Ísafold


Ísafold - 22.09.1875, Qupperneq 3

Ísafold - 22.09.1875, Qupperneq 3
141 142 l/ saga, er Alaskabæklingur höf. lika skrípasaga, en miklu stærri en hin; það er allur munurinn. Oss hefir nýlega borizt í hendur sönnun fyrir því, að þessi fárra daga reynsla hra J. Ó. á Kadíak er ekki eins mikils verð, og hann ætlast til að hún sje haldin. Fjelagar Jóns, þeir Páll Björnsson og Ólafur Ólafsson, er eptir urðu á Ka- díak, sneru heim til Bandaríkja í júlímánuði í sumar. Fyr komust þeir ekki. Svona eru nú samgöngurnar. í ensku blaði er Standard heitir og út kemur í Lundúnum, stendur brjef frá New-York, ritað 31. júH í sumar, þar sem sagt er frá æfl þeirra fjelaga í vetur í St. Pauls (á Kadiak eða Kodiak, sem brjefritarinn nefnir eyjuna). f*að er allt annað hljóð í þeim — segir brjefritarinn — en i fjelaga þeirra Jóni, sem var í sjöunda himni í haust þegar hann kom aptur, og virðast þeir vera miður ánægðir með sögu hans. þetta er meðfram því að kenna, að þeir fjelagar, sem eptir urðu í St. Pauls, voru svo óheppnir, að þar var óvenjuharður vetur í fyrra, og stóð mánuði lengur en vant er. 22. mat var þar hörku-kafaldshríð. Vorgróður kom ekki upp fyr en í júní, og fjöll snævi þakin fram áJóns- messu. Fiskigangan var óvenjulega sein, ekki fyr en undir miðjan júní. En fiskiveiðar eru aðalbjargræði manna á Kadiak Má nærri geta hvað björginni líður, þegar fiskurinn bregzt; að minnsta kosti mega kaupmenn — þessir 3, sem þar eru — vera forsjálli með vörubirgðir, en hjer gjörist, ef vel á að fara. Stjórnin bannar að selja innlendum mönnum á Kadiak brenni- vín. En þeim þykir það gott, og heldur en að deyja ráða- iausir búa þeir sjer sjálfir til brennivínsgjörðaráhöld og brugga brennivín úr sýrópi og mjöli, sem þeir fá i kaupstaðnum. En það, sem nærri má geta, verra en nokkur spritbl/nda, og láta þeir landar vorir illa yfir, hvernig það fari með þessa vesal- ings Skrælingja. Samt sem áður er brjefritarinn eigi vonlaus um, að ís- lendingar fáist til að byggja Kadiak, ef stjórn Bandamanna vill vinna það til, að borga flutningskostnaðinn þangað, og það sýnist honum hún ætti að gjöra, þvi noli hún ekki þetta tæki- færi, komi hún þar aldri upp byggð hvitra matma, og takist það ekki, sje landið henni ónýtt. Hann segi:, að i Bandaríkj- unum öllum munni vera nál. 500 íslendioga. í eir uni sjer þar ekki og vilji komast eitthvað í burtu, en geti ekki flutt sig fyrir fátæktar sakir. Stjórnin í Canada hafi augastað á þeim i óbyggðirnar þar, og megi Bandamenn vara si;r á, að hún verði nú eigi fyrri til að bjóða þeim kaupla-isari flatning þang- að. Þeir muni falir hverjum, sem bezt býður. Mansal er þetta að vísu ekki, en einhvern fceim ber það þó af því. Verði það ofan á, að landar vori' kjósi heldur Iíadiak, gangast þeir að líkindum helzt fyrir því, að þar muni þeim takast að halda þjóðerni sínu óskertu. En skyldi það nú ekki vera tálvon? Ekki verður það meö öðru móti, en að öðrum þjóðum verði bönnuð bólfesta þhr. þv enginn skyldi byggja upp á, að þær gæfu ekki um það Sjeu »ar aðrareins nægtir alls konar gæða, sem herra J. Ó. telur oss trú um, má nærri geta, hvort ekki mundi fleiri nn íslendinga langa til að ná í eitthvað af þeim. Og úr því eina sinni væri komin þar byggð hvítra manna, mundu Skrælingjarnir ekki fæla menn burtu, eins og nú. Og færu aðrar þjóðír á annað borð að taka sjer þar bólfestu, yrðu íslendingar ekki lengi að «komast i minnihluta», og hvað ætli þá yrði úr þjóðernim? þeirra o. s. frv. Nema að þeir gjörðu það að skilyrði, er þeir flyttu sig á Kadiak, að öðrum þjóðum yrði bannað að setjast þar að. En vjer erum hræddir um, að eigi mundi verða gjört annað en hlegið að þeim, sem kæmi upp með slíkt. Að minnsta kosti segist herra J. Ó. og öðrum svo frá frelsinu i Ameríku. En setjum nú svo samt sem áður, að íslendiDgar ferigju að sitja ein- ir að landinu, ætli þeir mundu verða þeir ’mrgeisarnir, undir eins og þeir kæmu þar, — svo sem 2—1 hútrdrnð manna, meirayrðiþað nú ekki, —aðþeiryrðu einfærir um, fjelausir og allslausir, að færa sjer landið í nyt, svo som