Ísafold - 24.03.1876, Blaðsíða 1
f
ð a f o I b.
III 6.
Föstudaginn 24. marzmánaðar.
I§?6.
f
ö r n G u n n 1 a u g s s o n
er liðinn. Flestum mun kunnugt, að
hin síðustu árin var að kalla mátti ekki
eptir nema skarið af iifi þessa mikla
manns. Að kvöldi hius 17. þ.m.slokknaði
það, af lítilfjörlegum lasleik.
Björn Gunnlaugsson fæddist að Tann-
stöðum við Hrútafjörð 28. sept. 1788.
Foreldrar hans hjetu Gunnlaugur
MagnÚ8Sonl, einstakur hugvitsmaður og
smiður, og Ólöf Bjarnardóttir, og
munu þau síðan hafa flutzt búferlum
austur á Vatnsnes, því að þar er Gunn-
laugs smiðs jafnan getið. Björn, er
miður þótti til bændavinnu fallinn, var
settur til bóknáms, fyrst hjá Gtsla presti
Magnússyni að Tjörn á Vatnsnesi og
síðan hjá Halldóri prófasti Ámundasyni
að Melstað, og þaðan var hann útskrif-
aður af Geir biskupi Vídalín árið 1808.
|>á var ófriður sem mestur í útlönd-
um, eins og kunhugt er orðið, og ekki
hugsandi til utanferða hjeðan af landi
fyrir námsmenn. Björn varð því, eins
og aðrir fleiri á þeim óaldarárum, að
bíða betri tíma. Er oss það ókunnugt,
er á daga hans dreif þau árin, frá 1808
til 1817, nema þetta tvennt: að hann
vildi verða kapellan hjá síra Sæmundi
Hólm, presti að Helgafelli, en Espólín
segir:1 að Birni hafi verið ráðið frá
þvf, «með því hann sjálfur var nær
annars hugar um alit nema mælinga-
fræði ;•> ög, að hann náði víðkynningu
þeirra Scheels og Frísaks, löitenanta,
er þá störfuðu hjer að strandamæling-
um, og varð honum það til mikils góðs,
því að bæði veittu þeir honum leið-
beiningu í þeirri mennt, er allur hans
hugur hneigðist að, og gáfu honum
bækur þar að lútandi. Má hafa það að
marki, að Björn hafi eitthvað lesið og
eitthvað lært þau árin, að sama haust-
ið, sem hann sigldi til Kaupmanna-
hafnar, 1817, og tók hið fyrsta lær-
dómspróf á háskólanum (examen arti-
um), leysti hann spurningu þá, er há-
skólinn setti þeim til úrlausnar, er
mælingafræði stunda, og fekk hinn fyr*
irheitna gullpening að verðlaunum.
Mun þetta, að vjer ætlum, eindæmi við
háskólann, að nokkur vinni þar til slíkra
verðlauna sömu dagana, sem hann er
að ganga undir hið fyrsta eða inn-
tökupróf skólans. Árið eplir vann Björn
verðlaunapening háskólans af nýju. Af
þessu fjekk hann orð á sig, og mun
það hafa dregið tii þess, að hann yarð
aðstoðarmaður Schumachers, hins nafn-
kunna stjörnumeistara, við mælingar-
störf hans (Gradmaaling)' suður á Holt-
setalandi, og gekk það í tvö ár. Þessu
1) Árbækur Espólíns 9. hefti, bls. 133.
2) Árbækur Espólíns 10. hefti, 62. kap.
næst varð Björn kennari við Bessa-
staðaskóla 14. maí 1822, og hjelt því
embætti meðan skóli var á Bessastöð-
um, og sömuleiðis eptir að skólinn
fluttist til Reykjavíkur 1846, þangað til
Dr. Hallgr. Scheving sagði af sjer yf-
irkennaraembætti 1850; varð Björn þá
yfirkennari skólans og var það til 1862,
er hann fekk lausn frá embætti og lifði
við eflirlaun upp frá því.
Meðan hann gegndi embætti við
Bessastaðaskóla, bjó hann í Sviðholti
og kvongaðist þar, 1. Ragnheiði Bjarna-
dóttur, ekkju Jóns adjunkts Jónssonar,
sem fórst með póstskipi undir Svörtu-
loptum 1817. þeirra sonur var Bjarni
rektor. En dóttir þeirra Bjarnar Gunn-
laugssonar og Ragnheiðar var frú Olöf,
kona Jens rektors Sigurðssonar. 2.
Guðlaugu Aradóttur, ekkju þórðar stú-
dents Bjarnasonar. þeirra dóttir var
frú Sezelja Thorberg. En þeim Birni
og Guðlaugu varð eigi barna auðið, er
á legg kæmust. Fyrri konu sína missti
Björn árið 1834, en hina síðari ár-
ið 1873
það mátti telja lán hans, að bann
eignaðist þær afbragðskonur, sem hann
átti. Hann þurfti eigi um annað að
hugsa en vísindin og sitt embætti, en
þær höfðu áhyggjur bús og barna.
