Tíminn - 21.07.1979, Síða 11

Tíminn - 21.07.1979, Síða 11
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Laugardagur 21. júli 1979. 11 Stórleikir í 1. deildarkeppninni Keflvíkingar mæta Eyjamönnum — og Austurbæjarliðin Fram og Valur leiða saman hesta sína „Ég er mjög ánægður með að ná sigri hér á Akureyri” — sagði Hilpert þjálfari Skagamanna eftir að lið hans lagði KA að velU 4:2 í gærkvöldi Sigmundur Steinarson íþrótta f rétta maður Tímans skrifar frá Akureyri: „Ég er mjög ánægður með að ná sigri hér á Akureyri” sagði Hilpert þjálfari Skagamanna sem unnu KA i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu i gærkvöidi 4:2. „Ég er sérstaklega ánægöur þegar það er haft f huga að KA- liðið er mjög gott heimaliö. Við náðum að yfirspila þá í siðari hálfleik og lékum þá vel. Annars þýðir ekkert að vera að leika hér með fótunum eingöngu. Það verður að nota höfuðið, sagði Hilpert. Sigur Skagamanna i gærkvöldi var ekki sanngjarn. KA-liðið lék vel og átti annað stigið skilið ef ekki bæði. En liðið náði ekki að nýta tækifæri sin. Norðanmenn voru frískari i byrjun. Þó áttu Skagamenn fyrsta hættulega tækifæriö. Sig- urður Halldórsson skaut þá yfir af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Guöjóni Þórðarsyni. En upp frá þessu fóru leikmenn KA að sækja i sig veðriö og sóttu stift. Þeir uppskáru mark á 28. minútu leiksins er eftir að þeir Arni og Elmar höfðu lent 1 návigi um boltann. Rafn Hjaltalin dóm- ari leiksins dæmdi umsvifalaust viti. Úr spyrnunni skoraði Eyjólfur Agústsson með sann- kölluðu draumaskoti efst i mark- stöngina og inn. „Ég snerti Elmar aldrei. Ég bara spyrnti knettinum út af”, sagði Arni Sveinsson eftir leikinn um þetta atvik. Þess má geta hér að fagnaðarlæti áhorfenda voru mikil og glumdu þau út Eyja- fjörðinn lengi á eftir. „En á 35. minútu jafna Skága- menn. Jón Alfreösson skoraöi með föstu skoti eftir aukaspyrnu Guöjóns Þóröarsonar. En leikmenn KA létu þetta ekki á sig fá og tóku að sækja á ný. Rétt fyrir leikhlé bjargaði Jón Þorbjörnsson markvörður IA meistaralega skalla frá Jóhanni Jakobssyni. Inn vildi knötturinn ekki. Skagamenn fengu óskabyrjun i siðari hálfleik og er þeir skoruðu eftir aðeins 35 sekúndur. Það var Sveinbjörn Hákonarson sem það gerði með skalla eftir sendingu frá Sigþór Ómarssyni. En tveim minútum seinna jöfnuðu KA- menn. Elmar Geirsson tók þá aukaspyrnu við hornfánann og gaf vel fyrir markið. Eyjólfur Agústsson var á réttum stað og skallaði knöttinn glæsilega i netið 2:2. Elmar var enn á ferðinni tveimur minútum seinna er Jón bjargaöi góðu skoti hans i slá og yfir. Á 9. minútu náðu Skagamenn siðan yfirhöndinni að nýj-u. Kristján Olgeirsson tók auka- spyrnu og skaut þrumuskoti I stöng. Knötturinn hrökk einnig i hina stöngina og siðan til Guðjóns Þóröarsonar sem skoraði auð- veldlega af stuttu færi. Rothöggið á KA-menn kom siöan á 24. mlnútu leiksins er Matthias Hallgrimsson fékk góða stungusendingu inn fyrir vörn KA, lék á Aðalstein markvörð og renndi knettinum inn i netið. Og þar með voru úrslit leiksins ráðin. En eins og áður sagði voru KA- menn sist verri aöilinn i leiknum og áttu betri útkomu skilið. Bestir hjá ÍA voru þeir Sigurður Halldórsson, Arni Sveinsson og Jón Alfreösson en hjá KA voru bestir Elmar, Gunnar Blöndal, Njáll Eiðsson og Gunnar Gisla- son. „Skagamenn nýttu