Ísafold - 22.09.1875, Page 1
II, 18.
Kemur út 2-—3 á mánuði. Kostar þrjár krónur_um)
árið (32 blöð), stök nr. 20 aura. Arsverðið greiðist í>
kauptíð, eða þá hálft á sumarmálum, hálft áhaustlestum.l
iSkrifstofa Isafoldar er í húsinu nr. 1 á Hlíðarlnisalandi)
22, sept. (I)oktorslnisi). Auglýsingar eru teknar f blaðið/
ífyrir 10 aura smáleturslínan eða jafhmikið rúm. )
1875.
Vesturheimsferðir. „Alaska“.
jicir, sem leggja á mót Vesturheimsflntningnm, bera tvennt
fvrir sig: að landinn sje óhagur að þeim, og að Vesturfararnir
sjálfir hafi að öilnm jafnaði engan ábata á þeim.
í skjótu bragði virðist það liggja í augum uppi, að hvert
land hljóti að hafa óhag af, að margt fólk fivtti þaðan búferl-
um. I'etta befir og verið trú þeirra, er löndum hafa ráðið hjer
( álfu. f>að hefir verið almenn regla þeirra, að sporna við
miklum útflutningum, svo sem nnnt væri. Merkum hagfræð-
ing þýzkum hefir talizt svo til, að þar (á þýskal.) kostaði að
jafnaði nálægt 2000 krónum að koma upp hverjum verkfærum
manni. þelta fje missir nú landið, ef maðurinn flytur sig burt undir
eins og búið er að koma honum upp. Landið, sem við hon-
um tekur, nýtnr ávaxtanna af nppfóstri hans, arðsins af vinnu
hans; fósturlandið tær ekkert t aðra hönd fyrir allan kostnað-
inn. Auk þess hafa útfarar að öllum jafnaði talsvert fje með
sjer. Amerikumenn hafa lengi safnað skýrslum um, hversu
mikið fje úlfarar þeir, er þangað flvlja, hafi haft með sjer að
heiman, og hefir þeim talizt svo til, að það yrðu nálægt (500
krónum á mann. Eptir því ætti landið að missa 2600 krónur
með hverjum útfara. En nú er aðgætandi, að sumt af útför-
unum eru börn, sem litið er búið að kosta upp á, og sumt
gamalmenni, sem búin eru að endurgjalda landinu megnið af
uppfósturskostnaðinum, svo að upphæðin verður ekki svona
mikil að meðaltali. Gjörum ráð fyrir, að það yrði ekki meira
en 2000 krónur alls á mann, og þyrfti þó ekki nema 500 út-
fara til þess að landið munaði það um miljón kr. þetta er nú
beinn fjármissir, en auk þess missir landið óbeinlínis mikils í
við úlflutningana, og er óvíst, hvort það er stórum minna.
|>ví færra sem verkafólkið er, því dýrari verða verk þess ; þar
af leiðir aptur, að minna verður framkvæmt o. s. frv., og mætti
þannig rekja miklu lengra og sýna, að hvor óhagnaðurinn get-
ur annan af sjer. þrátt fyrir allt þetla eru menn nú á tímum
í öðrum löndum víða komnir á þá trú, að sje öllu á botninn
hvolft, verði heldur hagur en óhagur að útðutningum. þetta
kemur einkum og sjer í lagi af því, að í öðrum löndum er
víðast heldur of fjölskipað verkafólki en að skortur sje á því.
Verða þá úlflutningar þar hin bezta bót við atvinnuleysi og þar
af leiðandi örbirgð og volæði. Að vinnulaun þeirra, sem ept-
ir verða, hækka, er í rauninni ekki nema golt, eptir því sem
þar til hagar: að verkafólk verður aðjafnaðiað sveitarvandræð-
um. Og svona er um fleiri af ókostum þeim, er eignaðir hafa
verið miklum úlflutningum. |>ar á meðal hafa þjóðmegunar-
fræðingar bent á, að fjármissir sá, er landinu er að hverjum
vel vinnandi útfara, bætist að nokkru leyti upp á þann hátt,
að við burtför hans komist annar að, sem annars hefði ef til
vill verið atvinnulaus, eða að minnsta kosti ekki getað neytt
sín eins vel eða á jafn-arðsaman hátt; með þessu móti aflast
fje í skarð þess, er misslist. Eins er um það, að margir út-
farar senda ættingjum sínum og vinum heima á fósturlandi
sínu svo mikið fje, að vel fyllir skarð þess, er þeir höfðu með
sjer að heiman, eða þeir hverfa sjálfir beim aptur til ættjarð-
ar sinnar við góð efni, þólt þeir hafi ekkert átt, er þeir fóru
þaðan. Mótstöðumenn útflutninganna hafa enn kvartað undan
því, að við þá rýrnuðu tekjur landsins (bæði landssjóðsins og
sveitarinnar); en þeir mega ekki láta sjer sjást yfir hitt, að út-
> gjöldin minnka þá iika, ef til vill að sama skapi eða jafnvel
meir. f>v( að altítt er það, að í útflutninga veljast einmitt ó-
ráðsmenn og ónytjungar, er landið mundi ef til vill ekki hafa
annað af en tóm þyngsli af.
