Tíminn - 16.11.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1979, Blaðsíða 6
IIIJIUUHI 6 Föstudagur 16. nóvember 1979 Erlent yfirlit (Jtgefandi Framsóknarflokkurin'n. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- Urinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Ritstjórnarfulltriii: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 slmi 86300. — Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. ,4000 á mánuöi. Blaöaprent. v___________________________________________________________________J Þeim ferst Khomeini virðist óttast keisarann Carter sýnir bæði gætni og festu Morgunblaðið reynir þessa dagana að •gera sér sem mestan mat úr þvi að verðbólgan hafi aukist að undanförnu. Má segja að allt sé hey i harðindum þegar forysta Sjálfstæðisflokksins leitar sér nú ein- hverra ánægjuefna. Og hvernig skyldi nú standa á þvi að þenslan i efnahagsmálum aukist? Ástæða þess er sú að Alþýðuflokkurinn hljópst undan merkjum rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar þegar mest reið á þvi fyrir þjóðina að tekið yrði á málum af festu, — og þegar umræður um róttækar aðgerðir á grundvelli tillagna Framsóknarflokksins voru langt á veg komnar i rikisstjórninni. Upphefð Alþýðuflokksins kemur að utan. Hún hefur gert það i tvennum skilningi: Annars vegar hafa kratar þegið „vinargjafir” frá lagsbræðrum sinum á Norðurlöndunum, en hins vegar lifa þeir á náð ihaldsins. Alþýðuflokkurinn hefði aldrei haft burði i sér til þess að hlaupast frá borði nú i haust ef þeir hefðu ekki þegar verið i nánu sambandi við for- ingja Sjálfstæðisflokksins. Þegar Alþýðuflokkurinn gafst upp og rauk út i þingrofsævintýri sitt var formaður Sjálfstæðis- flokksins þegar búinn að samþykkja kosningavixil kratanna. Sjálfstæðisflokkurinn ber þess vegna megin- ábyrgðina á þvi að nú situr ekki stefnuviss og ákveðin rikisstjórn að völdum á landi hér. Sjálf- stæðisflokkurinn ber ábyrgð á þvi að róttækar og markvissar tillögur i efnahagsmálum eru ekki nú þegar að koma til framkvæmda. Sjálfstæðis- flokkurinn ber ábyrgð á þeirri dúkkulisustjórn sem nú burðast við að sitja, og er orðin að athlægi meðal almennings vegna skringilegra uppátækja, yfirlýs- inga og gauragangs. Geir Hallgrimsson er að reyna að halda þvi fram i Morgunblaðinu i gær að rekja megi efnahagsþróun- ina þessar vikurnar til rikisstjórnar ólafs Jóhann- essonar. I þessu skjátlast Geir Hallgrimssyni. Hann sér bara ekki betur út úr moldviðri „leifturstriðsins”. Það eru reykjarbólstrar og sprengjugnýr i kringum hann að þvi er virðist. í allt sumar bentu Framsóknarmenn á þá hættu sem fram undan var, ef ekki yrði gripið harkalega i taumana. í allt sumar skrifaði TIMINN látlaust um það að nauðsynlegt væri að gripa til róttækra að- gerða til að stöðva verðbólguhjólið. A rikisstjórnar- fundi eftir rikisstjórnarfund lögðu ráðherrar Fram- sóknarflokksins fram róttækar og markvissar til- lögur um hvern þátt efnahagsmálanna af öðrum — i þvi skyni að knýja samstarfsflokkana til aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn ber sjálfur ábyrgð á þvi að nú er ekki fyrir hendi rikisstjórn sem getur gripið i taumana. Og það eru að sjálfsögðu ekkert annað en hreinar falsanir þegar Morgunblaðið þykist finna að „verðbólguhraðinn” sé svo og svo mikill ein- hverja einn eða tvo daga, — eða einhverja eina viku, sem blaðið tinir út til að þjóna lund forráða- manna sinna. Og hvað er það svo sem ihaldið vill? Jú, þeir vilja hleypa óðaverðbólgunni upp úr öllu valdi með þvi að svipta i einu höggi af öllum verð- lagshömlum. Þeim ferst... SA sögulegi atburöur geröist á fundi öryggisráös Sameinuðu þjóðanna siöastl. föstudag, aö forseti ráösins, Sergio Palacios de Vizzio, fulltrúi Bóliviu i ráö- inu, las upp yfirlýsingu, sem fulltrúar allra rikja, sem eiga sæti þar, höföu lýst sig sam- þykka. Slikur einhugur er ekki hversdagslegur atburöur i öryggisráöinu. Efni yfirlýsingarinnar var, að forseti ráösins hefði, eftir að hafa ráðfært sig viö alla með- limi þess,fullt umboö til aö lýsa yfir þvi i nafni þess, aö það heföi miklar áhyggjur yfir áfram- haldandi kyrrsetningu banda- riskra sendiráðsmanna i Teher- an. Sem forseti ráösins, er talaöi i nafni þess, og án þess aö vilja blanda sér nokkuö i innan- rikismál Irans, legöi hann áherzlu á, aö friðhelgi sendi- ráðsmanna væri virt i samræmi við viöurkenndar alþjóölegar venjur. I samræmi við þetta, hvetti hann til þess á ákveðnasta hátt, aö hinir kyrr- settu sendiráösmenn i Iran, yrðu látnir lausir án tafar og veitt fullnægjandi vernd. Jafn- framt skoraði hann á fram- kvæmdastjóra Sameinuöu þjóö- anna aö halda