Tíminn - 19.10.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.10.1979, Blaðsíða 19
Föstudagur 19. oktöber 1979 19 flokksstarfið Kjördæmisþing í Norðurlands- kjördæmi vestra verður haldið i Miðgarði við Varmahlið sunnudaginn 28. október og hefst kl. 10 f.h. A þinginu verður m.a. tekin ákvörðun um framboðslista Framsóknarflokksins viö næstu Alþingiskosningar. Stjórnin. Almennir stjórnmálafundir Aöur auglýstum fundum INoröurlandskjördæmi vestra og eystra, Vestfjörðum og Austfjörðum er frestað vegna kjördæmisþinga. Nánar auglýst siðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes- kjördæmi Skoðanakönnun um skipan 3ja efstu sæta á lista Fram- sóknarmanna f Reykjaneskjördæmi við n.k. alþingiskosn- ingar fer fram á auka kjördæmisþingi sem haldiö veröur á Hótel Sögu (Súlnasal) þriðjudaginn 23. okt. n.k. kl. 8.30 s.d, Steingrfmur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins mun ávarpa þingið. Framboð til skoðanakönnunarinnar er óbundið og heimilt öllum Framsóknarmönnum. Þeir sem vilja gefa kost á sér til framboös gefi sig fram við kjörnefnd, Grím Runólfsson sima 40576 og Sigurð Þorkelsson sina 92-2597, eöa tilkynni um það á þinginu sjálfu. Heimilt er ennfrem- ur að bera fram áskoranir til einstakra manna á þinginu. Aö þessu sinni er hverju flokksfélagi heimilt aö senda tvöfalda fulltrúatölu á þingiö. Endanlegt val frambjóðenda fer fram á Kjördæmis- þingi sem haldiö verður i Festi, Grindavfk sunnudaginn 28. okt. n.k. Aðalfundur Bjarkar Aðalfundur veröur n.k. mánudagskvöld 22. október kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu Keflavik. Venjuleg aöalfundarstörf. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Kjördæmisþing Framsóknarmanna I Noröurlandskjördæmi eystra verður á Akureyri dagana 2. og 3. nóvember nk. Formenn félaga eru beðnir að sjá um kosningu á fulltrú- um hiö fyrsta og tilkynna þá á skrifstofuna á Akureyri fyrir 25. okt. nk. Simi 21180. Vesturland 19. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna i Vesturlands- kjördæmi verður haldið aö Valfelli, Borgarhreppi sunnu- daginn 21. október n.k. og hefst kl. 10. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Avarp þingmanna: Halldórs E. Sigurðssonar og Alexanders Stefánssonar. 3. Akvöröun um framboðsmál 4. Kosningaundirbúningur Flokksfélög eru hvött til að velja fulltrúa á þingiö nú þeg- ar. Stjórn S.F.V.K. Aukakjördæmisþing Framsóknar- manna í Vestfjarðarkjördæmi 'verður haldið á Isafirði n.k. laugardag kl. 4. Dagskrá i Gengið veröur frá framboðslista Framsóknarflokksins til n.k. alþingiskosninga. Stjórn kjördæmissambandsins. j^Svestmanna- Almennur stjórnmálafundur verður I Félagsheimilinu Vestmannaeyjum laugardaginn 20. okt. og hefst kl. 17 Framsögumenn á fundinum veröa Tómas Arnason og Jón Helgason. Framsóknarfélag Vestmannaeyja. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga veröur haldinn að Hvoli mánudaginn 22. október kl. 21. Rædd verða áriöandi mál- efni. ^Stjórnin._ með Vilhjálmi Hjálmarssyni og Halldóri Asgrimssyni verður haldinn f Samkomuhúsinu á Stöðvarfiröi mánu- daginn 22. október kl. 20.30. Strax að þeim fundi loknum verður haldinn félagsfundur I Framsóknarfélagi Stöðvarfjarðar. Stjórnin. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haidinn I Fram- sóknarhúsinu laugardaginn 20. október kl. 5 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og kosningaundir- búningurinn. Stjórnin. Kópavogur Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 25. október n.k. að Hamraborg 5 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin. Kópavogur Freyja félag Framsóknarkvenna heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 24. óktóber kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu Hamraborg 5. Dagskrá: Kosningar. önnur mál. Vegna breytts stjórnmálaástands eru konur hvattar til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin. Norðfirðingar Aðalfundur Framsóknarfélags Noröfjaröar verður hald- inn I Egilsbúö (fundarsal) mánudaginn 22. október kl. 9. J flokksstarfið Mýrasýsla Framsóknarfélag Mýrasýslu hedur fund I Snorrabúö, Borgarnesi, föstudaginn 19. október kl. 21. Dagskrá: 1. Halldór E. Sigurösson ræðir stjórnmálaviöhorfið. