Tíminn - 15.02.1979, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. febrúar 1979
19
flokksstarfið
Viðtalstímar
Alþingis og borgarfulltrúa og annarra i nefndum á vegum Fram-
sóknarfélaganna i Reykjavik aö Rauðarárstig 18.
7. Laugardagur 17. febrúar kl. 10-12
Einar Agústsson, alþingismaður
Ragnar Ólafsson, formaður Niðurjöfnunarnefndar
Leifur Karlsson i stjórn Strætisvagna Reykjavikur
Mosfellssveit - Kjalarnes - Kjós
Annað kvöldið i 3ja kvölda spilakeppninni verður föstudaginn 16.
þ.m. og þaö slðasta 2. mars. Bæði kvöldin i Hlégarði kl. 20.30
Keppt er um ferð til Rínar á vegum Samvinnuferða og Landsýn-
ar. Einnig verða vegleg einstaklingsverðlaun, þrjú fyrir konur
og þrjú fyrir karla. Eftir spilamennskuna verður dansað til kl. 1.
Einar G. Þorsteinsson bæjarfulitrúi úr Garðabæ flytur stutt
ávarpog Kristján B. Þórarinsson stjórnar spilamennsícunni. All-
ir eru velkomnir, en mætið stundvislega.
Nefndin.
Reyðarfjörður
Framsóknarfélag Reyðarfjarðar heldur almennan stjórnmála-
fund n.k. föstudag kl. 21.001 félagsheimilinu Félagslundur.
Fundarefni. Hvað er framundan I stjórnmálunum. Frum-
mælendur Tómas Arnason fjármálaráðherra og Vilhjálmur
Hjálmarssón alþingismaður.
Allir velkomnir. Stjórnin
Keflavík
Fundur i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i Keflavik mánu-
daginn 19. þ.m. kl. 21 i Framsóknarhúsinu. Fundarefni: Fjár-
hagsáætlun Keflavikurbæjar fyrir árið 1979. Frummælandi Guð-
jón Stefánsson, bæjarfulltrúi.
Stjórnin
Bæjarfulltrúar og varafulltrúar flokksins veröa til viðtals mið-
vikudaginn 21. þessa mánaðar milli kl. 18-19.30 i Framsóknar-
húsinu.
Skipulagsmál Framsóknarflokksins
Skipulagsnefnd SUF og FUF I Reykjavik halda sameiginlegan
fund I kaffiteriunni i Hótel Heklu laugardaginn 17. febrúar n.k.
kl. 10,30 f.h.
Kynnt verða álit skipulags og laganefndar Framsóknarflokks-
ins. Allt framsóknarfólk velkomið.
SUF og FUF I Reykjavik.
Framsóknarfélag Seyðisfjarðar
Framsóknarfélag Seyðisfjarðar heldur almennan stjórnmála-
fund I barnaskólanum sunnudaginn 18. febrúar 1979 kl. 21,00.
Fundarefni: Hvað er framundan I stjórnmálum?
Framsögumenn: Tómas Arnason, fjármálaráðherra;Vilhjálmur
Hjálmarsson, alþingismaður.
Framsóknarféiag Norðfjarðar
Framsóknarfélag Norðfjarðar heldur almennan stjórnmálafund
i Egilsbúð, (fundarsal) laugardaginn 17. febrúar 1979 kl. 4 e.h.
Fundarefni: Hvað er framundan i stjórnmálum?
Framsögumenn: Tómas Arnason, fjármálaráöherra, Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, alþingismaður.
mgZJL Wv ny
y ■■ - áfSfS
torl / tI >/ \yWzrr JPI
S - U 1 C V H ðœiaðiSt i uTSÉí Ijíi ■ 1jl
=77 * •
I/1 ^ p. ,
Jónas Guömundsson, rithöfundur:
Geta leigubflar komið
í stað strætisvagna?
Einhv^rs \staðar verður
maður að setja mörkin, sagði
maðurinn og neitaði að koma
undan rúminu, hvað sem hús-
freyja hans sagði. Hún ætlaði aö
berja hann.
