Ísafold - 08.04.1875, Page 1
II, 6.
Kemur út 2—3 á mánuði,
32 blðð alls um árið.
Fimtmlao; 8. apríl.
Kostar 3 krónur árg. (erlendis
4 kr.), stök nr. 20 aura.
1875.
Um fiskiverkun og liskiverziun Sunnlendinga.
Af því jeg þykist hafa orðið var við, að landar mínir á
Suðurlandi hafi yfir höfuð að tala tekið vel undir greinir þær
um fiskiverktin, sem jeg hefi látið prenta í þjóðólfi í hitt ið
l'yrra og í fyrra (þjóðólf 1873, XXV, nr. ‘24—25 og 1874,
XXVI, nr. 22) og .reglurtil góðrar fiskiverkunar., sem prent-
aðar ern í Almanaki þjóðvínafjelagsins i fyrra, fyrir 1875 þá
skal eg enn leyfa mjer að skýra frá því, sem jeg hefi fengi á-
reiðanlegast að vita um íslenzku fiskiverzlunina síðan í fyrra.
Árið sem leið helir ekki verið sent mikið af fiski frá Islandi
til Bilbao, sökum óeirða þeirra, sem hafa verið á Spáni, en
mest af íslenzkum saltfiski hefir farið til suður- Spánar til
Barceilona. par hefir fiskurinn frá íslandi gengið ört út, og
verið jafnskjótt sendur norður i hjeruð, hefir þess vegna verið
örðugt að ná áreiðanlegum fregnum um, hvernig hann hefir
haldið sjer, en öllum fregnum ber saman um það, að sunn-
lenzkur saltfiskur, sem kom til Spánar i snmar er var, hafi
verið í góðu gengi lijá kaupendum, þó ekki allskostar án und-
antekningar.
pað er þegarnokkur framför, að á tveimur árum seinustu
hefir fiskurinn frá Faxaflóa verið að mestu leyti ásjálegur, og
litið út fyrir að vera vel verkaður, þegar hann hefir komið tii
Spánar. En að sama brunni hefir viljað bera með það, eins
og fyr, að hann hefir ekki gelað haldizt til lengdar óskemmdur.
Vonandi er samt eigi að síður, að þetta lagist með timanum,
ef að landsmenn taka sjer betnr og betur fram, með að vanda
verkun og meðferð alla á fiskinum. Sá fiskur, sern helir verið
kvartað yfir, kom til Spánar á tveim skonnortum, sem hjetu
• Elbó» og «Vonin». Elbó fór með farm sinn frá Reykjavík
26. júlí 1874, var það 500 skippund af fiski frá Eyrarbakka
og 400 skippund frá Reykjavík. Eyrarbakkafiskurinn, sem lá
neðst í skipinu, var i góðu standi þegar hann kom fram, en
þar á móti var sagt, að nokkuð af þeim 400 skippundun, sem
komu frá lleykjavík, hafi verið slæmur opphaflega (Spánverjar
segja um hann, að hann hafi verið mjög laus í sjer, og á
það liklega að þýða, að hann hafi verið sólsoðinn), en það hefir
þó siðan sannazt, að þilfar skipsins var óþjett, og lak á leið-
inni, og það annað, að skipið lá um kyrrt í höfn á Spáni 11
daga, þegar heitast var um sumarið, með fastlokuðum lúku-
lilemmum. þetta hvorttveggja gat ollað því; að fiskurinn bafi
skemmzt á leiðinni, en verið góður og óskemdur í fyrstu, og
þessu til styrkingar virðist vera, að annað skip kom til Bar-
cellona umleið og Elbó með fisk frá sama kaupmanni í Reykja-
vík, og sá fiskur var ngætlega góður.
Um fiskinn, sem sendur var með «Voninni», er skrifað frá
Xorður-Spáni, að sá fiskur hafi ekki verið nógu vel þurkaður,
Og ekki svo fallegur útlits, sem mest af þeim fiski, er kom
með hinum öðrum skipunum; en þetta, að fiskurinn var ekki
eins fallegur útlits, og vera skyldi, getur komið af því, og er
líklega komið svo til, að mikið af þessum fiski hefirverið neta-
liskur, er verri er viðfangs til verkunar, en færafiskur, og jafnast
miklu blakkari á litinn.
Orsakirnar til þessa mismunar eru þær helzt, eða geta
verið, að netafiskur er vanalega feitari þegar hann veiðist en
færaöskur, og þarf því meiri aðgætni við verkun hans; annað
er það aðgæzlu vert, að sumur fiskurinn sem veiðist f netum
og á lóðum, getur verið dauður dreginn úr sjó, svo að hann
verði eigi skorinn bráðlifandi, og hleypt út úr lionum blóðinu,
og verður hann þá allajafna blakkur, ef ekkert er við því gjört,
en það er verkunarmannsins að gjöra við þessu og finna ráð
við því, Á vestanfiskinum er aldrei getið um á þessu beri, og
er þar þó mikið af lóðafiski, sem er dreginn dauður úr sjó.