Bæði sökum þessa og svo hins, að
hann var mikill starfsmaður, þá liggur
mikið og margt eptir hann.
Fyrst má telja ritlinga þá, er frá
hans hendi hafa komið, t. a. m. boðs-
rit Bessastaðaskóla. 1, Nokkrar ein-
faldar reglur til að útreikna tunglsins
gang, á íslenzku og latínu, Viðey 1828
í 4°; 2, De mensura Islandice, á dönsku
og latínu, Viðey 1834 í 8°; 3, Töflur
yfir sólarinnar sýnilega gang á íslandi,
Viðey 1836, 4°; 4, Njóla, eður einföld
skoðun himinsins o. s. frv., Viðey
1842, og gefin út aptur í Reykjavík
1853; 5. Leiðarvísir til að þekkja stjörn-
ur, fyrri og síðari- partur, prentaður
1844 og 1845. þá er «Tölvísin•>, sem
hann ritaði og bókmenntafjelagið gaf
út 1865. Það er mikið rit, og þó ekki
nema helmingur þess prentaður; hitt
er til í handriti og er eign fjelagsins.
þessutan samdi hann ýmsar smágreinir
um sitt hvað, er lesa má ( tímaritum
vorum, þjóðólfi, Islendingi, og ef til
vill víðar.
En þar næst má telja hans mikla
verk: Uppdrátt Íslands. Á þv( starfi
byrjaði hann árið 1831, eptir tilmælum
bókmenntafjelagsins, fyrst eingöngu á
þess kostnað, en síðan styrkti stjórnin.
Verkið var mikið og vandasamt, en
launin lítil, og óhætt að fulfyrða, að
enginn nema Björn hefði ekizt það á
hendur fyrir svo lítið. Haun ferðaðist
á sumrin, tók fyrir stærri eða minni
21
kafla landsins, mældi þá í krók og kring
og gjörði uppdrætti yfir, þegar hann
var kominn heim og hafði tómstundir
til, og hjelt því starfi fram þangað til
sumarið 1843, að hann hafði yfirfarið
landið, eins og hann segir í brjefi til
bókmenntaljelagsdeildarinnar ( Iíaup-
mannahöfn, dagsettu ( Sviðholti 10. febr.
1844: «Nú er eg þá loksins búinn að
yfir fara allt landið, eins og kostur
er á, þó sumstaðar sje ekki svo vel
skoðað sem skyldi; en það mundi
kosta óþolandi tlmalengd og pen-
inga útlát fyrir fjelagið, að láta
skoða hvert einstakt fjall, þar sem þau
standa mjög þjett saman, álíkt og hús
í stórum og þjettbyggðum borgum*.
Þó telur hann sig — í brjefinu — fús-
an til að skoða Vatnajökul, ef fjelagið
vilji; en af því mun eigi hafa orðið.
Landsuppdrættir þessir voru síðan
steinprentaðir, eins og kunnugt er, og
hafa þeir flutt frægðarorð Bjarnar út
um allan hinn menntaða heim. í sum-
ar sem leið fjekk bókmenntafjelagið
heiðurspening frá París fyrir þenna
lands-uppdrátt.
Um Heklug06lð 1845 samdi hann
ritgjörð, og sendi hana (að oss minnir)
vísindafjelaginu í Kaupmannahöfn.
Sömuleiðis ritaði hanB eitthvað um eld
þann, er brann fyrir Reykjanesi 1831.
Og það mun án efa vera margt fleira,
er hann hefir samið, þó oss sje það
að svo stöddu ókunnugt. Það er eigi
ólíklegt, að til sjeu einhver Ijóðmæli
eptir hann óprentuð, því að hann var
skáld, og það einkennilegt og merki-
legt, eins og sum erindi í «NjóIu»
sýna, og vorvísan ( Klausturpóstinum
1823, er þetta er upphaf að. «Inn-
dælt er nú komið vor, af því heylóan
dýrð guði raddfögur sýogur» o. s. frv.
Hann varði öllum sínum stundum
í þjónustu vísindanna, hafinn yfir and-
streymi, stlmabrak og smámuni dag-
legs lífs. Hann vissi tíðum ekkert af
þvl, er í kringum hann gjörðist, og
þarf það eigi að undra, því að hugur ’
hans var þá annaðhvort í langferð út
um himingeiminn og ( fjelagi mpð
Herschel, Arago og Struve, eða hann
sökti sjer ofan ( djúp heimspekinnar
og skygndist þar um, er Leibnitz, Kant
og Fichte höfðu á undan farið. Ef
nokkur má nefnast spekingur að viti af
íslendingum á seinni tímum, þá er það
Björn Gunnlaugsson. Spekings-nafnið
er veglegt, því verður eigi neitað, en
þá fyrst fær það sína sönnu þýðingu,
ef að sá, sem það ber, elskar Guð af
hug og hjarta. Hin óbrigðulu sannindi:
«Ótti drottins er upphaf vizkunnar»,
er sá grundvðllur, sem vjer ætlum að
þessi sjaldgæfi maður hafi byggt á allt
sitt ráðlag. Hann var svo handgengínn