Tíminn - 21.07.1979, Qupperneq 6

Tíminn - 21.07.1979, Qupperneq 6
6 Laugardagur 21. júll 1979. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Augiýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Si&umúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500 á mánu&i. Blaöaprent. V__________________________________________________________________J Málamiölun nú Ákvörðun rikisstjórnarinnar um viðbrögð við oliukreppunni nýju felur að sjálfsögðu ekki i sér lausn á þeim vandamálum sem nú steðja að. Hér er um að ræða fyrstu viðbrögð, ásamt óhjákvæmileg- um breytingum bensinverðs, og i nokkrum veiga- miklum atriðum verður að telja ákvörðunina nú gerða til bráðabirgða. Þau atriði sem einkum hljóta að koma til frekari skoðunar alveg nú á næstunni eru fjárhagsstaða rikissjóðs, endurskoðun visitölukerfisins, nýskipan styrksins til heimila sem kynda með oliu og loks niðurfelling millifærslu Seðlabankans en hún á að eiga sér stað i septemberlok. Eins og komið hefur fram i fjölmiðlum lögðu Framsóknarmenn til að brugðist yrði við vandan- um með róttækum heildaraðgerðum, og bókanir Steingrims Hermannssonar formanns Fram- sóknarflokksins i rikisstjórninni, þegar ákvörðunin var tekin nú, eru i samræmi við þá stefnu. Fram- sóknarmenn hafa t.d. bent á það að vandinn væri minni nú og greiðari viðfangs ef ekki hefðu verið gerðar ýmsar breytingar á efnahagsmálafrum- varpi forsætisráðherra fyrr á árinu. Þrátt fyrir þetta töldu Framsóknarmenn skylt að ganga nú til málamiðlunar innan rikisstjórnarinn- ar, einkum er það var ljóst orðið að innan sam- starfsflokkanna er vaxandi skilningur á þvi að oliu- kreppan hlýtur að kalla á róttækar heildaraðgerðir. Reyndar má kveða svo að orði, að aðild Fram- sóknarmanna að málamiðluninni nú byggist á þvi að ákvörðunin veitir viðspyrnu og á hinu, að sam- ræmdar heildaraðgerðir fylgi i kjölfarið. En þau atriði, sem biða afgreiðslu nú á næstu dög- um og vikum, skipta mjög miklu máli. Traust fjár- hagsstaða rikissjóðs er forsenda þess að komist verði hjá ennþá alvarlegari skakkaföllum en þegar eru orðin vegna oliukreppunnar. Hún er einnig for- senda þess, að viðnámið gegn verðbólgunni renni ekki út í sandinn. Raunverulegur vilji til þess að stjórna landinu kemur fram i þvi að þora að taka á sig skyldur og byrðar i þessu efni. Það er tilræði við stefnu rikisstjórnarinnar og við þjóðarhag, að ætla sér að borga með innistæðulaus- um ávisunum. Með ákvörðun rikisstjórnarinnar nú var það tekið með að sjómenn fá tryggilega þá 3% hækkun sem aðrir hafa fengið. Auðvitað má segja að þetta tilefni hafi verið illa fallið til kauphækkana, þótt sanngirn- isrök verði fundin. Hitt er þó miklu brýnna, að allir geri sér ljóst að sú ákvörðun oliuframleiðsluríkj- anna að stórhækka verð á oliu og oliuvörum getur með engu móti leitt af sér kauphækkanir á tslandi. Það hefði á sama hátt verið harla undarlegt ef nú hefði átt að efna til samningaþófs um fiskverð. Sjaldan hefur það verið augljósara hversu furðu- legt visitölukerfið er en einmitt nú. Nú er talað um að oliukreppan muni hafa veruleg áhrif á kaupgjald hinn 1. september n.k. jafnvel þótt áhrifa efnahags- laganna gæti nokkuð til mótvægis slikri vitleysu. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra skyn- samra manna að a.m.k. verði áhrif orkuverðs með öllu tekin út úr verðbótavisitölunni, eftir þvi sem unnt er að einangra þau i útreikningi. Erlent yfirlit Hvemig hagar Strauss kosningabaráttunni? Verður gamli Strauss hafður I felum? Franz Josef Strauss EF dæma ætti eftir niöurstö&um sko&anakannana i Vest- ur-Þýzkalandi um þessar mundir, væru Urslit þingkosn- inganna, sem eiga aö fara þar fram haustiö 1980, þegar ráöin. Einkum eru niöurstööur skoö- anakannananna afdráttarlaus- ar eftir aö kristilegir demókrat- ar völdu Franz Josef Strauss sem kanslaraefni sitt. Yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda vir&ist taka Helmut Schmidt svo langt fram yfir Strauss sem kanslara Vestur-Þýzkalands á næsta kjörtimabili. En það eru meira en 14 mánuö- ir þangað til kosningarnar fara fram ogsitthvaö getur breytzt á þeim tima. Breytingar, sem hafa áhrif á Urslitin, geta bæöi gerzt innanlands og utanlands. Það hefur lika oft reynzt