Tíminn - 18.08.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 18. ágúst 1979
3
Líf og
Land
fagnar
friðun
Torfunnar
Stjórn og skipulagsnefnd
LIFS OG LANDS fagna þvl
að tekin hefur verið ákvörð-
un um að friða húsaröðina
við Lækjargötu I Reykjavik
milli Bankastrætis og Amt-
mannsstigs. Verður að llta á
þetta sem mikilvægan
áfanga i þeirri viðleitni að
fegra miðbæjarsvæði höfuð-
borgarinnar og glæða það llfi
á ný.
Eðlilegt er að næsti áfangi
verði að koma smám saman
upp neti af göngugötum í
Grjótaþorpi, Kvosinni og i
gamla austurbænum ofan
Lækjargötu. Með þvl móti
mætti beina þróun mið-
bæjarsvæðisins i farveg þar
sem haldast I hendur varð-
veislusjónarmið og gerð
mannvirkja sem falla vel að
eldra umhverfi.
Ef gamli miðbærinn á að
verða sú miðstöð fyrir
borgarbúa og landsmenn
alla, sem margir myndu
kjósa, 'þyrfti jafnframt að
gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir til þess að bæta aðstöðu
fyrir alla þá starfsemi sem
dregur að sér fólk og skapar
aukið mannlif jafnt á degi
sem á kvöldin. Má t.d. nefna
þar fjölgun ibúða, verslana,
kaffihúsa og veitingastaða.
Ibúar kauptúna, kaup-
staða og annarra þéttbýlis-
svæða eru hvattir til þess að
taka virkari þátt i mótun
byggðs umhverfis og reyna
að stuðla að þvi að mið-
bæjarsvæði I þéttbýli haldi
áfram að verða lifvænlegur
og eftirsóttur vettvangur
fyrir fólk á öllum aldri.
Raufarhöfn:
Allir
ánægðir
með prest-
inn sinn
Talin hafa verið atkvæði I
prestskosningu á Raufar-
höfn. Einn umsækjandi sótti
um brauðið, sr. Guðmundur
örn Ragnarsson, sem verið
hefur settur undanfarið.
314 voru á kjörskrá og 178
greiddu atkvæði. Enginn
seðill var auður né ógildur og
fékk sr. Guðmundur þvi öll
greidd atkvæði, sem mun
veraeinsdæmi. Kosningin er
lögmæt.
Fundur um
rekstur
heimavistar-
skóla
Um helgina stendur yfir á
Húnavöllum fundur, sem
Samband Islenskra sveitar-
félaga hefur boðað til með
fulltrúum þeirra sveitar-
féiaga, sem standa að rekstri
heimavistarskóla.
Tilefni fundarins, eru fyrir-
sjáanlegar miklar hækkanir
á upphitunarkostnaði þeirra
skóla, sem búa við oliukynd-
ingu, en einnig verður rætt
almennt um rekstur heima-
vistarskólanna.
Þjóðdansafélagíð
fær þýsk verðlaun
KEJ — Þjóðdansafélagi
Reykjavikur voru í gær veitt
Evrópu-verðlaunin fyrir al-
þýðulist sem F.V.S.-stofnunin I
Hamborg úthlutar fyrir frábært
framlag til varðveislu og efiing-
ar þjóðlegri listiðkun.
Verðlaunin voru afhent i
Norræna húsinu að viðstöddum
forseta Islands og fulltrúum frá
Þjóðdansafélaginu og úthlut-
unarnefndar þýsku stofaunar-
innar. Verðlaunin afhenti Dr.
Lore Toepfer frá Miinchen sem
er dóttir stofnenda sjóðsins sem
verðlaununum úthlutar. Sölvi
Sigurðsson formaður Þjóð-
dansafélagsins tók á móti verð-
laununum.
Við þetta tækifæri sýndi Þjóð-
dansafélagið nokkra dansa,
sýnishorn frá öllum landshlut-
um. 1 viðurkenningarskjali sem
verðleununum fylgdu, en þau
hljóðuðu upp á 500 mörk, sagði
að verðlaunin væru veitt fyrir
mikilvægt starf að þvi að endur-
vekja þjóðdansa og þjóðbúninga
á Islandi.
Dansarar, erlendir fuiltrúar og forsetahjónin I Norræna húsinu. (Timamynd: G.E.).
Norskir skógræktarmenn:
Hln góðu kynni sem veröa milii fólksins vega þyngst á ánægjuskálum
þessara ferða segir Sigurður Blöndal skógræktarstjóri.
