Ísafold - 09.09.1876, Blaðsíða 2
86
fast, að hann getur ekki komið fram af
öðrum rótarstaf enn i eða e. Enn a
getur með engu móti orðið að ja í voru
máli. Að forminu til er því þessi þágu-
fallsmynd, gjaltar af göltr, móti öllum
hljóðlögum ( íslenzku.
Eptirtektar er það vert, að þegar
um dýrið sjálft er að ræða, þá skeikar
því aldrei, að þágufall er gelti.
Að því er þýðingUDa snertir, má
geta þess, að þegar fornmenn Iíkja
mönnum til dýra, eigna þeir mauninum
þann eiginlegleika, er heizt einkennnir
dýrið. Enn svo er langt frá, að blind
hræðsla sje galtarins einkenni, er hann
er beittur, að hans eina einkunn erblint
hugrekki. Enda er mjer ókunn nokk-
ur saga úr fornum fræðum Islendinga,
er skýri frá hræðslusemi galtarins.
Hitt þykir mjer varla efaraál, að
g j a 1 t i sje sama orðið og háskozka
(gaeliska) orðið geillte, hugleysingi, rag-
menni, mannskræfa (sögn: geill, að láta
undan, heykjast). Norrænir víkingar
munu snemmahafa haft færi á að læra
nafn það, er Skotar gáfu deigum her-
mönnum í bardögum, enda er og þýð-
ingin hugleysingi o. s. frv. einmitt sú
sem í gjalti liggur.
í þessu orði er fólgin allmerkileg
bending nm aldur eins af Eddukvæðum
vorum: Hávamála. |»ar segir í 129 er-
indi (i Bugges útgáfu):
.gjalti glíkirverðagumna synir, o s.frv.
og er gjalti þar í venjulegri þýðingu:
ragmenni. Mun ekki óhætt, að ráða
af þessu, að þessi vísa Hávamála að
minnsta kosti, sje yngri en upphaf vík-
jnga-aldar á Norðurlöndum ?
e —.
Jarðfræðislcgar rannsóknir á íslandi.
Svo sem kunnugt er, veitti ríkis-
þing Dana ( vetur fje til jarðfræðislegra
rannsókna hjer á landi í sumar, eink-
um að því er snerti eldgosin fyrir norð-
an í fyrra, og var prófessor Johnstrup,
er áður hafði ferðazt hjer í líkum er-
indum, einkum þó til að rannsaka
brennisteinsnáma, og sem heflr mikið
orð á sjer meðal danskra náttúrufræð-
inga, fenginu til að takast þessar rann-
sóknir á hendur. Til aðstoðar honum
við mælingar o. fl. var fenginn lieuten-
ant Caroc, einn af fyrirliðum á her-
skipinu FYLLA, og 2 stúdentar, annar
íslenzkur (þorv. Thoroddsen). Prófess-
or Johnstrup kom hingað til lands
snemma í júnímánuði, fór með Fyllu
norður á Akureyri og hjelt þaðan þeg-
ar upp að Ódáðahrauni, til að kanna
Dyngjufjöllin og eldstöðvarnar þar. Að
þeim starfa var hann og þeir fjelagar
hálfan mánuð, hjeldu síðan norður að
lAeykjahlið við Mývatn og könnuðu það-
an Mývatnsöræfln, hinar nyrðri eld-
stöðvarnar. Að því búnu fór lieutenant
Caroc heim á leið, og annar slúdent-
inn (hinn danski) var sendur heimleið-
til Hafnar með seglskipi frá Húsavík,
meö allmikið steinasafn o. fl. Eptir það
tók prófessor Johnstrup að kanna fjöll-
in kringum Mývatn og hraun það, er
rann úr Leirhnúksgígunum 1725—30
og gjörði uppdrætti af því öllu saman.
Síðan var haldið út á Húsavík og það-
an út að Hjeðinshöfða, meðal annars
til að skoða Hallbjarnarstaðakamb og
surtarbrandslögin við Skúfá þar í grennd.
