Tíminn - 28.04.1979, Side 17
Laugardagur 28. aprll 1979
17
Ragnar Fjalar Lárusson:
Sagan heldur áfram
Kaffisala Kvennfélags Hallgrlmskirkju
Kvenfélag Hallgrimskirkju
heldur hina árlegu kaffisölu
sina i safnaðarheimili kirkjunn-
ar á morgun, sunnudag,og hefst
hún kl. 3 siðdegis. Ekki er vafi á
þvi, að góðar veitingar verða
þar á boðstólnum, kvenfélagið
er þekkt fyrir siikt, og vinir
Hallgrimskirkju munu fjöl-
menna til þess að njóta þess,
sem á borð er borið, og ekki sið-
ur til hins,að styrkja gott mál-
efni.
Það er óhætt að segja, að á
nærfellt 40 ára starfsferB sinum
hefir Kvenfélag Hallgrims-
kirkju unnið ómetanlegt starf I
þágu safnaðar og kirkjubygg-
ingar. Þáttur kvennanna er
jafnan stór, þegar mikilvæg
málefni eru á ferð. Konan
stendur oft að baki þegar átak
er gert. „Hvar er konan?” segir
franskur málsháttur. Já, hvar
er konan, sem stendur á bak við
hina miklu kirkjusmið?
Mér kemurihug frásögn, sem
ég eitt sinn heyrði og sagði á
fundi kvenfélagsins. Sögumaður
segir svo frá: „Einu sinni var
telpuhnokki að segja mér sögu,
sem hún bjó til jafnóðum. Hún
vildi endilega að ég væri sögu-
hetjan, ogég lét tilleiðast. Telp-
an hugsaði sér, að ég væri lok-
aöur inni i stofu 1 þreifandi
myrkri og hurðin harðlæst að
utanverðu. Og hvernig ætlarðu
að komast út? spurði hún Ég
ætla að kalla á hjálp, sagði ég.
En þó þetta gæti verið ágæ't't
fyrir mig, ef það heppnaöist
fljótlega, þá var það ekki þau
sögulok, sem sú litla var ánægð
með. Og nú fann hún upp allt
mögulegt til þess að hindra það,
aö köllin i mér gætu heyrst. Ég
varþvi neyddur til að upphugsa
einhver kröftugri ráð til þess aö
losna úr prisundinni og vinna
bug á öllum þeim hindrunum,
sem hún lagði á leið mina. Til
þess aö sagan gæti haldið
áfram, varö huröin að vera úr
harðasta stáli. Ég fann þá lykil,
en hann gekk ekki að, sagði hún
og var i sjöunda himni yfir þvi,
að sagan gat sifelt haldið áfram,
og þar var við nýja og nýja
örðugleika að striöa”.
Þessi litla saga er góður inn-
gangur, þegar minnst er starfs-
sögu Kvenfélags Hallgrims-
kirkju. Ég hefi ekki fylgst með
þeirri sögu allri, en nógu lengi
til þess að finna, að oft eru erfiö-
leikarnir til dáða áþekkir þvi, að
sitja f myrkrastofu og vita varla
um útgönguleiö. En þó fannst
ráð og dáð var drýgö, en þá
komu nýjar hindranir, nýjar
hindranir eins og til þess að sag-
an héldi áfram að gerast, og sú
saga, sem ég á fyrst og fremst
við er byggingarsaga
Hallgrimskirkju.
Það er draumur Kvenfélags-
ins, eins og allra unnenda kirkj-
unnar, aö sjá hina glæstu kirkju
fullbúna á Skólavörðuhæö. En
þaö er ennþá aðeins draumur.
Eftir nærfellt 40 ára starf, sem
aö miklu leyti hefir veriö helgaö
byggingarmálum kirkjunnar,
stendur Kvenfélagiö frammi
fyrir hálfbyggðri kirkju og virð-
ir fyrir sér turn, sem ris þar yf-
ir.
Erfiðleikarnir viröast stund-
Auglýsið
Tímanum
um óyfirstiganlegir, hindranir á
hverju leiti, þó hættir Kvenfé-
lagið ekki að kalla, það upp-
hugsar útgönguleið, þaö finnur
lykil og sá lykill gengur annað
slagið aö einhverjum dyrum.
Ég tel raunar að Kvenfélagið
hafi lyft „grettistaki” I bygg-
ingarmálunum. Þetta litla félag
hefir lagt fram ca. 5% af öllum
byggingarkostnaöi. Það lætur
nærri að fimm metrar turnsins
séu byggðir af þvi, við skulum
segja fimm efstu metrarnir og
krossinn.
Væri ekki turninn öllu svip-
minni ef þá vantaöi? Væri ekki
Hallgrimssókn öllu svipminni ef
ekkert væri Kvenfélagið? Gæti
ekki verið, að kirkjuna vantaði
eitthvaömeiraen fimm metra á
hæð sina, ef Kvenfélagsins hefði
ekki notið við? Ætli vantaöi ekki
eitthvað i undirstööurnar lika?
En störf Kvenfélags
Hallgrímskirkju eru ekki öll
bundin byggingu hennar. Fjarri
fer þvi. Kvenfélagið á einnig
sina andlegu hlið, ef svo mætti
segja, sina hugsjón, sitt háleita
takmark og það er þetta: aö
byggja musteri f hjörtunum
Kristi konungi til dýrðar. Og
kirkjan er I hjarta allra þeirra,
sem elska Kristog líkna þjáðum
bróöur.
Við þurfum lika að leggja
metnað okkar I það, að
Hallgrimskirkja megi sem fyrst
risa fullbúin. Margir hafa lagt
hönd á plóginn, margir hafa
gefiö góðar gjafir, þær berast
stöðugt, konurnar i kvenfélag-
inu hafa gert sitt, en ég tel, aö
þjóðin þurfi i heild að leggja sitt
af mörkum til þess aö lands-
kirkjan megi risa, og þegar
næsta fjársöfnunar-átak veröur
gert,skora ég á alla góða Islend-
inga að vera meö.
Ég hvet vini HaUgrlmskirkju
til að fjölmenna I kirkjukaffiö á
sunnudaginn. Gjöfum til kirkju-
byggingarinnar veitt móttaka.
Blaðburðarbörn
óskast
Timann vantar fólk
til blaðburðar i eftir-
talin hverfi:
Kjartansgata
Laugavegur að 70
Lindargata
Skaftahlið
Hjallavegur
Langholtsvegur
Sími 86-300
Ég veit ei hvers vegna
ég geng, kannski I von um
að hitta einhvern,-
© Bvlls
Hvað er að
Kubbur?
Tommi vill'V"Þú ættir að skammast þin.T Viltu verða litliY tHvað áttu
ekki gefa með . þú átt ekki skilið að eiga'J' bróðir minn, nammikyns?
v sér.' Á utinn bróður. X _Kubbur? '
9.
v
10-3
GW6