Ísafold - 18.03.1875, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.03.1875, Blaðsíða 4
31 32 petta gramdist konunni ósegjanlega, og gat hún ekki stillt sig um að velja bónda sínum bitur sáryrSi, en jafnframt lierti hún á kröfum sínum og fór fram á að fá a 11 a n arfinn greiddan, og sýndi með rökum, hvaða rjett hún ætti. En svo fmngt sem henni var innan brjósts, gátu þá sátta- menn sýnt henni fram á f>að, að ráðamaður mundi alls ekki sjá sjer fært að greiða allan arfinn þegarí stað. Yannst hún svo til að láta sjer lynda að hann greiddi strax svo mikið af arfinum sem hann sæi sjer fært og hann hjeti aðgreiða hitt síðar. k fietta fjellust hæði. Ráðamað- ur sá, að öllum hiaut að skiljast það, að konan hafði rjett að raæla, því greiddi hann nú dálítið meira en bóndi bafði þorað að fara fram á, og hafði ekki aftök um meira síðar. Fannst það á, að hann virti skörung- skap konunnar með sjálfum sjer. Fóru þau nú heim, og var konunni ljettara i skapi; hún var sjer þess meðvitandi, að hún hafði fylgt rjettu máli, og fyigt því svo röksamlega, að fyrir það ávannst þó dálítið meira en ella mundi, en þar hjá var hún sannfærð um að betur liefði gengið ef bóndi hefði reynzt eins og lionum hefði verið ætlandi, en um það ætlaði hún ekki að tala meira úr því sem komið var. En nú hugsaði hún sitt mál. Hana sárlangaði til að fara strax aptur að heimta það, sem eptir stóð af arfinum, en hugsaði þó að ráðlegra kynni að vera að láta það dragast nokkuð, það gengi máske betur síðar; á bónda sínum hafði hún og lítið traust. Hann fann það; en skelldi skuldinni á hana og storkaði henni og sagði: Nú sjer þú hvort okkar fór rjettari veg, mín orð fengu þó framgang en ekki þín, þú komst í öfuga stöðu við framboð ráðamanns og ónýttir það; hefðir því ekki fengið neitt, ef það hefði ekki verið mjer að þakka. Með þessum og þvílíkum orðum vakti hann gremju og skapraun konunnar að nýju. Til hvers ætli þetta dragi? Hvort mundu þjer, góðir hálsar! heldur vilja eiga málahlut bóndans eða konunnar ? og hvað mundu þjer gjöra í þeirra sporum? Hörður. — AlþingistoUurinn árið 1875 er með brjefi landshöfðingja 3. f. m. til allra sýslumanna ákveðinn að vera skuli 3 aurar af hverju krónuvirði í jarðarafgjöldum. — \erðlagsskrár fyrir suðuramtið frá miðjum maí 1875 til sama tíma 1876 hafa stiptsyfirvöldin samið 4. f. mán., oger meðalverð allra meðalverða á alininni: a. í Borgarfjarðar, Gullbringu- og Kjósar, Árness, Rangárvalla, og Vestmannaeyja-sýslum og í Reykjavíkurbæ..............53.j aurar. b. í Skaptafellssýslu...............................48.9 — — Vestanpósturinn, Magnús Sigurðsson frá Ósi (Jón Magnússon gamli, sem lengi hefir verið vestanpóstur með orðlögðum dugnaði, sagði af sjer í haust), kom hingað i fyrra dag, 16. þ. m. Hann segir fátt í frjettum, annað en getið er um i brjefum þeim er hjer fara á eptir. Vetrarfar hið bezta um alit Vesturland. Hvergi vart