Að því búnu var snúið aptur til Akur-
eyrar og þaðan hingað suður með Dí-
önu síðast í f. m.
Prófessor Johnstrup sýndi Reykja-
víkurbúum þá mannúð og kurteisi að
nota þá stuttu stund, er hann beið hjer
eptir fari með póstskipinu, til að lofa
þeim að heyra, hvers hann hafði orð-
ið vísari á ferð sinni, einkum að því
er eldgosin snerti, og setjum vjer hjer
ágrip af fyrirlestrum, er hann hjell í
því skyni á alþingissalnum dagana 1.,
2. og 4. þ. m., og sem vjer ætlum að
flestum, er heyrðu, en það var fjöldi
fólks, bæði innan bæjar og utan,
muni hafa fundizt einkar-fróðlegir og
skemmtilegir:
Hann bað tilheyrendurna að virða
á hægri veg fyrir sjer, þótt ekki yrði
sem áheyrilegast hjá sjer það sem hann
ætlaði að segja, með því hann hvorki
hefði haft tóm nje uæði til að koma efn-
inu fyrir í skipulegt mál. Sig hefði
langað til að skilja ekki svo við landið,
að hann tjáði ekki opinberlega þakkir
öllum þeim, sem hann hefði haft
kynni af á ferð sinni, fyrir staka gest-
risni og munnúð við síg, og í annan stað
kvað hann sjer ganga það tii að taka
hjer til máls, að hann hefði tekið ept-
ir því, að sumir gáfaðir og fróðir ís-
lendingar, sem hefðu mætur á jarð-
fræðislegri þekkingu, hefðu ekki sem
rjettastar hugmyndir um það, hvernig
Qöllum hjer væri háttað innan og hvaða
efni þau hefðu í sjer geymd; þætti
sjer þvi við eiga úr því haun hefði
ferðast lijer til að kynna sjer þetta,
að gjöra greiu fyrir sinni skoðun í
þessu efni, áður hann kveddi landið,
ef til vildi í síðasta sinn. þar á móti
ætlaði hann ekki að fara að segja hjer
neina ferðasögu; hann væri hvergi
nærri svo kunnugur hjer, að hann
væri fær um að koma með neitt sögu-
legt um landið eða þjóðina, sem ekki
væri margtuggið áður, og að fara að
dæmi þeirra, sem þætti sjer skylt að
koma ekki svo heim úr ferðalagi hjer
um land, að leggja ekki ósköpin öll út
af ókostum lands og þjóðar, væri sjer
ekki nærri skapi.
Hann sagði, að íslands-uppdráttur
Bjarnar Gunnlaugssonar væri svo vel
af hendi leystur og fullkominn, að sá
væri eigi ófróður i jarðfræði landsins,
sem honum væri kunnugur. Meðal
annars væru öll hraun á landinu, sem
hann hefði vitað af, auðkennd þar
mjög skýrt. Stærzt þeirra er, eins og
kunnugt er, Ódáðahraun. í þvi miðju
mætti sjá á uppdrættinum skeifumynd-
aðan fjallgarð, er nefndust Dyngjufjöll.
þar væri það, som eldurinn hefði
komið upp i fyrra 3. jau. og síðan 29.
marz. Hann kvaðst að ráðum Jóns á
Gautlöndum hafa kosið að leggja út í
hraunið að vestan, frá Svartárkoti, held-
ur en að austan, sem hann ællaði fyrst
af því þar sýndist skemmra að fjöli-
/
unum á uppdrættinum. Ilann gat þess,
að mjög væri enn ábótavant því sem
menn vissu um hæð landsins yfir sjáv-
armál, og mætti heita að stæði enn við
sama og það Björn Gunnl. hefði gjört
í því efni, og væru mælingar hans að
vísu mjög áreiðanlegar víðast hvar, það
sem þær tækju, en það væri svo lítið
af öllu landinu, sem vonlegt væri. Hann
gat einnar hæðarmælingarskekkju, sem
hann hefði orðið var eptir B. G., hún
væri á Hlíðarfjalli, sem hann teldi 2404
fet, en sjer hefði reynzt 2480, en það
gæti vel verið að kenna því, að hann
hefði haft miklu ófullkomnari áböld en
nú ættu menn kost á. Sumstaðar hafði
B. G. að sjálfs hans vitni orðið að fara
eptir annara sögusögn, og þar væri
ekki að búast við, að allt væri sem á-
reiðanlegast.
