Tíminn - 18.08.1979, Síða 2

Tíminn - 18.08.1979, Síða 2
2 Laugardagur 18. ágúst 1979 Bllarnir frá Gunnari Guömundssyni koma meö flakiö á Reykjavlkurflugvöil. Til vinstri er fulltrúi nýrri tima flugsögunnar Árangur mikils erfiðis og átaka Flakið af Northrop flngvélinni kom tii Revkiavikur i gær • Númerið á flugvélinni var annað en taaldið var AM — í gærmorgun kom flakið af norsku Northrop flugvélinni/ sem nýlega var dregið upp af botni Þjórsár/ til Reykjavíkur. Margir aðilar lögðu leið- angrinum lið við verkið/ en í honum voru meðal annars flugmaðurinn, sem stjórnaði vélinni þegar hún nauðlenti þarna 1943, W. Bulukin, og Leo Gay, frá Northrop verksmiðjunum, en þær munu endurbyggja vélina. Verður hún siðan settá safn, en þetta er eina flugvél þessarar tegundar i heiminum. Leiðangur- stjóri var Ragnar J. Ragnarsson. Það var flutningafyrir- tæki Gunnars Guðmunds- sonar, sem flutti flakið til Reykjabíkur, en fyrirtækið hefur annast margs konar flutninga í sambandi við verkið, svo sem flutning jarðýtu austur og fleira. Það vakti athygli þegar f lakið náðist upp að númer hennar var annað en menn töldu samkvæmt norskum skýrslum, en það átti að vera talan 18. Á flakinu stendur hins vegar talan 20. Guðjón Jónatansson í Björgunarsveitinni Albert sagði Tímanum í gær að hér gæti verið um skýran- legan misskilning að ræða, að því er hann heyrði fróða menn hafa sagt, ef til vill er um misminni manna að ræða. Vélin var að koma frá Búðareyri við Reyðarf jörð að vetrarlagi árið 1943, þegar flugmaðurinn villt- ist í snjókomu og nauðienti á ánni, en vélinni var verið að f Ijúga suður, til þess að rifa hana þar í brotajárn. Vélin var sjóflugvél, en lenti á grynningum á ánni í lendingu og reif undan sér annað flotholtið. Voru örlög hennar þar með ráð- in. Afar örðugt var að ná vélinni upp af árbotninum og lögðu kafarar, starfs- menn Landsvirkjunar, Guðmundur Hermaníusson og menn hans ásamt Björgunarsveitinni Albert, fram geysilegt og gott starf við verkið Texti: AUi Magnússon Myndir: Róbert Ágústsson Bflstjórarnir Jón ólafsson og Vilberg Guömundson huga aö farminum I Neðra Breiöholtinu Þótt byssubófinn á myndinni eigi enga sök á ásigkomulagi flugvélar- innar ibaksýn, er hann greinilega til alls vis. Á skrokk flaksins má lesa hina óvæntu tölu 20, sem átti samkvæmt bestu heimildum aö vera 18. Hér má llta meginhluta flaksins. Engar teikningar eru til af vélinni, en flugvélasmiöirnir munu samt ekki eiga I vandræðum meö aö færa hana til upprunalegs horfs. Auglýsið í Tímanum bflpallinum. Hér er hlutunum snúiö viö: Vængurinn svlfur I krana niöur af bllpallinum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.