Tíminn - 18.08.1979, Qupperneq 11
Laugardagur 18. ágiíst 1979
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
n
Stöðva
Eyjamenn
sigurgöngu
Valsmanna
Barátta á toppnum og botninum um
helgina
Vestmannaeyingar eru ákveönir
aö leggja Valsmenn aö velli, þeg-
ar þeir leiöa saman hesta slna i
Eyjum i riagjíf Eyjamenn, sem
haía ekki unuiö Valsmenn i Eyj-
um slöan 1974, tapa leiknum —
eru þeirbúnir aö missa af lestinni
i baráttunni um islandsmeistara-
titilinn.
Það má búast við fjörugum leik
i Eyjum, enda mikiö I húfi fyrir
bæði liðin. Valsmenn og
Eyjamenn mæta með alla sina
sterkustu leikmenn til leiks. Leik-
ur liöanna hefst kl. 4.
seglr
— Það koma ávallt einhverjar
nýjungar fram i skrifum dag-
blaöanna. Þjóöviljinn hefur
tekið upp athyglisverða ný-
breytni i sambandi við skrif um
knattspyrnu — en eftirfarandi
setning var skrifuð eftir leik
Fram og Þröttar i Þjóðviljann.
,,A 86. min. tókst Gunnari G.
(ekki Schram) aö skjóta yfir
innan markteigs og undruðust
áhorfendur tilburöi hans”.
Athyglisverð setning — ekki
satt? Það má örugglega sjá
setningar i þessum dúr i Þjóð-
viljanum á þriöjudaginn — eftir
leik Vestmannaeyja og Vals:
— Tómas (ekki Arnason, fjár-
málaráöherra) sendi knöttinn
til Arnar (ekki Eiössonar hjá
FRt), sem missti knöttinn til
Ólafs (ekki Jóhannessonar) —
sem skaut að marki, en Arsæll
(ekki Ársæll KE 17) varði
snilldarlega.
Nú er aðeins að biða spenntur
eftir umfjöllun Þjóðviljans um
Vhíik Vestm.ey. — Vals
Þýðingarmikill leikur i fall-
baráttunni verður leikinn á
Laugardalsvellinum i dag —
Þróttur fær KAi heimsókn og má
búast við spennandi leik. Leikur-
inn er afar þýðingarmikill fyrir
Akureyringana, sem verða að
vinna sigur, ef þeir ætla sér að
halda sér uppi i 1. deild. Leikur-
inn hefst kl. 14.00.
Skagamenn fá Hauka i heim-
sókn upp á Akranes og má búast
' við öruggum sigri Skagamanna,
sem eiga enn möguleika á að
hljóta tslandsmeistaratitilinn eöa
tryggja sér rétt til að leika i
UEFA — þikarkeppninni næsta
sumar. Leikur liðanna hefst kl.
15.00.
Fram og Keflvikingar leiða
saman hesta sina á Laugardals-
vellinum á sunnudagskvöldið kl.
19.00. Framarar eru i alvarlegri
fallhætt u og hafa örugglega hug á
að leggja Keflvikinga að velli, en
Keflvikingar eru enn með i
baráttunni um UEFA — sætið.
Fjórir leikir verða leiknir i 2.
deildarkepninni og hefjast þeir
allir kl. 14.00. Þá mætast Þróttur
Nes. — Selfoss, Þór — Magni, FH
— Isafjörður og Reynir —
Austri. A mánudagskvöldið kl. 19
leika Fylkir — Breiðablik.
FLANAGAN... skorar hann fyrir
Palace?
• GÚSTAF BA.LDURSSON ...sóknarleikmaöur Eyjamanna, verö-
ur i sviösljósinu i dag. Hér sést hann i leik gegn KR.
(Timamynd Tryggvi)
Leikmenn ekki á
skotskónum
-dagurínn
á morgun
Knattspyrnufélag Reykjavikur er
89 ára I ár. t tilefni afmælisins
efna KR-ingar til KR-dags á fé-
lagssvæöi sinu viö Kaplaskjól á
morgun kl. 13.00 og sýna ungir og
gamlir KR-ingar listir sinar á
hinu glæsilega svæöi KR-inga.