þyrfti, þó þeir nú ekki hugsuðu út af eins hátt og J. Ó., som gjörir ráð fyr- ir að þeir mundu með timanum ná undir sig allri Kyrrahafs- verzluninni og íslenzkt þjóðerni (á Kadiak) bera ægisbjálm yfir megin-þjóðir þessa heims?!!!. Að ætla sjer að halda íslenzkri tungu og þjóðerni í Ameríku um allan aldur og æfi hlýtur og að vera tómur barnaskapur. — það sjer hver heilvita maður. í hverju skyni flytja menn sig þangað? í því skyni að «sigla sig upp», komast undir góð efni, til þess að geta haft nógafhvers- konar líkamlegum gæðum. þetta getur nú því að eins lánast, fyrir þeim, að þeir verði sem fljótast jafnvígir þeim, sem fyrir eru. Annars taka hinir allt af Ijónspartinn. En á þeim víg- velli er annarleg tunga og þjóðerni ekki annað en ábaggi, ekki til annars en tafar og tálmunar. það er auðskilið. Bezt að kasta honum af sjer sem fljótast. Förin er ekki til þess gerð að setjast út í horn og leika sjer að einhverju, sem manni þyk- ir vænt um, eða sitja inni til þess að ekki slettist á fallegu fötin. þetta sjá skynsamir Vesturfarar ofur vel. Viljum vjer benda á orð eins þeirra, er oss virðist hafa ritað einna hyggi- legast um þetta mál. það er herra Sigfús Magnússon á Grenj- aðarstað. Hann segir (í Nf. XIV, 13): «í>að er auðsjen vitleysa, að hugsa sjer að halda þar (í Ameríku) þjóðerni sínu. Maður er neyddur til að kasta öllu því gamla, tii að geta lifað þar». Sem betur fer, er almenningur hjer á landi nú farinn að opna augun og sjá þessa og aðra annmarka á Vesturheims- sælunni. þess vegna er, sem betur fer, úlflutningssýkin far- in talsvert aðrjena. «Sem betur fer», segjum vjer, ekkilandsins vegna, heldur vegna útfaranna sjálfra. Hefði J. Ó. komið með Alaskabók sína fyrir svo sem 3—4 árum síðan, er sízt að for- taka, að hún kynni að hafa náð tilgangi sínum og gjört ís- lendinga að Kad- eða Iíodjökum, hvort sem það á heldur að heita. Nú lesa menn hana eins og «róman», fjörlega og skemmtilega ritaðan róman, sem við var að búast af jafngáf- uðu skáldi sem böf. er. Eeykjavík, 22. sept. 1875. Prestvígsla. Sunnudaginn 5. þ. m. vígði biskup vor prestaskólakandidatana Tómas Hallgrímsson og S v e i n E i r í k s s o n, til Stærri-Árskógar og Kálfafells. Frá ntlöndnm. «Edinburgh 13. sept. 1875. — Frjettir eru litlar sem engar. Uppreistin í Ilerzegowina er lin- sótt enn sem komið er, enda eiga landsmenn við ramman reip að draga þar sem eru Rússar, Austurríkismenn, Þjóðverjar og Tyrkir, sem allir toga ól eigin hags sinn í hverja áttina, en láta hags enna kúguðu ógætt, nema að svo miklu leyti, sem þeirra eigin gagn greiðist við, að að honum sje hlúð». Austfirðin^asamskotin á Englandi voru 13. þ. m., er Queen lagði af stað frá Edinborg, orðin 2,400 pund sterliug, eða rúml. 43,000 krónur. Samskotanefndin gjörði út landa vorn, herra Eirík Magnússon, rrumkvöðul samskotanna, til að kaupa korn fyrir þetta fje, og taka sjer skip með það til Auslfjarða. Var hann að búa ferð sína frá Edinaborg, er Queen fór þaðan, og er nú að líkindum kominn upp á Aust- fjörðu. Hann var búinn að kaupa 100 tons (1045 tunnur) af indversku korni (mais), 25 tons (260 tnr) af bankabyggi og 25 tons af höfrum; og leigja til flutningsins gufuskipið Fifeshire, er hjer kom i sumar eptir hestum, og er 267 tons að stærð. Bæta skyldi við kornkaupin, ef efni leyfðu. Kornið er ætlað meðfram til fóðurs, einkum nautpeningi. Mun það koma í góðar þarfir, því að svo höfum vjer frjett að austan, að helzt hugsi bændur að fækka kúm sínum í haust, til þess að geta haft töðuna til að halda lífinu í sauðskepnunum. Oss þykir eigi mega minna vera, cn að getið sje í ís- lenzkum blöðum nafna þeirra, er staðið hafa fyrir samskotum þessum og mestan þált eiga því í jafnágætu líknarverki. t'að eru, auk borgarstjórans í Lundúnum og herra Eiríkur Magn- ússon, sem áður er getið, sir Thomas-Dakin (úr borgarstjórn- inni), sir D. Wedderburn, Beresford Hope, þingmaður, Dr. Vaugham, Dr J. Rae, Dr Leared, Andrew Jobnsthon, sjern Francis Uolland, W. Morris (skáldið), og M’Innes. Ilafa

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.