Ísafold - 28.11.1874, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.11.1874, Blaðsíða 1
I, ö. Laug'itrdHg: 28. nóvember 1874. Nokkur orð um lestrarbók síra þórarins Böðvars- sonar, út af ritgjörð sra |>orvaldar Bjarnarsonar («Ísafold •> 14. nóvember þ. á.). Jeg verð að svara þessari ritgjörð með fáeinum orðum, ekki vegna sra þórarins, heldur vegna sjálfs mín og kaupenda og lesenda bókarinnar. Því sra þorvaldur hefði átt að vita, að jeg hafði lesið prófarkirnar og fengizt við útgáfu bókarinn- ar; jeg hefi getið þess í athugasemd aptan við bókina, en hana hefir sra annaðhvort ekki lesið, eða þá ekki tekið til greina (ignorerad), og er hvorttveggja jafn óheppilegt. Sira |>órarinn hafði falið mjer á hendur að leiðrjetta bókina að prentvillum og svo að öðru fleiru, sem mjer þætti þurfa, en þetta heör farið ver en jeg vildi, og það af ýmsum orsökum, sem eru þessar: l,jeg heö vfða leiðrjett, en prentararnir hafa samt ekki gætt þess, og jeg fjekk eigi ráðið eins við þá og þurfti, af þvi f Höfn fjekkst varla nokkur maður til að setja íslenzku, og svo var rekið á eptir prentuninni, því bókin átti að komast hingað heim um vorið; 2, handritið var víða mjög óglöggt, svo jeg gat sumstaðar varia lesið það sjálfur, enn síður prentararnir; þar að auki var það svo þjett og spázíulítið, að leiðrjettingum varð varla við komið; 3, jeg hefi lesið prófarkirnar víða án þess að hugsa út í efnið, og hefi jeg því ekki tekið eptir öllu því, sem rangt er — því «öllum getur á orðið», þó sira J>or- valdur sjálfur álíti sjálfan sig þeirri reglu undan þeginn. Baun- ar kannast jeg við, að nokkrir stórgailar iiafi orðið á bók- inni, en hún er samt ekki alveg ónýt og enda skaðleg, eins og sira |>orvaldur ætlar að byrla mönnum inn; en að flestu má finna, og «lílið er það sem htindstungan finnur ekki«, þegar hundurinn sleikir con amore. En sira þorvaldi hefir hjer farizt eins og opt verður, að hann snuðrar upp gallana, en þegir yfir kostunum. Ritdómur hans kemur raunar nokkuð seint, því bókin hefir orðið fyrri til að komast út um landið; en þó má nota hann til þess að gefa leiðrjettingar við bókina, ef annars sú regla gildir, að «allir eiga leiðrjetting orða sinna». Fæstir munu nenna að bera ritdóminn saman við bókina, ög líklega munu enn færri hafa vit á því, hvað rjett er: lestr- arbók sira þórarins, sem er samantekin úr ýmsum bókum, eða aðfinning sira þorvaldar, sem einmitt sjálfttr hjer hefir komið fram með þá fjölfræði, sem hann ber sira |>órarni á brýn. J>að er nú samt skrítið, að fæst er rjett, sem hann segir, heldur eru það einberar hártoganir og víða afbakanir, sem fráleitar eru sannleika, og ekki sprottnar af sannleiksást eða vilja til að kveða upp rjettvísan dóm. Sira þorvaldr er alltaf að grufia í dönskum skruddum, og getur ekki ímyndað sjer annað en bók- iu eigi að vera orðrjett þýðing. En þetta er alveg rangt, eins og þvi nær öll röksemdafærsla sira þorvaldar; jeg vildi ein- ungis óska, að einhver nennti að bera saman aðfmningo hans við bókina, Á 1. dálki aðfinningarinnar (6.—7. línu neðanm.) stendur, að það sje «til prýðis sett hundrað ár fyrir tvö þús- und ár»; en jeg veit ekki betur en að Apollonius frá Perga væri uppi 250—221 fyrir Krist, og ílipparchus 160—125 fyrir Krist, og þetta kölium við hjer um bil 100 ára mun, en Hip- parclms fann fyrstur lengdar-og breiddar töiur, og hann er tal- inn hinn fyrsti verulegi stjörnufræðingur. — |>að var engin þörf á að snúa JJimtiUt eptir orðinu, og jeg segi að *eðlisástand» eigi hjer alt eins vel við. En sira þorvaldur hangir alstaðar í dönskunni, og væri vonandi hann hætti því einhverntíma. J>að sem hann er að fjargviðrast út af GiíTord, er rjett í lestrar- bókinni, en tóm hártogun hjá honurn, eins og annað. J>á kemur aptur danska töglið, sem jeg nenni ekki að fást við. Sfðan fer hann að tala um náttúrufræði, sem náttúrlega er öll röng í bókinni, eptir hans skoðun; en