Tíminn - 18.08.1979, Síða 9

Tíminn - 18.08.1979, Síða 9
8 Laugardagur 18. ágúst 1979 Laugardagur 18. ágúst 1979 9 Sigrún Bjamadóttir í dag, laugardaginn 18. ágúst, 1979, verður jarðsungin frá Skál- holtskirkju, frú Sigrún Bjarna- dóttir, húsfreyja við Geysi i Haukadal 1 Biskupstungum, en hún lést i Borgarspitalanum i Reykjavik föstudaginn 10. ágúst s.l. eftir stutta sjúkdómslegu. Með Sigrúnu er horfin á braut, ástkær eiginkona, móðir, amma og dáð húsmóðir á einu umsvifa- mesta heimili þessa lands. Sigrún Bjarnadóttir var fædd að Bóli i Biskupstungum 7. nóvember 1903, annaö tveggja barna hjónanna Bjarna Guðmundssonar, bónda þar og konu hans, Mariu Eiríksdóttur, en bróðir Sigrúnar er hinn land- kunni hljóðfæraleikari og hótel- eigandi Eirikur Bjarnason i Hveragerði. Sigrún ólst upp i föðurgarði að Bóli i Biskupstungum, um skóla- göngu aö loknu skyldunámi var ekki að ræða, en hún naut þess þó á unga aldri að taka þátt i hús- stjórnarnámskeiðum, og tvo ■vetur starfaði hún á heimili Sig- urðar Fjeldsted i Reykjavik, en á þeim árum þótti það ekki svo litill skóli að komast til þénustu á stór- heimilum i höfuðborginni og er ekki að efa að sú leiðsögn og reynsla hefur komið sér vel fyrir Sigrúnu siðar á lifsleiðinni. Ung að árum gekk Sigrún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Sigurð Greipsson, bónda og fyrr- verandi skólastjóra i Haukadal. Sigrún á Bóli þótti glæsi- legastur kvenkostur þar um slóðir á þeim tima svo rómað var, og siðar átti þessi unga og glæsi- lega kona eftir að sanna ótrúlega hæfileika sina og þrek til starfa á heim ili sem um margt hefur verið einstætt i sinni röð hérlendis. Allt til dauðadags stóð Sigrún við hlið eiginmanns síns sem hin trausta hægri hönd i umsvifa- miklum hótel- og veitingarekstri á þessum fjölfarnasta ferða- mannastað íslands, og sem um áratugi var einnig skólasetur meðan Iþróttaskólinn I Haukadal starfaði. F. 7.nóv. 1903 — d. 10. ágúst 1979 Kveðjuorð Þeir eru nú ófáir skólasveinar, starfefólk, vinir og aðrir gestir þeirra Haukadalshjóna, sem minnast Sigrúnar með einlægri virðingu og þökk, og er undirrit- aður einn I þeirra hópi. Ég átti því láni að fagna I æsku að dvelja all-mikið á heimili þeirra hjóna, fyrst i skóla Sig- urðar, og siðan sem starfemaður þeirra, oghefi ég alla tið siðan átt þau sem trausta vini og litið á þau sem mikið velgerðarfólk i minn garð. Nú þegar Sigrún er öll, vil ég minnasthennar með miklum hlý- hug og þakka þessari ástkæru húsmóður fyrir alla þá umhyggju og alúö sem hún hefur látið vinum og vandalausum i té I svo rikum mæli á annasamri starfsævi. Allir, sem til þekktu, vissu að Sigrún heitin bjó yfir ótrúlegu þreki til vinnu, og þótt aldrei sæist hún hamast við störf, voru afköstin næsta ótrúleg, svo skipu- lega vann hún sin verk. Þessi sivinnandi húsmóðir og hótelstýra gerði lika nokkrar kröfur til annarra um hæfni og af- köst við störf, en allt var það með slikri Ijúfmennsku gert, að menn nutu þess og tóku það til greina, og oft var setst niður að loknum löngum og ströngum vinnudegi, og þá málin rædd frá ýmsum hliðum, og þá sér I lagi hvað mætti betur fara næst. Hin siðari ár gekk Sigrún ekki heil tíl skógar og hefur hún af og til orðið að taka