Tíminn - 17.08.1979, Síða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf.370 ■ Reykjavík Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Sparnaðaraðgerðir í innanlandsflugi
Flugleiðir hefja rekstur Twin
Otter véla í byrjun október
• Horfið aftur til tima DC-3 vélanna, segja flugmenn
AM — Flugleiöir munu á næst-
unni eöa fyrir októberbyrjun
hafa i hyggju aö hefja flug til
Vestmannaeyja og Þingeyrar
meft Twin Otter flugvélum, eins
og Vængir og Flugfélag Noröur-
lands hafa lengi notaö. Mun meö
þessu ætlunin aö fylla þaö skarö
sem myndast meö sölu einnar af
fimm Fokkervélum félagsins.
Stefán Gunnarsson, flugstjóri,
sagöi blaöinu i gær aö þessi
ákvörðun mundi hafa það í för
meö sér aö ekki yrði flogið eins
reglulega á þessa staði og ella,
þar sem Otter vélarnar væru
verr undir vetrarferðir búnar en
Fokkerinn, bæði hægfleygari og
lágfleygari, sem veldur þvi að
þær geta ekki flogið upp fyrir
vond veður, eins og hann.
„Frá öryggislegu sjónarmiði
er ekki hægt að gagnrýna þetta
aö minni hyggju,” sagöi Stefán,
„en þetta er geysimikið skref
aftur á bak. Þessi vél er hentug
fyrir vonda flugvelli og litinn
farþegafjölda og þetta eru
vinnuþjarkar þessar vélar. En
þær geta ekki gert það sama og
stóru vélarnar og flugdagarnir
verða færri. Við flugmenn höld-
um þvi fram að eins og sakir
standa sé ekki meira fjármagn
bundið i Fokkernum en það að
þetta séu vafasöm skipti. A
Otter vélarnar þarf jafn marga
flugmenn, og stóru vélarnar.
Með þessu er verið að fara aftur
á tima DC-3 vélanna.”
Þessi skipti munu að sögn
Stefáns vera að skapi Vest-
manneyinga, sem vilja auka
tiðni flugferða þangað, en far-
þegafjöldi i Eyjafluginu hefur
verið óstöðugur eftir að Herjólf-
ur kom. í illviðratið biðu menn
áður eftir góðu flugveðri en fara
nú með skipinu.
Eins og áður segir munu
skiptin eiga sér stað i byrjun
október, en fyrir september-
byrjun verða Flugleiðir aö
ákveða hverjum verður sagt
upp af flugliðinu og enn þarf að
þjálfa menn á nýju vélarnar.
Upphaflega mun hafa verið ætl-
unin að leigja aðra Ottervél
Flugfélags Norðurlands, en hún
brann þá á Grænlandi, svo sú
hugmynd var þar með úr sög-
unni.
Getur Ragnar
ekki friðað
Torfuna?
HEI — „Fyrst vil ég nefna, aö af
fréttatilkynningu menntamála-
ráöuneytisins sé ég nd ekki ljós-
lega hvort friöun (Bernhöftstorf-
unnar) sé ákveöin, eöa ætlunin sé
aö ákveöa hana slðar. Þar sem
ekki liggur fyrir aö ákvæöum
laga frá 1969, um þessi mál, sé
Jan Mayen
viðræður
i Reykjavik
HEI —tslendingar og Norö-
menn hafa komið sér saman
um aö fundur vegna Jan
Mayen málsins muni hefjast
I Reykjavik 29. ágúst nk. hér
i Reykjavik.
Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra var
spuröur hvers vegna Norð-
menn teldu sig þurfa að hafa
samband við EBE og Sovét-
rikin vegna samninga um
Jan Mayen.
Kvað hann það koma sér
mjög spánskt fyrir sjónir að
þeir þyrftu að bera sig
saman viö aðrar þjóðir i
þessu máli og taldi ekki að
íslendingar þyrftu að gera
slikt.
fulinægt og eigi er heldur fyrir
hendi vitneskja um þinglýsingu
og tilkynningar samkvæmt 28. gr.
nefndra laga, viröist veröa aö lita
á fréttatilkynninguna sem friö-
unaráform”. Þetta sagöi ólafur
Jóhannesson, forsætisráöherra,
er hann var spuröur álits á um-
ræddri friöun.
