Ísafold - 31.05.1875, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.05.1875, Blaðsíða 1
II, 10. Kemur út 2—3 á mánuði, 32 blö8 alls um áriS. Mánudag; 31. mai. Kostar 3 krónur árg. (erlendis 4kr.), stök nr. 20aura. 1875. GJALDHEIMTU-EMBÆTTI SÝSDUMAANA. Herra ritstjóri! }>ó jeg viti, að þjer munuð hafa meir en nóg að hugsa, og þó jeg eigi eíist um að full-ásett muni verða á «Foldinni» hjá yður um þessar mnndir, þar sem gjöra má ráð fyrir að yður muni berast nú með póstum úr öllum áttum ritgjörðir og tillögur um landsins gagn og nauð- synjar, þá get jeg þó eigi neitað mjer um þá skemmtun að skrafa við yður stutta stund um málefni, sem vera má að eigi verði kallað velferðarmál í allra-hátíðlegasta skilningi, en sem tæplega neinn mun neita að telja verði með nauðsynjamál- um vorra tíma. Þjer vitið, að það er almennt viðurkennt, að þar sje hverri stjórnargrein fyrir sig bezt borgið, þegar málum þeim, er þar til heyra, er skipað út af fyrir sig, og þeini eigi blandað sam- an við önnur málefni ósamskynja, eða falin á hendur mönnum, sem hafa ýmsum ólíkum embættisstörfum að gegna. þessi skoðun er svo rótgróin, að tæplega er ástæða til að færa ýtar- lega rök fyrir henni, og það því síður, sem hún nú er hátíðlega viðurkennd í stjórnarskrá vorri, þar sem sagt er, að löggjafar- valdið skuli vera hjá konungi og alþingi í sameiningu, fram- kvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum (stjórn- arskrá 5. janúar 1874, 1. gr.). En sje litið til þess, hvernig fyrirkomulagi hinna ýmsu stjórnargreina hefir verið hagað á íslandi hingað til og verði því hagað eins eptirleiðis, þá skilst mjer og mörgum sveitungum mínu, sem jeg hefi átt tal við um það efni, eigi betur en landstjórn okkar verði að færast í hraukana til að fá breytt því fyrkomulagi, sem nú er á dóms- valdinu á neðsta stigi (sýslumannaembættunum) til þess að reglan í sjórnarskránni geti fengið fullt gildi, því sje allt látið sitja við það, sem er, þá er það sjáanlegt, að greinin í stjórnar- skránni um dómsvaldið þyrfti að vera með þeirri undantekningu, að dómsvaldið á lægsta stigi væri falið á hendur h i n u m o p i n- beru gjaldheimtumönnum landsins. Jeg skal eigi leitast við að taka fram alla þá galla, sem þetta fyrirkomu- lag hefir í för með sjer, því hvorki er tími til þess nú, og svo verður það eigi heldur gjört ýtarlega í stuttu sendibrjefi, þvi ef vel væri þyrfti til þess heila ritgjörð, en jeg skal að eins láta mjer nægja að benda á, að þar sem sýslumenn nú eru dóm- endur hver í sinni sýslu, bæði í einkamálum, lögreglumálum alls konar, og svo í sakamálum, og þar á ofan eru lögreglu- stjórar, hafa á hendi skiptamálefni, yfirfjárráð ómyndugra, upp- boðsmálefni, skjalaskrifarastörf, þinglestur og yfirvaldsstörf, eru forsetar í sýslunefndum og fangaverðir, brafa í hinum alkunnu 6 höfuðstöðum (Ileykjavík, Stykkishólmi, ísalirði, Akureyri, Eski- firði og Vestmanneyjum) ærið mörgum störfum að gegna sam- kvæmt verzlunarlögunum, eru enn fremur meistarar í skipa- mælingum á þessum stöðum, og eiga svo að hafa á hendi lít- ilsháttar gjaldheimtu, svo sem á skatti, gjaftolli, konungstíund, lögmannstoll, manntalsfiski, jafnaðarsjóðsgjaldi og — brenn- vínsgjaldi, eru ennfremur allvíða umboðsmenn þjóðeigna og og póstafgreiðslumenn —, þá getur, að mjer virðist, enginn neitað, að svo þjettri byrði sje með þessu lagi varpað þeim á lierðar, að varla væri furðanlegt, þótt eitthvert járnið yrði að brenna af þeim hinum mörgu, er hafa verður í eldinum í senn; en það er eigi sjáanlegt að stjórnin hafi á seinni tímum gefið þessu atriði sjerlegan gaum, og yrði það þá að vera af því, að sýsiumenn væri skörungar svo miklir, að vel mætti þeir meira fá að starfa ef á lægi; en þó hefir maður heyrt, að stjórn- in hafi stundum verið í bobba eða jafnvel vandræðum með sumar hliðar þessa víðlenda og ósamkynja valds, sem lagt er á herðar einum og sama embættisþjóni, og þá eigi hvað sízt með gjaldheimluna, sem víst opt mun hafa verið bæði stjórn- inni sjálfri og amtmönnum hennar til talsverðra óþæginda, með því fyrirkomulagi, sem hingað til hefir verið á henni. Satt að segja hafa ýmsir af ágælismönnum vorum fundið til vandræða þeirra, sem allt þetta fyrirkomulag hefir í för með sjer, og skal jeg ekki tefja tímann með að telja þá upp. Magnús kon- ferenzráð Stephensen bendir stuttlega á það í riti sinu: «Is- land i det 1 Sde Aarhundrede» p 457, að nauðsyn væri að losa sýslumenn við hin ýmsu ósamkynja störf, er þeir hafa á hendi og margir