Ísafold - 29.10.1874, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.10.1874, Blaðsíða 4
16 auðvelt aS lifa í óbyggðinni, eður að vorða jarðeigendur, án pess aðbafa einn dal í vasanum til að lifa af. pað eru sannindi, að pótt nóg sje róm í Yesturheimi fyrir alla fá, er koma, pá parf pó meira en far um Atlandshaf. Útflutnigs-umboðsmenn í Norðurálfunni segja ekki allan sannleikann, erpeir útmálahve glæsilegt sje að flytja vestur eptir. Fyrir því bregðastVesturförumoptsárt vonir peirra, en umboðsmenn hirða laun sín og græða á óförum peirra. Vjer ætlum að hinar táldrægu lýsingar umboðsmanna í Norðurálfunni, er hafa um sinn hag að sjá, gjöri þessu landi (Vesturheimi) mikið ógagn, pví að litlar líkur eru til, að nokkur einn af þúsundum þeim, er hverja viku snúa aptur til Norðurálfunnar, muni ráða nokkrum sínum vinum að flytja til Vesturheims“. í vor bauð R ú s s 1 a n d hinum ríkjum Norðurálfunnar til að eiga fujd með sjer í Briissel, til að ræða um ýmsa hernaðar aðferð og regl- ur, er allir bindi sig tit að halda í ófriði. Var því að vísu tekið, og sendi menn frá flestum ríkjum Norðurálfunnar komu saman í Bryssel í f. mán. pótti það koma fram, að Rússland vildi fá önnur ríki til að skuldbinda sig til að beita eigi ýmsum þeim vígvjelum, er Bússum mætti helzt aö noturn koma, ef ófrið bæri að handi. En þessu var lftt tekiö, og ætla menn, að árangur fundarins, þótt aðgjörðir hans sje enn eigi aug lýstar,hafi orðir lítill eða enginn. Fyrir tveim árum bar mikið á fjelagi, er kölluðust Sameignar- menn eða Samþýðismenn (Internationals), af því að þeir vilja allir hafa einn sjóð, og telja sig allir einnar þjóðar. í þ. mán. hjeldu þeir fund með sjer í Brussel, og urðu fundarmenn að eins 14 að tölu. Eng- inn var frá Bretlandi. Kom það þá fram, að fjelag þetta hafði aldrei verið svo óttalegt, sem orð var á gjört, og mikið varyfir því lútið. „þar var óp mikið en ull lítil“, sagði kerling, er hún rúði gyltu sína. Svo mátti segja um þessa sameignarmenn. Báru þeir ýmist til, að þeim yrði lítið ágengt. Sá sem kom frá Sviss, kvað fjelagsmönnum ekkert ágengt verða af þeim rökum, að stjórnin bætti jafnskjótt, og verkmenn hefði einhverjar kvartanir. A Ítalíu hafa þeir gjört smáuppþot á ýmsumstöð- um, en ekkert orðið úr. Kváðust þó ítalir og Spánverjar ætla, að þeir mundu fá miklu til leiðar komið með tímanum; en fyrst yrði að um- hverfa öllu þjóðlífinu,. af nema eignarrjett, stjórnendur og kennendur. pegar allt væri þannig komið á ringulreiö, mundu þeir koma fram sín- um vilja. En það er hvorttveggja. að fjelagið var aldrei þýðingarmikið, enda er það nú í andarslitruniun. Lesendur yðar munu, ef til vill, eptir, að um mitt sumar 1872 fóru Austurríkismenn áskipinuTegethoff í landaleitan norður í höf. Hafði ekkert heyrzt frá þeim í þrjú missiri, og í vor var skip sent að leita þeirra. Payer heitir sá, er rjeð fyrir ferðinni. Nú í sumar komu þeir aptur með heilu og höldnu, og höf ðu að eins misst einn mann. peir segja svo frá, að þeir hafa brátt mætt íshroða, erþeir komu í landnorð- ur frá Novaja Zemla, en komust þó í gegnum hann 17 mílur. pá rak ísinn að þeim, svo þeir urðu fastir. Fram eptir haustinu rak ísinn í landnorður og þá með; hjelt hann þeirri stefnu þangaö á þorra 1873. pá fór ísinn að reka í útnorður, en allt af var skipið fast. Tveim