Ísafold - 29.10.1874, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.10.1874, Blaðsíða 3
15 janúar 1857, 7. gr., að enginn sje rjettkjörinn alþingismaður eða varaþingmaður, nema liann hafl hlotið meira en helming allra peirra atkvceða sem greidd eru á kjörþinginu; nú hafi llall- dór yfirkennari Friðriksson eigi fengið nema 40 atkvæði afþeim 81 atkvæðum, er greidd voru; þess vegna sje hann ekki rjett kjörinn alþingismaðnr. Að ytra áliti er nú þetta rjett ályktun, en jeg efast þó mjðg um, að hún sje á rjettum röknm byggð, þvi auk þess, sem ómögulega mátti ski/ja petta boðorð í til- skipuninni eptir orðunum, þar hver kjósandi átti að gefu tvö atkvæði, svo atkvæðafjöldinn varð tvöfallt meiri, en þeirra er at- kvæðin gáfu, svo getur öll þessi 7. grein eigi staðizt við hlið- ína á stjórnarskránni og hlýtur því með öllu að vera fallin úr gildi. Stjórnarskráin býður semsje, að í mörgum kjördæmum skuli kjósa tvo alþingismenn, en hvernig er unnt að hvor af þeim fái meir en helming allra peirra atkvœða er gefin eru á pinginu? j>að er vita ómögulegt, nerna ef menn kysu fyrst annan alþingismanninn, eptir reglunum, sem gefnar eru í greininni, og síðan að því búnu settu nýjan fund til að kjósa hinn, en til þess að haga kosningunni þannig hafa menn enga heimild hvorki í greininni nje annarstaðar. þessi ófrjálsa á- kvörðun í tilskipuninni 6. janúar 1857, 7. gr. hlýturþannig nú að vera fallin burtu við stjórnarskrána, og þeir að vera rjett kosnir alþingismenn, eins og stendur í alþingistilskipuninni 8. marz 1843, 34. gr., sem flest atkvæði fá, án alls tillits til þess, hve stór partur það er af öllum atkvæðunum, sem gefin eru á þinginu, það sem þeir fá. Eptir ástæðum stjórnarinnar fyrir 7. greininni, þá var fyrtjeð ákvörðun gefiun eptir ósk alþingis, til að kreppa að frelsi kosninganna, uin leið og hætt var að binda kjörgengina við fasteign, og það er virkilega undarlegt að heyra menn sakna hennar. x -j- y. — Alþingiskosningu í Dalasýslu liefir hlotið Guðmundur Einarsson prestur á Breiðabólsstað á Skógaströnd. — Póstskipið lagði af stað hjeðan 21. þ. m. kl. 10 f. m., 3 dög- um seinna en það átti að fara eptir ferða-áætlun pess. Með því fór Torfi Bjarnason jarðyrkjumaður til Englands og kand. Oddur Gíslason til Skotlands, en til Khafnar Moritz stúdent Halldórsson (Friðrikssonar) og cand. mag. Kaalund, sá er dvalið hefir hjer á landi tveggja ára tíma tll að kynna sjer landið, einkum örnefni úr fornsögum vorum.—Af peim, sem komu með póstskipinu hingað frá Höfn síðast, gleymdist oss um daginn að geta Aagaards sýslumanns frá Vestmannaeyjum. Hann fór hjeðan með júníferðinni, kom síðan með ágústferðinni og ætlaði á land í Vestmannaeyjum, en skipið komst þar eigi að. Síðan ætlaði hann til Vestmannaeyja með ferðinni hjeðan í september, en pað íór á sömu leið og áður, og fór hann alla leið til Hafnar. Loks varð hann enn að fara fram hjá eyjunum á leiðinni hingað aptur, og fór nú loks landveg hjeð- an heim á leið fyrir nokkrum dögum. — Póstgöngur. Vestanpósturinn lagði af stað mánud. 19. þ. m., norðanpóstur hinn 22., austanpóstur 23. — Slysför. Aðfaranótt fimmtudags 22. þ. m. varð maður úti, á leið hjeðan úr bænum inn að Kleppi í Seltjarneshrepp. Hann hjet Ey- ólfur Sigurðsson, bóndi frá Hvítstöðum í Álptaneshreppi á Mýrum. Hafði hann dottið og meiðzt á höfðinu, en kuldinn unnið honum síðan að fullu, enda kvað hann elrki hafa verið með öllu gáður. — Fj árskaðar hafa orðið allmiklir víða í illviðrum þeim, sem gengið hafa lengst af, það sem af er haustinu. Mánudaginn í 23. viku sumars (28. sept.) lögðu 12 menn af stað með 240 kinda rekstur úr Reykholtsdal í Borgarfirði suður Ok-leið til Reykjavíkur. Á miðju