hafa síðan tekið í sama strenginn, en lengra helir það ekki komizt hingað til. Jeg vil nú leyfa mjer að skjóta því til yðar, herra ritstjóri! hvort ekki væri ástæða fyrir hið nýja löggjafarþing vort, þegar það kemur saman næst, til að sitja upp gleraugu og gæta vel að, hvort ekki væri full þörf á 73 að taka t. d. gjaldheimtuna frá sýslumönnum, en stækka aptur verksvið þeirra sem dómenda, og fela síðan alla heimting hinna opinberu gjalda landsins bæði þeirra, sem nú eru greidd, og síðar kunnu að verða á lögð, t. d. á verzlun eða aðra gjald- stofna, sjerstökum embættismönnum, sem eigi hefðu annan starfa á hendi, og ætti þeir þá jafnframt að takast á hendur heimting á ölíum tekjum landssjóðsins af öllum þjóðeignum jafnóðum og nmboðin losna. Er það þá auðvitað, að öll hin opinberu gjöld ættu eptir skýrum reikningum að hverfa í lands- sjóðinn, en bæði hinir nýju hjeraðsdómendur og gjaldheimtu- menn að fá þaðan laun sín aptur. Jeg tek þetta svona að eins fram «til yfirvegunar», því jeg veit vil að hjer eru mörg atriði, sem þurfa ýtarlegrar rannsóknar við og eigi verða út- kljáð með einu sendibrjefi; en aðalatriðið er líka að eins að vekja máls á atriði í landstjórninni, sem virðist vera mik- illar íhugunar vert, þó það að eins sje á lægsta stigi, því eins og við vitum, «varðar mest til allra orða undirstaðan rjett sje fundin». Væri nú svo, að þjer, berra ritstjóri, ei&i værigagn- stæður þessari grundvallarskoðun, þætti mjer vel eiga við, að þjer brýnduð fyrir mönnum í blaði yðar þá nauðsyn, sem á því væri að íhuga þetta mál fram að þingi í sumar, og einkum að hreifa því á hjeraðafundum, svo alþingismenn vorir ættu kost á að kynna sjer, hversu byrsæl breytingin mundi verða hjá alþýðu og fengju færi á að að íhuga málið og búa sig undir, ef svo skyldi fara að það yrði borið upp á alþingi. Timinn leyfir mjer eigi að orðlengja meira að sinni; þó verð jeg til að fyrirbyggja misskilning, sem aldrei má vita fyrir nema kunni að koma upp úr kafinu, að taka fram, að það er svo sem auðvitað, að þeir sem nú eru í embættum, ættu einskis í að missa af tekjum sínum, þó svo færi, að breyt- ing sú, sem farið er fram á, kæmist á á meðan þeir «ráða ríkjum». Eins og jeg gat um í upphafi hefi jeg átt tal um þetta mál við ýmsa sveitunga mína, þar á meðal sýslumann minn og sóknarprest, og svo nýja hreppstjórann. Sýslumaður er mjer undir niðri samdóma, en vill eigi gjarnan hefjast máls á sliku fyrstur manna, en prestur er rauður sem eldur og fús til breytinga, en kveðst eigi komast til að skrifa yður til sakir embættisanna; nýji hreppstjórÍDn er oss einnig samdóma, en hann er nú í ósköpum að setja sig inn í embættið og því urðu brjefaskriptirnar tii yðar að lenda á mjer, og bið jeg yður þá, sem menn segja, að fyrirgefa og «forláta klórið». Breiðabólstað, í febrúar 1875. Yðar með virðingu X, fyrrum hreppstjóri. Meira um þiusKrp asmíðar. (Niðurl.). Eins og jeg hefi áður sagt, er þilskip það, sem hjer er verið að smíða, mikils til of veikt. En það er ekki eini gallinn. Lagið á því er ekki hentugt til fiskiveiða; hliðin eptir stærð skipsins er ofkúluvaxin; hún heldur eigi útskotunum nógu langt aptur eptir að ofan, svo hliðarlagið verður þar af- sleppt. Slík skip liggja eigi vel á rekfiski. Sumir kunna nú að finna það að þessum athugasemdum mínum, að jeg tali einungis um að smíða skip eptir skakkri aðferð, en sýni eigi hina rjettu smíða-aðferð. Skal jeg því leitast við að bæta úr því með fám orðum: 1. þilskip verður að smíða eptir uppdrætti, er sýnirglöggt alla gjörð skipsins utan og innan; stærð allra viðanna og hlut- fall sín á milli verður að vera nákvæmlega reiknað út og hnit- miðað niður á uppdrættinum. 2. Kjölur og stefni ríður á að ekki hallist eða sjeu snúin. Eigi skipið að verðagotttil siglinga, erbetraað hafa krappainn- an í kverkinni, þar sem kjölur og stefni mætast að framan, jafnþykkan kjölnum og rammlega festan við hann, hjer um bil hálfa alin á breidd i sjálfri kverkinni. í efri brún hans er byrðingurinn felldur. þetta gjörir skipið skarpara að framan, og sterkara. Hvað lotin á stefninu snertir, þá telja menn að ekki eigi að muna meiru á apturstefni en 2—3 þumlungum, en á framstefni 6—7. 3. þessu næst á að smíða innviðuna (böndin og krapp- ana) til beggja enda, eptir því lagi, sem uppdrátturinn sýnir, og halda áfram eins laDgt og hinar skörpu beygingar eiga að ná framan og aptan. Siðan eru borðin tekin úr svitakistunni 74

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.