áfram aö beita aðstöðu sinni til lausnar þessu máli. Þau fimmtán riki, sem sæti eiga i öryggisráðinu og stóöu aö þessari einróma yfirlýsingu, eru auk Bandarikjanna og Bóliviu, Bretland, Frakkland, Kina, Sovétrikin, Bangladesh, Tékkóslóakia, Gabon, Jamaica, Kuwait, Nigeria, Noregur, Portúgal og Zambia. Bandarikin höföu fariö þess á leit, að fundur væri haldinn i ráðinu og þetta mál tekið til meðferðar. Það mun langt sið- an, aö Bandarikin hafa fengið eins eindreginn stuöning við málaleitan sinni á þessum vett- vangi. Þessi afstaöa öryggisráösins er óbreytt enn, þvi aö öll þátt- tökurikin höfnuöu i fyrradag ósk Irans um fund i ráöinu til aö ræða um efnahagsþvinganir, sem Bandarikin reyndu að beita Iran. Þessi afstaða, sem öryggis- ráðið hefur tekið, er vafalitið studd af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóöanna. Hvaða álit, sem menn hafa á keisar- anum eða þvi, hversu hyggilegt þaö var af Bandaríkjunum að veita honum viðtöku, eru menn sammála um, aö Bandarikin geti ekki framselt hann undir þessum kringumstæðum. Frið- helgi diplómata yröi þá brotin á bak aftur og hliöstæöir atburöir myndu brátt fylgja i kjöl- farið. ÞÓTT Carter forseti sé gagn- rýndur fyrir flest i Bandarikj- unum, er það yfirleitt viður- kennt, aö hann hafi haldið hyggilega á málum siðan sendi- ráðsmennirnir voru kyrrsettir, þótt hitt sé umdeildara að leyfa keisaranum landvist, eins og ástatt var. En þar munu aðrir en Carter hafa verið aö verki. án þess að gera sér grein fyrir við hvern var aö eiga, þar sem Khomeini var. Carter hefur i fyrsta lagi hvatt Bandarikjamenn til að sýna stillingu, þvi að annað gæti stofnað lifi sendiráðsmannanna i hættu. Hann hefur sýnt þess engin merki, að hann hygöist beita hervaldi, enda væri það visasti vegurinn til hefndarað- gerða gegn sendiráðsmönn- unum. Hann hefur i ööru lagi reynt allar mögulegar sam- komulagsleiðir, en Khomeini hefur jafnfljótt lokað þeim öllum. 1 þriðja lagi hefur hann svo gripið til viðskiptalegra að- gerða. Fyrst stöðvaði hann oliuinn- flutning frá Iran og hvatti þjóö- ina til að mæta þvi meö oliu- sparnaði. Þetta fékk góöar undirtektir. Iransstjórn svaraði með þvi, að hún myndi taka út allar inneignir i ameriskum bönkum. Þær munu skipta mörgum milljörðum dollara. Carter svaraði með þvi að frysta þær. Þótt viðskiptastrið milli Irans og Bandarikjanna gæti orðið Bandarikjamönnum erfitt vegna oliunnar, yröi tap Irans meira, og hætt viö að fleiri riki bættust i hópinn við hliö Banda- rikjanna. íran myndi þola slikt illa, eins og ástatt er i landinu eftir margra mánaða upplausn. Þetta gæti gert Khomeini ljóst, að hann er hér að tefla tafl, sem gæti fljótt snúizt gegn honum. ÞAÐ viröist nú upplýst, al Khomeini haföi staöið aö baki þeirri aðgerð stúdentanna aö taka bandariska sendiráöiö og kyrrsetja starfsmenn þess. Aö fyrirmælun hans efndu stúdentar til göngu þennan dag til að minnast þess, aö rétt ár var þá liðið frá þvi aö nokkrir stúdentar höföu falliö i Teheran i átökum við leynilögreglu keisarans. Khomeini sendi göngumönnum skeyti, þar sem ráðizt var harðlega á Banda- rikin og ísrael og sett fram krafa um að Bandarikin fram- seldu keisarann, Þegar gangan fór framhjá sendiráð- inu, réðust stúdentarnir skyndi- lega gegn þvi, Bandarikja- mönnum að óvörum. Það virðist mjög hafa aukið tortryggni Khomeini i garö Bandarikjamanna, þegar þeir veittu keisaranum landvist. Yfirleitt er litið svo á i íran, að veikindi keisarans réttlæti þetta ekki, heldur séu þau notuð sem yfirskinsástæða, enda hefði um- rædd aðgerð vel getað farið fram i Mexikó, þar sem keisar- inn var. Fyrirætlun Bandarikjamanna hafi verið að hafa keisarann til taks, ef byltingin i Iran mis- heppnaðist, og koma honum aftur til valda. Þrátt fyrir allt virðast Khomeini og fylgjendur hans óttast keisarann og telja þvi, að öxin og jörðin geymi hann bezt. Þetta sjónarmið Khomeinis virðast Bandarikjamenn ekki hafa gert sér ljóst og enn á ný misskilið ástandið i Iran. Þeir voru enn ekki búnir að gera sér grein fyrir þvi, að Khomeini er ofstækismaður, sem lætur sér ekki neitt fyrir brjósti brenna, ef hann telur sér ögrað og verið sé að vinna gegn honum. Enn er óséð, hvernig þessi deila leysist, en lykill að lausn hennar getur verið sá, að Khomeini öðlist trú á, að Bandarikjamenn hafi ekki neina valdadrauma i sambandi við keisarann. Jafnframt getur það haft einhver áhrif á Khomeini, hve eindregiö al- menningsálitið i heiminum er andstætt honum i þessari deilu. Þ.Þ. JS transkir stúdentar sýna bandariskan gisl fyrir utan sendiráösbygginguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.