Nánar veröur sagt frá Vestur-
bæjarfélaginu i Sunnudagsblaöi
Timans.
Maggi Torfa
og félagar
— leika gegn
Aftureldingu
i Mosfellssveit
Knattspyrnumenn hafa ekki veriö
á skotskónum I sumar, eins og
sést á þvi, aö markhæstu menn 1.
deildarkeppninnar hafa aöeins
skoraö 8 mörk — þeir Atli Eö-
valdsson, Val, og Sigurlás Þor-
leifsson, Vikingi, en báöir þessir
leikmenn hafa skoraö 30 mörk i 1.
deildarkeppninni, frá þvi aö þeir
byrjuöu að leika meö liöunum
sinum — Sigurlás lék áöur meö
Eyjamönnum.
Bæði Atli og Sigurlás hafa skor-
að 4 mörk gegn Fram, en Atli
skoraði 3 mörk gegn KA. Pétur
Ormslev hefur skoraö 7 mörk —
ekki fleiri en eitt mark I leik.
Þess má geta að þrjú undanfar-
in ár hefur markakóngur 1.
deildarinnar skorað mun fleiri
mörk — Pétur Pétursson setti
markamet 1978, er hann skoraði
19mörk i 1. deildarkeppninni, eða
fleiri en þeir Atli og Sigurlás hafa
skorað saman, þegar aðeins 5
umferðir eru eftir i 1. deildar-
keppninni i ár.
—SOS |
Stjörnulið Magnúsar Torfasonar
frá Keflavik veröur i sviösljósinu
i Mosfellssveit i dag, en þá leika
Magnús og félagar hans vináttu-
leik gegn 3. deildarliöi Aftureld-
ingar undir stjórn KR^ngsins
Halldórs Björnssonar, sem
þjálfar og leikur meö Aftureld-
ingu, sem hefur tryggt sér rétt til
aö leika til úrslita i 3. deildar-
keppninni — liöiö hefur ekki tapaö
leik i sumar. Leikurinn hefst kl.
2.30 á grasvellinum I Mosfells-
sveit.
ENSKA KNATTSPYRNAN:
Leggja nýliðar Palace
Man. Gity að velli?
Þaö veröur fátt um annaö talaö á
bjórstofunum I Englandi I dag en
ensku knattspyrnuna, sem hefst
meö öllu tilheyrandi á mörgum
vfgstöðvum viös vegar um Eng-
land. Menn verða mættir tfman-
lega á bjórstofurnar, til aö fá sér
eina ölkrús og ræöa um leiki
dagsins — en siöan fjölmenna
Englendingar á knattspyrnuvell-
ina til aö fylgjast meö dýrlingum
sinum.
Baráttan verður hörð um Eng-
landsmeistaratitilinn, eins og
undanfarin ár — flestir veðja þó á
Liverpool og Nottingham Forest,
eöa þá Arsenal eða W.B.A. Ein-
staka menn ala þá veiku von i
brjósti, aö Manchester United
verði aftur að stórveldi — en ansi
hræddur er ég um, að þeir verði
fyrir vonbrigðum enn eitt árið.
Nýliðarnir Crystal Palace,
Brighton og Stoke verða i sviðs-
ljósinu. Crystal Palace, sem
hefur keypt Gerry Francis frá
Q.P.R. á 465 þus. ’pund og Mike
Flanagan á 600 þlís. pund frá
Charlton, eru taldir sigurstrang-
legri gegn Manchester City á
Maine Rod i Manchester.
Palace-liðið er mjög öflugt
sem verður gaman að fylgjast
með i vetur.
Brighton fær bikarmeistara
Arsenal i heimsókn og má búast
við fjörugum leik. Tveir nýir leik-
menn leika nú meö Brighton —
þeir John Gregory, sem var
keyptur frá Aston Villa fyrir 300
þús. pund og Steve Foster, sem
kom frá Portsmouth, á 130 þús.
pund.
Stoke verður með sterkt lið og
má fastlega reikna með að liöiö
leggi Coventry á heimavelli.
Stoke hefur keypt Hollendinginn
Loek Ursen frá AZ’67 á 65 þús.
pund og Ray Evans.fyrirliða Ful-
ham, á 150 þús. pund.
