Ísafold - 24.12.1875, Blaðsíða 4
223
224
sumarmálum til veturnótta. Mælt er, að Norðmenn hafl 24
milj. króna upp úr fiskiveiðum síuum um árið.
— Manntjónið í ófrið Frakka og f>jóðverja 1870—1871
hefir mönnum talizt á þessa leið: Af Frökkum ljetust 138
þúsundir, af f’jóðverjum að eins 44 þúsundir; en sár fengu
auk þess 127,000 í liði Þjóðverja, en 143,000 af Frökkum.
Af þessum 138 þúsundum, sem Frakkar misstu, ljetust 17,000
í herleiðingu austur á þýzkalandi; 12,000 vissu menn eigi hvað
um hafði orðið, og eru þeir einnig taldir meðal hinna látnu.
Ellefu þúsundir hinna frakknesku hermanna gáfust upp á her-
göngum, mest af skóleysi og öðrum illum útbúnaði. Á slíku
bar lítið sem ekkert í liði Þjóðverja. Svo er sagt, að af
Frökkum haíi miklu fleiri látist úr sóttum en faflið fyrir vopn-
um í þessum ófriði, og slíkt hið sama kvað hafa átt sjer stað
í Krímstríðinu 1854 og herferðinni til Ílalíu 1859, og mun
það mest að kenna vistaskorti, illum útbúnaði og vondri hjúkr-
un í veikindum.
— i'Keisaraklukkan mikla». í hæsta turninn í
hinni miklu dómkirkju í Köln á Þýzkalandi var til minningar
um sigurinn yflr Frökkum hengd upp klukka, sem er kölluð
"keisaraklukkan mikla» og er 50,000 pund að þyngd. Hún er
svo stór, að 15 menn geta staðið innan í henni, og þrjátíu
manna afl þarf til að hringja henni.
— Póstarnir á Englandi. Árin 1841—45 báru
póstarnir á Englandi 227 miljónir brjefa, næstu fimm ár (1846
—50) 327 milj., árin 1851—55 410 milj., 1856—60 523 milj.,
1861 — 65 648 milj., og 1866—70 800 miljónir að meðaltali
hvert ár. Árið 1871 voru póstbrjefin 867 milj., 1872 885
milj., og 1873 909 miljónir. Árið 1872 voru 109 milj. blaða-
númer send með póstum, og 1873 125 milj.
— Svo sem kunnugt er, hafa grískir prangarar lengi leikið
þá list að selja nýjar líkneskjur sem fornmenjar, er fundizt
hafi í jörðu, fyrir of fjár. Fyrir eigi alllöngu ljet lögreglustjór-
inn í Aþenu gjöra leit hjá fornmenjasala einum, og fundust
þá í híbýlum hans 130 líkneskjur, er hann hafði látið gjöra í
því skyni að selja þær á útlend forngripasöfn sem leifar frá
fornöld Grikkja, eptir hina miklu snillinga, sem þá voru uppi.
— Blaðið Times í Lundúnum, er lengi heQr verið kallað
mesta blað í heimi, hefir frjettaritara út um allan heim og
hafa þeir jafnan nóg að vinna, enda er eigi nurlað utan af
launum þeirra, einkum þeirra í stórborgunum, t. d. Berlin,
Yín og Paris. Svo er sagt, að lítið meira þvki varið í að vera
ráðgjafi hennar hátignar Viktoríu drottningar, heldur en að
vera frjettaritari Times í Paris t. a. m. Svo er blaðið mikils
metið. Parísarfrjettaritinn hefir 2000 kr. í laun um mánnðinn
(24000 um árið), og fær auk þess endurgoldinn allan skrif-
stofukostnað og allan húsnæðiskostnað, sem mun ekki vera
smár, því að híbýlin kváðu ekki mega vera öllu óprúðari en
um, er aðra trú höfðu.
Jóseph hafði látið gjöra musteri allveglegt í Iíirtland. J>að
var vígt 27. marz 1836. Sagði Jóseph, að þá hefðu þeir Mó-
ses, Elias og Elisa birzt sjer, og afhent sjer lykla, en með
þeim lyklum gæti hann úthlutað hverjum þær náðargáfur, er
hann vildi, svo að bæði sjálfur hann og aðrir, er hann byggi
þannig út, fengju takmarkalaust vald bæði í tímanlegum og
andlegum efnum (!!).