dög- um eptir Höfuðdag sáu þeir land. Voru þeir þá komnir svo langt norð- ur. að 9 mínútur einar vantaði á 79. mælistig norðlægrar breiddar. Bjuggust þeir nú um til vetursetu, gjörðu snjóbyrgi, o. s. frv. A Góu og Einmánuði í vetur kannaði Payer landið, og komst hann 5 mínútur norður fyrir 82. mælistig, engat sjeð þaðantil 83. mælistigs, og var það alit land. Gaf hann landinu nafn og kaliaði Franz Jósefsland. Birni sáu þeir marga, en eigi annað ferfættra dýra. Viku eptir Ki'ossmessu í vor skildu þeir Payervið skipsitt ogtóku með sjer sleða og báta. Gekk eigi ferðin greiðlegar, en svo að háifum mánuði síðar höfðu þeir komizt sjö mílur einar frá vetrarstöövum sínum. Gekk þeim lítt eða ekki þang- aö til í 17. viku sumars. pá kom á norðanveður og sigldu þeir beina jeið til Novaja Zemlja. Mættu þeir þar rússnesku skipi, er flutti þá til Vardöe í Noreigi. par kom þeir 5 dögum eptir Höfuðdag. pótti ferð þeirra allfræg orðin. Blöðin hjer hafa haftlöngbréf um hátíðarhöldin á íslandi. Hafa flestir látið vel yfir þeim. En að því er snertir landið sjálft þykir þeim það nokkuð bert og fátækiegt. A T H S. Með gufuskipinu Mathilde höfum vjer fengið frjettir að utan til 17. þ. m., og heíir ekkert merkilegt við borið nýlega. Konungur vor og Dana setti sjálfur ríkisþingið 5. þ. m., og minntist í ræðu sinni íslandsferðarianar. Kvaðst hann eiga að bera kveðju frá bræðrunum á íslandi, og ijet vel yflr ferð sinni. Á Spáni alit að kalla við sama. Don (Jarlos átti aö hafa verið veitt banatilræði, en það hefir veriö borið apt- ur. Með þjóðverjum þótti það helzt hafa orðið tiðinda, að Bismark ijet fyrir skömmu taka og setja í höpt Arnim greifa, er lengi var erindsreki hans í Paris, ágætan mann, og að sögn mestan stjórnvitring á pýzka- landi annan en Bismarck. Hefði hann gjört siglíklegan til móttstöðu gegn ráðum Bismarcks, og þurfti hann eigi meira til saka.j — Eios og mönnum er kunnugt, hat’a nótur komið út í landsprentsmiðjunni um lok júlímánaðar í sumar við pjóðhá- tiðarsálm M. Jokkumssonar, 500 ex. tekið af, og selt út fyrir 12 eða 6 skiidinga ex., og er ekki dregið duiur á, að kand. theol. Sv. Sveinbjörnsen sje höfundur þess lags, er nótnrnar lákna. Eins og mig þá þegar grunaði, eru nóturnar eða lagið, prentað hjer án vitundar höfundarins og án allrar heimildar írá hans hálfu; en þetta er svo frek árás á eignarrjettinn, að tilsk. 7. maí 1828, sem iögleidd er hjer á landi með umburð- arbrjefi kanselííisins 23. maí 1829, leggur hegningarsekí, auk sjálfsagðra skaðabóta (sbr. tilsk. fyrir Danmörk 7. jan. 1741) við slík tiltæki. Kand. Sv. Sveinbjörnsen hefir nú falið mjer að átelja þessa árás á eignarrjetti hans að lögum ; en þótt jeg vel viti, hvert jeg á að snúa mjer í þessu efni, vil jeg þó eptir kring- umstæðunum gefa hlutaðeiganda eða hlutaðeigendum tækifæri til að jafna málið góðmótlega við mig, ef þeir vilja svo, innan 15. nóv. næstk.