Ísafold - 12.11.1875, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.11.1875, Blaðsíða 2
163 164 hlutann í barnaskólamálinu fyrir þetta mál? f>að litur svo út, sem honum sje annast um það, að hrúga á þennan meiri hluta álasi fyrir allt það, sem honum geðjast eigi að. Að rjett sje að taka toll eins fyrir mó Reykjavíkur, eins og landsnytj- ar annara jarða, ætla jeg víst að enginn geti neitað. Hitt er ailt annað mál, að bæjarbúar vilja þurfa að greiða sem minnst gjald í bæjarþarfir, og það er mjög eðlilegt; en hvort þeir greiða gjald sitt sem mótoll eða með öðru nafni, má þeim með öllu á sama standa. Ef því rjett er að taka gjald fyrir mótökuna, og sá tollur minnkar auka-útsvör bæjarbúa, sem hvorugu verður neitað, þá er dæmi höfundarins ónýtt og einskis virði. Á hinn bóginn getur margur, ef tii vill, efazt um, að reglurnar fyrir mógjaldinu sjeu sem rjettastar og hag- felldastar. það er líka allt annað mál, og nær alls eigi til tollsins sjálfs, hvort eptirlitið með mótakinu og torfristunni sje ófullkomið; en ef svo er, þá ætti höfundurinn að vera svo hreinskilinn, að skýra bæjarstjórninni frá því, sem aflaga fer í þessu efni, en eigi að vera með nafnlausar dylgjur í blöðun- um, sem enginn getur reitt hendur á. Að nokkuð af tolli þessum gangi í vasa umsjónarmannsins er varla tiltökumál; því að mannkynið er nú svo gjört, að það vill gjarnan hafa eitthvað fyrir snúð sinn og snældu, og að öllu óreyndu hef jeg það fyrir satt, að höfundurinn sje með sama markinu brenndur. þá kemur nú Austurvöliur og Austnrstræti. það var svo sem eigi ónýtt fyrir höfundinn, er hann sá, að jeg hafði látið það á prent út ganga, að einungis 4000 kr. hefðu gengið til xAusturvallar og Austurstrætis. Tarna var matur fyrir hann, og hann er eigi svo sem lengi að biðja mig að standa við það. j\ei, herra minn; við það stend jeg eigi; því að 4000 kr. er hrein og bein prentvilla fyrir 8000 kr. í nokkrum blöðum ísa- foldar, og það mátti höfundurinn vita; því að það mun öllum bæjarbúum fullkunnugt, að uppfyllingin og tyríingin á Austur- velli kostaði 3,200 kr., og viðgjörðin á Austurstræti nær því 2000 kr., og við það bætist grindurnar kring um Austurvöll, endurgjald fyrir lóð til breikkunar Austurstrætis, og flutningur og viðgjörð á grindunum með fram því að norðanverðu, svo að það hefði verið tilgangslaust fyrir mig, að segja, að verk þessi hefðu einungis kostað 4000 kr. þar sem hann álasar oss 4 fyrir þessar aðgjörðir, skal jeg fræða lesendurna um það, að lánið til þessara verka, 10,000 kr., var samþykkt af 6 fulltrúum af þeim 7, sem þá voru á fundi, og þessi eini, þegar hinir reglulegu riddarar sáu, hvað mikið var haft við hina, fóru þeir að sjá ofsjónum yfir því. þeir þóttust sjá* að hversu mörgum höggum sem þeir höfðu úthlutað óvinum konungsins á herferðum sínum, þá væri þó hvergi nærri eins mikið varið í þau öll saman eins og þessa þrjá skelli, sem hinir nýu fjelagar þeirra höfðu fengið hjá konginum. þeir brugðu því við, og rituðu konungi allraþegnsamlegasta bæna- skrá um að fá inngöngu í hina nýu riddarastjett, er Ilans Hátign hefði sjálfur búið til. Nimrod konungur brosti í kamp sjer og gaf þeim skell á herðarnar, hverjum af öðrum, og upp frá því var konungum helgaður sá rjettur að dubba riddara eða slá til riddara, eins og að slá peninga. l'eir notuðu hvoru- tveggja rjettinn óspart, og stundum bar við, að þeir hittu ekki rjett, og gjörðu hundingja að höfðingjum og spesíur úr eir í stað silfurs, en á slíku var eigi hart tekið. Riddarasláltan var í heiðri höfð í hverju landi, eigi síður en peningasláttan, ridd- araskellurinn var lálinn gangaíerfð frá kyni til kyns; en kyn- legast var það, að því fleiri aldir sem liðnar voru síðan ridd- araskellurinn hafði verið veittur, því meiri var í honum krapt- urinn, þ. e. því hreinna og betra var riddarablóðið í ættleggnum. Riddararnir fjölguðu nú óðum, sem nærri má geta. Loks urðu þeir svo ákaflega margir, þótt fáir meðal þeirra væri hæfir til riddaraþjónustu í hernaði, að konungarnir máttu til að koma einhverri reglu á þessa riddaramennsku. þeir stofn- settu því riddarareglur (sbr. munkreglur) eða riddarfjelög, og merktu þá riddara, sem eitthvert lið var i, með krossi, til auð- kenningar frá hinum. ivrossar þessir skyldu eigi ganga að erfð- um, og fengust eigi fyrir annað en ágæt