Ísafold - 12.08.1876, Blaðsíða 2
74
I
aði vorum, eins og í öðrum löndum, er
undir því komið, að menn beri fullt
skynbragð á að nota lánin rjettilega.
En með þetta er ekki meira á hættu
en hvað annað. J»að er um peninga
eins og vopn, að menn verða jafnt að
kunna að berjast sem að verjast. Á
móti misbrúkun er engin vörn svo á-
gæt sem ábyrgð sú, er leiðir af því að
hver og einn i þessu sem öðru er sinn-
ar eigin lukku smiður, og ábyrgðina
vantar hjer ekki, þar sem lántakendur
fjelagsins verða sameiginlega að ábyrg-
jast, að fjelagið standi í skilum. t*eg-
ar nú athugað er, að hjá oss er hin
megnasta þörf tit þess að efla sjálfs-
eign og jarðabætur, virðist mjer stofn-
un slíkra lánsfjelaga liggja svo mjög
nærri, að menn ættu að skoða huga
sinn vandlega um þau, og ef að al-
mennur áhugi vaknaði, stofna þau í
hverjum fjórðungi landsins í þessu
sjerstaka augnamiði. Á hinn bóginn
má enginn heldur dyljast þess, að menn,
og það mjög almennt, gæli af eigin
ramleik, án þess að leita peningalána,
unnið meira að jarðabótum en gert er,
og á annan hátt eflt hag sinn. t*ó að
jeg, þar sem mest heflr verið rætt um
banka og lánsstofnanir, hafi mælt fram
með lánsfjelögum þessum, þá hefir það
ekki verið gjört í því skyni að draga
dulur á, að eigin afl dregur hlassið
betur en lánað.
— Um leið og jeg þakka höfundinum
í 5.-6. og 8.—9. blaði Norðanfara þ.
á. mikið vinsamlega fyrir hans unokk-
ur orð til fjelagsverzlunarinnar á Borð-
eyri», þá vil jeg leyfa mjer að minn-
ast litið eitt á uppástungur hans, þar
eð hann beinir einkum máli sínu að
mjer.
Hvað áhrærir fyrstu uppástunguna,
nefnil. að aðskilja ullina, og gjöra verð-
mun á henni eptir útliti og gæðum,þá
skal höfundinum ekki þykja vænna um
en mjer, ef hann getur fundið og sýnt
fram á handhæga reglu til þess, sem al-
menningur verður ánægður með, því
flestum, sem fást við verzlun, hefir
fundizt það mörgum erfiðleikum bundið.
Síðan jeg tók við verzlunarstjórnarstörf-
um hjer áBorðeyri, hef jeg látiðvand-
lega aðskilja ullina, sem komið hefir
til Fjelagsverzlunarinnar, eptir að hún
hefir verið lögð inn, og sent haua svo
til útlanda með númerum eptir g®ð-
um til þess að vonda ullin, sem mað-
ur ’fær meira og minna af frá flesturn
innanum hina góðu, skyldi ekki spilla
útliti allrar ullarinnar. En af þessu
hefir ekki getað leitt, að sá verðmunur
yrði gjörður á ullinni við bændur sem
óskandi væri, þvi tH þess þyrft.aðað-
skilja hana hjá hverjum mann. aður en
hún væri lögð inn, en mjer sýn.st vera
u0praktiskt», ókleyft og skaðleg fyr.r
verzlunina að gjöra þaö á verzlunar-
staðnum því þá tímatöf, er það hefð.
mundu bíudur ,la
þola, þegar nógir kaupendur bjoðast
að henni við hendma eins og hun
kentessfrnæf9tPókskaÍTöfundurinn eptir
að ieg láti hann og nágranna hans fa
að njóta sama -veivilja og nakvæmn.