fjall- inu gerði á þá ofviðri svo mikið, með myrkviðrisfjúki, að þeir urðu að yfirgefa þar fjeð og forða sjer norður af aptur til byggða. Af rekstri þessum fundust síðar 70—80 kindur lifandi, en 40 dauðar, í fönn eða rotaðar. llitt er ófundið enn, og talið af allt saman. — í sama bylnum varð Eggert bóndi Eggertsson á Skógtjörn á Álptauesi til á Kaldadal með 200 kinda rekstur norðan úr Húnavatnssýslu, og missti fjöldann af því út í veðrið. Samt hefir það fundizt flestallt aptur. — Að vestan hefir frjetzt, að Indriði Gíslason, fyrrum alþingismaður, á Hvoli, hafi misst á annað hundrað fjár í fönn um rjettirnar í haust. — Skipafregn. Hingað til Reykjavíkur kom 17. þ. m. IDA, 108 tons, skipstj. Petersen, frá Liverpool með lcol og salt til konsul E. Siemsens. 23. s. m. MATHILDE, gufuskip283 t., skipstj. Orbeta, eptir 6 daga ferð frá Liverpool, með salt, steinolíu o. fi. til Knudtzons verzlunar hjer og í Hafnarfirði. Til Hafnarfjarðar 12. þ. m. MARIE, 91 tons, skipsj. Bidstrup, frá Hull með kol til Knudtzons verzlunat. — 17. þ. m. fór hjeðan úr Reykjavík IDA (97, H. C. Hansen) tilKhafnar. 20. s. m. ANNA (89, Kramer) með fisk til Spánar frá konsúl E. Siemsen. Sama dag NANCY (116, Frederiksen) með fisk til Spánar frá Fischer. 28. s. m. VEGA (97, Aadlund) til Borgen frá norsku verzluninni. Frá einungis í Noregi og Svíþjóð, heldur og meðal allra þjóða af germönskum ættstofni. Og Danmörk á ekki svo mikið undir sjer, að henni sje eigi betra að gefa gaum að sliku. Hafnarfirði 20. þ. m. CONCORDIA (gufusldp, 400 tons, Svendsen) með fisk frá ýmsum kaupmönnnum þar og í Reykjavík til Björgvinar. 25. s. m. DRAXHOLM (40, Dam) til írlands með fisk frá Knudtzons verzlun. — V e i 11 b r a u ð. 21. þ. m. Bjamanes í Hornafirði kand. theol. Jóni JAnssyni frá Melum í Hrútafirði. — Andvari, tímarit hins íslenzka þjóðvinafjelags (ekki íslend- inga í Khöfn, sem þjóðólfur segir), 1. ár, kom út hingað með síðasta póstskipi. Efni: I. Stjómarskrá íslands, eptir Jón Sigurðsson, bls. 1—138. II. Um þúfnasljettan, eptir Guðnrand Ölafsson, bls. 139—164. III. Kvæði bls. 165—171. IV. Nokkur brjef Eggerts Ólafssonar 1760—1767, bls. 172 —193. V. Titlingskvæði bls. 194—196. VI. Hæstarjettardómar, bls. 197 —210._________________________________________________________________ Útlendar frjettir. 2. Frá frjettaritara vorum f Edinborg, 29. sept. 1874. það var almennt látið í veðri vaka, að Norðurfylkin í Bandaríkjun- um hefði hafið ófrið á hendur Suðurfylkjunum í þeim aðaltilgangi, að frel8a svertingja úr ánauð. Nú vita menn, að þotta var eigi svo, heldur var það til að hindra Suðurfylkin frá að hverfa úr sambandinu og stofna ríki sjer. En er ófriðinum var lokið, nutu svertingjar af, og fengu lausn. Má vera að Norðurfylkjunum hafi einkum gengið það, að með því þótt- ust norðanmenn vissir um, að sunnanmenn mundu eigi bráðlega verða sambandinu hættulegir með því skipulagi. Sunnanmenn urðu reyndar að láta sjer lynda, að svertingjar yrðu frjálsir, enhittvar þó verra, að þeir urðu einnig að láta sjer lynda, að þeir fengi borgararjcttindi til jafns við þá. En allt fyrir það hefir eigi minnkað fyrirlitning hvítra sunnan- manna á svertingjum og hatur við þá, heldur hefir það, ef nokkuð er, farið í vöxt. pó una sunnanmenn því verst, að umhleypingar hafa komið norðan að, og náð undir sig völdum með atkvæðum og fylgi svert- ingja. Kalla þeir þessa menn „töskubaka“ (carpet baggers), því að þeir haft komið alls lausir með töskur tómar að norðan, en hafi svælt undir sig og rakað saman fje þar suður frá á allan annan hátt cn löglegan. peir ljetu svertingja velja sig fylkisstjóra, og skipuðu síðan embætti öll sínum kumpánum. Gátu hvítir sunnanmenn