Tíminn - 09.11.1979, Qupperneq 6

Tíminn - 09.11.1979, Qupperneq 6
6 Föstudagur 9. nóvember 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltriíi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöumiíia 15 slmi 86360. — Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000 á mánuöi. Blaöaprent. Erlent yfirlit Bandaríkin rangmeta enn ástandið í íran Nýsköpunar-viðreisn Það hefur vakið undrun margra vinstrisinnaðra manna að Þjóðviljinn hefur að undan förnu lagt á það mikla áherslu að ráðast á Framsóknarflokkinn og frambjóðendur hans. Hefur TÍMINN áður bent á nokkrar þær f jarstæður sem einkenna þennan mál- flutning marxista, en viðleitni þeirra beinist að þvi markmiði að draga sem mest úr áhrifum umbóta- sinnaðra afla i þjóðfélaginu. Skýringin á þessum málflutningi er vitanlega sú, annars vegar, að með þessu hyggjast Alþýðubanda- lagsmenn halda i og vinna sér með blekkingum eitt hvert fylgi meðal fólks sem aðhyllist lýðræðislega félagshyggju. Hinsvegar er skýringin sú að innan Alþýðubanda- lagsins vex þeim öflum stöðugt ásmegin sem vilja taka sér kommúnistaflokkinn á Itallu til fyrirmynd- ar. Eitt meginbaráttumál italskra kommúnista hefur á siðari árum verið að komast i stjórnarsam- ítarf við hinn hægri sinnaða flokk kristilegra demó- krata þar I landi. Til þess að greiða fyrir þessu hafa italskir kommúnistar verið ófeimnir við að stinga ýmsum baráttumálum sinum undir stól I orði kveðnu, svo sem andstöðunni gegn varnarsamvinnu Vesturlanda, Efnahagsbandalaginu og þingræðis- skipulaginu. Sundrungin innan Sjálfstæðisflokksins, sem er eftirtektarverðasta fyrirbrigði kosningabaráttunn- ar nú, hefur orðið vatn á myllu þessara afla I Al- þýðubandalaginu. Þau halda þvl nú fram að klofn- ingur Sjálfstæðismanna veiki þá „nægilega” til þess að „söguleg málamiðlun”, eins og það er svo faglega kallað suður á ítallu, eigi að geta fært sósialistum þann ávinning sem þeir eru að slægjast eftir. Þannig er helst að sjá að ökumaðurinn I aftur- sætinu, Lúðvlk Jósepsson, hyggist taka að sér sátta- semjarahlutverkið I Sjálfstæðisflokknum. Þessum vinum ihaldsins þykir sýnt eftir hina frægu erindis- leysu Geirs Hallgrimssonar um Suðurland að ekki veiti nú af liðveislunni. Draumarnir um „sögulega málamiðlun”, eða „nýsköpunarsamstarf” eins og það var löngum kallað á íslandi, hefur lengi verið vakandi innan Al- þýðubandalagsins. Ekki áhrifaminni menn en þeir Einar Olgeirsson og Lúðvlk Jósepsson hafa aftur og aftur bent á nýsköpunarstjórnina” undir forsæti Ólafs heitins Thors sem fýrirmyndarrlkisstjórn, sem þeir vildu allt til vinna að aftur gæti komist á hér. Nú þykir þeim þó bera enn betur I veiði þar sem er upplausnin I Sjálfstæðisflokknum og valdaleysi Geirs Hallgrimssonar i liðinu. í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að I fyrra kom það greinilega fram hjá talsmönnum Al- þýðuflokksins að einnig þeir töldu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðubandalagið óskastjórn sina. Þessi sjónarmið hafa síður en svo misst að- dráttarafl sitt á kratana. Astæðan fyrir þvl að þessir flokkar vilja verða samhlaupa er sú, að með þeim hætti telja þeir sig geta stjórnað landinu án þess að þurfa að taka tillit til umbótaaflanna. Með þessum hætti telja þeir að þeir geti stjómað landinu I blóra við landsbyggðina og samvinnuhreyfinguna. Með því að binda þannig launþegana við duttlunga foringjanna þykjast þeir geta farið slnu fram. „Hin sögulega málamiðlun” eða „nýsköpunar- samstarf” er ekkert annað en viðreisnardraumur- inn gamli með aðstoð marxista. Framsóknarflokkurinn einn getur stöðvað þann þrlhöfða þurs. JS Óvist um örlög gislanna I Teheran SITTHVAÐ bendir til þess, aö stjórnendur og leyniþjónusta Bandarikjanna hafi enn ekki áttaö sig til fulls á þvi, hvers eölis byltingin i íran er og hversu óvinsæl keisarastjórnin hefur veriö. Eftir aö byltingin haföi veriö framkvæmd meö þeim hætti, sem raun varö á, átti þaöaö renna betur upp fyrir stjórnendum Bandarikja, hvaö var hér á feröinni og hvaöa aö- gát þyrfti aö sýna i umgengni viö hina nýju valdhafa. Bandarikjastjórn sýndi nokk- urn vott um aukinn skilning á þessu, þegar hún hafnaöi Irans- keisara um landvist á sföast- liönum vetri. Hún vissi þá, aö hin nýja stjórn myndi telja þaö hreinan fjandskap viö sig, ef Bandarikin veittu keisaranum landvist og neituöu aö framselja hann. Niöurstaöan varö sú, aö Mexikó veitti