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin. Almennur stjórnmálafundu flokkurinn vilji halda áfram I þessu samstarfi. Ég tel óvinnandi viö þessar aðstæöur að geta aldrei treyst þvi að áttundi borgarfulltrúinn, þ.e. Sjöfn Guö- björnsdóttir, standi með þessum meirihluta, og geta alltaf átt von á þvi að hún greiði atkvæði með Sjálfstæöisflokknum um málefni um borin eru fram af vinstri flokkunum. Ég er persónulega hlynntur þessu samstarfi og tel að kjósendur hafi gert þá kröfu til vinstri flokkanna eftir siðustu borgarstjórnarkosningar, að þeir mynduðu meirihluta eins og þeir gerðu. Ég tel það þvl svik við kjósendur ef aö Sjálfstæðisflokk- num eru nú færö aftur völdin I borginni vegna sundrungar innan vinstri flokkanna”, sagði Björgvin. Opið bréf 0 gegnir þar sem hlekkirnir eru aðeins þrir, það getur reynst erfitt að láta slika keðju hanga saman. Hvað liggur að baki þessari dæmalausu ályktun ykkar skal ég ekki fullyrða, en ekki veröur þvi trúað að hún spegli skoðun almennings á Húsavik. En að tefla á tvisýnu afkomu- möguleikum og búsetuskilyrð- um nágrannabyggöalags, með ómerkilegum blekkingum, er ykkur til litils sóma. Það væri vissulega ástæöa til aö fara fleiri oröum um mál þetta, rekja að nokkru fram- komu sumra fulltrúa rækju- hagsmuna á Húsavik, sem vissulega er á sinn hátt alvar- legra mál en barnaleg ályktun ykkar, en það verður gert á öðr- um vettvangi. Að lokum góðir bæjarfulltrúar vona ég að þið athugiö vandlega hvaö þið eruö aö gera, hvaöa tjóni þiö eruð að valda, kynnið ykkur málavexti og fariö að eig- in samvisku og dómgreind, en hlaupið ekki upp vegna upp- hrópana manna sem halda aö sólin skini aöeins fyrir þá og sjá ekki út fyrir eigin borðstokk. Kópaskeri 11/10 1979 Kristján Armannsson Sýknuð 0 Að s vo vöxnu máli ber að sýkna ákærðu af kröfum ákæruvalds i máli þessu og leggja allan kostn- að sakarinnar bæði i' héraði og fyrir hæstarétti á rikissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda ákærðu fyrirbáðum dómum, samtals 200.000 kr. Þess má geta, að ef hin ákærba hefði verið fundin sek um ölvun viö akstur, þá hefði hún I þessu tilfelli verið svipt ökuleyfi sinu I eitt ár. Af bókum o stórþjóðanna og viö megum ekki gleyma þvi aö þessi bók er samin fyrir engilsaxneskan markað: atburðir sem verða á útkjálkum, meðal smáþjóðanna verða gjarnan útundan. Myndefni og þýðing. 1 umfjöllun um fyrsta bindi þessarar ritraöar lét ég I Ijósi ánægju meö hið frábæra mynd- efni. Þetta bindi er ekki siöra að þessu leyti og ekki veröur þvl neitaö, að undirritaður undrast oft, hve mikið magn afbrags- góöra ljósmynda er varðveitt frá striðsárunum. Þýöing Björns Jónssonar er góð. Málfar hans er mjög ljóst og lipurt og honum hefur tekizt vel að koma ýmsum herfræði- heitum yfir á Islenzku. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og miklum mun betri en á fyrra bindinu. JónÞ.Þór. Sjöfn O samstarfi og vilji raunveruleg völd Sjálfstæðisflokksins I borg- inni miklu meiri en þau hafa verið undanfarið eitt og hálft ár”, sagði Kristján. ,,Ég tel mikla hættu á þvl að samstarf vinstri flokkanna I borgarstjórn bresti I kjölfar þessararatkvæðagreiðslu”, sagði Björgvin Guðmundsson, annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, I samtali við Tlmann eftir fundinn. „Sjöfn hefur Itrekaö greitt atkvæði meö Sjálfstæðisflokknum siöan þessi meirihluti komst til valda I borgarstjórn og klofið sig þar með frá vinstri flokkunum. Ég hef reynt að bera klæöi á vopnin fram að þessu, en eftir atburðina hér áðan þá tel ég nauðsynlegt að fulltrúarráö Alþýöuflokksins I Reykjavlk taki til endurskoðunar hvort Alþýðu- Leiðréttíng 1 frétt á forsiðu I gær urðu þau leiðinlegu mistök að er fjaliað var um Bessastaðaár- virkjun var sagt Jökuisá á Fjöllum en það átti aö vera Jökulsá i Fljótsdal. r+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, fööur, tengdaföður, afa og bróöur okkar Einars Kristins Gislasonar. Guð blessi ykkur öll. Eiisabet Sveinbjörnsdóttir. Sesselja Einarsdóttir Gisli Einarsson Rögnvaldur Einarsson Elisabet Einarsdóttir Droplaug Einarsdóttir Steingrimur Bragason Edda Guðmundsdóttir Ragnheiður Hjáimarsdóttir Reynir Eliesersson • ------------ Rósa Einarsdóttir Guðfinna, Asgeröur og Petrina Gisladætur og barnabörn hins' látna. Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför Sigtryggs Hallgrimssonar, frá Stóru-Reykjum. Börn, tengdabörn og aörir aðstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.