Ólafur tók fram, að hann
hygöist ekki gera þetta að miklu
deilumáli, en þætti rétt að sitt
sjónarmið kæmi fram, m.a.
vegna viðtals sem birst hefur viö
menntamálaráðherra um málið.
Þar sagði hann að mikill meiri-
hluti hafi verið fyrir þessari
ákvöröun I rikisstjórninni. Svo
varnú ekkiþarsem 3voruámóti,
2 með og 2 voru að visu með frið-
un en tóku ekki afstöðu um hvort
biöa ætti ákvörðunar Alþingis um
máliö.
A blaösiöu 5ITImanum i dag er
ýtarlegt viðtal við Ólaf um Torf-
una, þar sem hann segir m.a. aö
með yfirlýsingu sinni hafi
menntamálaráðherra gengið inn
á verksvið forsætisráðherra i
þessu máli, þar sem það sé .i
verkahring forsætisráðherra, að
sjá um framgang byggingar
stjórnarráöshúss á Torfunni. SU
ákvörðunvar á sinum tima tekin
meövitundog vilja Alþingis. Þvi
hlýturbreyting þar á að koma frá
Alþingi en ekki einstökum ráö-
herrum.
||jfljjj§
Skipverjará Hákoni voruaö tygja sig til veiðanna I gærdag. (Timamynd: Tryggvi)
50-60 skip halda á loðnuveiðar næstu daga
Þau fyrstu fóru í nótt
• Verksmiðjurnar flestar búnar til móttöku
AM — „Fy rstu skipin fara trúlega
af staö upp úr næsta miðnætti”,
sagöi Andrés Finnbogason hjá
Loðnunefnd, þegar Timinn ræddi
viö hann í gær. „Ég veit ekki
hvort ailir eru tilbdnir enn, en
þetta er svipaöur floti og ásiöustu
vertiö, 50-60 skip”.
Andrés sagöi, að enn væri ekki
gott aö segja hvar loðnuna væri
aö finna, enda hefði fátt fengist
upp Ur fiskifræöingum, sem að
undanförnu hafa einkum lagt á-
herslu á austursvæðið, þar sem á-
stand virtist heldur bágborið.
Ekki væri vitáð hvort is væri á
vestursvæðinu nU, en þessi mál
mundu að sjálfsögðu skýrast
fljótlega.
Starfi loðnunefndar verður
háttaðnU eins og áður, en nefndin
fylgist meö löndunarplássum,
hvaða verksmiðjur eru viöbUnar
að taka við afla og hve miklu.
Starfið við þetta er afar bindandi,
en Andres hefur verið viö þetta
frá þvi' er nefndin hóf starf fyrir
sex árum. Auk vinnudags á skrif-
stofu Loðnunefndar fylgir bak-
vakt heima fyrir 5 daga vikunnar,
oger þvióhættaö segja, að fri eru
litil. Afleysingamenn stunda önn-
ur störf jafnframt og verður hann
þvi að haga fritima sinum eftir
þvi.
Loðnuverksmiðjurnar voru 23
talsins I vetur, en litlu loðnuverk-
smiðjurnar á Austurlandi voru þá
ekki með. Taldi Andrés að verk-
smiðjurnar mundu flestar vera
tilbúnar til að hefja starfsemi,
eða verða það nú um mánaðamót.
Þeim hefur verið illa við sumar-
loðnuna vegna geymsluerfið-
leika, en hann taldi aö ástandið
færióðum að skána úr þessu, þar
sem svo langt er liðið á sumar.
Afkastageta þeirra mun nú vera
um 12 þúsund lestir. Hann sagöi
ástand þeirra og búnaö vera að
lagast heldur frá ári til árs, þar
sem sifellt er unniö að einhverj-
um endurbótum, en ástandið var
orðið slæmt á timabili. Vantaði þó
mikið á aö búnaöur þeirra mætti
teljast fullkominn.
Andrés vildi ekki spá neinu um
þessa vertið, en minnti á að sé á-
standið jafn slæmt og fiskifræð-
ingarsegja, yrði varla mikið fisk-
að, þar sem magnið er þá ekki
fyrir hendi.
Keppa í hand-
fœraveiðum
— sjá bls. 8
*.....
„Þú átt að
vaska upp
Jóhann Valdimar”
— sjá bls. 9
* .....
Fegurðarverðlaun
Reykjavikurborgar
— sjá bls. 10
-