sér hvild frá störfum vegna vanheilsu. Sigrún hefur þó alltaf komið aftur svo skjótt sem vera mátti, og þá um svifalaust tekið i stjórnvölinn með manni slnum, þar til nú að hún átti ekki afturkvæmt. Er nú skarð fyrir skildi hjá hinum aldna höfðingja og vini minum Sigurði I Haukadal, sem þrátt fyrir háan aldur rekur enn við Geysi umfangsmikla veitingasölu og ferðamannaþjón- ustu, ásamt talsverðum búskap. En eins og áður var að vikið hefur heimili þeirra Haukadals- hjóna orðið vettvangur mikilla og góðra kynna, sem ég vil nú, án umboðs, leyfa mér að þakka I dag, þegar Sigrúner kvödd hinstu kveðnu og til moldar borin á föðurleifö eiginmanns sins i kirkjugarðinn inni I gamla Haukadal. Sérstakar þakkir frá okkur skólasveinum Haukadalsskóla, fyrir einstaka umhyggju og vel- gjörning i okkar garð. Þá vil ég fyrir hönd ungmennaféiags- hreyfingarinnar og þeirra fjöl- mörgu ungmennafélaga, sem notið hafa leiðsagnar ykkar og gestrisni, færa þakkir, og á það jafnt við um okkur Skarphéðins- menn sem ungmennafélaga landsins alls, þvi ósjaldan hefur heimili ykkar verið þing- og fundarstaður okkar, og vett- vangur mikilla og merkra atburða i sögu hreyfingarinnar. Viniminum Sigurði Greipssyni, sonum hans,fjölskyldum þeirra og öllu venslafólki votta ég samúð okkar allra, um leiö og við með sannri gleði minnumst hennar, sem gerði garðinn frægari en flestir aðrir ogbar birtu og yl með sér hvar sem hún fór. Hafsteinn Þorvaldsson. Minning Sveinn Vilhj álmsson Hveraf öðrum tilhvildar hljótt, halla sér nú og gleyma, vöku dagsins um dimma nótt, vinirnir gömlu heima. Og undrið stóra þin æskusveit, mun önnur og smærri sýnast og loksins felsthún I litlum reit, af leiðum sem gróaogtýnast. Þorst. Valdimarsson. Eitt af þvi sem minnir hvað beinast á það að aldurinn færist yfir er þegar þeir sem voru okkur nánastir á æskuárunum hverfa héðan. Oftdetta mér I hug erindin sem eru hér að ofan þegar ég sé á bak þeim sem mótuöu umhverfi mitt allt frá barnsaldri til fúllorö- insára. Bróöir minn Sveinn var sannarlega einn þeirra og nú er hann allur. Hann varð ekki gam- all maöur, aðeins tæplega 57 ára þegar hann - lést skyndilega 10. ágúst sl. á sjúkrahúsi I Englandi, en þar hafði hann gengið undir hjartaaðgerð. Veikindi hans voru búin að standa siðastliðin ár og voru vissulega þess eðlis að við öllu mátti búast. Það var á hinn bóginn dapurlegt að svo skyldi farasem fórþegar vonir stóöu til aðhann fengi góðan bata eftir að- gerð sem virtist hafa heppnast vonum framar. Sveinn var fæddur að Dala- tanga 17. ágúst 1922, sonur Vilh jálms Helgasonar og Jóhönnu Sveinsdóttur sem bjuggu á Dala- tanga við Mjóafjörð um langa hriö. Hann ólst upp með óravitt úthafið á aðra hönd en hrikaleg fjöll á hina. Þar gat lifsbaráttan verið hörð á stundum, en oft var þar einstaklega fagurt, mikið viö- sýni til hafs og stórbrotin fjalla- sýn til lands sem naut sln vel þeg- ar veður var gott. A slikum stöðum verða menn að vera sjálfbjarga um sem flesta hluti. Vist er að Sveinn var ein- staklega fjölhæfur maður og vel gerður um margt. Aiiugamál hans voru fjölmörg, honum var sérlega sýnt um allt sem að vél- um laut, handlaginn og smiður góður bæöi á tré og járn. Rithönd hans var ein sú