Tíminn - 28.04.1979, Síða 3

Tíminn - 28.04.1979, Síða 3
Laugardagur 28. aprll 1979 3 Fargjöld SVR hækkaum25% Frá og með laugardeginum þvi um nálega 220 milljónir 28. april 1979 ha*ka fargjöld króna i ár þrátt fyrir 25% Strætisvagna Reykjavikur að meðaltalshækkun fargjaldanna meðaltali um 25% frá 28. april. Frá þeim tima Fargjöld fullorðinna 1. Einstök fargjöld úr kr. 120 i kr. 150 2. Stór farmiðaspjöld úr kr. 3000/32m i kr. 4000/34m 3. Litil farmiðaspjöld úr kr. 1000/9m i kr. 1000/7 m 4. Farmiðaspj. aldraðra úr kr. 1500/32m i kr 2000/34m Fargjöld barna 1. Einstök fargjöld óbreytt kr. 35. 2. Farmiðaspjöld óbreytt kr 500/30. Framlag borgarsjóðs til reksturs SVR hefði að óbreyttu orðið 864 milljónir króna á þessu ári, en verður um 700 milljónir króna miðað við verðlag i dag og 25% meðalhækkun fargjald- anna. 1 fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1979 var gert ráð fyrir þvi, að framlag borgarsjóös til reksturs SVR yrði 483.3 milljón- ir króna. Aætlaður reksturshalli eykst hefði þurft að hækka fargjöld SVRum 60% að meðaltali til þess að áætlað framlag borgar- sjóðshéldistóbreytt á þessu ári, og var það sú hækkun sem sótt var um til verðlagsyfirvalda. Heildarframlag borgarsjóðs til reksturs og eignabreytinga SVR i ár var upphaflega áætlað 750 milljónir króna, en yrði samkvæmtframansögðuum 970 milljónir króna, ef verðlag héld- ist óbreytt til áramóta. „Skipstjórar ná oft Guölaugur Þorvaldsson meö hinum góöu gestum frá Hafnarháskóla. Frá vinstri Svend Ellerhöj, Erik Sönderholm og rektor Hafnarháskóla, dr. Erik Skinhöj. HAFNARHASKOLI 500 ÁRA: Islendingar meðal nemenda á fyrstu árum Hafnarháskóla ekki hásetalaunum” — segir Bjarni Ásgeirsson skipstjóri á m/s Rangá FI — Að sögn Bjarna Asgeirsson- ar skipstjóra á m/s Rangá er það gömul hefð, sem ekki hefur verið breytt, að skipstjórar fái ekki kaup fyrir yfirvinnu. Hafa þeir mjög óreglulegan vinnutima, eru á 24 tima vöktum og þurfa að vinna yfirvinnu, þegar til fellur. „Vegna þessa gamla fyrirkomu- lags fara hásetar iðulega fram úr skipstjórum i kaupi, þegar þeir hafa fengið sina yfirvinnu greidda.” Jónas Sveinsson hagfræðingur Vinnuveitendasambands Islands sagði i samtali við blaðið, aö há- setar gætu fariö fram úr skip- stjórum i launum einstaka mán- uð, en sllkt kæmi ekki fyrir að meðaltali. Það væri þá helst á strandferðaskipunum, þar sem bátsmenn sjá um lestun og losun, en þá vinnu inna stýrimenn venjulega af hendi. AM — I gær hittu blaða- menn að máli prófessor dr. med. Erik Skinhöj, rektor Hafnarháskóla, en hann er hingað kominn i tilefni af því að Hafnarháskóli er nú orðinn 500 ára. Islensk háskólayfirvöld standa að komu hans, vegna þess að skólinn í Höfn var jafn- framt háskóli Islands til 1911, alls i 432 ár. Háskóli Islands mun minnast segir rektor skólans, Erik Skinhöj, sem hér er í boði HÍ þessa viðburðar með hátiðasam- komu i hátiðasal á morgun, sunnudag, kl. 14.20. Veröur Erik Skinhöj heiöursgestur samkom- unnar, en rektor Hl, Guölaugur Þorvaldsson, flytur ávarp. Þá heldur Jakob Benediktsson fyrir- lestur um Hafnarháskóla og Alhliða samdráttur útvarps og sj ónvarpsefnis á næstunni islenska menningu og Magnús Jónsson, óperusöngvari, syngur nokkur lög. Islenskir stúdentar á elstu nemendaskránni Hafnarháskóli var stofnaður i tið Kristjáns 1 konungs 1. og voru kennslugreinar þá fyrst og fremst guðfræði, en næstar gengu lögfræöi og læknisfræði og þá hinar „frjálsu listir.” Mestur hluti þeirra skjala sem varða sögu skólans brann i brunanum 1728, þegar safn Arna Magnús- sonar fórst að hluta, en vitað er aö á allra elstu nemendaskrám frá 15. öld var þegar að finna nöfn islenskra manna, en skólinn er stofnaður 1479. Rikisvaldið heldur 836 milljónum fyrir stofnunni AM — Stórfellds niður- skurðar virðist vera að vænta i dagskrárgerð rikisf jölmiðlanna á næstunni og i ályktun frá Útvarpsráði segir, að það harmi að geta ekki uppfyllt þær kröfur sem landsmenn gera til stofnunarinnar, en visar öllum kvörtunum til þeirra ráðamanna, sem ekki hafa skilning á menningarhlutverki riki sf jölm iðla nn a. Segir, að á þessu áriblasi við að rikið hefur haldið eftír 836 mill- jónum króna af tollatekjum af innfluttum sjónvarpstækjum 1978. 