fram- bjóöendum heppilegt aö byrja á botninum, eins og það hefur veriö oröaö. Meö þvi er átt við þaö, aö staöa þeirra i upphafi getiekkiveriööllu lakarien hUn er þá. Annarra breytinga sé þvi vart aö vænta en þeirra, sem geti oröið viökomandi heldur til hagsbóta. Sennilega er þaö rétt, aö Strauss byrjar göngu si'na sem kanslaraefni á þennan hátt. Fjölmiðlarnir hafa dregið allt það fram, sem hægt er aö telja honum til áfellis. Strauss hefur vissulega gert margar skyssur. Hann hefur talað oft af sér. Hann hefur sennilega auglýst sig öllu meiri hægri mann en hann raunverulega er. Þaö vegur á móti þessu, að hannhefur sem ráöherrareynzt traustur stjórnandi, þegará allt er litiö, oger þvi þrátt fyrir aug- ljósa galla viöurkenndur sem einn starfshæfasti stjórnmála- maöur Vestur-Þjóöverja. Jafn- framt hefur hann unnið sér það álit, aöhann sé sterkur persónu- leiki og gallar hans reki rætur til þess, aö a.m.k. sumir hverjir. Reynslan hefur sýnt, þegar á hólminn kemur, aö Þjóöverjar eru veikir fyrir hinum svoköll- uðu sterku mönnum á stjórn- málasviöinu. Schmidt á ekki sizt tiltrú þá, sem hann nýtur, þvi að þakka, aö hann er talinn einn þessara sterku manna. ÞAÐ verður svo að taka með i reikninginn, aö ekki veröur ein- göngu kosiö um kanslaraefnin, heldur lika um flokkana. Eins og vihar, virðist nú blása hægri vindur i Vestur-Þýzkalandi. 1 kosningunum til Evrópuþings- ins, sem nýlega fóru fram i Vestur-Þýzkalandi, fóru kristi- legir demókratar með sigur af hólmi. Fylgi flokks sósialdemó- krata er mun minna en persónu- legt fylgi Schmidts. An hans myndi flokkurinn vafalitið tapa fylgi- Frjáslyndi flokkurinn hefur mörgum gó&um mönnum á aö skipa, en engum sem hefur þaö orð á sér aö vera sterkur maöur i likingu viö þá Schmidt og Strauss. Við þetta bætist, að for- ingi hans, Hans Dietrich Genscher utanrikisráöherra, er ekki heill heilsu. Flokkurinn veröur þvi aö leggja níeiri á- herzlu á málefni en leiðtoga. Eitt af þvi, sem gæti hlotizt af þvi, ef kosningarnar snerust nær eingöngu um Schmidt og Strauss, væri þaö, aö Frjáls- lyndi flokkurinn þurrkaðist al- veg út. Enginn flokkur fær þing- sæti i Vestur-Þýzkalandi, nema hann fái meira en 5% greiddra atkvæöa. Frjálslyndi flokkurinn hefur stundum komizt nærri þvi marki. Vörn Frjálslynda flokksins gegn þessari hættu, virðist byggjast á tvennu. Fyrst er það, aö þaö væri hættulegt lýöræö- inu, ef ekki væru til nema tveir stórir flokkar i landinu. Það gæti hæglega leitt til einræðis, t.d. ef valdaþyrstur maöur yrði forsætisráðherra og hefði þing- meirihluta eins flokks aö baki sér. 1 ööru lagi er þaö, aö falli Frjálslyndi flokkurinn út, erlik- legt aö Strauss verði kanslari, þvi aö kristilegir demókratar eru mun öflugri en sóslaldemó- kratar sem flokkur. öruggasta leiöin til aökoma i veg fyrirsig- ur Straussséaö tryggja það, aö atkvæöi Frjálslynda flokksins nýtist til fulls. SENNILEGA mun þaö hafa mest áhrif á úrslitin, hvernig Strauss og fylgismenn hans haga málflutningi sinum á þeim tima, sem eftir er af kjörtima- bilinu. Nú, eins og áöur, mun þaö skipta mestu fýrir flokkana aö ná eyrum og fylgi þeirra kjósenda, sem eru óháðir og mynda eins konar miöjufylgi, þ.e. eru hvorki langt til hægri eða vinstri. Þaö getur oröið nokkur áreynsla fyrir Strauss aö færa málflutning sinn I þaö horf. Geri hann það ekki, virö- ist flestum fréttaskýrendum koma saman um að sigurmögu- leikar hans séu ekki miklir. Þá getur þaö skipt miklu, hvaöa afstööu Strauss tekur til utanrikismála. Hingaö til hefur afstaða hans byggzt á mikilli andúö I garö Rússa og hann hefur verið einn helzti fulltrúi kalda striösins á vettvangi vest- ur-þýzkra stjórnmála. Slökun- arstefnan virðist hins vegar hafa átt fylgi að fagna hjá Vest- ur-Þjóðverjum. Hér þarf Strauss sennilega aö haga mál- flutningi sinum öðruvisi en áð- ur, ef hann ætlar að ná eyrum annarra en hægri manna. Þaðvarsagtum Nixon, þegar hann bauö sig fyrst fram sem forsetaefni, aö nýr Nixon væri kominn til sögunnar. Það reyndist honum allvel. Senni- lega þarf Strauss aö læra af Nixon. Nýr Strauss myndi geta náð lengra en gamli Strauss. Þ.Þ. Hans Dietrich-Genscher og Helmut Schmidt JS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.