Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 6
6 Erlent yfirlit Sunnudagur 24. desember 1878 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöidslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaöaprent Teng er óumdeUanlega maður ársins 1978 Hann hefur markað mikilvægustu atburði þess Gleðileg jól Jól eru sigurhátið ljóssins. Eftir að skuggana hefur lengt og daginn stytt viku af viku hefur nú skipt um og undanhald myrkursins er hafið undan veldi sólar. Hvergi munu öfgar ljóss og myrkurs á byggðu bóli vera afdráttarlausari en hér á norður- slóðum, og hvergi mun þeirra gæta greinilegar i lifi manna og allrar skepnu. Að sama skapi mun fáum öðrum en ibúum norðursins gefin slik tilhlökkun eftir vori sem hér er i allra hugum, eða þvilik umskipti allra hluta þegar alveldi ljóssins hefur leyst allt úr læðingi vetrar eins og kraftbirtingarhljómur i lok útmán- aða. Jólin bera i sér sigurvon páskanna, enda þótt þeir séu langt undan, þegar gervöll náttúran býst undir upprisu sina. Og óviða mun upprisan augsýnilegari mönnum en hér á þessum norður- slóðum. Það má vera að allra þessara miklu umskipta i riki náttúrunnar gæti eitthvað i lunderni lands-. manna, en þótt þeim sé fálæti tamt um það sem þeim fellur betur en ella, þá er aðfangadagur i allri hinni rafmögnuðu ljósadýrð okkur enn eins og björt kertistýra gefin barni i þungum skugga hér fyrr á dögum. Jólin eru þessi miklu umskipti. Þau eru fæð- ingarhátið hins nýja vors, sem alltaf, ár frá ári, er nýtt og ungt en þó hið sama kynslóð fram af kyn- slóð. Og eins og sólin fer dag hvern hænufetið upp á himinbogann er eins og þetta vetrarbarn, fætt á jólum, taki þroska sinn dag frá degi uns það sigr- ast að lokum á hreti og ágjöf hopandi siðvetrar. Afram mætti halda án viðstöðu að sýna þess dæmi hvernig allt umhverfi okkar ber skapara sinum vitni og endurvarpar eins og bergmál fögn- uði og gleði jólanna sem fæðingu sjálfrar endur- lausnarinnar og boðunar sigursins i upprisunni. Jafnvel i hinu smæsta verður hið stærsta undur séð ef grannt er skoðað, og á sama hátt verður barátta ljóssins við myrkrið, og myrkrin, greind og eins sigur ljóss og gæsku yfir dimmu og illsku. Vetrarbarn jólanna, sem hlýtur sigur að lokum, er endurlausnarinn. A jólum var Hann lagður lágt, en rikir siðan á himnum hátt, og þessi stórkostlegu undur endurómar sköpunarverkið, eins og tákn þeirra á hverju ári. Hann var eins og lambið sem stjáklar veikburða á freðnum hjara en ber þó á herðum sér allar skuldir bóndans og greiðir þær með lifi sinu i tim- ans fyllingu. Og einnig í lifi lambsins erum við ár hvert að endurreyna stórkostlegustu atburði ver- aldarsögunnar, sjáum stórmerkin jafnvel i skuggsjá hins smæsta og veikasta. Og það er ljósið sem gefur allt lif. Gleðileg jól. AÐ VENJU munu fréttaskýr- endur velta þvi fyrir sér nú um áramótin hvaöa stjórnmála- manniber titillinn maöur ársins 1978. Carter forseti heföi getaö komiö þar til greina, vegna fundarins I Camp David, ef náöst heföi samkomulag milli tsraels og Egyptalands um friöarsamning á tilsettum tima. Þær vonir hafa brugöizt og Carter er þvi lir sögunni I þessu sambandi. Annar maöur, sem stendur nærri titlinum, er Jóhannes Páll annar, sem óvænt var kjörinn páfi á siöastl. hausti. Þótt páfinn sé einkum trUarleiötogi, hafa afskipti hans af ýmsum félagslegum málum mikil pólitisk áhrif viöa um heim. Jóhannes Páll annar er fyrsti maöurinn, sem ekki er italskur, er nær páfakjöri um margra alda skeiö. Viö þetta bætist, aö hann kemur frá kommúnistariki. Kjör hans er þvi óvnejulegt og mikiö hlýtur aö vera i hann spunniö, þvi aö ella heföi hann ekki hlotiö slikt traust kardinálanna, sem vafa- litiö skortir ekki