við hafís enn, en á Hornströndum voru menn farnir að verða hræddir um að hann væri í nánd. — Hornströndum, 30. jan. 1875. Hjeðan er með öllu frjetta- laust; heilbrigði og vellíðun manna yfir höfuð. Sumarið sem leið var hjer eitt hið kaldasta semjegman eptir, endalá hafísinn hjer landfastur allan júiímánuð; gi'asvöxtur varð hjer mjög rír, og heyföng manna lítil, enda var heyskapur endasleppur, því 24. septembr. tók algjörlega fyrir hann; þá gjörði hjer mesta hret með fjarskalegri snjókomu og stormi, og áttu þá margir úti talsvert af heyi semaldrei náðist. Haustveðráttan var storma og snjóasöm til jólaföstu; síðan allgóð veðrátta til þess. Fiski- afli varð hjer rjettgóður í haust alstaðai' kringum Húnaflóa, en mjög viðarreka lftið hefir verið hjer á Ströndunum, það sem er af þessum vetri. Ekki er hafísinn komin hjer enn þá að landi, en mjög er veðrátta því lík sem hann fari bráðum að sýna sig; hann er opt ónotagestur, sem hefir kornið hjer á hverjum vetri í mörg undanfarin ár, stundum legið hjer landfastur langt fram á sumar. — Við Isafjarðardjúp, 19. febr. 1875. Veturinn er vægari en í fyrra, þó hefir nú um tíma að undauförnu verið alstaðar haglaust. Hvergi heyrist getið um hafís. Fiskiafli heima í haust og vetur með allrarírasta móti, en góður síðan vertíð byrjaði í Bolungarvík eptir nýár- ið, en skjaldróið vegna ógæfta; aflaupphæð fyrir næstl. helgi 12—18 hundruð á skip, sexæringa, sem skiptist í 9 staði af. Heilsufar fólks allgott, þó hefir tauga- og sáraveiki stungið sjer niður hjer og hvar, og nokkur börn eru dáin úr andarteppu. Eptir nýárið rak hvalbrot í Reka- vík á bak Látrum nyrðra í Aðalvíkursókn, það er þjóðeign. — Skógarströnd, 1. marz 1875. Frá 1. jan. til ins 24. voru austanlandsynningar, optar hvassir með 6 til 7° frosti, þá gjörði frostbyl með 9—14° frosti til 29.; síðan blotaði snöggvast, eptir það komu aust- anlandsynningar aptur, og hjeldust til 15. febr. með frostlinjum og frost- vægðum, nema 3. febr. þá var —- 10°. Við þann 16. brá til sunnan- áttar, og má svo kalla að síðari hluta mánaðarins hafi vindstaðan verið frá landsuðri til vesturs útsuðurs moð frostlinjum og hægðarþíðum. Meðaltal hitans í jan. -y- 3°,s, í febr. +1°,25 R. Meðaltal loptþungans í jan. 27" + 3, og í febr. 28’1. Heilsufarið hefir mátt heita gott, þó um tíma gengi kvef, er fylgdi hálsbólga, er einstaka börn og ungt fólk fekk, og það að mun. Fjenað- arhöld eru hin beztu, nema á stöku bæjum, einkum í Helgafellssveit, þar hefir sambland bráðaprestarinnar og lungnaveiki geysað og drepið margt. það má heita óvinnandi að stöðva kvilla þessa þegar þeir hafa slegi ð sjer með krapti að einhverri hjörð, en jeg fullyrði það, að auðvelt sje að koma í veg fyrir, að bráðapest eða lungnaveiki gjöri stórskaða, með því að fjáreigandinn fylgi föstum, skynsamlegum varúðarreglum ár eptir ár, með hús, fóður og hirðingu á sauðfjenaði; en það er engin furða, þótt