1 hlut Rikisútvarp6ins koma aðeins 340 m. króna af 1176 mill- jóna tollatekjum siöasta árs. Seg- ir að þetta bitni á dreifikerfinu á viðkvæmu stígi, þegar herslumun vantartil þessað sjónvarpnáði til allra landsmanna, en verst á dag- skrárfé. Aðeins 15-17% hækkun afnotagjalds Enn segir i ályktuninni, að stjórnvöld hafi aðeins leyft 15-17% hækkun afnotagjalds á fyrri hluta þessa árs meöan opin- ber þjónusta hækkaði margfalt i samræmi við almennar verðlags- hækkanir. Öbreytt ástand muni þvi leiða til eftirtaldra niðurskurðraðgeröa á næstu vikum: 1. Sjónvarpsdagskrá hverrar viku verði stytt verulega. Niðurskurðinum verði ja&iað á erlentog innlent efni, skemmti- þætti, fræðsluefni, iþróttaefrii og fréttatengda þætti. Leitast verður viö að draga ekki úr flutningi barnaefnis. 2. Sumarlokun sjónvarpsins verður lengd úr 4 vikum i 5 vikur til samræmis við orlofs- tima flestra starfsmanna. 3. Takmörkuö verði gerð is- lenskra leikrita i sjónvarpi á þessu ári, miðað við fyrri vilja- yfirlýsingu útvarpsráös, enda þótt sú ráðstöfun brjóti í bága við vilyrði, sem stofnunin hefúr gefið leikurum og leikritahöf- undum og hindri stofriunina i að standa við skuldbindingar gagnvart öörum þjóöum. 4. Stórlega verður aukinn hlutur endurtekins efnis hjá hljóð- varpi. 5. Þættir f hljóðvarpi, sem verið hafa mjögrýrir i vinnslu, verði1 felldir niður ogdregið verulega úr leikritaflutningi. 6. 1 innlendri dagskrárgerð sitji i fyrirrúmi gerð ódýrs efnis en Frh. á bls. 19. Aðalfundur Skák- sambandsins í dag: Einar S. gefur kost á sér — ekki vit- að um nein mótframboð ESE — Aðalfundur Skáksambands Islands hefst í Glæsibæ í dag klukkan 13.30 og eiga um 80 fulltrúar frá 25 svæðasamböndum rétt til setu á fundinum. Að sögn Einars S. Einars- sonar forseta Skáksambands- ins hefur hann ákveðiö að ver&a viö fjölda áskorana um að gefa kost á sér til áfram- haldandi formennsku og er hann sá eini sem hefur lýst þvi yfir að hann gefi kost á sér. Engin sérstök mál liggja fyrir aöalfundinum önnur en venjuleg aöalfundarstörf og stjórnarkjör. Efnahagstuðningur við stúdenta Prófessor Skinhöj sagði að hag- ur stúdenta væri nú oft afar þröngur og það væri eitt helsta á- hugamál skólans að reyna aö bæta úr fyrir stúdentum, svo þeir ekki þyrftu að hverfa frá námi af slikum sökum, þótt stööugt fleiri stúdentar yrðu fyrir þvi. Hann fór mörgum orðum um það hlutverk skólans að starfa frjáls og óháöur aö visindaiðkun- um jafnframt kennsiu, en að sjálfsögðu hefði þaö á öllum öld- um verið kappsmál stjórnvalda að skólinn útskrifaði aðeins rétttrúaða og þæga embættis- menn, Sem væru kerfinu hollir. Þetta hefði veriö að breytast og þyrfti að breytast, en ekki dygði lengur aö segja við þjóöirnar: „Við sjáum um okkar upp- fræðslu, þið skuluð bara borga.” Hver var fyrsti íslenski stúdentinn í Höfn? 1 för með rektor er danski sagn- fræðiprófessorinn Svend Eller- höj, sem á fimmtudagskvöldiö hélt erindi um sögu skólans i Norræna húsinu, og við spurðum hann og Guðlaug Þorvaldsson hver hefði veriö fyrsti islenski stúdentinn við skólann. Þessu tryestu þeir sér ekki til að svara, en kvá&u hugsanlegt aö hafa upp á þvi. A 17 öld munu álika margir islenskir stúdentar hafa veriö við nám f skólanum og komu frá mi&lungs sveitaþorpi i Danmörku sjálfri. Prófessor Skinhöj hefur verið prófessor i taugasjúkdómafræöi viö Hafnarháskóla frá árinu 1970. SIMAMENN HAFNA NIÐURFELLINGU 3% Félag íslenskra sima- manna hélt almennan fund 26. apr. 1979 um samkomulag BSRB og f jármálaráðherra frá 23. mars s.l. Fundinn sóttu rúm- lega 80 félagsmenn og í fundarlok var eftirfar- andi ályktun samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum gegn tveimur. „Almennur fundur i Félagi islenskra simamanna.haldinn 26. april 1979, hvetur til sam- stööu um aö hafna samkomu- lagi BSRB og fjármaálráð- herra um niðurfellingu 3% kauphækkunar gegn breyt- ingu á lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Fundurinn itrekar jafn- framt fyrri kröfur F.t.S. um fullan samningsrétt félaginu til handa.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.