Tíminn - 28.04.1979, Side 5

Tíminn - 28.04.1979, Side 5
1» - Laugardagur 28. aprll 1979 l \ »11 \ 'l11 5 Listahátíð barnanna opnuð í dag: 1000 böm standa að sýning- unni Listahátið barnanna hefst i dag á Kjarvalsstöðum og stendur til 6. mai með sýningu og dagskráratriðum á hverjum degi. Tilefni hátíðarinnar er ár barnsins og megin markmið aö örva skapandi skólastarf, sem gefur börnum og unglingum tækifæri til að tjá sig um hugðarefni sin, reynslu og um- hverfi og skapa vettvang fyrir verk þeirra. Myndverk, munir og dagskráratriði koma frá flestum skólum Reykjavikur. Skólabörn koma fram á hátiö- inni og flytja söng, hljómlist og leikþætti. Einnig texta og hljómlist er þau hafa samið sjálf o.fl. Dagskrá hefst kl. 17.30 virka daga og kl. 16 um helgar. og á hverju kvöldi er dagskrá kl. 20.30. Kvikmyndir, sem nem- Þetta útitafl smfðuðu nemendur f Hvassaleitisskóla. A hátiðinni munu skákmeistarar skóianna tefla þarna og gestum verður frjálst aö ,,taka eina”, ef þeir vilja. endur í Alftamýrarskóla og Lækjarskóla hafa gert meö aö- stoö kennara verða sýndar dag- lega. Og dagskráratriði eru frá flestum tónlistarskólum i Reykjavik og nágrenni. Fræðsluráð Reykjavlkur og Félag islenskra myndlistar- kennara mynduðu I nóv. sl. samstarfsnefnd, sem unnið hefur aö undirbúningi Lista- hátfðar barnanna. Ekki eru tök á að telja upp ailt það sem til sýnls verður á Kjarvals- stöðum á hátlöinni, en bent á að þarna geta foreidrar komið með börnin og orðiö sjálfir margs visari. Dúkkurnar á myndinni hafa kostað margt handtakiö, eins og aörir sýningarmunir hins unga listafólks, sem þarna sýnir. Orðsending til rafiðnaðarmanna Byrjað verður að taka á móti umsóknum um dvöl i orlofshúsum rafiðnaðarmanna, frá og með mánudeginum 30. april. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 18. mai. Orlofshúsin eru átta og á eftir- töldum stöðum: ölfusborgir (ölfusi), Svignaskarði (Borgarfirði), Einarsstöðum (Fljótsdalshéraði), Illugastöðum (Fnjóskadal), Vatnsfirði (Barðaströnd). Nánari upplýsingar veittar á skrifstof- unni. Rafiðnaðarsamband íslands. Háaleitisbraut 68. Simi 81433. OPNUM í DAG BÍLA OG BÁTASÖLU AÐ DALSHRAUNI 20 HAFNARFIRÐI BILA OG BÁTASALAN DALSHRAUNI 20 HAFNARFIRÐI SÍMI 53233. Vantar allar gerðir nýlegra bíla á skrá Bíla og bátasalan Dalshrauni 20 Hafnarfirði Sími 53233 Bábir sýningarsalirnir verða notaðir fyrir listahátiðina, auk þess sem gangar verða nýttir. Börn mega og sjálf koma með myndir og hengja þær upp. Aögangur er ókeypis,- og fiugdrekadagur sið- asta sýningardag ef verður íeyfir, og þangað eru sem flest börn hvött til að mæta með drekana sina. Sveit Óskum eftir dugmiklum og áreiðanlegum 15-16 ára dreng i sumar, verður að vera vanur vélum. Upplýsingar gefur Sigfús Vilhjálmsson, Brekku 715 Mjóafirði. Sim- stöð Brekku Mjóafirði. Útboð Rafmangsveitur rikisins óska eftir tilboð- um í að reisa 120 staurastæður I 66 kv háspennulinu milli Lagarfossvirkjunar og Vopnafjarðar. Útboðsgögn fást á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Laugavegi 118 Reykjavik gegn 5.000 kr. óafturkræfri greiðslu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 1. júni n.k. kl. 14.00 e.h. Rafmagnsveitur rikisins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.