Ísafold - 09.09.1876, Blaðsíða 3
87
kvos mikilli eða jarðfalli með stöðu-
vatni. Norðan að kvos þessari er
snarbratt hamrabelti, 740 fet á hæð; er
eins og jörðin hafi klofnað þar, og
spildan öðru megin við sprunguna sokk-
:ð, en hitt staðið eptir eins og bálkur.
í þeim hamravegg tná sjá hraunlögin
Kvort ofan yfir öðru. Úvort jarðfall
þetta hafi myndazt í fyrra eða áður, er
vandi að skera úr; en þó ýmsar likur
til að það muni vera gamalt, en haft
aukizt og vatnið stækkað við umbrotin
i fyrra. Að enginn hefir orðið þess var
áður, er ekkert að marka, því að bæði
hafa fáir farið um þessar slóðir, og svo
er hægt að fara svo um Öskju þvert
og endilangt, að ekki verði kvosarinnar
vart, þvi húu sjest ekki fyr en komið
er fram á sjálfan barminn.
f»að eru einir 4—5 nýir gígir í
hlíðinni sunnan til i kvosinni, og það-
an kom gosið 3. janúar í fyrra. J>ar
eru stórkostleg vegsummerki. þar hafa
ruðzt út heljarbjörg af blágrýti og mó-
bergi og slöngvazt viðs vegar, og geysi-
mikill leirleðjustraumur,ljósgulur,frunn-
ið niður hallandanu að vatninu, eitthvað
fjórðung milu. Ilaunar er rangnefni
að kalla það gigi, þar sem þetta hefir
ruðzt út; það er miklu bkara hverum,
með því að nálega er jafnsljett um-
hverfis opin, sem eru geysivíð, fram-
undir 150 fet, og 200 fet á dýpt. Nú
er sifelldur gufuvellandi f þessum op-
um, meðmiklum drynjanda, og sjer ekki
ofan í þau nema endrum og eins, ef
vindurinn ber svæluna frá; en ekkert
kemur nú upp úr þeim annað. Gufa
þessi kemur upp um smágöt á botnin-
um á hverunum. Ekki hefir komið neitt
reglulegt hraun úr þessum gígum, og
nú virðast þeir löngu hættir að gjósa.
Norðan til við kvosina að austan-
verðu liggur einnhversjer, með allt öðru
eðli en hinir. f>að er hann, sem ruddi
úr sjer öskuhríðinni rniklu annan í pásk-
um í fyrra, 29. marz. Umhverfis hann
er jörðin urn fjórðung mílu alþakin vik-
ur, og eru sumir vikursteinarnir heljar-
mikil björg, en laufljeltir. Vikur þetta
barst, eins og kunnugt er, austur um
Noreg, og Sviþjóð, jafnvel alla leið til
Stokkhólms, og sagði þangað tíðindin
löngu á undan póstinum. Til marks
um hver ósköp hafa lent í sjónum, er
það, að við sáum geysimiklar vikur-
rastir fyrir norðan land á ferð okkar í
sumar á Fyllu. Það varþetta feykilega
öskufall, sem einkum vakti athygli manna
á þessu gosi. Menn hafa engar sögur
af slíku vikurgosi á íslandi áður. Raun-
ar er vikrið sama og hraun, munuriun
að eins sá, að hraunið er þjettara;
vikrið er hraunfroða.
I*á er nú að geta eldgosanna á
Mývatnsöræfum. þau voru þrjú í röð
hvort á fætur öðru: 18. febr., 10.
marz og 4. apríl, sitt á hverjum stað,
en í beinni linn hvort suður af öðru,
hið fyrsta í nuðjunni, miðgosið ('%)
nyrst, og hið siðasta syðst. Síðan var
kyrrt þangað til 15. ágúst að enn
kom upp eldur í syðstu stöðvunum;
síðan ekki. |>ar kom upp regluleg og
venjuleg hraunleðja, svo að i fljótu
bragði má svo virðast, sem þessi gos
hafi ekki átt neittt skylt við Dyngju-
fjallagosin. En munurinn er í rauninni
sprottinn af hæðarmuninum. Gos-
stöðvarnar í Dyngjufjöllunum eru eitt-
hvað 3600 fet yfir sjávarmál, en Mý-
vatnsöræfm ekki nema 1250—1400.
|>að er nú alkunn regla, um eldgos,
að því ofar sem er, því minna kemur
upp af hraunleðjunni; það er eins og
þar skorti aflið til að koma henni upp.
