Tíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 3
Flmmtudagur 15. febrúar 1979 3 Námskeið fyrir endurskoðendur kaupfélaga Dagana 26. — 30. janúar s.l. var haldið I Bifröst, námskeiö fyrir félagskjörna endurskoöendur kaupfélaganna. Námskeiöiö sóttu 19 endur- skoöendur frá 13 kaupfélögum viösvegar um landiö. Fjallað var um hina ýmsu þætti endurskoðunar s.s. hlutverk og ábyrgö endurskoðenda, skipu- lagningu og umfang endurskoð- unar, innra eftirlit, endurskoðun- araðferðir, endurskoðun árs- reikninga, lok endurskoðunar og áritun reikninga. Þá var fjallað um bókhald kaupfélaganna og notkun tölvu við það, eftirlit meö innkaupum, vörutalningar, innkaupa og sölu- skýrslur og eftirlit með fjármál- um. Aðalleiðbeinandi var Halldór Asgrimsson, en auk hans leið- beindu þeir Jörgen Þór Halldórs- son, Guðmundur Vigfússon, Sigurður Sigfússon og Þórir Þorvarðarson. Þetta er fyrsta námskeiðið sem haldið er fyrir félagskjörna endurskoðendur kaupfélaganna á vegum Samvinnuskólans og komu fram óskir þátttakenda þess efnis að framhald yrði á námskeiðum af þessu tagi. Meðan á námskeiöinu stóð bjuggu þátttakendur. i orlofshús- um samvinnustarfsmanna að Bif- röst og reyndist sú skipan i alla staði vel. Hafréttarráðstefn- unni fram haldið Áttundi fundur þriöju hafrétt- arráöstefnu Sameinuöu þjóöanna hefst I Genf þann 19. mars og stendur til 27. april næstkomandi. Fulltrúar Islands á ráöstefnunni veröa: Hans G. Andersen, sendiherra sem er formaður sendinefndar- innar, Guðmundur Eiriksson, deildarstjóri i utanrlkisráðuneyt- inu, varaformaður, Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu og Guömundur Pálmason, forstöðumaður jarð- hitadeildar Orkustofnunar. Þá verður hverjum þingflokki um sig gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa I sendinefndina. Merkjasala SVFÍ A morgun og laugardag 16.-17. febr. verður hin árlega merkja- sala kvennadeildar Slysavarna- félagsins hér i Reykjavik. Til- gangur merkjasölunnar er að afla fjár til slysavarna I landinu. Hafa konurnar nú sérstaklega I huga umferöarslysavarnir. Það er öll- um ljóst að umferðarslysin I land- inu eru geigvænleg, og eitthvað veröur að gera til þess að koma I veg fyrir þau. Hafa félagskonur hugsað sér að leggja þessu björg- unarstarfi lið með fjárframlög- um. Einnig munu þær á næstunni gangast fyrir námskeiöum i blástursaðferðinni og hvernig á að bregðast viö, ef komið er að þar sem slys hefur orðið. Vilja þær hvetja allar konur til þess aö kynna sér og læra þessa mjög svo nauðsynlegu björgunaraðferð. Munu upplýsingar um nám- skeið þessi verða veittar á skrif- stofu Slysavarnafélagsins og I simi 32062 hjá Huldu Viktorsdótt- ur. Væri æskilegt að konur til- kynntu þátttöku sem fyrst. Það er einlæg ósk Slysavarna- félagskvenna að Reykvikingar bregðist nú vel við og kaupi merki deildarinnar á föstudag og laug- ardag. Munu félagskonur sjálfar bjóða merkin til sölu og hafa sér til að- stoðar skólabörn. Verða merkin afhent I skólum borgarinnar. Verða þau seld á kr. 300.00 stk. Söluhæstu börnunum verða veitt aukaverðlaun. Félag framsóknarkvenna I Reykjavík Sigrún Sturludóttir áfram formaður Sigrún Sturludóttir. HEI — Aöalfundur Félags framsóknarkvenna I Reykja- vik var haldinn nýlega. A fundinum fór fram stjórn- arkjör og var Sigrún Sturlu- dóttir endurkjörin formaður. Aðrar i stjórn eru: Dóra Guð- bjartsdóttir, varaformaöur, Margrét Frederiksen, ritari, Sigrún Magnúsdóttir, gjald- keri, og