Tíminn - 09.11.1979, Side 8

Tíminn - 09.11.1979, Side 8
mmm Föstudagur 9. növember 1979 Húsnæði — Lögfræðiskrifstofa Undirritaðir lögfræðingar óskaeftir hús- næði til leigu fyrir lögfræðiskrifstofu. Upplýsingar i simum 16307 og 24635, eða á Lögfræðiskrifstofu Vilhjálms Amasonar hrl. Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. Vilhjálmur Arnason hrl. Ólafur Axelsson hdl. Eirikur Tómasson hdl. Nýjir í framboði: dráttarvélum fyrirliggjandi IMUNIÐ VÍSNAKEPPNINA Hér er ein góð, sem okkur barst nýlega: * Ursusvél um teig og torg, traustri vil ég stjórna. Líttu þá við i Vélaborg, viljurðu krónum fórna. Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80 Hef ekki í hyggju að stilla upp lof- orðalistum — segir Guðmundur Gíslason 3. á framboðslista framsóknarmanna á Austurlandi HEI — I þriðja sæti — baráttusætinu — á framboðs- lista Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi, er Guðmundur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Sláturfélags Suðurf jarða á Breiðdalsvík. Guðmundur er aðeins 29 ára gamallog þvíeinnaf þeirri ungu kynslóð—fólki f kring um þrítugsaldurinn — sem þyrpst hefur inn á framboðslista Framsóknarmanna í Austfjarðakjör- dæmi að þessu sinni. — Ert þú Austfirbingur Guö- mundur? — Ég er fæddur og uppalinn á Hálsi i Kjós, en flutti austur fyr- ir 5 árum og hefur líkaö þar vel. — Hefur þú lengi haft áhuga á félagsmálum? — Frá 14 ára aldri hef ég haft áhuga og starfaö talsvert aö félagsmálum. A þeim tima sem ég var aö ljúka námi i Kennara- skólanum vann ég t.d. töluvert aö málum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Aö námi loknu kenndi ég i tvo vetur krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. Siöan vann ég nokkuö aö uppbyggingu félagsmálaskóla, og útgáfu i þvi sambandi, á vegum Æskulýös- ráös rikisins, og stundaöi kennslu á þvi efni á vegum Ung- mennafélags Islands um tima. Ég tel aö þessi reynsla min af félagsmálum, hafi hjálpaö mér töluvert i starfi. — Og nú ætlar þú aö kasta þér af krafti út I pólitikina? — Þegar maöur hefur veriö aö vinna aö framgangi hagsmuna- mála tveggja byggöarlaga hér fyrir austan, þ.e. Stöövarfjarö- ar og Breiödal, á hinum félags- lega vettvangi, þá vildi ég ekki skorast undan aö vinna aö hags- munamálum kjördæmisins 1 heild, þegar þess var fariö á leit viö mig, aö ég gæfi kost á mér I framboö. — Hver eru þin helstu póli- tisku áhugamál? Persónulega tel ég hlutverk stjórnmálamanna fyrst og Guðmundur Gislason, kaup- félagsstjóri fremst vera þaö, aö vinna aö farsælum framgangi hags- munamála þeirra umbjóöenda sem kosiö hafa hann til aö rækja þau störf. Hins vegar hef ég gjarnan sagt, 'aö min vinnu- brögö I kosningabaráttu hljóti aö veröa nokkuö sérstök. Til þessa hef ég veriö i þvi hlutverki aö ýta á stjórnmálamenn og þrýsta á um framgang vissra framkvæmda sem til hagsmuna horfa i viökomandi byggöarlög- um. Ég breytist þvi varla á einni nóttu, i (þann allt of al- genga) pólitikus, sem fer aö stilla upp einhverjum loforöa- lista fyrir kjósendur og standa siöan frammi fyrir þvi aö