allra fallegasta sem ég hef séð og sérstakt áhuga- mál hans var listmálun. A þvl stáði geröi hann marga góða hluti og heföi eflaust orðið mikill mál- ari ef hann hefði helgað sig þeirri listgrein eingöngu. Hann hafði næmt eyr a fyrir tónlist, f ékkst við orgelleik og spilaöi dável á harmoniku. Er mér i barnsminni hvernig hann kenndi mér að hlusta á músik og njóta hennar á þann opna og einlæga hátt sem honum var lagið. Lund hans var ör, hjartað stórt og tilfinningin fyrir öllu þvl fagra og góöa i til- verunni næm. A þeim árum þegar ég, örverp- iði systkinahópnum, var að vaxa úr grasi dvaldi hann ásamt Helgu systur okkar mest heima af eldri systkinum okkar. Er mér ó- gleymanlegt hvaö þessi stóri bróðir minn var iðinn að sinna mér strákpeyjanum. Þau voru ó- fá skiptin sem hann byggði fyrir mig og auk þess gaf hann sér oft tima til aö leika við mig þegar jafnaldra vantaði. Ekki var mér slður dýrmætt að hann leyfði mér að taka þátt i mörgum þeim fjöl- mörgu viðfangsefnum sem hann fékkst við. En i dag finnst mér ævintýraljómi leika um margt af þvi, til dæmis að fylgjast með þegar hann útbjó síma milli húsa, fá aö fylgjast með Utvarpi sem hann setti saman úr gömlu við- tækjadóti, horfa á hann smlða ó- llkustu hluti og siðast en ekki slst, að sjá málverkin mótast jafnóöum og hann málaöi þau. Sveinn var kvæntur góðri konu, Guðfinnu Þormóðsdóttur. Þau eignuðust sex börn: Grétar Erlend, hann dó barn að aldri. Þormóð, kennara á Raufar- höfn. Jóhönnu Oddnýju, kennara á Laugabakka i Miðfirði. Helgu Fanneyju, húsmóður I Neskaupstaö. Þórunni, dvelur i foreldrahús- um. Ingunni, dvelur i foreldrahús- um. Áður en Sveinn kvæntist eign- aðist hann dóttur. Margréti Stefanýju, með unnustu sinni Ragnheiði Stefánsdóttur, þau slitu samvistum. Við Þórhildur og börnin send- um Guðfinnu og öörum ástvinum Sveins einlægar samúðarkveðjur, megi þeim veitast styrkur og Ukn i þungri raun. Sveinn minn, hafðu hjartans þökk fyrir allt gott sem þú gafst mér, vænan skerf af alúð og gild- an sjóöaf dýrmætri reynslu. Osk mín er að leiöin yfir landamærin verði þér greið. Þar veit ég að vel verður tekið á móti góöum dreng. —Þorvarður— Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum i ölfusi er 40 ára um þessar mundir og I tilefni þess verður haldið þar nemenda-, kennara-og starfsmannamót i dag og opnuð verður garð- yrkjusýning I skólahusinu og gróðurhúsum skólans. Sýningin verður opnuð fyrir almenning á morgun, sunnudag og stendur til 26. ágúst. Mörg félagasamtök og stofnanir taka þátt i sýningunni. i grein þeirri er hér birt- ist er stiklað á stóru varðandi sögu skólans og starfsemi. Reykir í ölfusi í Landnmabók segir m.a. frá þvi, að Ormur hinn gamli hafi verið einn þeirra, er byggði i landnámi Ingólfs Arnarsonar. „Ormur nam land fyrir austan Varmá til Þverár og um Ingólfs- fell allt og bjó I Hvammi”. Ekki er vitað, hver fyrstur bjó á Reykjum, en sú tilgáta hefur komið fram, að það hafi verið Karli, þræll Ingólfs Arnarsonar. Hans sonur mun hafa verið Kröggólfur, er bjó á Kröggólfs- stöðum i ölfusi. Um aldir fara litlar sögur af Reykjum, og hafa fæstir þeirra manna, er þar hafa búið, komið við sögu þjóðarinnar, svo nokkru nemi, að undanskildum þeim Gissuri Þorvaldssyni, jarli, og Oddi Gottskálkssyni, lögm. Giss- ur bjó á Reykjum, er hin fræga Apavatnsför var farin 1237, Giss- ur þá tæplega þritugur að aldri. Á Reykjum var lengi kirkja (annexia frá Arnarbæli). Mun kirkja fyrst hafa verið reist þar um 1400, eftir þvi, sem næst verð- ur komist. 