t’rátt fyrir allar tíundirnar og nefskattana af þegnum sín-
um var Jóseph í stórskuldum, og til þess aðkomast úr þeim,
breytti hann sparisjóðnum, sem hann hafði stofnað fyrir sam-
skotafje handa hinni nýju Jerúsalem, í banka, og gat tælt ýmsa
af söfnuði sínum til að leggja fje í hann eða lána fasteignar-
veð honum til styrktar. Síðan gaf hann út seðla upp á þenna
banka sinn, og ællaði síðan að borga skuldir’sínar með seðl-
unum. Nú getur enginn banki staðist, nema hann eigi nóg
gull eða silfur til að láta fyrir seðlana, ef þess er krafist, en
banka Jósephs vantaði mikið á það, enda leið eigi á löngu,
áður hann kæmist í þrot. Iíomu þá skuldunautar Jósephs,
og hirtu allt sem til var í bnnkanum, hver sem það átti. En
áður höfðu þeir Smith og Rigdon skotið undan ýmsum dýr-
gripum úr bankanum og fjenýttu sjer þá. þetta kvisaðist, og
varð þá allt í uppnámi í söfnuðinum. Smith líkti mótstöðu-
mönnum sínum við Iíorah, Datan og Abiram, og kvað jörðina
hjá stórhöfðingjum. Loks kostar blaðið borðhald hans allt, og
er gjört ráð fyrir að 6 gestir borði hjá honum á hverjum degi.
Auk þess hefir hann 4 skrifara, og launar blaðið þeim líka
sjálft. í’urfi einhverju til að kosta fyrir utan þetta allt saman
til að útvega blaðinu frjettir, borgar útgefandi Times það líka.
— Blað eitt í Vesturheimi hrósaði einu sinni happi yfir því,
að það hafði orðið á undan öðrum blöðum með skýrslu um
stórkostlegt járnbrautarslys, og fór um það svofelldum orðum:
»Vjer vorum svo lánssamir, að einn af frjettariturum vorum
var í förinni (á járnbrautinni) og hann var svo heppinn, að
missa ekki nema annan handlegginn; með hinum flýtti hann
sjer að rita oss atburðinn».
A U G L Ý S I N G A R.
Bækur til söln.
Hjá undirskrifuðum fást eptirfylgjandi bækur m. fl. Iír. a.
Cand. H.jBriem. Kennslubók í enskri tungu, óinnbundin 3 »
---- ---- innbundin í sterkt band 3 70
Sjera J>. Böðvarsson. Lestrarbók, óinnbundin . . . 3 »
----- —— innbundin í gott band 4 »
----- ----i fínt band með gullsniðum 6 »
Iír. Jónsson. Kvæði.................................3 50
Uppdráttur eptir Benidikt Gröndal með skýringum . . 2 35
J. Thoroddsen. Piltur og stúlka .......................1 70
Zschokke. Husandagtsbog, óinnbundin.................4 50
— ----- innbundin í fínt band . . 7 »
C. J. Boye. Prædikener, innbundnar í fínt band . . 5 50
De to Venner, i 4 Dele..............................12 50
Langfrey. Napoleon den Förstes Historie. Kemur út í
beftum á 6 arkir, hvert hefti á . . . . »45
Historisk Archiv. Et Maanedsskrift. Heftið á ...» 85
----- ---------------Árgangurinn á . . . 10 20
Sigfús Eymundsson.
— Ileilbrfgðistíðimlin og Sæmnndnr froðl
eru til sölu hjá útgefandanum,
Dr. J. Hjaltalín (í Glasgow).
— Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á
skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e.m.
Kaupendur Isafoldar úr nœrsveitunum hjer við
Reykjavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj-
úlft Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara.
mundu gleypa þá. En ekki varð neitt af þvi. Gengu þá all-
margir þeirra af trúnni, þar á meðal Harris; hann hafði misst
aleigu sina í bankahruninu. Nú átti að hepta þá Jóseph og
Rigdon fyrir sviksamleg gjaidþrot, en þá flýðu þeir á náttarþeli
og hjeldu vestur til Missouri. þetta var í janúarm. 1838.
Nú settist spámaðurinn að í Far West, hjá trúarbræðrum
sínum þar. Ætlaði hann að ná þar landi handa sjer og lýð
sínum, en gekk ekki vel. Var honum þá vísað á eyðihjerað
nokkuð skammt þaðan, og Ijet hann þegar efna þar til bæjar-
gjörðar. Hann gaf nafn borg þeirri og kallaði »Adam Ondi
Aman«. Átti það að vera egvpzka og þýða: »Guðs dalur, þar
Adam blessaði börn sín«. Sem nærri má geta, er merk-
ing þessi tóm vitleysa. »Adam« er eins á allar tungur; »A-
mami er bjagað úr Ammon, en svo nefndist eitt af goðum E-
gypta. |>að mun Rigdon hafa sagt Smith. »Aman» er þá
látið þýða »Guð«. En þá er eptir orðið «Ondi», og á það
að þýða: »Dalur, þar blessaði börn sín«. í sálmabók
Mormóna segir (í Nr. 88), að Drottinn vor Jesús Kristur hafi
á holdsvistardögum sínum gengið um kring í Adam Ondi A-
man, og Enoch sömuleiðis, og þar muni Drottinn koma aptur.
(Niðurlag síðar).
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Júnsson, cand. phil.
Landsprentsiuiðjan í Reykjavík. Einar þórðarson.