fram- kvæma kannski ekki þaö sem lofaö hefur veriö. Ingólfur Guðnason 3. á Framóknarlista á Norðurl.vestra: Framsókn hefur mikinn byr HEI— I þriðja sæti framboðslista framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi vestra er nýr maður á hinum f lokkspólitíska vettvangi, Ingólfur Guðnason, sem verið hefur sparisjóðsstjóri á Hvammstanga í 20 ár og hreppstjóri á staðnum nær jafn iengi. Aðspurður sagðist Ingólfur vera fæddur Súgfirðingur, en hafi f lutst f Húnaþing 10 ára gamali, „sem ætti að nægja tii að vinna sér borgararétt þar", sagði Ingólfur í léttum tón. Ingólfur sagöist ekki hafa lát- iö sig flokkspólitik varöa opin- berlega til þessa. En þegar stungiö hafi veriö upp á þvi aö hann gæfi kost á sér I 3. sæti framboöslistans i næstu kosn- ingum og mjög góö samstaöa hafi náöst um þaö I héraöinu, þá hafi hann tekiö þá ákvöröun aö brjóta nokkurt blaö I sinu starfi. Leggja meö þvi sitt litla lóö á vogarskálina, til aö reyna aö bjarga þvi sem bjarga mætti i þeim ósköpum sem aö þjóöinni steöjuöu. Fyrst og fremst ætti hann þá viö veröbólguvandann sem tröllriöi nú þjóöinni. Næöist samstaöa um aö fram- kvæma tillögur þær sem Fram- sóknarflokkurinn heföi sett fram, taldi Ingólfur nokkurs árangurs aö vænta. En til þess að von væri um slfkt, yröi Framsóknarflokkurinn aö veröa þaö afl sem dygöi til aö brjóta niöur þau sundrungaröfl sem allt of mikiö heföi boriö á. Þá fyrst væri von til aö takast mætti aö vinna aö þessum málum á skynsamlegan og ; heiöarlegan hátt. Er Ingólfur var spuröur hvort hann héldi marga sömu skoöunar, sagöist hann tvimælalaust telja aö svo væri. Eftir þvi sem hann skynjaöi best, nú i upphafi kosningabaráttunnar, vildi hann meina aö Framsóknar- flokkurinn heföi mikinn byr, — jafnvel sem aldrei fyrr hin siöari árin. Fólk virtist búiö aö fá nóg af þvi lýöskrumi og henti- stefnum, sem hinir svokölluöu ,,A-flokkar” hefðu þvi miöur viöhaft. Þaö sem Ingólfur sagöist telja brýnast nú, væri aö hlynna aö atvinnuvegunum bæöi til sjós og lands. Einnig væru samgöngu- málin ákaflega mikill þáttur i lifi og llfsbaráttu fólksins i dreifbýlinu og legöi hann þar aö jöfnu vegakerfiö, skipasam- göngur og flugiö. Þótt mikiö hafi áunnist, þá væri mikiö ógert á öllum þessum sviöum. i Þá kom fram hjá Ingólfi, aö hann telur bætta aöstööu ung- menna til framhaldsnáms i heimahéraöi mjög brýna. Brott- Ingólfur Guðmundsson, spari- sjóðsstjóri flutningi til náms, fylgdi of oft, aö unga fólkiö kæmi ekki heim aftur, heldur festi rætur annars staöar. Þvi væri mikils viröi aö gera ungu fólki fært aö stunda nám heima og síöan aö þaö fengi starfsvettvang viö sitt hæfi. Hann sagöist vona aö áfram veröi haldiö I anda þeirrar byggöastefnu, sem hófst á þessum áratug — sem nefndur heföi veriö Framsóknarára- tuginn — og geröi mögulegt aö byggja upp atvinnuvegina. ,,Þá kom fólkiö, sem siöan hefur byggt upp þéttbýlisstaöina. Og þegar ungt og áhugasamt fólk sest aö I stórum stil, hef ég trú á þvi aö framtiöin sé nokkuö björt”, sagði Ingólfur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.