1 Jarðabók Arna Magnússonar segir, að Reykja- kirkja hafi verið flutt að Völlum um 30 ára skeið. í Olverslýsingu Hálfdánar Jónssonar, (Descriptio ölveshrepps anno 1703), segir m.a.: ,,Að austanverðu við Varmárfarveg þann forna liggja bæir i röð með sinum hjáleigum suður eftir miðri sveitinni, fimm að tölu allt að ölvesá. I þessari tölu er Reykjakirkjujörð, Vellir hvar Reykjakirkja stóð i 30 ár og nú sjást enn glögg merki til tótt- ar, kirkjugarðs og leiða framlið- inna manna. En að Völlum var kirkjan flutt þangað, (eftir þvi sem sannorðir menn sagt hafa), að hver hafi upp komið innan kirkju á Reykjum, en biskupinn, herra Oddur Einarsson befalaði Álfi Gíslasyni tlttnefnda kirkju til R. aftur að flytja, hvar hún hefur siðan staðið”. I nóvember 1908 fauk Reykja- kirkja I ofviðri. Með stjrbr. 17/7 1909 eru Arnarbælis- og Reykja- sóknir sameinaðar og ákveðið, að ein kirkja skuli vera á Kotströnd fyrir báðar sóknir. A seinni hluta 19. aldar bjó á Reykjum Þóroddur Gissurarson. Hans sonur var Ingvar, sá er siðastur bjó á Reykjum. Skömmu eftir aldamótin eign- aðist Gisli Björnsson, (fæddur á Kröggólfsstöðum), Reykjatorf- una, en til hennar teljast fimm jarðir: Reykjakot, Reykir, Reykjahjáleiga, Kross og Vellir. Árið 1930 beitti Jónas Jónsson, þáverandi ráðherra, sér fyrir þvl, aö rlkið keypti Reykjatorfuna fyrir 100 þús. kr., og verður að telja, að sjaldan hafi rikið gert svo hagkvæm jarðarkaup. I umræðum á Alþingi gerði Jónas Jónsson svofellda grein fyrir markmiðinu með þessum kaupum: „Þegar Reykjaeignin var keypt, samkv. heimild Al- þingis, var það fyrst og fremst til að tryggja rikinu hinn mikla jarð- hita I sambandi við mikil og góð ræktunarskilyröi, og til mikilla almennra hagsbóta starfrækja á þessum stað margskonar opin- berar stofnanir”. Heilsuhælið á Reykjum Frumvarp Jónasar Jónssonar um stofnun hressingarhælis fyrir berklaveikt fólk mun fyrst hafa komið fram á Alþingi 1925, en framkvæmdir hófust ekki fyrr en 1930. Þá heimilaði Alþingi i f jár- lögum að taka allt að 50 þús. kr. lán til að reisa á Reykjum vinnu- og hressingarhæli fyrir 30 berkla- veika sjúklinga. Var slðan veitt fé til að reka hæliö eftir að það tók til starfa, I fyrsta sinn I fjárlögum fyrir 1933 og slðan árlega I nokkur ár, en áriö 1938 var það lagt niöur, enda þótt starfsemin hefði gefið góða raun. Siðan var þráðurinn tekinn upp aö nýju á öðrum stað, með alkunnum árangri. tilraunir, og siðustu 3 árin fyrst og fremst tilraunir með lýsingu chrysanthemumóðurplantna og framleiðslu chrysanthemum- græðlinga. Niðurstöður hafa ver- ið mjög jákvæðar, og er gert ráð fyrir að þessari tilraun ljúki nú sumarið 1979. En haustið 1979 hefjast lýsingartilraunir með tómata. Gróðurhús skólans hafa verið tæknivædd eftir þvi sem hægt hef- ur verið, og i gróðurhúsunum fer fram eins fjölþætt tilraunastarf- semi og við verður komið með til- liti til aðstöðu, mannafla og fjár- magns. Tilraunir