honum landvist, enda gat Iran illa beitt Mexikó hefndaraöeröum. Þetta mál máttiþviheita leystá þannveg, sem Bandarikjamenn máttu vel sætta sig viö, en vegna fyrri hoilustu keisarans viö þá, létu þeir sér ekki á sama standa um örlög keisarans. Voldugir vinir keisarans I Bandarlkjunum, eins og David Rockefeller, létu máliö þó ekki niöur falla. Þeir tóku þaö upp aö nýju á þeim grundvelli, aö keis- arinn þyrfti aö ganga undir erf- iöa skuröaögerö, og ákveöinn spitali i New York veitti beztu þjónustu i þeim efnum. Bandarikjastjórn mun hafa gert stjórn Irans grein fyrir þessu og leitaö eftir samþykki hennar, en þaö ekki veriö veitt. Stjórn Irans mun hafa bent á, aö góöir spitalar væru einnig i Mexikó. Hægt væri aö fá banda- riska lækna, ef þeir þættu öör- um betri, til aö fara þangaö og gera umrædda aögerö. Banda- rikin væru þvi ekki tilneydd af mannúöarástæöum aö taka á móti keisaranum. ÞESSAR röksemdir mun Bandarikjastjórn hafa látiö sem vind um eyru þjóta. Hún mætti þó velreikna meö þvi.aö Khom- eini myndi illa una þvi, aö synj- un hans væri þannig höfö aö engu. Viöbragöa hans var ekki heldur lengi aö biöa. Siöastl. laugardag hertóku Iranskir stúdentar meö samþykki Khomeinis sendiráö Bandarlkj- anna i Teheran og hafa síöan haldiö þar mörgum bandarlsk- um sendiráösmönnum sem gisl- um. Tala gislanna er nokkuö á reiki. Stúdentarnir hafa stund- um taliö þá vera 90-100. Banda- riskir fjölmiölar telja hins veg- ar, aö ekki séu fleiri en 50-60 Khomeini bandariskir sendiráösmenn i Teheran, þvl aö þeimhafi mjög veriö fækkaö þar aö undan- förnu. Séu tölur stúdentanna réttar, er hér um fleiri aö ræöa en sendiráösmenn. Krafa stúdentanna er sú, aö Bandarikin framselji keisar- ann. Ella veröi gislunum haldiö áfram og jafnvel geti fariö svo, aö óvist veröi um örlög þeirra. Þetta framferöi stúdentanna, sem hefur fullt samþykki Khomeini, er vitanlega algert brot á öllum venjum og samn- ingum um stjórnmálasamskipti landa. Frá þvi sjónarmiöi ber aö fordæma þetta tiltæki á hinn haröasta hátt. Ef sá háttur yröi viötekinn, sem Khomeini beitir hér, yröi öllum diplómatiskum samskiptum milli landa stefnt i algera tvisýnu. Hins vegar ber aö llta á þaö, aö hér er óvenjulegt mál á ferö- inni. Þaö er t.d. vafalítiö aö viö- brögö Norömanna heföu oröiö hörö, ef eitthvert riki heföi skot- iö skjólshúsi yfir Kvisling og Kvisling var aö dómi Norö- menn heföu aö visu ekki gripiö til sömu aögeröa og Irönsku stúdentarnir, en hér veröur aö taka meö I reikninginn, aö hugs- unarhátturinn er annar i Iran en Noregi. 1 augum trana er keisarinn sennilega meiri glæpamaöur en Kvisiing var aö dómi Norömanna. Ætt hans hefur kúgaö og undirokaö Irönsku þjóöina áratugum saman og beitt andstæöinga sina hinni mestu grimmd. Sú saga er nú aö koma i dagsljósiö miklu betur en áöur, þvi aö vestrænir fjöl- miölar hafa fram til þessa flutt meira og minna rangar frá- sagnir af ástandinu i Iran. Til viöbótar þessu er nú álitiö 1 Iran, aö keisarinn hafi veriö leppur ameriskra auöhringa. Þess vegna gætir andúöar gegn Bandarikjunum nú mun meiri en ella, og þess vegna þurfa bandarisk stjórnarvöld aö gæta sérstakrar varúöar i samskipt- um viö hina nýju valdhafa. Þetta geröu þau lika um skeiö og sambúö Bandarikjanna og lráns virtist vera aö færast i eölilegt horf. Nú er þaö úr sög- unni, a.m.k. aö sinni. ENN er óséö, hvernig mál gislanna i Teheran leysast eöa samskipti Bandarfkjanna og Ir- ans I tilefni af dvöl keisarans i Bandarikjunum. Sennilega reyna ýmis rlki á bak viö tjöldin aö bjarga gislunum, en slíkt veröur þó aö gera meö gát, þvl aö Khomeini er ekkert lamb aö leika viö. öll riki eiga hins veg- ar óbeint hagsmuna aö gæta I þessu sambandi. Athyglisverö er sú frétt, aö Frelsishreyfing Palestlnu- manna ætli aö reyna aö miöla málum. Sé þaö rétt og takist henni þaö, myndi þaö veröa mikiö vatn á myllu hennar. Bandarikjamenn fengju þá annan og réttari skilning á henni en þeir hafa nú flestir hverjir. Þaö þykir merki um, aö Khomeini sitji fast viö sinn keip, aö hann hefur látiö Bazargan forsætisráöherra og stjórn hans vikja. Ein ástæöan fyrir þvl er sú, aö Bazargan ræddi viö Brzezenski, ráöunaut Carters, en þeir hittust i Alsir i fyrri viku, þegar minnzt var 25 ára afmælis byltingarinnar þar. Þ.Þ. Stúdentar hengja upp mynd af Khomeini á sendiráösbyggingu Bandarikjanna I Teheran.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.