skoðun Laplaces um heimsþokuna, sem hann er að hæðast að, stendur enn í ágæt- um og nýjum bókum, sem jeg hef. Sjálfsagt byggir hann einnrg hjer á dönskum skruddum. J>á er fundið að því, að i lbk, stendur önnur tala á milli sviga, þar sem um tölu mann- anna er að ræða (Ibk. 145. bls.); þar stendur hvergi, að «lítill munur» sje á því, en sira J>orvaldur veit kann ske ekki af því, að mönnum mismunar í þessum áætlunum svo milíónum skiptir. J>að hefir líka tekist óheppilega til, að ensku stjórninni hefir verið «bakmælt» í lb.; það kemur víst upp gróflega mikill þyt- ur í parlamentinu, þegar það frjettist þangað I — J>að, sem í Ibk. stendur um Alpafjöllin, Ararat og Sinai, er ekki nákvæmt, en heldur ekki svo rangt að það sje óhafandi, og lfkt má segja um aðra smásmygli sira J>orvaldar. f>ar sem hann segir að Bandamannastríðið í Ameriku haö haflzt út af tollum o. s. frv., þá er rjett sagt frá þvf í lestrarbókinni, það kom einmitt út af þræidóminum. — J>að er jeg, sem hefi sagt að í Rússlandi búi um 100 þjóðir; jeg hefði raunar heldur átt að segja «þjóð- flokkar», og jeg hefi einmitt bætt við, að «hver talar sína tungu», því jeg álít málið sem einkenni þjóða, þjóðflokka og þjóðernis; en sira þorvaldur fylgir hjer sem annarstaðar danskrí skoðun (sem sje Erslevs landafræði; en jeg hefi fylgt enni stóru landafræði Ungewitters, 5. útg. 2. bd. 122. bls. 1872); það er lika jeg, sem hefi sagt, að íbúar Rússaveldis sje lang- fiestir hundheiðnir, og jeg stend við það; það er lika jeg, sem hefi fært «308.—310.» bls. (rjettara: 308—313) í letur, og sem sira þorvaldur segir að sje áreiðanlegra en sagan um Heljurr slóðarorustu. Jeg þakka fyrir komplimentin! Ekki er heldur víst, að allir hafi sömu skoðun á lýsingu íslands sem sira þor- valdur; og hvað það snertir, að Thorvaldsen er sagður ættaður frá Óslandshlíð, þá hefir það verið sagt af öðrum fyrr, og er fyrirgefanlegt; vera má og, að sumt sje rangt í íslandssögu, enda hefir sira þorvaldur nú fengið tækifæri til að reiðast út af því. Jeg ætla mjer svo ekki að eyða fleiri orðum upp á þetta, og ekki þó sira J>orv. komi með aðra ritgjörð, til þess að eiga seinasta orðið; en mjer finnst oss ríða meira á öðru en svona löngum ritdómum, þegar þeir eru ekki betur úr garði gjörðir en ritgjörð sira þorvaídar. Reykjavík, 22. nóvember 1874. Benedict Gröndal. — í 26. ári þjóðólfs, bls. 127, er gefinn útdráttr úr rit- dómi eptir mig um orðabók meistara Guðbrandar og standa þar, meðal annars, þessi orð : — «Að vísu virðist nú hr. E. M. að bera þeim dr. Dasent sem ritað hefir inngang bókarinn- ar, á brýn, að þeir geti þeirra að litlu, sem áðr liafa unnið að verkinu». J>essi gersök, er hjer er færð fram undir mínu nafní er frá ritstjóranum sjálfum; því ekkert orð né setning í ofan- greíndum ritdómi gefur minnstu átyllu til hennar. Eg hefi fært mig undan eign þessarar gersakar í grein er ritstjóri þjóðólfs tók við fyrir margt iöngu (3. ágúst 1874). Enn í stað þess að taka hana í blaðið, sem var bein skylda hans, týnir hann henni og orðlengir það svo ekki meira. —• Gjörið svo vei, herra ritstjóri ísafoldar, að unna henni horns í biaði yðar. Virðingarfyilst Cambridge, 11. okt. 1874. Eirtkr Magmmon. Útlendar frjettir. 3. Ágrip, frá mibjum sept. fram í öndverðan nóvember. Buetum hefir áskotnazt land í haust, Fidji-eyjar í Ástra- líu. «þeim gaf sem þurfti», eða hitt heldur. Konungur eyjar- skeggja, Kalakana að nafni, leiddist tignin og sendi Viktoriu drottingu kylfu sína, til jarðtegna um, að iiann legði ríki sitt að fótskör henni. ílafa eyjarskeggjar nú fengið ensk Iðg og landstjórn. Feakkae hafa nú loksins látið að ósk ítala og hvattheina herskipið Orenoque, er legið hefir í mörg ár í Civita Vecchia, skammt frá Rómi, og átti að taka við páfanum, ef svo færi, að honum þætti eigi vært með ítölum, eða hann leitaði undaa- 21

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.