með útiræktun mat- jurta, hafa einnig verið auknar verulega og verða enn efldar, bæði tilraunir með ýmsar tegund- ir, afbrigðatilraunir, tilraunir með skjólgirðingar, ræktun í upp- hituðum jarðvegi, notkun plasts o.fl. mætti nefna. I reitum skólans hafa verið i ræktun um 40 tegund- ir matjurta, krydd- og krásjurta, auk mismunandi afbrigða. A liðnum árum hefur verið reynt að móta og vinna að upp- byggingu útisvæðanna eftir þvi sem takmörkuð fjárráð hafa leyft. A næstu árum væntir skólinn þess að geta gert meira fyrir þennan þátt, og um leið aukið fjölbreytnina i ræktun trjáa og runna, fjölærra jurta og sumar- blóma. Ennfremur tekið upp og aukið tilraunirnar á skrúðgarð- yrkju- og garðplöntusviðinu, en á þvi er mikil þörf. Nýja skólahúsið Nýtt skólahús hefur nú verið i byggingu I allmörg ár, en gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir allt að 50—60 nemendur i framtiðinni. Nú hefur verið lokið við tvær heimavistarálmur af þremur, þar sem er heimavistarrými fyrir 24 nemendur, en auk þess er i ann- arri álmunni litil Ibúð fyrir ráðs- konu og i hinni rúmgott kennara- herbergi. Fyrri álman, vestur- álman, var tekin i notkun 1965, en sú siðari, austurálman, haustið 1972. Nú hefur einnig verið lokið við eldhúsálmu, með rúmgóðu eldhúsi, búnu fullkomnustu tækj- um, borðstofu og setustofu, en þessi áfangi var tekinn i notkun 1972. Þrjár kennslustofur, búnar nýjum skólahúsgögnum, hafa verið I notkun siðan 1967, og eru nú að mestu fullfrágengnar. Einnig hefur verið lokið við skrif- stofu og kennarastofu. Lokið hefur verið við gróðurskála, sem er I miðju skólahússins og sem um leið er tengiliður milli hinna ýmsu deilda skólans, og verður innangengt úr honum inn i borð- stofu og setustofu, heimavistar- álmur, kennslustofur, skrifstofu og aðra hluta skólahússins. Á árinu 1979 er ætlunin að byggja aðalanddyrið en það teng- ist gróðurskálanum, og norðan við það verður svo siöar byggður aðalsamkomusalur skólans, þar sem góð aðstaða á að verða fyrir félagsstarfsemi ýmiss konar og „hobby”iþróttir. Gróðurskálinn er um 800 fm og anddyrið er um 300 fm. I gróðurskálanum hefur nú ver- ið komið fyrir all fjölbreyttu úr- vali af garðplöntum ýmiss konar, til nota við kennsluna, auk þess sem þar skapast góð aðstaða fyrir verklegar æfingar I skrúðgarð- yrkju. Tilkoma nýja skólahússins skapar gjörbreytta aðstöðu á skóiastaðnum og gerir það kleift að auka starfsemi hans og taka upp ýmsar nýjungar i starfsem- inni. Yfirlæknar við Reykjahælið voru þessir: Lúðvik Norðdal Daviðsson 1932—1937, Öskar Einarsson frá 1. mai 1937 uns það var lagt niður I okt. 1938, og Richard Kristmundsson 1937—1938. Bústjórar voru tveir, Magnús Kristjánsson til 1934 og Guðjón A. Sigurðsson 1934—1939. hvildi mikill vandi á forráða- manni skólans, þegar i byrjun. Mátti búast við margháttuðum erfiðleikum fyrstu árin, skiln- ingsskorti og fjárhagserfiðleik- um, þar sem byggja þurfti flest frá grunni, enda var hart i ári. Gifurleg viðskiptakreppa hafði gengið yfir landið. Starfsemi Garðyrkjuskól- ans Skólinn var þegar i byrjun meira en fullskipaður, og varð að visa frá mörgum umsækjendum. í fyrstu reglugerð skólans, sem starfsemi gefin var út i desember 1938, segir