöhæfir ógn þessa verks, til-
gerö höfuöpersónunnar og
framvindu verksins allir.
Leikendur
-Þaöer Þorsteinn Gunnarsson,
sem fer meö aöalhlutverkiö,
leikur hinn þurrausna leikjahöf-
und Sidney Bruhl. Þorsteini
tekst aö vanda vel upp. Hann
viröist þó fara af staö meö ó-
þarfa asa á fyrstu mínútunum,
en þaökann aö eiga aörar skýr-
ingar, aö sambandiö viö áhorf-
endur náistekkialveg strax, þvi
þaö var erfiö færö i bænum og
mennkomu sérseint I sætin. As-
dis Skúladóttir, leikur eiginkon-
una og ferst þaö vel, en hún lika
mætti hægja ögn á framsögn.
Viö gætum oröaö þaö svo aö hún
þyrftiaö leita oröanna á vanda-
sömum augnablikum, en heföi
ekki á hraöbergi öll sin s vör — á
hverju sem gengur. Ég vil þó
taka þaö fram, aö ég er hér aö
ræöa um núansa en ekki
heildarframmistööu hennar,
sem er meö ágætum.
Hjalti Rögnvaldsson leikur
unga manninn.'Hjalti er skap-
geröarleikari, og I hópi þeirra
ungu leikara er nú starfa, sem
viröist ná einna mestu út úr sín-
um hlutverkum.
Undirritaöur er aö visu alltaf
dálitiö andvigur þvi aö leikarar
i Iönó tali mikiö viö Þingholtin,
vill aö talaö sé sem mest fram i
sal. Hjalti bjargar þessu þó
býsna vel meö þvi aö hækka
rödd sfna og lækka, eftir þvi
hvert hann snýr sér á sviöinu.
Leiktækni hans er þvi þraut-
hugsuö, en auövitaö á leik-
stjórinn sjálfsagt sinn hlut i
þessu lika, þvi allt er svo laust
viö þann stiröbusagang og þær
miklu sveiflur, sem allt og oft
skemmirfyrir leikgeröum hér á
landi.
Aö lokum eru þaö svo Sigrlöur
Hagalin og Guömundur Páls-
son, sem fara meö fremur smá
hlutverk, — en þó býsna
þýöingarmikil. Þau gera þeim
skemmtileg og frumleg skil.
Islensku leikhúsin hafá stund-
um sýnt krimma eftir innlenda
og erlenda höfunda. Þetta er
einn sá besti sem ég hefi séö
lengi, oger rétt aö ljúka þessum
oröum meö ráöleggingu frá
Leikfélagi Reykjavikur, sem
hljóöar svo:
Fari svo, aö atburöarás Lifs-
háska komi yöur á óvart, biöj-
um viö yöur aö láta þaö ekki
fara lengra, svo ánægju þeirra,
sem eiga eftir aö sjá ieikritiö,
veröi ekki spillt.
Þetta kann vel aö vera rétt, en
er þó aö voru mati ekki eins af-
gerandi nauösyn eins og t.d. i
Músagildrunni, því eins og áöur
sagöi, þetta er ekki verk til þess
aö segja frá, heldur til þess aö
sjá þaö.
Jónas Guömundsson
Menningar-
félag
Flensborgar
sýnir tvo
einþáttunga
! gærkvöldi frumsýndi Menningar-
félag Flensborgarskóla tvo ein-
þáttunga: A Rúmsjó eftir pólska
rithöfundinn og gárungann
Slawomir Mrozek i þýöingu Bjarna
Benediktssonar frá Hofteigi og
Undantekninguna og regluna eftir
þýska skáldiö Bertolt Brecht, I þýö-
ingu Erlings E. Halldórssonar.
Leikendur i sýningunni eru 15, en
annar eins fjöldi starfar aö undir-
búningi og aö tjaldabaki.
Þetta er þriöja áriö I röö sem
Flensborgarar standa aö meiri-
háttar leiksýningu Hafnfiröingum
og öörum íslendingum til andlegr-
ar uppörvunar I skammdeginu. Áö-
ur hafa þeir sýnt söngleikinn ,,ó
Þetta er indælt striö” og sl. vetur
var þaö bandariska leikritö „tndl-
ánar” sem sýnt var viö góöan orös-
tir.
Flensborgarskóla láta sér nægja
þessa sýningu einþáttunganna I
vetur, þvi strax aö afloknu jólafrli i
Gunnar Eyjólfsson, Júllus Brjánsson og Þorsteinn ö. Stephensen.
Sýningum á Sandi
fer fækkandi
Einþáttungar Agnars Þóröar-
sonar, SANDUR og KONA.hafa nú
veriö sýndir á Litla sviöi Þjóöleik-
hússins um skeiö og mælst vel fyrir
hjá þeim, er séö hafa. Þykir hér
kveöa viö nýjan tón i leikritagerö
Agnars en hann hefur ekki áöur
fengist viö samningu einþáttunga
fyrir sviö.
Leikstjóri sýningarinnar er GIsii
Alfreössonog leikmyndeftir Björn
G. Björnsson. Leikendur eru Þor-
steinn ö. Stephensen, Gunnar
EyjóUsson, Helga Jónsdóttir og
Júiius Br jánsson. Sýningum fer nú
aö fækka og veröur 10. sýning á
sunnudagskvöldiö. Fólki er þvi
bent á aö draga ekki of lengi aö sjá
þessa sýningu.
Myndirnar eru úr leiksýningu Flensborgarnema
janúar hefjast æfingar á sigildum
rússneskum gamanleik, sem heitir
Eftirlitsmaöurinnoger eftir Nikola
Gogol. Áætlaö er aö frumsýna þaö
verk I mars.
Einþáttungarnir veröa sýndir
eftirtalda daga:
Sunnudag 19. nóv. kl. 20.30
Mánudag 20. nóv. ^ kl.20.30
Þriöjudag21.nóv. kl. 20.30
Miövikudag22. nóv. kl. 20.30
Miöapantanir eru teknar I sima
53392 milli kl. 14-17 alla dagana.