öll sín tækifærT — sagði Jóhannes Atlason, þjálfari KA eftir ósigur sinna manna skoruðum aðeins tvö mörk. Þaö var sérstaklega sorglegt að tapa þessum leik þvi að þetta var okkar besti leikur i sumar, en „Það var grátlegt að tapa þessum leik. Skaga- menn nýttu öll sín tæki- færi en við fórum illa með okkar"/ sagði Jó- hannes Atlason þjálfari KA eftir leikinn í gær- kvöldi. „Við vorum mjög óheppnir. Þetta var dæmigerður leikur þar sem liö i botnbaráttu og toppbaráttu eigast við. Þeir fengu 4 tækifæri og nýttu öll en viö fengum aragrúa af tækifær- um og nýttum þau mjög illa, þaö dugði ekki tii”, sagöi Jó- hannes Atlason. Við spurðum Hilpert þjálfara Skagamanna að þvf eftir leikinn hvort hann væri ánægður með sina menn. „Þjálfari getur aldrei veriö ánægður. Áhangendur Skaga- manna gera miklar kröfur á sama tima og veriö er að byggja upp nýtt ÍA-liö. En ég vonast til að í A-liöið fari að ieika betur og sýna stööugleika”, sagði Hil- pert. annað kvöld. KR-ingar ættu aö vera nokkuð öruggir meö sigur. Árni Sveinsson lék vel I gærkvöldi „Rikki” leikur með — Framdagur á félagssvæöi Fram við Safamýri á morgun keppa við old-boys Bragðarefi úr Fram. Tveir stórleikir verða ieiknir 11. deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Keflvfkingar fá Vestmannaeyinga f heimsókn í dag og má búast við fjörugum leik i Keflavik kl. 14.00. A mánudagskvöldið mætast svo gömlu keppinautarnir — Valur og Fram á Laugardals- vellinum og væntanlega verður þá fjörugur leikur, eins og oftast er þegar þessi Austurbæjarlið mætast. Þriöji leikurinn um helgina verður viðureign KR-inga gegn Haukum áLaugardalsvellinum, STAÐAN 1. DEILD: IA 10 5 2 3 19 13 12 KR 9 5 2 2 13 14 12 ÍBV 9 4 3 2 12 5 11 Valur 9 4 3 2 18 9 11 Fram 9 2 6 1 14: 10 10 Víkingur 9 4 2 3 12 14 10 IBK 9 3 4 2 13 14 10 Þróttur 9 3 1 5 13 19 7 KA 10 2 2 6 12 23 6 Haukar 9 117 6 22 3 H i n n á r 1 e g i FRAM-dagur verður haldinn á morgun á félagssvæði FRAM v/Safamýri. Að venju fara fram margir kappleikir f ýmsum aidurs- fiokkum. Framarar fá I heim- sókn fjölda- iþróttafélaga, m.a. danskt knattspyrnuiið i 3ja aldursfiokki. Þá koma i heim- sókn Haröjaxlarnir úr K.R. og Mun Rikharður Jónsson frá Akranesi taka fram skóna og leika með Fram, en það er ein- mitt hans gamia féiag? Verður gaman að sjá hann á veiiinum að nýju. Yngstu knattspyrnu- mennFram 6. flokkur, stendurf ströngu þennan dag, þar sem fram á að fara hraðkeppni f knattspýrnu á milli fjögurra fé- laga, Vals-K.R. Vikings og Fram. Keppt veröur um bikar sem gefinn er f tilefni Fram-dagsins. Þá munu Fram-konur sjá um kaffi- veitingar i Félagsheimilinu frá kl. 15:00. Knattspyrnufélagið Fram vonar að sem flestir velunnarar félagsins sjáisér fært að líta við á Félagssvæðinu v/Safamýri. Kynnist aðstöðu, framkvæmd- um og starfsemi félagsins. Fylgist meö bæði yngstu og eidri Frömurum I keppni við jafnaidra sfna úr öðrum félög- um. KR-ingar kynntir — í sunnudagsblaöi Timans „Ungu ljónin” úr Vesturbænum verða kynnt I Sunnudagsblaöi Tfmans. KR er fimmta 1. deildarfélagið sem Timinn kynnir I aukablaði á sunnudög- um. Aður hefur Timinn kynnt Val, Akranes, Fram og Kefla vlk — einnig hefur landsliðið I knattspyrnu verið kynnt I sér- stöku aukablaði. Vestmanna- eyingar verða kynntir næst I Sunnudagsblaðinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.