Hið nýja hraun á Mývatnsöræfum er
varla neins staðar bungótt, heldur
tindótt. er af Þvl að hallinn er
þar svo lítill, að hraunflóðið hefir
orðið að ryðjast af eigin mælti, og því
hreykzt og þyrlazt upp. Á Mývatns-
fjöllum eru víða dældir og lautir, sem
hraunið hefir runnið eptir í ýmsar
áttir, og því eru viða álmur út úr
hraunspildunni, sem er 3—4 mílur á
lengd, en meðalbreiddin fjórðungur
mílu. þykktin á hrauninu er 15—25
fet á jafnsljettu. Gigirnir fremur
lágir, 80—100 fet, en mesti fjöldi af
þeim. Hraunið er svart að lit, sama
efnis og stuðlaberg, mjög járnkennt.
Gigirnir eru úr ösku eða svörtu vikri.
þar sem suinir þykjast sjá eldinn eða
logann, þegar fjall gýs, þá er það ekki
nema ímyndun; hin glóandi hraunleðja
varpar bjarrna eða roða á gufuskýin
upp yfir gígnum, og það er það, sem
sýnist eins og logandi eldur. Af því
að efnið í gígunum er svo staðlaust,
hrynja þeir og síga saman þegar frá
liður, einkum þegar þeir frjósa og
þiðna svo aptur. þegar hraunlögurinn
spýtist upp úr gígnum með gufunni,
verður hann að kúlum í toptinu (eins
og þegar vatni er skvett upp), sem
storkna og springa síðan, þegar niður
kemur. Slikar kúlur eru algengar í
Etnugosnm.
í Mývatnsfjallahrauninu eru engin
sjerlega merkileg eða fágæt efni,
nema salmíak. Það er hvítt að lit,
í smáum krystalls-kornum. Sje því
haldið yfir eldi, breytist það í gufu.
Nú er hitinn hvergi nærri farinn úr
hrauninu niðri í — í einni sprungu
var 300 stiga hiti á R. — og leggur
því enn þessa salmiak-gufu upp úr
þvf hingað og þangað og sezt síðan á
það aptur eins og dögg eða hjela;
sjást því hvitir blettir um það hingað
og þangað einkum út við jaðarinn, þar
sein það er löngu kólnað. Af brenni-
steini finnst varla nokkur vilund í
þessu hrauni, hann er ekki vanur að
myndazt fyr en mjög löngu eptir að
goslð er um garð gengið.
Að öllum likindum eru gosin nú
alveg hælt í þetta sinn, bæði í Dyngju-
fjölluin og á Mývalnsöræfum; gígirnír
eru fleslir hrundir og gosæðarnar
lokaðar; auk þess eru gufuhverarnir í
Dyngjufjöllum eins konar öryggis-píp-
ur, og ekki svo hætt við nýjum umbrotum
meðau þær eru ólokaðar.
(Niðurl. í n. bl.)
t
Sira Sigfús Jónsson.
9. marzmánaðar andaðist að Undir-
felli í Vatnsdal presturinu sira Sigfús
Jónsson. Elann var fæddur í Reykja-
hlíð við Mývaln 12. októbermán. 1814.
Foreldrar hans voru: sira Jón Þor'
steinsson, iengi prestur við Mývatn,
en seinast í Iíirkjubæ í IJróarstungu,
og þuríður Uallgrímsdóttir, merkis-
bónda á Ljósavatni, Þorlákssonar.