Nú er vitaskuld, að sttmt af því er nú hefir verið á vikið
á engann veginn heima hjer, á vorn landi íslandi. Hjer hagar,
eins og löngum heíir verið viðkvæðið, öðruvísi til. Kostnað-
rinn að koma upp verkafólki er að vísu ekki eins mikill og í
137
dæmi því frá f>ýzkalandi, er áður var getið, og naumast verða
það 600 kr. á mann, er útfarar hafa með sjer. En hjer er
fremur of litið um verkafólk heldur en hitt. tljer þarf því eigi
að halda á útflutningum til að rýma til. Hjer eru engin of-
þrengsli. Sakir peningaeklunnar í landinu er mikill skaði f
því fólginn, að útfarar liafa eigur sínar burt með sjer í pen-
ingum. f'egar efnaður útfari selur eigur sfnar við uppboð,
þurrkar hann nálega sveitina að peningum. Ltflutningarnir
skerða það, sem þetla land má einmitt sízt missa, stður cn
nokkurt land annað nndir sólunni, en það er mannafli og fjár-
afli. Ekki er heldur þess getið enn, að útfarar (vesturfarar)
sendi bingað skyldmennuin sínum og vinum af nægtum sfnum,
með því að þær munu reyndar ekki vera orðnar ýkjamiklar
enn hjá löndum vorum í Vesturheimi. Og ekki er farið að
bóla á mörgum löndum vestanað aptur til að setjast hjer að
með gullkistur sínar. J>eir, sem horfið hafa heim aptur til
átthaganna, hafa flestir gjört það ( allt öðru skyni en að reyna
lil að koma frá einhverju af því, sem þeir hafa rakað saman
í hinum nýja heimi. En allt um það fáum vjer eigi betur sjeð,
en að óhagurinn að Vesturheimsflutningunum sje eigi meiri
en svo, að landið fái vel risið undir þeim bagga, og hann er
ef til vill einn með þeim Ijettari. Landinu hefir lagzt það til,
að f Vesturheimsferðir þessar hafa enn sem komið er mjög fá-
ir þeirra valizt, er þjóðfjelaginu er verulegur missir að. Vest-
urferðasýkin hefir mjög sjaldan snortið neinn meðal hinna gild-
ari bænda vorra, eða t. d. dugandi sjómenn. Efnaðir atorku-
menn vita ofurvel, að þeim lilýtur að veita langtum erfiðaraað
hafa ofan af fyrir sjer eða afia sjer fjár í ókunnu landi, þar
sem ótal hendur eru til að taka brauðið frá munninum á þeim,
og þeir þurfa að verða barn f annað sinn og fara að læra það
sem þeir ciga að hafa ofan fyrir sjer með, þótt það sje ekki
nema einfaldasta sveitavinna, sem kallað er. |>eir þnrfa að
vera í læri svo árum skiptir áður en þeir geta jafnast við þá,
sem fyrir eru og að öðru leyti standa miklu betur að vígi en
þeir, hvað þá heldur að þeir geti haft fram úr þeim. Að lit-
illækka sig svona, kosta aleigu sinni uppá þetta nám, það er
að skilja, til að halda lífinu í sjer og sínum á meðan á nám-
inu stendur, og eiga síðan mjög valta von á að hafa nokkuð upp
úr öllu saman — þeir eiga nú ekki annað eptir, eða hitt held-
ur, bændurnir hjerna, það er að segja þeir sem nokkuð kveð-
ur að. Ætli þeir hafi það eigt heldur hinsegin, að láta heldur
líklega um vesturfarir, til þess að ýta undir hina, sem litlu eða
engu eiga frá að hverfa, og lílið útlit er fyrir að verða muni
til mikillar uppbyggingar f landinu, en sitja síðan sjálfir kyrrir.
J>etta lagið mun hafa vera haft á því hjer sumatsðar, þar sem
mikið hefir gengið á með Vesturheimsferðir. — En þó aldrei
nema svo væri, að landinu væri mikill óhagur að Vesturheiros-
flutningunum, er það vitaskuld, að það væri bæði órjettlátt og
óhyggilegt, að reyna til að sporna við þeim af þ e i m rökum.
l'að er órjettlátt og óhæfilegt hapt á persónulegu frelsi manna
að banna þeim að flytja sig búferlum úr einu landi í annað.
Og slíkt bann væri mjög óhvggilegt, og yrði varla til annars
en að gjöra illt verra. Ætti því enginn maður að láta það til
sín heyra, að ekki megi láta það viðgangast, að fólk sje að
hópa sig hjeðan tii Vesturheims, vegna þess að landinu sje
svoddan tjón að þvf.
Um hina ástæðuna: að Vesturheimsfararnir sjálfir hafi
engan ábata á umskiptunum, er öðru máli að gegna. Ileynist
það satt, hlýtur hver góður fslendingur að telja sjer skylt að
vera fremur letjandi þeirra en hvetjandi. En vandinn er að vita,
hvort það er satt, tivort íslendingum er vistin í Ameríku held-
ur hentug en óhentug. Ekki þarf að þrátta um það, hvort
Ameríka sje golt land eða ekki. Ameríka er gott land; því
neitar enginn. En hvort hún sje hentug íslendirigum, er allt
annað mál. lír sumum löndum Norðurálfunnar flytst mikill
138