Ísafold - 06.12.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.12.1875, Blaðsíða 3
189 190 v inn í 20 ár eða meira, er hann seldur hestaprangara, sem siðan kreystir úr honum síðustu líftóruna. þetta eru launin. Að vísu þykir ekki failegt að fara illa nríeð skepnur, en þó fá þeir, sem það gjöra, miklu vægari dóm en þeir eiga skilið. Þeir ættu að hafa hvers manns fyrirlilningu. Jeg get ekki haft góða trú á þeim manni, sem fer illa með skepnur sínar. Þeir sem ímynda sjer, að skepnan geti eigi fundið til nema á líkamanum, eru mjög hugsunarlitlir. Vjer sjáum dag- lega nóg dæmi þess, að skynlausu skepnurnar, sem svo eru kallaðar, hafa allt eins næmar tilfinningar og geðshræringar, og vjer sjálfir. Sv. — Bókafregri. Rjelt áður en póstskipið fór frá Khöfn 16. f. m. kom þar út Edda Snorra Sturlusonar, gefln út á kostnað hinnar Gyldendölsku bókverzlunar af cand. philos. Þorleifi Jónssyni. Utgáfa þessi virðist vera vönduð að öllum frágangi og er bókin mjög snoturlega prentuð. Textinn mun vera að mestu eins og í Árna-M'agnússonar-nefndar-útgáfunni stóru, og hefur hinn ungi útgefandi að líkindum ráðfært sig við þá prófessor Konráð Gíslason, Jón riddara Sigurðsson og og Jón rektor Þorkelsson um það sem vanda- eða vafamest heflr verið; hann segist hafa þegið af þeim vmsar bendingar og ráð. Framan við bókina er stutt og laglegt ágrip af æfi þeirra Snorra og Árna Magnússonar eptir útgefandann, og var það vel til fallið. Aptan við eru skýringar yflr visurnar í Eddu og nafnaröð. Snorra-Edda er eins og kunnugt er, eitthvert hið fegursta blóm bókvisi vorrar, og ætti hver maður að vera henni grandkunnugur. Nú höfum vjer fengið handhæga útgáfu af henni, og er vonandi að sem flestir reyni til að eignast svo eigulega bók, þótt hún sje nokkuð dýr (4 kr. 50 a.). Virðist oss fyrirtæki útgefandans þakkarvert, því að eldri útgáfur Eddu, þær er við alþýðu hæfl voru, eru nú löngu upp seldar. — Ný- komin er og út frá landsprentsmiðjunni Skýrsla um hinn lœrða tkóla í Reykjavik um skólaárið 1874—75, eptir Jón rektor Þorkelsson, með upphafl á orðasafni aptan við, (isienzk orð, sem ekki finnast f íslenzkum orðabókum). Nú sjest eigi leng- ur danskan á annari hvorri síðunni í skólaskýrslunni; á hra Jón rektor þökk skilið fyrir að hafa komið þeim ósið af. — Af Alþingistíðindunum eru nú fullprentuð 3 hepti, 45 arkir í tví- dálkuðu 4 blaða broti. Öll verða þau að sögn einar 150 arkir, þótt ekki sje prentað nema örstutt ágrip af ræðum þingmanna. Tíðindunum er nú ekki skipt eptir fundarhöldum, heldur er hvert mál prentað allt saman, í einu lagi, og fer það betnr. Kvæði. Sungið eptir afhjúpun myndar Thorvaldsens. Albert kær! á lngólfs strindi, Atlants fram við sæ Snælands burum augna yndi, Okkar prýddu bæ. Yflr þjer frá Esjutindi, Eins og Sögu hrós, Róslit, gullkvik vaka í vindi Vetrar norðurljós. Undir norðurhjarans hæðum, Hríms ( kaldri byggð, Norrænt blóð f okkar æðum Elur forna trygð. Háa norður I fræga, frjálsa, Frá þeim nyrðsta gnúp Signist þú lil syðstu hálsa, Sól þar gyllir djúp. Heiðlopts bláa, hollir andar! Hefjið vængjaflug Andið mjúkt til eyjastrandar Islands bróðurhug. Ástgjöf þakkið ítursnjalla Axeh borg við sund, Kveðju, er sendir konan fjalla, Kynnið svanagrund. Steingrimur Thorsteinsson. — HTý prentsmlðja er komin upp á Akureyri. Stofnandi hennar er hra Björn Jóusson, ritstjóri «Norðanfara»> og hefir hann útvegað sjer hana til þess að þurfa eigi að nota prentsmiðju Norður- og Austuramtsins til að prenta í blað sitt, úr þvf annar var orðinn forstöðumaður fyrir henni. Hann fjekk konungsleyfi ( sumar 28. júní, til prentsmiðjustofnunarinnar, og gat fyrir drengilega hjálp frænda sfns, Edvalds læknis John,- sens í Khöfn, nálgast prenlsmiðjuna fyrir haustið, og