og aðra f verzlunarlegu tilliti», og vil
jeg reyna að verða við þessari ósk hans,
og það ekki síður, þó hann gjöri sjer
ekki ómak að útvega mjer jafnhoraðar
ær, og hann kann að ímynda sjer að
komið hafi austan fyrir «línuna«, því
mjer hefir aldrei verið og er engin
þægð í að fá jafnhoraðar ær, auk held-
ur horaðri en þær sem hann og sumir
nágrannar hans hafa haft hjer á boð-
stólum; en jeg vil um leið biðja hann
að muna eptir því, að jeg hef að und-
anförnu sýnthonum — jeg þykist nefnil.
vera viss um hver hann sje — ogsum-
um nágrönnum hans og vinum meiri
«velvilja» í verzlunarlegu tiliiti, en
strangasta nákvæmni hefði máske boðið,
með því, að jegtók frá þeim of margt af
rýrasta fjenu, sem kom til verzlunarinn-
ar á næstliðnu hausti. Greinarhöfund-
urinn mun hafa skuldað fjelaginu einna
mest af öllum sem við það verzla, og
verzlaði lítið við það að sumrinu, svo
honum hefir víst mátt koma vel að
mega borga skuld sína með þeirri vöru,
sem hann hafði mest lil af. Hvað það
snertir, að jeg hafi «viljað innræta al-
menningi hjer vestra, að Norðmenn
vilji heldur magurt kjöt en feitt», þá
er von, að höfundurinn áiíti það «skróp-
ar einar», því að jeg hafi viljað gjöra
slikt eða dottið eða dottið það einu
sinni í hug, eru hrein og bein ósann-
indi; en bitt hef jeg sagt, að fje Norð-
manna kringum Björgvin sje yfir höfuð
rýrara en fje hjer, og að ærkjöt mundi
því geta selzt í Noregi, og það hefir
reynslan sannað; og undanfarin 2 haust
hef jeg orðið að taka meira af rýru
kjöti en jeg hefði viljað til þess að ná
inn áföllnum skuldum, því þegar jeg
tók við verzluninni á Borðeyri 2tí.sept.
1874, voru útistandaudi skuldir við
verzlunina 10,852 rd. 3 mrk 7 sk., eða
næstum því allur sá höfuðstóll, sem
Borðeyrarfjelagið fjekk í sinn hlut, og
áleit jeg því sjálfsagt að reyna að ná
inn sem mestu af skuldum, og taka
upp I þær allar þær vörutegundir, sem
jeg hafði von um að geta selt aptur
fjelaginu skaðlaust. Verðmunurinn, sem
jeg hef gjört á kjötinu eptir gæðum,
sýnir bezt, hvort jeg hef sótzt meira
eptir rýru kjöti en feitu. Verðlagið á
kjötinu var þannig næstliðið haust:
Iíroppa, sem vógu yfir 40pd 18aur.
hvert pund. Kroppa, sem vogu 35—
40 pd 16aura. Kroppa, sem vogu 30
—35 pd 14aura, og kroppar undir 30
pundum 12 aura.
Hvert jeg hafi keypt meira af rýru
kjöti en feitu, má sjá af því að til verzl-
unarinnar kom:
53,885 pd af kjöti sem kropparnir
vogu frá 40—70 pdhver. 28,787 pd
af kjöti sem kropparnir vogu frá 35 —
40 pd hver. 9,588 pd af kjöti sem
vogu frá 30—35 pd hver. 1,432 pd af
kjúti, sem kropparnir voru undir 30 pd
hver.
Það er því nálægt 7 tunnur af kjöti
undir 30 pda kroppum, ogerþað mest
vestan til úr Húnavatnssýslu, en ekki
úr «Rínargeiranum». þaðan komu í
haust og austan fyrir «línuna» samtals
300 sauðir gamlir, og telur höfundur-
inn vart horkjöt af þeim. tar að auki
komu 232 kindur austan að, og lögðu
82 af þeim sig með 35,83 pd af kjöti
hver að meðaltali, en hinar 150 höfðu
hver 39 pd kjöts til jafnaðar. t*ó jeg
hefði í haust látið blanda magra kjöt-
inu, og þar á meðal því frá greinar-
höfundinum og vinum hans, saman við
hitt kjötið, þá hefði þó ekki komið
meira en svo sem 3—4 pd af því .'
hverja tunnu, og mundi ekki hafa orðið
sjerlega þýðingarmikið. En hvert að
kjötið frá þeim verður saltað sjer í
tunnur eptirleiðis, og auðkennt með
krossi eða einhverju öðru merki, það
getur síðar komið til umtals.