Þeir leikir sem verða einnig
leiknir i 1. deildarkeppninni —
eru:
Bolton — Aston Villa
Bristol City — Leeds
Everton — Norwich
Ipswich — Nottingham Forest
Southampton — Man. United
Tottenham — Middlesbrough
W.B.A. — Derby
Leik Ulfanna og Liverpool
hefur verið frestað.
Leikur City og Palace er leikur
fyrstu umferðarinnar, þá má
búast við skemmtilegum leik i
Ipswich, þegar Forest kemur
þangað með tvo nýja leikmenn —
Frankie Gray, sem var keyptur
frá Leeds á 400 þús. pund, og Asa
Hartford, sem kom frá Man. City
á 475 þús. pund.
—SOS
Þeir leika með nýjum félögum
Mikiö hefur veriö um félagaskipti hjá enskum knattspyrnumönn- |
um í sumar og sagöi Timinn aö sjálfsögöu frá þeim um leiö og þau
áttu sér staö. Eftirtaldar sölur voru á leikmönnum i sumar:
Frank McGarvey — St. Mirren/Liverpool .................300
Avi Choen — Macabbi Tel Aviv/Liverpool ................200
Alan Curtis — Swansea/Leeds............................400
Tony Currie — Leeds/Queen Park Rangers.................400
Chris Woods — Nottingham F./Q.P.R......................250
David McCreery — Manchester U./Q.P.R...................200
Terry Yorath — Coventry/Tottenham......................300
Ray Wilkins — Chelsea/Manchester United................825
Emlyn Hughes — Liverpool/Wolves.........................90
Mike Flanagan — Charlton/Crystal Palace................600
Garry Owen — Manchester City/W .B.A....................450
LoekUrsen —AZ’67(Holl.)/Stoke...........................65
John Hollins —Q.P.R./Arsenal............................75
Gerry Francis — Q.P .R./Crystal Palace.................465
„Pop” Robson — West Ham/Sunderland .....................40
Tommy Taylor — West Ham/Orient...........................70
Len Cantello —W.B.A./Bolton ............................350
John Gregory — Aston Villa/Brighton....................300
Steve Foster — Portsmouth/Brighton ....................130
Ray Evans — Fulham/Stoke...............................150
Trevor Whymark — Ipswich/Norwich........................25
Gary Stanley — Chelsea/Everton ........................300
Dave Watson —Man. City/Bremen..........................200
Michael Robinson — Preston/Man. City...................765
Ian Davies — Plymouth/Newcastle........................175
Asa Hartford — Man. City/Nott. Forest..................475
Laurie Cunningham —W.B.A./Real Madrid.................1000
Peter Barnes — Man. City/W.B.A.........................750
Frank Gray — Leeds/Nott. Forest........................400
Gary Hamson — Sheff. Utd./Leeds.......................140
Archie Gemmill — Nott. Forest/Birmingham...............150
Irving Nattrass — Newcastle/Middlesb..................300
Steve MacKenzie — Crystal P./Man. City.................300
Stepenopic —Wormancia/Man. City .......................140
Stuart Pearson — Man. United/WestHam..................220
Alan Curbishley — West Ham/Birmingham .................200
Mervin Day — West Ham/Orient...........................70
Fírmakeppni
KR
Hin árlega firmakeppni knatt-
spyrnudeildar K.R. veröur haldin
i byrjun september n.k. Helgina
1.-2. september verður keppt i
riölum, en úrslitakcppnin verður
viku siöar. Keppt er utanhúss.
Skulu 7 leikmenn vera i hverju
liöi auk 3 skiptimanna. Leiktimi
er 2x15 min.
Þátttökugjald ei kr. 30.000.-
fyrir hvert lið. Þátttöku skal til-
kynna fyrir 24. ágúst hjá fram-
kvæmdastjóra knattspyrnudeild-
ar, Guðjóni B. Hilmarssyni, simi
18177, eftir hádegi, eöa i simum
25960 (Kristinn Jónsson) og 12388
(Haukur Hjaltason). Þessir að-
ilar gefa jafnframt nánari upp-
lýsingar um keppnina.