Þetta kemur manni i hug,
þegar rætter um niöurgreiðslur
i landbúnaði i landi þar sem
peningar eru tilbúningur.
Efnahagssérfræðingar hafa
þó ekki upplýst okkur um þaö
hvaðlangt eigiaðganga iniður-
greiöslunum, en með skelfing-
una i.svipnum hafa launþegar
vist sagt að tvöfaldur fram-
leiösiukostnaður sé einskonar
hámark. Niðurgreiðslurnar á
dilkakjöti mega þvi ekki vera
meirien nemur kostnaði bænda,
þvi þaðan af sé bóndinn ekki
lengur framleiðandinn, heldur
f já rm álaráðuneytið.
Miklir hagfræðingar hafa lik-
lega aldrei lært meira af neinni
skepnu en sauðkindinni.
Prófessorar hafa i raunogveru
aldrei skilið þessa kind. En á
hana er minnst af þvi að laun-
þegar hafa sett sér um hana há-
mark i niöurgreiðshi ogframúr-
stefnuhagfræði.
Strætisvagnar hafa á hinn
bóginnekki verið niöurgreiddir,
heldur hafa menn tapað beint á
þeim peningum, og þá vaknar
sú spurning: Hversu miklu á að
tapa?
Við hér teljum, að þegar út-
gjöldin fari yfir tvöfaldar
rekstrartekjur, sémál að byrja
að sjá að sér. Strætisvagnar
hafa engar gærur, eða ull og
veita þvi ekki vinnu i iðnaði. A
hinn bóginn er það taliö hag-
kvæmt aö flytja fólk til og frá
vinnu i strætisvögnum, bæði þá
sem eiga bil og eins hina, sem
ekki eiga bil.
Nú fer hins vegar að draga að
þvi, að ódýrara er að verða að
flytja alltþetta fólk með BSR og
HREYFLI, sem hafa bila á
staurum út um allt, og geta þvi
skotið fólki bæjarleið, ef þvi er
að skipta — fýrir borgun, þó
þannig að a.m.k. tveir farþegar
væru i bD. Fyrir miiljarð gæti
borgin greitt fria leigubila fyrir
tvær milljónir manna á ári, eöa
166 þúsund manns á mánuði,
eða 7.600mannsá dag alla virka
daga vikunnar, ef laugardagar
eru ekki taldir. Ef menn væru
svo látnir borga 120 kallinn
fengist rúmur milljarður til við-
bótar og þá gætum við flutt 15
þúsund manns á dag i leigu-
bilum fyrir sama verð og það
kostar að reka strætisvagna.
En ráða leigubilarnir við
þetta?
Mér er sagt aö þegar hleypt sé
út af skemmtistööunum
klukkan tvö á nóttunni, þurfi að
aka heim 8000 fullum skemmti-
mönnum, sem segja bilstjór-
anum ævisöguna á leiöinni.
Þetta klára leigubilstjórarnir
með glans, og þótt þeir fengju
enga ævisögu á morgnana, gætu
þeir samt klárað þetta aö voru
mati, eins og sagt er i hagfræð-
inni.
Með þessu ynnist tvennt.
Borgin þyrfti ekki aðkaupa eða
eiga strætisvagna. Ekki bfla-
verkstæði og þvottastöð, allt
mögulegt, sem maöur þarf aö
eiga til aö geta tapað milljarði á
ári til að gera út strætisvagna.
Jónas Guðmundsson
Hin sama O
yrði tekist á við kjaramálin. Visi-
tölumálin væru þar ef til vill þýð-
ingarmest og þyrfti þar að setja
nýjan grundvöll. Sagði hann að
ekkertefnahagskerfi þyldi það til
lengdar, að til 7% kaupmáttar-
' aukningar þyrfti 50% launa-
hækkun.
Suðurnesjamenn höfðu eðlilega
mikinn áhuga á skoðunum Tóm-
asar varðandi vægi atkvæða og
kjördæmafyrirkomulag. Sagði
hann að veruleg jöfnun kosninga-
réttarins kæmi til greina með þvi
að leggja niður uppbótarþingsæti
og flytja þau flest til Reykjavikur
og Reykjaness. Þá taldi hann
einnig koma til greina, að sér-
stakt kjördæmi yrði myndað
sunnan Straums.