m.a„ að námstlminn sé tvö ár, skólinn skuli starfa I tveim deildum og veita garðyrkjunem- endum sérfræðslu, bóklega og verklega. Slðan þá hafa nokkrum sinnum verið gerðar breytingar á reglu- gerð skólans, og nú er námstlm- inn þrjú ár, bóklegur og verkleg- ur. Akveðinn kjarni er sameigin- legur fyrir alla nemendur skól- ans, en slðan geta þeir valið um þrjár námsbrautir, þ.e.a.s. garð- plöntubraut, skrúðgarðyrkju og ylrækt og útimatjurtaræktun. Mjög mikil aðsókn er að skólan- um og hann alltaf meira en full- setinn. Nýtt skólahús hefur verið I byggingu, þar sem aðstaða á að verða I framtlðinni fyrir allt að 60 nemendur. 1 tengslum við skólann er rekin garðyrkjustöð, sem er nú um 5.000 fm, auk sólreita og útirækt- unarsvæða. 1 garðyrkjustööinni fer fram fjölbreytt ræktun I sam- bandi við kennsluna sérstaklega og ýmis fræðslunámskeið, sem eru vaxandi þáttur I starfi skól- ans. Ennfremur er rekin all um- fangsmikil tilraunastarfsemi, en á þann þátt hefur verið lögð vax- andi áhersla á undanförnum ár- um. Skólinn hóf á árinu 1975 útgáfu Garöyrkjufrétta á lausblaða- formi, en þær eru einkum ætlaðar starfandi garðyrkjumönnum. Samskipti við erlenda garð- yrkjuskóla, þó einkum á hinum Norðurlöndunum, hafa aukist og Stofnun Garðyrkjuskólans A Alþingi 1936 flutti Sigurður Einarsson frumvarp til laga um garðyrkjuskóla ríkisins, og var það samþykkt og varð að lögum, nr. 91 23. júni 1936. Samkvæmt þeim skyldi stofna garðyrkju- skóla að Reykjum i ölfusi. Skól- inn skyldi rekinn sem sjálfstæð stofnun á ábyrgð rikisins. Kennsla bæði verkleg og bókleg. Garöyrkjuskólinn tók slðan til starfa I ársbyrjun 1939, og var vlgður á sumardaginn fyrsta það ár. Vigsla skólans var fram- kvæmd af þáverandi landbún- aðarráðherra, Hermanni Jónas- syni. en meðal gesta voru m.a. búnaðarmálastjóri Steingrimur Steinþórsson, formaður Búnaðar- félags Islands, Bjarni Asgeirsson og fleiri alþingismenn og garð- yrkjumenn. Var sú athöfn hin virðulegasta og henni útvarpað. Skólastjóri hafði verið ráðinn, Unnsteinn ólafsson, en hann var fæddur á Stóru-Asgeirsá i Viðidal I V.-Hún„ 11. feb. 1913, og gegndi hann starfi skólastjóra allt til dauðadags 22. nóv. 1966, en þá tók við starfi skólastjóra Grétar J. Unnsteinsson, og hefur hann haft það starf með höndum siðan. Unnsteinn stundaði nám I Al- þýðuskólanum á Hvitárbakka og Búnaðarskólanum á Hvanneyri og sigldi til Danmerkur tvltugur að aldri og stundaði verklegt og bóklegt garðyrkjunám I Garð- yrkjuskólanum á Vilvorde og lauk fyrstur allra Islendinga kandidatsprófi I garðyrkju, og það við garðyrkjudeild Landbún- aðarháskólans i Danmörku, árið 1938. Unnsteinn var giftur danskri konu, Elnu, fæddri Christiansen, sem lifir mann sinn. Þar sem litil reynsla og skiln- ingur var fyrir hendi hér á landi við stofnun Garðyrkjuskólans, verulega á árunum eftir 1970, svo að nú eiga nemendur Garðyrkju- skólans t.d. greiðan aðgang inn i tæknanám i garðyrkju, sem er eir.s til tveggja ára framhalds- nám að loknu garðyrkjuskóla- náminu. Einnig hafa tekist góð tengsl við garðyrkjuskóla I ýms- um öðrum löndum. Þrívegis hefur verið farið með nemendur skólans I náms- og kynnisferðir til Norðurlandanna og nú er fjórða ferðin i undirbúningi. Frá