hreystiverk; var þvi miklu meira í þá varið en riddaraskellina gömlu. En nú er eptir að vita, hvernig þessum reglum var fylgt. sem greiddi eigi atkvæði með láninu, var Einar prentari þórð- arson. Hvort jeg misskilji stöðu mína í bæjarstjórninni fyrir það, að jeg slyð að því, að unnin sjeu slík nauðsynjaverk hjer í bænum, og að verkmenn bæjarins með því móti geti fengið atvinnu, þegar þeir eigi slökkva niðnr arðsamari vinnu, og jafnvel fátæklingum, sem þiggja af sveit, þannig gefist kostur á að verða Ijettari á, það ætla jeg að láta aðra dæma um. þar sem þessi höfundur er allt af að staglast á »andlegum og verklegum framförum», sem hann heimti af bæjarstjórninni, hví skýrir hann eigi fiá, hverjar þessar framfarir eru, sem eigi að sitja í fyrirrúmi, úr því hann telur það engar framfarir, að vegir bæði í og umhverfis bæinn sjeu greiðir og góðir, og úr því það er engar framfarir, að ryðja því burtu, sem gettir orðið bæjarbúum til heilsuspillis, og úr því það eru engar framfarir, að hafa götur bæjarins sem hagkvæmastar og þokka- legastar að auðið er? Hann kemur líklega með tippástungur til þessara framfara næst. því næst kemur kennslueyririnn í barnaskólanum. Þar þykist höfundurinn hafa aptur fundið nokkuð að gagni til að hengja hatt sinn á, og ætlar að sanna skekkjuna hjá mjer með því dæmi, að árið 1873 hafi bæjarbúar greitt 616 rd. til barna- skólans, og þetta tillag hafi verið milli 5 og 6 hluta af auka- útsvarinu1, og að sá, sem borgaði 5 rd. í auka-útsvar, hafi því greitt eigi fullan I rd. til skólans, og sá, sem borgaði 25 rd. í auka-útsvar, hafi borgað 5 rd. til skólans o. s. frv., og af því megi sjá, að hinir fatæku borgi eigi fyrir hörn hinna efnaðri. Nú er jeg hreint hlessa á yðnr, herra höfundur, hve ruglaður þjer eruð í hugsunum yðar. þjer sjáið þó víst sjálfir, ef þjer gefið yður tima til, að hugsa nokkuð, að sá bæjarbúi, sem greiddi 1 rd. til barnaskólans, en átti ekkert barn í skól- anum, greiddi með því móti 1 rd. af kennslu-eyri þeim, sem embæltismaðurinn eða aðrir áttu að greiða fyrir þau 3—5 börn sín, sem tilsagnar nutu í skólanum. þella þarf víst engrar frekari skýringar við; því að hvers vegna annars var hann látinn greiða þennan eina dal? og ef þeir, sem Ijetu börn sín ganga í skólann, hefðu greitt svo mikinn kennslueyri, sem kostnaðinum hefði numið við kennsluna, þá hefði skólinn einskis tillags þurft úr bæjarsjóði. 1) það lítur svo út, sem höfundurinn sjc eitthvað ruglaður í reikning- unum, er hann telur 616 rd. 5 hluta af 3,486 rd. Jeg ætla samt eigi að nota þcnnan reikning. Hinir fornu veiðikonungar eða Nimrodar voru gleðimenn miklir og örir í lund. Kæmi glaðlyndur maður til hirðarinnar, er kynni vel að skemmta konungi, var honum vikið dálitlum krossi; ef fríð og ástúðleg kona renndi einhverntíma hýrum augum til hans hátignar, varð maður hennar sjálfsagt að fá vænan kross. Á nýárinu voru allir, sem langaði í kross eða titil, vanir að þyrpast til hallarinnar tit þess að óska konung inum gleðilegs nýárs, og gat hann þá ekki verið að sjá eptir þó nokkuð gengi upp af pjötlunum. tlann fór ofan í vasa sinn og kastaði hvað eptir annað hnefafylli af krossum innan um blessaðan barnahópinn. þegar Nimrod ellefti var á döguni — nokkrum manns- öldrum eptir Nóaflóð -- var hver maður, er eitthvað hafði sjer til ágætis, krossaður. Maður gat lesið sig, reiknað sig, sung- ið sig, dansað sig, og jafnvel snýkt sig upp í riddara; maður fjekk kross fyrir að standa fyrir beina, fyrir að selja mixtúrur, fyrir að ala u.\a, fyrir að leika á harmóniku, fyrir að yrkja falleg Ijóð, og jafnvel fyrir að búa til leirburð. Á dögtun Nimrods þreltánda var svo langt komið, að einu sinni var konungi sýnt sem eitthvað náttúruafbrigði manntet- ur, sem hafði hreint engan kross á brjósti. Konungur varð öldungis hlessa, og spurði, hvort mannskepnan hefði þá gjört nokkuð. Af þessu má sjá, að í þá daga var það aðalskilyrði fyrir að komast í riddara-tölu, að maður hefði ekkert gjörl (setn gagn væri aö). Og þetta var nú í Assyríu, þar sem hver maður bar parrvk l'rá því hann komst úr vöggttnni. Jeg ætla ekki að minnast á, hvað orðið hefir úr krossaganginnm meðal yngri þjóða, setn ekki eru eins alvörugefnar og Assyringar; jeg sneiði mig lijá að miunast á ósköpin. Menn trúa þeim

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.