"Ódáðahraun er lægst í jaðrinum
(1500 fet), og hækkar eptir þvf sem nær
dregur Dyngjufjöllum; þar er það orðið
1900 fet. Dyngjuíjöllin sjálf eru 4400
fet hæst (Hekla 4900). þetta er af því
að hraunið heflr ekki myndazt allt í
einu, heldur hvort hraunflóðið hlaðizt
ofan á annað, með löngu millibili. þetta
sýnir líka lögunin á sjálfri hraunskorp-
unni. Eptir henni má skipta hrauninu
í 3 kafla. Yzt gengur hún öll i bung-
um eða öldum, og veldur því gufuþrýst-
iugin að neðan, meðan hraunið var að
kólna. Bungurnar eru víðast allar
sprungnar og klofnar, af þvi hraunflóð-
ið bakvið helir þjappað svo að hinurn
skorpnaða jaðri fyrir utan, en ekki af
gufuþrýstningnum að neðan; hann heflr
ekki afl til að rjúfa svo þykkva skorpu,
sem sprungurnar sýna, að hún hefir
verið orðin (3—4 fet). þetta er yzti
kafli hraunsins, og bendir stefnan o. fl.
til að upptök þess muni vera í Skjald-
breið. Annar hraunkaflinn er hrufótt-
ur og tindóttur, bkt og Hafnarfjarðar-
hraun. Sú breiðan liggur ofan á hinni,
en er minni um sig, og er komin úr
Dyngjufjöllum. fað flóðið hefir verið
miklu þynnra og vatnsmeira, og því
fossað áfram og spýtzt upp óðar en
það fór að hema; því eru tindarnir og
hrufurnar. þriðji kaflinn eru stand-
breiðurnar, í hraundældunum og gjót-
unum. Það er vinduriun sem hetir sóp-
að sandinum saman, eins og sandbörð-
unin á Jóllandi meðfram Englandshafi;
þau eru hvítleit, en sandurinn i Ódáða-
hrauni kolsvartur. Hann er þess eðlis,
að enginn gróður getur nokkurn tíma
komið þar upp ogsvo er allt hraunið; er
það því mjög eyðilegt yfir að líta, hvergi
stingandi strá og engin lifandi skepna.
llve nær Ódáðahraun er upp komið,
er ekki hægt að segja. Fyrsta gos í
Skjaidbreið, sem sögur fara af, er frá
1150; síðan áhannað hafa gosið 1188,
1340, 1359, 1475 og síðast 1510. Líka
er getið um eldgos í Herðubreið 1340
og 1510, en það mun vera eitthvað
blandað málum, því að hvergi er hrauu
í nánd við það fjall, sem allar likur eru
í móti að geti verið eldfjall.
Dyngjufjöllin er fjallaþyrping mikil,
og í þeim miðjum er Askja. ^að er
skál mikil eða dæld ofan í fjöllin, ekki
aflöng, eins og á íslands uppdrættinum,
heldur nálega kringlótt, lukt bröttum
hliðum á alla vegu, nemameð mjóu hliði
austur úr. Undirlendið í Öskju er tómt
hraun, enda fullt af gígum í brúninni
og hlíðunum umhverfls, og hefir hvort
lagið hrúgast þar ofan á annað, af því
hraunflóðið heflr eigi komizt neitt burt,
nema Jiiið eitt austur úr, um hliðið þar.
HijiVr nýju gigir eru í hvylft, sem geng-
ur suður úr Öskju austan til, rjett hjá