upphafi hefur stundað nám i skólanum 281 nemandi, og þar af hafa verið starfandi við garð- yrkju um tveir þriðju hlutar nem- endanna frá upphafi. Auk skólastjóra, starfa við skólann þrir fastráðnir kennarar, Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt, Sigurður Þráinsson, Garðyrkj uskólans á Reykjum hafi stundað verknám i garðyrkju a.m.k. i 3 mánuði áður en hann kemur i skólann. Nemendum með mjög góðan undirbúning er gert kleift að komast beint inn i 2. bekk, t.d. með iðnskólapróf, próf úr bún- aðarskóla, landspróf með fram- haldseinkunn og próf úr fram- haldsdeildum gagnfræðaskól- anna, en þeir verða að hafa unnið við garðyrkju eins og aðrir nem- endur skólans áður en þeir koma inn I skólann, og einnig verða þeir að taka próf i þeim námsgrein- um, sem þeir hafa ekki haft áður, skila sömu verkefnum, eins og t.d. plöntusafni. Nýir nemendur hafa verið tekn- ir inn i skólann annað hvert ár, og vegna mjög mikillar aðsóknar verða nemendur næst teknir beint inn i 2. bekk haustið 1980. Fræðslunámskeið Vaxandi liður i starfsemi skól- Síðan hefur verið efnt til 1—2 daga fræðslufunda fyrir garð- yrkjumenn i húsakynnum Garð- yrkjuskólans. Þessar heimsóknir hafa verið mjög ánægjulegar og fræðandi. I mörg undanfarin ár hafa einn- ig verið haldin námskeið við skól- ann i meðferð og notkun eiturefna i landbúnaði og garðyrkju, i sam- vinnu við Eiturnefnd. Einnig er stefnt að þvi að hafa endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi garðyrkjumenn, garö- yrkjubændur og skrúðgarða- menn. Ætlunin er að hafa þessi endurmenntunarnámskeið i sept- ember, október og fram i nóvember. 1 byrjun er hugmynd- in að þessi námskeið verði 1—2 daga námskeið, en siðan geta þau orðið lengri þegar reynsla er fengin. En svona námskeið eru upprifjandi, hægt er að kynna nýjungar og menn hittast og ræða sameiginleg áhugamál. Verkefn- in á þessu sviði eru óþrjótandi. garðyrkjukandídat og Þórhallur Hróðmarsson, kennari. Garöyrkiunámið Garðyrkjuskóli rikisins á Reykjum i ölfusi tók til starfa ár- iö 1939. Tilgangur skólans er að veita sérfræðslu, bæði i skrúð- garðyrkju, ylrækt og i almennri garðrækt. Ennfremur að gera til- raunir og athuganir með ræktun garðjurta, bæði við venjuleg skil- yrði og I gróðurhúsum. Garðyrkjunámið er þriggja ára nám. Þeir, sem stunda fullnaðar- nám við skólann, njóta bóklegrar kennslu i 3 vetur á timabilinu 15. október til 1. april skólaár hvert, alls I 16 1/2 mánuð. Ennfremur stunda allir nemendur verknám við skólann i 1 mánuð eftir 1. og 2. bekk, alls i 2 mánuöi. Að öðru leyti eiga ylræktarnemar og nem- endur i almennri garðrækt að vinna við skólann eða á viður- kenndum garöyrkjubúum undir handleiðslu garðyrkjumanns. Skrúðgarðyrkjunemar eru á verknámssamningi hjá starfandi skfúðgarðyrkjumeistara sam- kvæmt ákvæðum iðnfræðslulög- gjafarinnar, en á þvl eru fyrir- hugaðar breytingar i samræmi við breytta tilhögun verknámsins i nokkrum iðngreinum. Námsbrautirnar hafa verið tvær, þ.e.a.s. ylrækt og skrúð- garðyrkja. Nú hefur verið bætt við þriðju námsbrautinni, garð- plöntunámsbraut, sem er ætluö þeim, sem vilja leggja fyrir sig vinnu viö uppeldi garðplantna. Bóklega námið fer fram við Garðyrkjuskólann og verknámið