Sigfús lærði í heimaskóla hjá Sveini
Níelssyni djákna á Grenjaðarstað, og
fór í Bessastaðaskóla 1835, og var
þaðan mjög heiðarlega útskrifaður
1839. Siðan var hann við kennslu-
störf í Hvammi i Vatnsdal, Reykjavík
og á Ytra-hólmi á Akranesi. 1846
tók hann prestvígslu og varð prestur
á Tjörn á Vatnsuesi. Sama ár gekk
hann að eiga Sigríði Oddnýu, dóttur
Björns sýslumanns Blöndals. Tjarnar
prestakall hjelt hann frá 1846—1872
og ásamt því Vesturhópshóla presta-
kall frá 1851 — 1872. 1872 fekk hann
Undirfells- og Grímstungubrauð, og
þjónaði þar þau fáu ár, sem hann
átti eptir ólifað.
Með áminnstri konu siuni átti
hann 5 syni og 4 dætur.
Sira Sigfús var friður sýnum, vel i
vexti og karlmannlegur; kurteis í við-
móti og gætinn; vel gáfaður og vel
að sjer í mörgu; rómsæll og lagsæll;
manna hagastur; ritaði letur og gróf
afbragðsvel, svo hann átti i því fáa
samlenda jafnoka; hann bar skyn á
lækningar, og var orðiagður að uá-
kvæmni og heppni í Ijósmóðurstörfum.
S. N.
— Skógarströnd l6/g .Næst-
Iiðinn júlímán. hefir tíðarfarið verið
mjög kalsalegt og hreggviðrasamt,
og voru að eins örfáir hlýir dagar. Hjá
þeim sem tóku snemma til sláttar, hrökt-
ust töðuraðmun, því ekki komu þerri-
flæsur fyr en í enda mánaðarins, og
það óskarpar nema einn dag. Til-
gönguveður voru opfara að nafninu til,
norðanhret 4 siðustu daga mánaðarins
og stórfentni þá á fjölt. Meðaltal hit-
ans varð þó 8°.2, og loptþungans 27
+ *• •
Það sem af er þessum mánuði hefir
veðráttan verið hlýrri, og í undanfarna
3 daga og í dag mjög hlý 16°iskugg-
anum. Grasvöxtur er nálægt ineðallagi
og nú hafa allir getað hirt að Ijánum,
og mun heyafli verða talsverður, komi
nú hagstæður kafli sem líkindi eru til.
Kofnaár er í bezta lagi. Verzlun varð
ágæt fyrir þá sem höfðu fisk og dún.
Skippundið af harðfiskinum varð, að eg
hygg, 100 kr., og af saltfiski 60 kr.
Dúnpnndið 20 kr. Ullarpundið 90aura.
Á meðan á kauptíðinni stóð, voru í
Stykkishólmi 4 verzlauirnar í landi og
3 lausakaupmenn, svo «konkúrrenzinn»
varð talsverður. Ileilsufarið hefir mátt
heita gott. þf> kvef kæmi um tíma,
fylgdi þvi lítil sóttveiki. Málnytan hefði
víst orðið í betra lagi, hefði ekki kuld-
arnir og illviðrin spillt henui.
— Berufirði %. Frjettir eru
hjeðan fáar. Veðráttan hefir mátt
heita á sumri þessu allgóð; þó voru
af og til kuldar og snjóveður framyfir
hvítasunnu, síðan rigningar um hálfs-
mánaðartíina, þó var áköfust rigning
15. f. m.; þá króknaði víða fje, varð
fyrir skriðuföllum og fórst í ám og
þverlækjum. Síðan hafa verið þurviðri
og talsverðir hitar. Grasvöxtur mun
viða vera orðion hjer um bil í meðul-
lagi. Ógurlegt hrun hefir verið á
fjenaði í vetur og vor hjer í 2 syðstu
hreppum Suður-Múlasýslu og í Skapta-
fellsýslu eystri; suinir eru hart nær
orðnir fjárlausir og margir, sem ekki
hafa nokkra á í kvium; flest hefir
fjeð drepizt úr vinstrarplágu og lungna-
pest. Álenn eru hræddir um, að pest
þessi í fjenaði hjer stafi af smáösk-
unni, er dundi yfir þessar sveitir í
fyrra vor, því aldrei í manna minnum
hefir verið önnur eins pest í Ijenaði;
en aptur á móti í sjálfum öskusveit-
unum hafa verið hin beztu fjárhöld,
varla nokkur kind drepizt og fjenaður
í bezta ástandi; þar var askan stærri,