hyggindi og klókindi. Sllkt hefur a.m.k. alla jafnan þótt einkenna fyrirrenn- ara þeirra. Ýmsa fleiri mætti nefna, sem af ýmsum ástæöum gætu komiö til greina, en samt veröur aö hafna þeim ekki siöur en Carter og Jóhannesi Páii. Valiö er nefnilega óvenjulega augljóst og auövelt aö þessu sinni. Eng- inn maöur kemur til greina sem maöur ársins 1978 eins augljós- lega og Teng, hinn kinverski. Slik hafa áhrif hans veriö á ár- inu 1978, aö þaö kann siöar aö veröa taliö meö merkustu árum 20. aldarinnar. TENG hefur bersýnilega náö þvi marki aö veröa voldugasti maöur Kina. Vafasamt er, aö hann notfæri sér þaö til þess aö ná tilsvarandi titlum. Þess vegna er ekki óliklegt, aö Hua veröi áfram flokksformaöur og forsætisráöherra og Teng láti sér nægja aö vera kallaöur fyrsti varaforsætisráöherra. Völdin eru honum meira viröi en titlarnir. Hann er einnig orö- inn aldraöur maöur og veröur þvi aö nota árin vel, sem eftir eru, ef hann á aö koma þvi fram sem fyrir honum vakir. En I raun og veru er þaö hvorki meira né minna en bylting i innanri'kismálum og alþjóöamálum. I innanrikismálum stefnir Teng markvisst aö þvi aö gera Klna aö mesta iönaöarveldi heims ásem skemmstum tima. Þess vegna keppist hann viö aö rifa niöur hiknlurnar, sem Maó haföi sett á framtak þjóöarinn- ar. Hann hefur aukiö frjálsræöi á mörgum sviöum athafnalifs- ins. Hann hefur gert margvis- legar ráöstafanir til aö auka tækniþekkingu ungs fólks. Eins margir ungir Kinverjar veröa sendir til iönþróaöra landa á næstu misserum til aö afla sér tæknimenntunar og þessi lönd treystast til aö taka á móti. Jafnframt er hún aukin heima fyrir á allan hátt. Hafizt er handa um eins mikil viöskipti viö iönaöarrikin og mögulegt er og lántökur hvergi sparaöar I þvi sambandi. Unniö er aö fjöl- mörgum samningum viö alþjóöafyrirtæki um aö þau taki aö sér aö reisa verksmiöjur og stórfyrirtæki I Kina. Stefnt er aö þvi á þennan og annan hátt aö Kina veröi oröiö mesta iönriki heimsins um aldamótin. Mjög er sennilegt aö þaö muni takast, ef stefnu Tengs veröur fylgt. Kinverjar eru gæddir meiri skipulagsgáfum og eru starfs- fúsari og iönari en flestar þjóöir aörar. Þeir standa Japönum fullkomlega á sporöi I þeim eto- um. Þegar menn Ihuga þann árangur, sem rúmlega 100 milljónir Japanahafa náö á slö- asta aldarfjóröungi, þá er auö- velt aö hugsa sér þann árangur, sem 900 milljónir Kinverja geta náö á næstu 20 árum, ef þeir tileinka sér þá þekkingu og vinnubrögö, sem Teng beitir sér fyrir. EN TENG ætlar sér meira. Hann vill koma sér vel viö vest- rænurikintil aö geta átt greiöan aögang aö þekkingu þeirra og fjármagni. Samkomulagiö viö Bandarikin um aö taka upp stjórnmálasamband viö þau er þáttur i þvi tafli hans. Þaö sam- komulag getur þó ekki talizt neinn stóratburöur I sambandi viö friöarsáttmálann, sem var undirritaöur milli Kinverja og Japana á þessu ári. Tvimæla- laust var sú samningsgerö stærsti atburöur ársins 1978. Kinverjar og Japanir hafa eldaö grátt silfur um langt skeiö. Þeir hafa tortryggt hvorir aöra. Japanir hafa ráöizt inn I Kina og ætlaö aö drottna yfir Kinverj- um. Teng strikar yfir þetta og leggur i staöinn grundvöll aö viötækri japanskri-kinverskri samvinnu. Taki þessar tvær gulu þjóöir höndum saman, eins og Teng stefnir aö, getur hviti kynþátturinnátt eftir aö eignast keRjinaut, sem á eftir aö veröa honum ofvaxinn. Vel má vera, aö Teng stefni ekki aö þvi, enda yröi hann kominn undir græna torfu, þegar til þess kæmi. En meö samningnum viö Japani hefur Teng lagt grundvöll aö samstarfi, sem getur átt eftir aö gerbreyta heimsmyndinni. Teng er þvi óumdeilanlega maöur ársins 1978. Þ.Þ. Hua og Teng

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.