Uppástungur höfundarins utn sölu á
gærum eptir vikt og sölu á fje eptir
lifandi vikt skal jeg leiða hjá mjer í
þetta sinn, þar eð jeg á fundi Borð-
eyrarfjelagsins í haust stakk upp á, að
nefnd yrði kosin til þess að koma fram
með uppástungur um, hvernig mætti
komaábelri tilhögun á verztunaraðferð
Borðeyrarfjelagsins í ýmsum greinum,
svo sem að koma á betri vöruverkun,
tryggingu fyrir útlán, og að borgaðir
verði vextir af útistandandi skuldum fje-
lagsins, fá rjettari mælikvarða fyrir
verð á gærum en að undanförnu hefir
verið brúkaður o. s. frv. Greinurhöf-
undinum gat naumast verið ókunnugt
um, að nefnd var sett I því skyni að
(huga þetta allt saman, og hefði okkur þótt
viðfeldnara og samboðnara hinum kenni-
mannlega anda hansí greininni, að hann
hefði miðlaðnefndinninokkruaf gnægtum
speki sinnar á annan hátt, og beðið,
til að sjá að hvaða niðurstöðu nefndin
kæmist, áður en hann færi að stritast
við að breyta út þessum ógerðarspörð-
um í Norðanfara yfir Borðeyrarfjelagið
og stjórn þess.
Jeg vil að endingu mælast til, að
fyrst að greinarhöfundinum á annað
borð er svo annt um hag Borðeyrar-
fjelagsins, að hann brýni þá prjedikun-
arraustina og reyni til að umvenda ein-
um af fulltrúum Borðeyrarfjelagsins,
sem að undanförnu hefir gengið all-
ötullega fram til þess að lokka menn
frá fjelagsverzluninni til útlendrar verzl-
unar, þó að hann samkvæmt 25. grein
laganna sje skuldbundinn til að efia hag
fjelagsins í öllu. Jeg vona til að hann
komi auga á fulltrúann, einkumefhann
skyggnist um fyrir vestan sig.
Borðeyri, 8. júní1 1876.
P. F. Eggerz.
Útlendar frjettir.
iTIeð hrossakaupaskipi Slimons bárust
hingað útlendar frjettir fram til loka f.m.
Lesendunum er kunnugt, að um
mánaðamótin júní og júlí hófu jarlar
Tyrkjasoldáns í Serbfu og Montenegro
herskjöld á hendur honum, og ljetu all-
digurmannlega. Þá var og hafin upp-
reist bæði í Bosníu og Bulgarlu, og
meiri hluti landsins þannig ( uppnámi.
Spáðu menn því illa fyrir Tyrkjanum,
nema hann nyti að sjer betri manna,
sem sje Englendinga, enda þóttu allar
líkur til, að þeir mundu skerast í leik-
inn og stórveldunum öllum lenda sam-
an í ófriði. En ekki eru spár þessar
fram komnar enn. Uppreistarmeon
hafa farið halloka fyrir liði soldáns til
þessa, og stórveldin setið hjá aðgjörða-
laus. Ensk blöð segja frá mörgum
smábardögum, er Serbar hafi borið
lægra hlut fyrir Tyrkjum, og eráþeim
að heyra, að lið Tyrkja mundi vaða inn
í lönd Serba viðstöðulítið, ef það hefði
ekki hitann i haldinu af Rússum. Ó-
farir Serba eru kenndar kunnáttuleysi
1) Greinin hefir eigi komizt fyr í blaðið
vegna rúmleysis. Ritst.