eigi reist rönd við þeim sakir fylgis svertingja og hins, að her Bandaríkjanna kæfði niður allan mótþróa móti töskubökum þessum. Yfirgáfu margir sunnanmenn eignir bæði sakir lagaleysis og þess, að svertingjar fengust ekki til vinnu. Hefir því landið mjög gengið úr sjer á hinum síðustu árum, og fer æ versn- andi. Hatur hvítra manna og svertingja harðnar ár frá ári og horfir til vandræða. Fyrir svo sem tveim árum voru fylkisstjórakosningar í fylkinu Louis- iana. Voru tveir í kjöri, Kellogg, töskubakur að norðan; honúm fylgdu svertiugjar; og M’Enery, honumfylgdu hvítir monní Louisiana. Stjórn- in sem þá var, kvað M’Enery rjett kjörinn með atkvæðafjölda. En Ivelloggs menn höfðu haldið fund og talið atkvæðin annarsstaðar, og kváðu Kellogg haí'a fengið miklu fleiri atkvæði, og settu hann inn með liðsafla, móti öllum lögum. Scm von var, sárnaði hvítum mönnum, að þessi skyldi verða málalok, og vildu reyna til að bola Kellogg frá með sömu meðulum og hann hafði komizt að. En þá skarst forseti Banda- rikjanna í leikinn og ijet lierin styðja Iíellogg. Síðan hefir eigi á öðru gengið en smá uppþotum, og í f. mán. kom bvo langt, að hvítir menn gátu rekið Kellogg frá með liðsafla, og varð mannfall nokkuð, og settu þeir þá án tafar sína menn í stjómina. En svo skarst förseti enn í leikinn, og varð þá að samningum, að Iíellogg skyldi vera við, þangað til tími hans væri útrunninn; en enginn ætlar þetta meira en stundar- frið. Víðar hefir brytt á þessum óeirðum en í Louisiana, t, a. m. í fylk- inu Tennesee. par tóku hvítir mennn 16 svertingja út úr fangelsi og drápu 14 af þeim, og höfðu þeir lítið eða ekki til saka. Um meiri hluta suðurfylkjanna ganga hvítir menn í fjelög til að verjast sem þeir kalla ágangi svertingja, en því fylgja heimreiðir, manndráp og önnur spill- virki. Svertingjar æsast á móti, og or mjög hætt við að lendi í al- mennum ófriði milli svertingja og hvítra manna. [)að er heimska hvítra manna, að reyna ekki að fá í lið með sjer hina betri menn af svertingjum til að sjá um, að lög og rjettur haldizt í landinu, og gjöra sig eigi ánægða með annað, en að þeir ráði einir öllu, eins og forðum. En sú tíð er nú útrunnin og kemur eigi aptur, að þeir fái Svertingjum í áþján komið. Aptur eru Svertingjar of fylgisamir hvítum mönnum að norðan, er að eins hugsa um að raka fje saman, en hirða alls eigi um gagn svertingja. En af öllu þessu hnignar Suðurfylkjunum óðum. Menn tínast burt, og menn úr öðrum héruðum vilja ekki og þora ekki að hætta fje síni og fjörvi þangað. Ef Grant forseti hugsar um, að verða forseti þriðja sinn, svo sem sagt er að hann gjöri, verður hann að taka hjer duglega í taumana, og sjá um að lagaleysi þetta viðgang- ist eigi. Bæði hjer í blöðum og eins í blöðum í Vesturheimi hefir verið mik- ið talað um Vesturheimsferðir í sumar, og hefir hjá flestum orðið sú niðurstaðan, að sem stendur væri fremur viðsjált að flytja sig vestur um haf, hvort heldur væri til Bandaríkjanna eða Canada. Og það er eptir- tektarvert, að frá Liverpool hafa 49,357 manns færri farið þetta missiri vestur um haf, en undanfarin ár, og hið sama er hlutfallið frá öðrum höfnumí þessu ríki; enþóer hitt eptirtektarverðara, að margar þúsundir hafa í ár komið aptur til Norðurálfunnar, þar som áður að eins fáeinir hafa komið. Blaðið New York Times segir: „það er sjálfsagt mikið skemmtilegt og ábatasamt fyrir hr. Arch (— sá er mest hefir gengist fyrir að hvetja akuryrkjumenn til Vesturheimsferða —) að ráða enskum verk- mönnum að fara vestur í óbyggðir Canada. En ef dæma skal af bijef- um þeirra, er fylgt hafa ráðum hans og farið, hefir þeim eigi orðið svo

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.