•meðan þeir voru í
GP — Nú fyrir skömmu lauk 11.
skiptiferð norskra skógræktar-
manna hingað til Iands en sllkar
ferðir hafa verið farnar á þriggja
ára fresti siðan 1949 eða I 30 ár.
Timinn spjallaði við Sigurð
Blöndalskógræktarstjóra rikisins
um þessar ferðir og annað varð-
andi skógrækt. Hann sagði m.a.:
— Sá sem vann að þvi aðkoma
þessum ferðum af stað i URihafi
heimsókn
var Torgeir Anderssen-Rysst þá
verandi sendiherra Norðmanna
hér og mestar hafa betta orðið 70
manna ferðir, þ e -70 Norðmenn
hingað og 70 Isiendingar til
Noregs. Til þess að ná kostnaði
niður hefur verið notuð sama
flugvél fyrir báða hópana og nú i
ár kostaði ferðin fyrir einn mann
til Noregs 75 þús. krónur með
Framhald á bls. 15
Árni Kárason og Oddur Rúnar Hjartarson hjá Heilbrigðiseftirliti rikis-
ins, með hluta umbúða þess lagmetis sem rannsakað var.
meti. Af 28 sýnum voru 10, eða
36% gölluð eða ósöluhæf. Að hluta
voru þessi sýni án upplýsinga um
framleiðsludag og þvi ástæða til
að ætla að þau hafi verið of
gömul.
Tekið skal fram að i reglugerð
er ekki krafist merkingar með
framleiðsludegi og siðasta sölu-
degi á niðursoðnu lagmeti.
Niðurstöður þessar benda til
þess að ekki sé nægilega vel farið
eftir gildandi ákvæðum laga og
reglugerða við framleiðslu og
dreifingu matvæla hér á landi,
sérstaklega er merkingu mat-
vælaumbúða ábótavant.
Lagmetistegundir þær sem
reyndust gallaðar hafa verið
teknar úr umferð i verslunum.
ingu umbúða innlends lagmetis er
yfirleitt ábótavant og i ósamræmi
við gildandi ákvæði reglugerðar
um tilbúning og dreifingu mat-
væla og annarra neyslu- og nauð-
synjavara.
Geymsla lagmetis i verslunum
er yfirleitt viðunandi, en niður-
lagt lagmeti skal geymast i kæli
(undir 4grC).
Nokkrar athuganir voru einnig
framkvæmdar á niðursoðnu lag-
SJ — Neyðarástand rikir i málum
Heilbrigðiseftiriits ríkisins, að
þvi er fram kom á blaðamanna-
fundi hjá stofnuninni I gær. Ars-
fjárveiting til eftirlitsins var 45
milljónir króna og hefur eftirlitið
farið fram yfir áætlaðan
reksturskostnað vegna óvæntra
verkefna. Farið hefur verið fram
á 13 milljóna aukafjárveitingu,
sem cr nauðsynlegt til að halda
uppi lagmarksrekstri út þetta ár.
M.a. þarf að ráða sérfræðing I
stað annars sem er aö hætta
störfum.
61 vörutegund var rannsökuö,
13% reyndist ósöluhæf, 26,2%
innihéldu of mikið magn auka-
efna. Timamyndir Tryggvi.
Þetta kom m.a. fram er
kynntar voru niðurstöður athug-
ana á niðurlögðu lagmeti, sem
Heilbrigðiseftirlit Reykjavlkur-
borgar lét fara fram i Reykjavlk
að ósk Heilbrigðiseftirlits rikis-
ins. Athugunin náði til n smá-
söluverslana, 5 dreifingaraðila og
eins framleiðslufyrirtækis. Tekin
voru 74 sýnishorn af 61 vöruteg-
und, 40 af innlendri framleiðslu
og 21 af innfluttri vöru.
Niðurstöður leiddu i ljós að 87%
sýnanna reyndust söluhæf. 3%
voru ósöluhæf vegna gerla-
gróðurs. 10% voru ósöluhæf
vegna aldurs og útlits, 26,2% inni-
héldu of mikið magn aukaefna.
Þar af voru 10% frá innlendum
aðilum. Ein tegund matvæla frá
innlendum framleiðanda innihélt
allt að n falt magn leyfilegra
aukaefna.
Merking umbúða erlends lag-
metis er ólögleg samkvæmt gild-
andi reglum, sem kveða á um að
hún skuli vera á islensku. Merk-
Framleiðslu
og dreifingu
lagmetis
ábótavant
# Heilbrigöiseftirlitiö vanbúið að
gegna hlutverki sínu
Gróðursettu
48 þús. plöntur