Ingibjörg Magnús- dóttir, meðstjórnandi. I vara- stjórn voru kjörnar: Valgerð- ur Bjarnadóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Guöný Laxdal, Guðrún Hjartar og Anna Tyrfingsdóttir. Þá voru Lis Bergs og Anna Þórhallsdóttir kjörnar endurskoðendur. Elin Gisladóttir sem setiö hefur i stjórn félagsins baðst undan endurkjöri aö þessu sinni. .tHiiJHiií A myndinni sem tekin var ilok námskeiösins eru: Standandi frá vinstri: Guöjón Ingimundarson, Fjalar Sigurjónsson, Arni Sigurösson, Sigtryggur Björnsson, Jón Tryggvason, Ragnar Steinbergsson, Hjörtur Tryggvason, Emil Sigurjónsson, Hlööver Þ. Hiööversson, Jón Jónasson,Valdimar Þórarinsson, Júllus Jónsson, ólafur J. Jónsson, Daviö Kristjánsson. Sitjandi frá vinstri: Haukur Ingibergsson, skólastjóri, Þórir Páll Guöjónsson, kennari, Hrafn Sveinbjarnarson, Daniel Njálsson og Halldór Asgrfmsson, leiö- beinandi. A myndina vantar þrjá þátttakendur þá Guömund Þorsteinsson Gfsla Karlsson og Loft Magnússon. Dalvíkingar kunna skíðasnjóinn VS —Janúarmánuöur var kaldur hér hjá okkur, og sömuleiöis þaö sem af er febrúar, sagöi Friö- björn Zóphóniasson á Dalvik, þegar hann var inntur frétta fyrir fáum dögum. — En það er ákaflega snjólétt, þetta er enginn snjór miðað við það sem við eigum að venjast, hélt Friöbjörn áfram. — Það hefur aldrei hlánað neitt, siðan fyrir áramót og yfirleitt hefur verið kalt. Frostið hefur skotist I tuttugu stig, eða rösklega það. — En þótt ekki sé hægt aö segja að hér sé mikill snjór, þá er hann þó nógu mikill til þess, að fólk getur veriö á skiðum, enda er það mikið stundaö. Það eru tvær skiðalyftur hér fyrir ofan bæinn, og þær eru mikið notaðar. Einnig hefur verið komið upp göngu- brautum hér I kringum bæinn, sem eru mjög mikið notaðar, bæði af ungum og gömlum, allt frá litlum börnum til fólks á sextugs- og sjötugsaldri. — Við erum lika alveg lausir við þessi svokölluöu unglingavandamál, enda held ég að hægt sé að út- rýma þeim að mestu eða öllu leyti með þvi að sjá unglingunum fyrir nógum verkefnum. En ef at- hafnaþrá unglinga getur ekki beinst aðhollum og þörfum fnum, þá finnur hún sér einhvern annan farveg, — það er ósköp einfalt mál. — Það er ekki heilbrigöur unglingur, sem ekki þarf að hreyfa sig. — Annars eru þær fréttir helstar hér, aö afli er að glæðast, bæði hjá togurunum og netabát- unum, en I janúar var aflinn mjög að nota lélegur hjá bátunum. Togararnir hafa veriö aö koma inn núna með ágætan afla, og hjá netabátunum er aflinn aðeins að glæðast, eins og ég sagöi, en hann hefur veriö rýr. — Mannlffið hér gengur sinn venjulega gang. Atvinna er næg eins og er, en að visu er nokkur óvissa framundan hjá bygginga- mönnum. Nú eru I smlöum þrjár stórar byggingar hér i bænum. Þar ber fyrst aö nefna dvalar- heimili fyrir aldraö fólk, og það hús mun verða tekið I notkun með vorinu. Þá er stjórnsýsluhús, þar sem öll starfsemi bæjarfélagsins veröur til húsa, bæjarskrifstofur, sparisjóðurinn o.fl. Þaö hús verður lika tekiö I notkun i vor, a.m.k. að einhverju leyti. Og svo er ab lokum heilsugæslustöð, sem ekki hefur verið unnið neitt viö aö undanförnu, en hún er nú komin undir þak, og menn eru aö vona, að hægt verði að halda þar eitt- hvað áfram á næstunni. DRIFBUNAÐUR ER SÉRGREM OKKAR Eigum j afnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeð j um ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. JR NOL D Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.