Utideild O
manna að leggja niöur starf Cti-
deildar mestan hluta árs 1979. Tel
ég þvi eðlilegt að þessu máli sé
visað til endanlegrar afgreiðslu á
fundi borgarstjórnar n.k.
fimmtudag.
Þau, sem að tillögunni stóðu,
Kristinn Ag. Friðfinnsson,
Kristján Valdimarsson og
Margrét S. Björnsdóttir óskuðu
aftur á móti eftir að bókað væri:
Með þvi að leggja Útideild
niður teljum viö að verið sé að
koma i veg fyrir áframhaldandi
fyrirbyggjandi starf meðal
unglinga — samfélaginu og ein-
staklingnum til heilla. Ef af
ákvörðun þessari verður teljum
við að verið sé að spara eyrinn en
kasta krónunni, þvi aö i framtiö-
inni mun það sýna sig að meiri
kostnaður mun af hljótast en fyrir
vinnast. Við teljum að finna megi
aðrar leiðir til sparnaðar en að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur, og að I þessu sambandi
hefði verið happasælla að hafa
samráð viö þær stofnanir sem
málinu eru kunnugastar. útideild
hefur nú þegar sannað gildi sitt og
tilverurétt, og verður þvi aö telja
það mótsöJgn að leggja starfsem-
ina niður i stað þess að viðhalda
henni af alúð.
Fyrir þá sem ekki þekkja störf
og markmið tftideildar má geta
þess, að sú starfsemi miðast við
börn og unglinga á aldrinum 12-18
ára, sem tilheyra vissum áhættu-
hópum og hafa mikla þörf fyrir
tengiliöi til þess að geta lifað
sæmilegu lifi. Starfsmenn tlti-
deildar hafa verið á ferð á kvöldin
niðri i miðbæ og stofnað þar til
góðra sambanda viö unglinga. Ef
starfsemin verður lögö niður,
rofna þarna tengsl, sem erfitt
veröur að stofna til aftur að nýju.
Starfsmenn titideildar eru 10
talsins, ailir lausráðnir.
Björn ©
um þeim sem til þessara mála
þekkir á óvart.
Hvaða augum litur þú það að
Helga Sigurjónsdóttir skyidi
sitja hjáþegar tillagan um van-
traustið var borin undir at-
kvæði?
— Það er að sjálfsögðu mjög
alvarlegt mál i minum augum.
Stóralvarlegur hlutur, og það
verður væntanlega tekið fyrir i
bæjarmálaráði Alþýðubanda-
lagsins innan skamms.
Er Helga þá fulltrúi einhvers
ákveðins hóps innan Aiþýöu-
bandalagsins i Kópavogi?
— Já, ég býst viö þvi að hún
veröi að teljast fulltrúi þeirra
sem voru þvi andsnúniraðfara I
þetta meirihlutasamstarf.
Er það þá andstaðan við sam-
starfiö, en ekki framkvæmd
bæjarmáia, sem málið snýst
um?
— Ég tel aö það hafi alit
saman verið yfirskin þegar
verið var að búa til eitthvert
stórmál úr atriöum sem ekki
eru þess eölis aö þau skipti
sköpum og þaö sist I pólitisku
starfi. Þvi er ekki að leyna að
Helga Sigurjónsdóttir hefur
haldið uppi ansi haröri gagnrýni
á þaö sem hún kallar vinnu-
brögö formanns bæjarráös
Kópavogs og bæjarráösins i
heiíd, en ég tel ekki rétt að fara
nánar út I þessi atriöi áður en
búið er að ræöa þau i okkar hópi.
Hefur eitthvaö verið gert til
þess að reyna að jafna þennan
ágreining sem uppi er?
— Já, það er búið aö reyna það
oftar en einusinni, en þvi miöur
virðist þaö ekki ætla að reynast
svo auðvelt.
Auglýsið
í Tímanum