— Jeg mun syna fram heimild mína til þessa, þegar það er heimtað — og skal jeg engan veginn hafna heimu- legurn sættum, ef hlutaðeigandi vill bjóða höfundinnm aðgengi- lega skaðabót. Ilafi hlutaðeigandi ekki innan nýtiltekins tíma snúið sjer til mín samkvæmt framanskrifnðu, mun jeg reka rjeltar höfundarins að iógum. Keykjavík, 27. október 1874. p, Guðjohnten. Hitt og þetta. Fundið fornt söguhandrit. Ilinn ágæti málfræðingur, landi vor Guðbrandur Vigfússon, hefir fundið í sumar meðal íslenzkra handrita á bókasafninu í Uppsölum handrit af Orkneyinga sögu, sem ckkert vantar í; handrit þau, er menn hafa vitað af áður, eru með mikl- um eyðum. Kvað herra Guðbrandur ætla að láta preuta handrit þetta á Engiandi. í hinurn nýfunduu köflum sögunnar kvað meðal annars vera ágæt lýsing á fiskiveibum foi’nmanna á Norðurlöndum. Tilaðkenna börnum konungs vorsíslenzku, sam- kvæmt lofoi'ði hans í sumar, kvað vera fenginn Carl Andersen, skáld og kammerassessor. Skipaferð um Suefzskurð. Fóru um Suezskurð skip Árið að tölu að stærð (í tons) Leiðartollur (í rd.) 1871 765 261,460 2,060,000 1872 1,082 1,439,169 3,707,406 1873 1,172 2,085,000 8,254.000 pótt sigiingar um skurðinn aukist þannig ár frá ári, er hagur fje- lagsins, er á skurðinn, þó engan veginn góður. pað þarf ógrynni ijár til að vinna upp kostnaðinn. Auk þess var leiðartollurinn lækkaður í fyrra, á allsherjarfundi í Miklagarði, og var þá vib búið, að Lesseps, formaður fjelagsins, sá hinn sami og stóð fyrir skurðargjörðinni um árið, mundi láta loka skurðinum. Vegna þessarar lækkunar á tollinum hefir orðið að hætta við að bæta skurðinn, svo sem að dýpka hann, taka af hon- hm bugöur o. s. frv. Auglýsiiigar kosta 5 skildinga smáleturslínan eða jafnmikið rúm. Bókasafn lærisveina Reykjavíkurskóla. peir utan- skólamenn, sem vilja fá bækur af bókasafni skólapilta, með sömu kjör- um og píltar sjálfir, geta snúið sjer til einhvers af oss undirskrifaðra. Reykjavík 19. okt. 1874. Björn Bjarnarson. Porv. Thóroddsen. Friðrik Petersen. Einar Jónsson.. AUGLÝSING frá H I u t a v e r z I u n a r f j e 1 a g i n u. Auk ljerepta og álnarvöru þeirrar sem nefnd var og aug- lýst til útsölu með 15—'20 pG afslætti gegn borgun út í hönd, — í þjóðólfi 16. þ. máa. (27. ár l.tölubl.), verða einnig seld- ar 3 buxur, þar af tvennar úr bezta «bokkskinni», dökkbláar og dökkar, 3 buxnaefni (ósniðin, úr «bokkskinnsdúk»), vesti eitt og vetrarfrakki, allt með jafn- niðursettu verði. En fremur verður selt með 15—20 pC afslœtti mót borgun út í hörid ýmsar leifar af vefnaðarvöru, o. fl., sem Hlutaverzlunin sjálf á enn óseldar, t. d. tvennskonar svart klœði, full 8 kvart. breið, Lamasjöl og önnur sjöl úr uil; borðdúkar úr hör eintómum, og úr baðmull, nál. 10 kvart. á hvern veg; hollenzkt. smáljerept ekta, nái. 7 kvart. á breidd, þrenns konar flöiel, skinn-hanzkar handa unglingum og handsmáu kvennfóiki. f>ess skal getið, að lama-fóður dúkarnir, sem eru 8 kvart. og 4 þuml. á breidd einkum hinn betri, þykir bezta sjalaefni, ef jafnlengd er tekin breiddinni til eins sjals. — Hjer með auglýsist, að sunnudagaskóiinn í Reykjavík á að byrja sunnudaginn þann I. nóvember þ. á., og eru þeir, er vilja taka þátt í lærdómiuum í tjeðum skóla, beðnir að snúa sjer til einhvers af oss, er ritum nöfn vor hjer undir. í skólanum verða, eins og að itndanförnu, kenndar sex lærdómsgreinir, nefnil. skript, rjettritun, teikning, danska, enska, reikningur, söngur, og ef nógu margir vilja taka þátt í landa- frœði og sögu. Keykjawk, 17. október ; 874. Sigfús Eymundsson. Jónas Helgason. Arni Gistason. Útgefandi og ábyrgðarmaðar: Björn Jónsson, cand. phil. Laiulspreiitsimöjau í Reykjavík. Einar pórðaraoa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.