er nú Norðanfari kominn á kreyk aptur, öllu snotrari ásýndum en áður, því letrið er ágætt. Svo er til ætlast, að prentsmiðja þessi verði eign hlutafjelags; hafa að sögn frændur hra B. J. lagt talsvert fje í það. |>að er hvorttveggja, að Norðlingar bera mjög af Sunnlendingum að fjöri og framtakssemi, enda sjer það og á höfuðstað þeirra. Lengi hafa Reykvíkingar verið að hugsa um að koma sjer upp gistingaskála (Hotel), en það hafa orðið tómar umþenkingar, eins og línuskipasmíðarnar hjá Álptnes- ingum. Akureyrarbúar eru löngu búnir að því, umþenkingarlítið. Akureyrarbúar eru löngu búnir að koma sjer upp ábyrgðarsjóði,en það eru Reykvikingar ekki einu sinni farnir að hugsa um. Loks eru nú Akureyrarbúar búnir að koma sjer upp nýrri prent- smiðju, áður en Reykvíkingar litu við. Annars virðist lýsa sjer meira kapp en forsjá f þessari prentsmiðjustofnun, þvi að ó- hugsandi er, að tvær prentsmiðjur geti haft nokkuð að gjöra að ráði á Akureyri, enda er hætt við, að Norðlingum komi það, sem von er, eigi vel, ef á að fara að ríða ofan þjóðstofn- un þeirra, hina prentsmiðjuna. f>að sem hingað hefir borizt af hinum endurrisna Norðanfara (2 blöð) og af Norðlingi virðist og bera með sjer, að hinir ágætu liðsmenn í ritstörfum, er Nf. átti áður, sjeu búnir að hafa vistaskipti. Norðlingur er einarður og skörulegur í máli, og fer það að vonum, að nöfn- um hans líkar vel við hann. — Postg'öng'ur. Hinn 13. f. m. hefur íslandsráðgjaf- inn eptir uppástungu landshöfðingja samþykkt breytingar þær á póstgöngum, er nú skal greina. Vestanpósturinn á að fara beina leið milli Reykjavíkur og ísafjarðar, en kemur eigi við í Stykkishólmi, heldur gengur aukapóstur þangað frá Hjarðarholti í Dölum, sem kemur við á Breiðabólstað á Skógarströnd og fer frá Stykkisbólmi suður að Búðnm, þaðan að Rauðkollsstöðum og Staðarhruni, og sið- an til Stykkishólms aptur og þaðan að Hjarðarholti í Dðlum, f veg fyrir aðalpóstinn, sem þá kemur vestan af ísafirði. Úr leið norðanpóstsins á að ganga aukapóstur frá Melum f Hrútafirði, að Stað f Steingrímsfirði og koma við á Borðeyri og Prestsbakka, en Strandasýslupósturinn frá Bæ leggist niður. í Hjarðarh. í Dölum og á Melum í Hrúlaf. skal stofna ný- ar póstafgreiðslur með 50 og 40 kr. árslaunum; á Rauðkollsstöð- um, sem nú er póstafgreiðslustaður, skal eptirleiðis að eins brjefhirðing. Brjefhirðingin á Kvennabrekku leggist niður. Breytingar þessar öðlast gildi 1. janúar 1876, og frásama tíma skal stofna nýa póstferð á miðjum vetri til að fly tja brjefsendingar, en böggulsendingar því að eins að rúm leyfi. í þessa nýu (1.) póstferð á vestanpósturinn að leggja af stað af ísafirði og norðanpósturinn frá Akureyri 12. j a n ú a r, og frá Reykjavík aptur 4. og 3. febrúar. Austanpósturinn þar á móti hefur göngu sína í Reykjavfk og leggur af stað þaðan 7. febrúar. — Póstshipið, sem fyrstu ferðina að ári hvað eiga að verða Fylla (herskipið), vegna aðgerðarinnar á Díönu, á að hætta að koma við á Berufirði, en leggja í þess stað inn á Seyðisfjörð (3 miðferðunum, «ef veður og sjór leyfa*. Auk þess á það í sömu ferðum að fara aukaferð til Hafn- arfjarðar og Stykkishólms fram og aptur. Sakir tafar- arinnar, sem þar af leiðir, á skipið að hætta að koma við í Granton, en fara um á Hjaltlaadseyjum (Leirvík) allar leiðir. þessar breytingar á ferðáætlun póstskipsins hefir innan- rikisráðgjafi Dana gjört, að mestu leyti eptir tillögum neðri deildar alþingis f sumar, en þessar tillögur hafði landshöfðing- inn sent ráðgjafa íslands með meðmælurn sínum. (Stjórnartíð. B. 13. nr. 87—1875). Póstskipið má, eptir því sem segir í nefndu stjórnarbrjefl, ekki gefast upp við að komast inn á Seyðisfjörð fyr en það er \)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.