Tíminn - 10.08.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. ágúst 1979 179 tbl.—63árg. •-------------------- Happdrætti SÍBS — sjá bls. 8 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■• Afgreiðsla og áskrift 86300 : Kvöldsimar 86387 & 86392 Nær einróma afstaða yfirmanna á kaupskipunum á fundi í gær: Yfirvinnubanninu aflétt Skora á ríkisvaldið að framfylgja bráðabirgðalögunum, um að taka tillit til langra fjarvista við ákvörðun kaups og kjara Kás — I gær héldu yfir- menn á kaupskipunum fund meö sér. Fjallað var um nýuppkveðinn Félagsdóm/ sem dæmir yfirvinnubann þeirra frá 20. júní sl. ólöglegt. Samþykkti fundurinn nær einróma að aflétta yfir- vinnubanninu/ þegar í stað með 63 atkv. gegn 10. Getum haf ið bensín- framleiðslu í Áburöarverksmiðju rikisins er tækniþekking og starfslið til staðar til framleiðslu vetnis og þar væri heppilegt að reisa til- raunaverksmiðju sem framleiddi 3-5% af bensinnotkun íslendinga. Litil eldsneytisverksmiðja i Gufunesi þyrfti ekki að fjárfesta i orkuflutningsmannvirkjum, en flutningsgeta til Áburðarverk- smiðjunnar er 25 megavött en sjálf notar hún ekki nema 19 megavött. Eru þvi góð skilyrði fyrir hendi til að framleiða fljót- andi eldsneyti þarna. ' Þetta kemur fram i ályktun orkunefndar Framsóknarflokks- ins, en þar segir að ekkert sé þvi til fyirstöðu að framleiða á Islandi allt það fljótandi eldsneyti sem nú er notað. Er þar með endir fundinn á hið 50 daga gamla yfir- vinnubann sem verulega hefur seinkað vöruflutn- ingum til og frá, svo og um landið. 96 starfandi yfirmenn á kaup- skipaflotanum mættu á fundinn. Stóð hann yfir i um þrjár klukkustundir; þannig að ekki hafa i upphafi allir verið á eitt sáttir hvernig bregðast skyldi við dómi Félagsdöms. Þegar upp var staðið var hins vegar samþykkteins ogfyrr greinir að aflétta yfirvinnubanninu. Varð nær einróma samstaða um það, og voru mótatkvæði aðeins 10. 1 samþykkt fundarins eru stjórnvöld minnt á að fram- fylgja bráðabirgðalögunum nr. 70 1979 frá 19. júni, seih banna verkföll og verkbönn á kaupskipum, að þvi er varðar verkefni kjaradóms, sbr. 2 gr. c- liður. 1 þeim lið segir að kjara- dómur skuli taka tillit til sér- stöðu farmanna að þvi er varðar langar fjarvistir frá heimili og einangrun á vinnustaö svo og meiri menntun, ábyrgö og verkkunnáttu, sem störf þeirra gera kröfu til, við ákvörðun kaups og og kjara þeirra. 1 úrskurði kjaradóms sem féll 1. ágúst sl. segir hins vegar, að snemma hafi orðið ljóst, að á þeim tíma, sem kjaradómi var ætlað til verksins, væri honum ofviða að framkvæma viöun- andi mat á störfum farmanna. Telja farmenn um hreint lög- brot að ræða hjá kjaradómi, að taka ekki tillit til þessa ákvæöis i bráðabirgðalögunum, og skora á stjórnvöld, að sjá til þess að það verði framkvæmt, með skipun nýs kjaradóms. Er hér um að ræða svipaða kröfu og undirmenn á kaupskipunum hafa gert. A sólrikum degi er ekkert vit i að sitja inni, ef annars er kostur. Þessar I gagnlega þvl ánægjulega. I Reykjavik hefur veðrið aldrei verið betra tvær hafa lika sest með prjónana úti i skógarrjóöri og sameina hið | þrátt fyrir brunakuldann norðanlands. (Tfmamynd: GE) Samgönguráðherra um vegabætur Norð-Austanlands: Vegurmn um Sléttu, Hálsa og Bakkafjörð hafi forgang 600 mílljóna króna láninu ráðstafað innan skannns AM — i gær ræddi blaðiö við sam- gönguráöherra, Ragnar Arnalds, um áætlaðar vegabætur norö- austanlands, en f tillögum Hafis- nefndar var bent á nauðsyn þess að gera þetta landsvæði betur undir það búið að mæta aðstæðum eins ogþeim sem sköpuðust i vet- ur og vor, þegar neyðarástand skapaðist þarna vegna hafiss og siðar leysinga. Ragnar sagði, að eftir að tillög- um nefndarinnar heföi verið vis- að til samgönguráöuneytisins, hefði verið hafist handa um að kanna möguleika á að afla fjár til þessa og gera áætlanir um upp- byggingu vegarins á þessu svæði, og var i rlkisstjórninni samþykkt tillagafrá ráöuneytinu fyrir þrem vikum um að taka sex hundruð milljóna króna lán i þessu skyni. „Við höfum nú beðiö Fram- kvæmdastofnun rlkisins að ann- ast þessa lánsútvegun fyrir okk- ur,” sagöi Ragnar. „Reiknað er með að lánið verði tekið hjá ákveönum sjóði, sem starfar i tengslum við Evrópuráöið. Er ætlunin aö unnið veröi fyrir 400 milljónir i Norður-Þingeyjar- sýslu, en 200 milljónir i Norð- ur-Múlasýslu. Höfuöáhersla verður lögð á tvo vegarkafla i Norður-Þingeyjarsýslu, en þeir eru — vegurinn yfir Melrakka- sléttu og vegurinn austan viö Raufarhöfn um Hálsa. 1 Norður-Múlasýslu verður svo aðaláherslan lögö á veg um Bakkafjörð. Auk þessa veröa svo fjöldamargir smærri vegarkaflar teknir fyrir, einkum staðir þar sem snjór leggst þyngst á. Ekki hefur endanlega veriö frá þvi gengiö hvernig fénu verður varið, en það verður gert innan skamms, eftir að samband hefur verið haft við þingmenn á þessu svæði.” Ragnar sagði að enn væru eng- ar framkvæmdir hafnar, en feng- ist fé skjótlega ættiekkertað vera þvi til fyrirstöðu að byrjaö yrði. Hann sagði það kosta um 2.4 milljarða aö leggja uppbyggðan veg frá Húsavik til Vopnafjaröar, en að á vegaáætlun fyrir næstu ár, 1979, 1980 og 1981 væru 500 milljónir ætlaöar til framkvæmda á þessari leiö. Með umræddu fé væri kominn um það bil helming- ur þessara 2.4 milljarða og væri vonast til aö á næstu árum tækist að útvega frekara fjármagn meö svipuöum hætti, svo unnt yrði að byggja upp alla leiðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.