Ísafold


Ísafold - 18.03.1875, Qupperneq 2

Ísafold - 18.03.1875, Qupperneq 2
27 28 sem flygju áfram fyrir krapti úr landinu sjálfu, og þeir gufu- bátar mundu fljótt fæða af sjer önnur stærri gufuskip, sem smátt og smátttengdu fjörð við fjörð og mynduðu innán skamms hið mjög eptirþráða samgöngu-band kringum land allt. f>á væri svar fengið upp á hina vandasömu spurningu, sem brenn- ur á hvers íslendings tungu, sem hugsar um hagi landsins, þá spurningu: hvernig getum vjer látið gufuslsip, sem fœri í kring- um landið, hafa nóg að gjöra? þá hefðum vjer, þá vöruteg- und, sem vjer eigum erindi með hvar sem stendur. — j>ó nú þetta þætti ofhugsað, sem það ekki er, þá mætti einnig vera umhugsað um að opna námu þessa sem fyrst af þeirri gildu ástæðu, að í nánd við hana eður rjettara sagt, allt í kringum hana er svo mjög jámkenndur steinn, að vel mundi svara kostnaði að bræða járn úr, og það vafalaust, þegar kolin eru við hendina. En eigum vjer þá að horfa lengi aðgjörðalausir á kolin gljá f sólskininu á Hreðavatni og glamra með bælunum á járn- steini vorum ? Er land vort og vjer sjálfir svo auðugir, að vjer getum látið slíkar tekjugreinir ónotaðar, sem jafnvel hin auðugustu lönd mundu taka móti með ósegjanlegri gleði og leggja fram fje svo milljónum skipti til að ná í og hagnýta sjer? Nei, gjörum það ekki, landar góðir! vökum og vinnum, kolin borga kostnaðinu; og þjer, sem hugsið um framfarir landsins og sjer í lagi um gufuskipsferðir kringum það, íhngið nú hið bráðasta mál þetta, og látið líka hönd fylgja huga, svo að sem fyrst takist að ná í hinn ómetanlega arð fyrir land vort, sem ofantjeð náma veitr oss kost á og sem hefir óbrygðult meðal í sjer fólgið til að geta framkvæmt það, sem landi og lýð mest á ríður. (Framhald síðar). Áskorun. Blöð vor hafa skýrt frá því helzta, sem gjörðist á j>ing- vallafundinum ( sumar. Meðal annars er þess við getið, að Jakob bóndi Hálfdánarson á Grímstöðum hafi borið upp þá uppástungu, að stofnað væri (þar á fundinum) almennt \je\ag til eflingar og viðreisnar búnaði og atvinnuvegum í landinu, svo sem í minningu þúsund-ára-afmælisins, en af því máiið hafi ekki verið nægilega undirbúið, þá hafi hann tekið aptur þessa uppástungu sína. j>etta er nú að því leyti rjett hermt, að Jakob var flutningsmaður þessarar uppástungu á fundinurn, en hun er alls ekki ný eða sprottin upp þar á fundinum. Eins og menn mega muna, hefir þessu máli optar verið hreift í blöðunuro, auk j>ess sem það mun hafa komið til umræðu á hjeraðafundum víðsvegar um landið, og Jakob gjörði það með- fram fyrir áeggjan annara, að taka uppástunguna að sjer til flutnings. En að uppástungan var tekin aptur, er engum öðr- um um að kenna en mjer, og skal jeg iúslega gjöra grein fyrir af hverjum ástæðum jeg rjeði til þessara ínálalykta. Af því uppástungunni var tekið svo dauflega á fundinum, og sumir voru alveg mótfallnir henni, þótti mjer fara betur á því, að hún væri tekin aptur, — þó það væri neyðarúrræði — held- ur en eiga það á hættu, að hún yrði felld ineð atkvæðum, eða að bezta kosti skotið til einhverrar nefndar, þar sem hún að lík- indum hefði fengið hæga hvlld til fulls og alls. j>að var þvf alls eigi undirbúningsleysi að kenna, eins og blöðin segja, að þessar urðu málalyktir. Hjer j>urfti heldur engan undirbúning tii; málið lá opið fyrir öllum. Annaðhvort var að játa eður neita uppástungunni. Heföi henni verið tekið svo greiðlega, að nokkur tiltök hefðu verið á þvf að halda fjelagsstofnuninni áfram, var fyrst kominn tími til undirbúnings. j>á hið fyrsta var liægt að ræða um ætlunarverk fjelagsins, ákveða verksvið þess, gefa því nafn, o. s. frv. Til að sýna, að það er ekki ástæðulaust, er jeg hef sagt, að uppástungunni var eigi tekið svo greiðlega á fundinum, sem æskjandi hefði verið, læt jeg fylgja grein þessari nafnaskrá yfir þá menn, sem tóku málinu vel, og hjetu því sínu liðsinni framvegis. j>ar af má sjá að af öllum þeim sæg, sem var á fundinum, og aldrei varð tölu á komið, voru það að eins 26 menn, sem hjetu að gangaí fjelagið með árlegum tillögum, ef það kæmist á fót. Er það einkennilegt, að þetta voru nálega allt menn úr almúgastjett, og að sumar efnuðustu sýslur lands- ins og fjölmennustu sneiddu sig alveg bjá málinu. Af þeim 36 jtjóðkjörnu mönnum, sem á fundinum voru, hafa að eins 13 eða 14 verið með málinu, en hinir að likindum á móti því, eða látið það sig