Jeg hefi sjálfur sjeð fisk fyrir vestan, sem hafði verið dreginn
dauður upp á fiskilúð, en verkunarmaður hafði farið svo með,
41
að þessi fiskur varð ekki að útlitinu til greindur frá hinum, sem
skorinn hafði verið lifandi, og endaþótt hannhefði varið tiiverkun-
arinnar meiri fyrirhöfn og tíma, en annars, þá er það ekki ept-
irteljandi. Mjer er ekki þessi aðferð fuilkunnug nú sem stend-
ur, en jeg vona með tímanum að geta sagt fyrir um hana.
Til Kaupmannahafnar kom eins og vant er talsvert af
sunnlenzktim saltfiski í fyrra sumar (1874). |>ar á meðal voru
fjórir farmar af þess konar fiski, sem á íslandi er kallaður
«spanskur» saltfiskur. Skipin sem fluttu þenna fisk voru:
“Elise Marie», «Emanúel», «Lykkens Haab» og *Marie Christ-
ine». Kanpendur i Kaupmannahöfn játuðu um alla þessafarma,
að þeir væri vel verkuð og góð vara. En eigi að síðnr hefir
það siðar komið I Ijós, að fiskur þessi hefir ekki getað haldizt
óskemmdur, því eptir tvo eða þrjá mánuði fór hann að taka
í sig bletti, og verða blakkur eða brúnleitur — þetta kom mest
fram i þeim farminum, sem «Eroanuel» flutti, en sá farmur-
ínn, sem var með »Marie Christine», hefir að tiltölu haldið
sjer bezt.
Sá fiskur, sem til Kaupmannahafnar hefir komið frá Suður-
landi í fyrra, auk þeirra fyrrnefndu fjögra farma, hefir verið að
mestu leyti úrkast úr þeim fiski, sem sendur var til Spánar;
í slikum úrkastfiski var, eins og venjulegt er, jafnan nokkuð af
«netamorku», sem menn segja að ekki taki salti, ogerþá ekki
kyn, þó sá fiskur hafi ekki getað haldizt óskemmdur.
J>að hefir verið álit manna fyr meir, að fiskurinn yrði
fallegri, ef sterkt salt væri haft í hann, og að minnsta kosti
væri þar með sá hagmaður, að þegar kæmi stöðug votviðri,
meðan fiskurinn væri undir þurki, þá mundi hann halda sjer betur.
þess vegna hafa ekki allfáir af Suðurlandskaupmönnum
nú um 15 árin síðustu flutt þangað sterkara salt, en áður var
venjulegt. En ef þess er gáð, að bæði Færeyingar og Vest-
firðingar hafa einungis Ijett salt (almennt salt, common salt) í
sinn íisk, og að vestanfiskur helzt óskemmdur bæði í Kaup-
mannahöfn, og á Spáni, eins oglíka að færeyskur heldur sjer
vel í Iíhöfn, þá sýnist vera vert að reyna, að flytja nú f ár til
Suðurlandsis einungis almennt salt. það getur vel verið, að
hið svo nefnda almenna salt, sem er miklu smágerðara en hið
sterkara saltið, bráðni fljótara og gangi betur inn í fiskinn.
það mun þá lýsa sjer á fiskinum 1876, hvernig þessi tilraun
heppnast.
þetta verður reynt, eins og er í augum uppi, til þess að
komast að ruun um, hvort gallarnir á fiskinum að sunnan
komi af saltinu, en það er varla liklegt að svo sje, heldur sje
þeir sprottnir af einhverjum yfirsjónum í meðferð fisksins
meðan á verkuninni stendur, eða i geymslu hans áður en hann
er látinn í skip. Meðferðin á fiskinum um þenna tima er mjög
áríðandi, og einkum skal jeg taka fram tvö atriði, sem nefnd
eru i ritgjörð Svendsens agents á Flateyri um saltfisksverkun
(í “Ármanni á Alþingi» III 173): það fyrsta er, að menn var-
ist mjög nákvæmlega, að regn komi í hraukana eða stakkana,
eða að væta standi á þeim nokkurstaðar, hvort sem fiskurinn
er kominn skemmra eða lengra á veg í verkmiinni; annað er
það, að verja fiskinn vandlega eptir að hann er kominn í stakk,
ekki einuugis fyrir regni, að það komist ekki í hraukana eða
stakkana, heldur og einnig fyrir súgvindi, sem ar fiskinum
mjög óhollt, og gjörir hann rauðleitan og óþokkalegan. Sunn-
lendingár eru svo kunnugir allri meðferð fisksins við söltun
og verkun hans yfir höfuð að tala, að þeir vita, hver rjeltað-
ferð er, og það er liklegt, að þeir vandi sem bezt meðferð sína
í þeim efnum, og spilli ekki vöru sinni vísvitandi svo mjög,
að það muni víst um 60 þúsundir dala eða meira, einungis
fyrir Faxaflóa, eins og það nú gjörir. Eg get þvi ekki efast
um, að þeir fylgi allir þeirri reglu, sem er hin fyrsta og
fremsta, sem er að fiskurinn sje stunginn nýr, einnig þurkað-
ur vel, og fergður vel eða pressaður; en eg þykist hafa tekið
42