illa fari, þegar fjeð hefir óskynsamlega hirðingu, óhollt fóður og slæma húsavist. „Undir Jökli“ hefir fiskur verið fyrir í vetur, en gæftir slæmar, austnorðanstormar tíðast til djúpsins. Með Góu var 1 hndr. 40 fiska hlutur hæst af vænum þorski. Til sveitanna er mjög talað um fjárkláðann simnlenzka og Vestur- heimsferðimar, og þessi tvö ólíku mál sett í samband hvort við annað. Fyrst eg minnist á fjárkláðann vil eg geta þess, að á næstliðnu hausti voru seldar hingað til Skógastrandareyja fáeinar ær sunnan yfir Hvítá fyrir fiður. Af ám þessum munu 4 lifa, tvær í Geitareyjum, sem hafa verið hýstar, og tvær í Yxney, sem ekki hafa í hús komið á þessum vetri. þ>ótt ær þessar sjeu alheilar, mun verða sjeð um að þær stígi aldroi framar fæti á fastaland. — Norðanpósturinn komígærkvöldi. — Elduruppií Trölladyngum. Hitamœlirinn (Gelsius) i lærða skólanum í Reykjavik siðan á uýári 1875. Janúar. Meðalkiti, stig. Febrúar. Meðalhiti stig. 1. -f- 3.6 1. -+ 4.8 2. + o.i 2. -v- 8.5 3. + 3.i 3. -7“ 3.9 4. “t” 3.8 4. + 2.4 5. + 4.4 ó. + 3.8 6. + 5.3 6. + 3.9 í . -f- 3.8 7. + 1.3 8. + 3.1 8. + 3-6 9. + 0.1 9. + 1.8 10. + 4.4 10. + 0.7 11. + 3.7 11. + 2.9 12. + 2.s 12. + 2.i 13. + 6.4 13. + 2.6 14. + 6.6 14. + 0.4 15. + 3.6 15. + 1.7 16. + 3.4 16. + 4.4 17. + 2.6 17. + 7.1 18. 3.2 18. + 6.1 19. -7- 1.2 19. + 2.1 20. -7- 0.2 20. + 3.3 21. -7- 7.i 21. + 1-2 22. -T- Ó.2 22. -r- 2.3 23. “7- 0 7 23. -7- 0.6 24. -7- 3.7 24. + * -4 25. -7- 0 7 25. + 2.9 26 -7- 7.8 26. + 0.8 27. 9.4’ 27. + 3 0 28. 29. 30. 31. -7-IO0 -7“ 0.3 -4- 0.4 -7- 1.5 28. + 5.3 Auglýsinga kosta 10 aura smáletursiínan eða Marz. Meðalhiti, stig. 1. + 5.7 2. + 5.i 3. + 4.4 4. + 5.4 5. + 4.5 6. + 3.7 7. + 4.9 8. + 0.7 9. + 1-1 10. + 7.5 11. + 6.7 12. + 4.2 13. + 4.9 14. + 3.3 1 5. + 3.9 1G. + 1.3 .2 CZ >— "3 & c a >o í S ÍM §0 ’ d rz 11 - JA. >-> s ° ^ r-l ^ r—‘ Tc o — „Presturinn á V ö k u v ö 11 u m“ (The Vicar of Wakefield), saga, snúið úr ensku hefir Davíð Guðmundsson, prentaður á Akureyri 1874 og kostar í kápu 64 sk. eða 1.3> krónu, er tilsölu hjá Brynjúlfi Jóhanns- syni i apótekinu í Reykjavík. — Gjöf til Garpsdalskirkju. Skáldkonan Guðrún pórðardóttir á Valshamri hefir gefið Garpsdalskirkju laglegan ljósahjálm. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf hennar votta eg henni hjer með þakklæti mitt og klutaðeigandi safnaðar. Garpsdal 2o. febrúar 1875. Steingrímur Jónsson. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi kl. 4—5 e. m. (ýgp” Kaupendur ísafoldar úr nœrsveitunum hjer við Reykjavíh geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj- úlfi Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara. — Afgreiðslustofa ísafoldar er í Túngötu Nr. 2, og er rit- stjórann að hitta þar kl. 3—4 eptir hádegi hvern rúmhelgan dag. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Roykjavík. E i n a r pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.