engu skipta. J>að liggur því i augum uppi, að það var þýðingarlaust, þótt þessir fáu menn sem standa á listanum, hefðu reynt að koma einhverju nafoi á fjelagsstofn- unina, því það hefði orðið oss íslendingum fremur til minnk- unar en heiðurs, þegar það átti að heita i minningu þúsund- ára- hátíðarinnar. Hvað nú annars málefnið sjálft snertir, þá er það sorg- legur vottur um þá deyfð og áhugaleysi, sem oss íslendingum er jafnaðarlega brugðið nm, að vjer skulum ekkert hafa gjört og ekkert geta gjört í minningu þessa merkilega viðburðar, þúsund-ára-afmælisins. Allar þær bollaleggingar, sem gjörðar hafa verið um alþingishússbyggingu af steini, gufuskipaferðir í kringum landið o. s. frv., eru foknar út í veður og vind, enda má með sanni segja, að það er, oss um megn, við fátæktvora og samtakaleysi, að koma svo stórkostlegum fyrirtækjum áleið- is, með frjálsum samskotum. Öðru máli er að gegna með fjelagsstofnun þá er hjer ræðir um. Hjer verður eigi fátækt- inni barið við, ef samlökin eigi vantaði, því svo er fyrir að þakka, aö margur er sá maður hjerá landi, sem stendnrjafn- rjettur fyrir því, þó hann legði 1—3 dali á ári til þessa augna- miðs. Um nytsemi slikrar fjelagsstofnunar skal jeg ekki vera margorður, því jeg ætla engan svo blindan, að hann ekki sjái, að tjelagið getur gjört óumræðilega mikið gagn, ef það næði nokkrum viðgangi, og vel væri á haldið. Jeg skal að eins benda mönnum á j>jóðheiilafjelag Norðmanna, sem jeg ætla að þeir hafi stofnað i minningu þess, er þeir losnuðu úr sambandinu við Dani, og fengu sína hagfeldu og frjálslegu stjórn- arskipun. j>etta fjelag hefir eflaust átt mikinn þátt í þeim miklu framförum, sem Norðmenn hafa tekið á seinni tíð. Sama er að segja um Landbústjórnarfjelagið danska, að það hefir gjört mjög mikið til etlingar og framfara landbúnaðinum þar ílandi. Og enn má nefna Búnaðarfjelag suðuramtsins. j>að hefir óneitanlega gjört mikið gagn á suðurlandi, þótt aðgjörðir þess sjeu nokkuð hægfara nú á seinni tið. Hví skyldi þá eigi samkynja fjelagsskapur geta komið oss að haldi íslendingum? Eða erum vjer svo frábrugðnir öllum öðrum þjóðum á jarðarhnettinum, að ekkert geti átt við hjá oss sem við á hjá hjá öðrum? Jeg hefi heyrt, bæði á jdngvallaf. og annarstaðar, ýmislegt haft á móti þessari fjelagsstofnun, svo sem það, að hjer verði ekkert gjört sem gagn er að, fyrir harðýðgi náttúrunnar, og fátækt landsins. Ekkert fjelag geti þrifist hjer, og vjer höfum ekki lag eða tök á að stjórna fje- lagi, sem nær yfir land allt. j>essar og þvílikar mótbárur eru svo ómerkilegar, að ekki er eyðandi orðum til að hrekja þær, en einna auðvirðilegust er sú mótbáran, að vjer höfum eigi völ á þeim mönnuin, sem geli veitt þvílíku fjelagi forstöðu. j>að er eigi gott að samrýma það, að vjer ísiendingar þykjumst einfærir um að hafa löggefandi þing, og taka við fullkomnu sjálfsforræði i öllum maium vorum, en treystumst eigi til að koma á fót fjelagslegum samtökum hjá oss, eða haga þeim svo, að oss megi verða til gagns og sóma. Að minni hýggju ætt- um vjer einmitt að reyna oss og æfa á því að stofna fjelagið og stjórna því, en ef vjer höfum ekki lag eða satnheldi til þess, erum vjer nauinast færir um, að taka á móti meiru stjórnfrelsi og sjálfsforræði, en vjer þegar höfum fengið. j>á ætti það að vera ný hvöt fyrir oss til að haida fjelags- stofnuninni áfram, að vor góði konungur hefir riðið hjer fyrst- ur á vaðið, og eins og bent oss til að koma á eptir sjer, þar sem hann að sögn hefir gefið 4000 rd. til eflingar búnaðarleg- um framförum hjer á landi. Verzlunarhúsið Örum & WulfT í Kaupm.h. kvað einnig hafa gefið 1500 rd. til sama augnamiðs, og vera má að tleiri vegllyndir menn yrðu til að styrkja fjelag vort, ef vjer hefðum mannrænu í oss til að koma því á fót. j>ess skal heldur eigi lála ógetið, að eptir því sem blöð vor skýra frá, hefir víða í hjeruðum þar sem þjóðhátíðir voru haldnar í sumar, borið á góma, að stol’na einhvern fjelagsskap í minningu þúsund-ára-afmælisins. Og þó uppástungur þær, sem birzt hafa í þessa stefnu, sjeu rnjög sundurleitar, sem von er til, þá lýsa þær allar því, að menn hafa fundið tijá sjer löngun til og þörf á að gjöra eilthvað i minningu þessa merkis- viðburðar. En hætt er við, að það fari hjer eptir eins og hingað til um þessi smátjelög, sem menn hafa verið að mynda i

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.