hjá uppeldisstöðvum Skógræktar rikisins og annarra skógræktar- félaga og hjá garðyrkjubændum, sem slika ræktun stunda, enda er kennsla á þessari námsbraut tek- in upp i náinni samvinnu við þessa aðila. Kennsla á þessari námsbraut hófst haustið 1978. Til inntöku i 1. bekk útheimtist m.a.: Að umsækjandi sé fullra 15 ára, hafi lokiö grunnskólaprófi og ans eru garoyrKjunámskeiö, en auk hinnar reglubundnu kennslu má samkvæmt reglugerð skólans halda nokkurra vikna námskeið við skólann, þar sem fram fari til- sögn i ræktun algengra matjurta og garðagróðurs. Heimilt er einn- ig að halda önnur námskeið við skólann þegar ástæða þykir til og aðstæður leyfa, og einnig almenn námskeiö fyrir garðyrkjumenn, þar sem veitt er I fyrirlestrum og á umræðufundum fræðsla um ýmsar greinar garðyrkjunnar. 1 nokkur vor voru haldin ungl- inganámskeið þar sem lögð var mest áhersla á heimilisgarð- yrkjú, þ.e.a.s. ræktun matjurta og garðagróðurs og snyrtingu garða og utanhúss. I framtiðinni verður lögð vaxandi áhersla á þennan þátt I starfsemi skólans. Undanfarin 6 sumur hafa verið haldin 2—5 daga námskeið I heimilisgarðyrkju, þar sem áhersla hefur veriö lögð á heim- ilisgarðrækt, ræktun potta- plantna og meðferð afskorinna blóma, blómaskreytingar og matreiðslu grænmetis. Námskeið þessi hafa verið haldin I náinni samvinnu við hin ýmsu kven- félagasambönd, og hafa bæði ver- ið haldin I húsakynnum skólans eða á ýmsum öðrum stöðum. Þannig hafa námskeið verið hald- in m.a. á Laugum I Þingeyjar- sýslu, Löngumýri I Skagafirði og á Hofsósi, Blönduósi og Skaga- strönd, Isafirði, Ölafsvik og víöar. Ekki liggja fyrir nákvæm- ar tölur um fjölda þátttakenda en óhætt er að áætla að um 500 hús- freyjur hafi sótt þessi námskeiö. A undanförnum árum hefur skólinn boðið hingað til lands næstum árlega einum eða fleiri erlendum sérfræðingum frá Norðurlöndunum. Farið hefur veriðmeðþessa gesti um og þeim kynnt Islensk garðyrkja, allt eftir þvi á hvaða sviði þeir hafa verið. Tilraunastarfsemin Það er hverri skólastofnun á sérsviði nauðsynlegt að styðjast við tilraunastarfsemi, og það munu slfellt veröa gerðar auknar kröfur I þvl sambandi i hinum ýmsu sérskólastofnunum I fram- tiðinni. ötrúlegur fjöldi tilrauna hefur verið framkvæmdur I heim- inum, og það er sjálfsagt fyrir okkur aö hagnýta okkur þær eins og kostur er á, með þvi aö aðlaga þær Islenskum aðstæðum. En það er ekki hægt nema að vissu marki, vegna þess að allar að- stæður eru allt aðrar hér hjá okk- ur en I flestum löndum öðrum. Þess vegna verðum við að leggja meiri og meiri áherslu á rann- sóknir i landinu sjálfu, en til þess þarf fjármagn. A undanförnum starfsárum skólans hefur skólinn ásamt ein- stökum garðyrkjubændum haft forgöngu um ýmsar tilraunir og athuganir á hinum ýmsu sérsvið- um garöyrkjunnar, t.d. meö þvi að hafa forgöngu um ræktun nýrra tegunda. Um 1970 var sett upp veðurathugunarstöð við Garðyrkjuskólann þar sem mest áhersla er lögð á búveðurmæling- ar. Nú hefur verið byggt upp mjög fullkomið tilraunagróðurhús við skólann, þar sem komið hefur verið upp fullkominni aðstöðu til lýsingartilrauna. Síðan 1974 hafa verið I gangi fjölþættar lýsingar-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.