Ísafold - 13.10.1876, Síða 4
96
Eptir því sem jeg veit bezt, hefir lyf-
salinn alls eigi beðið um þau, og lítil
von að minnsta kosti, að kaupmenn
sendi þau. Margir mundu segja, að
þetta væri hvað á móti öðru; að níða
þau lyf, sem til eru, og hafa engin önn-
ur í staðinn, og þó vera að berjast fyr-
ir böðun: fjárins; það skyldi þá vera,
að hann hefði sjálfur pantað þau, eigi
að eins handa sjer, heldur og til að
hjálpa náunganum um þau. En hvað
sem því líður, þá ræð jeg Sunnlend-
ingum til, að halda fyrst um sinn við
þau lyfin, sem þeir þekkja og kunna
þegar með að fara, og vita að eru í
alla staði góð og áreiðanleg, og sem
eru næg fyrir hendi, og auk þess tals-
vert ódýrri en hin, sem þeir eigi þekkja,
þrátt fyrir öll meðmæli herra Jóns Jóns-
sonar, og sem óvíst er að nokkur konii
hjer í haust. Að öðru leyti er þess
vonandi, að herra landshöfðingjaritari
Jön Jónsson eigi þurfi að skipta sjer
af böðum á fje í haust, og landshöfð-
inginn losi hann við þann starfa; því
að af hans afskiptum af kláðamálinu nú
um eilt ár hefir risið allt of mikið mála-
þras og órói, til þess að æskilegt sje,
að hann haldi áfram; enda mun mönn-
um leiðast slíkt brátt. Auk þess ætla
jeg eigi of sagt, að hinn setti lögreglu-
stjóri hafi með aðgjörðum sínum bak-
að almenningi, ýmist beinlínis, ýmist
óbeinlínis, allmikinn kostnað, sem að
miklu leyti hefði mátt hjá komast, og
þó ávinna jafnvel meira, en hann hefir
áorkað, þvi að það gagn tel jeg í raun
rjetlri sáralitið, þótt hann hafi farið yör
laudið sem logi yfir akur. Enn frem-
ur skil jeg eigi í, hvers vegna á að
leggja þann kostnað á fjáreigendur,
sem ferðalög hans og framkvæmd ráð-
stafana kosta, þar sem það er bein
skylda sýslumannanna, að annast um
framkvæmdir nauðsynlegra ráðstafana
til lækninga fjárins, borgunarlaust. Jeg
verð því fyrir hönd fjáreiganda að von-
ast þess, að landshöfðingi losi ritara
sinn nú þegar við öll afskipti afkláða-
málinu, þótt aldrei væri af öðrum sök-
um en þeim, að baka eigi almenningi
óþarfan kostnað; það þykir ílestum
komið nóg. Rvk. 7/io 76.
H. Kr. Friðrilmon.
[Oss þótti þótti sjálfsagt, að svnja
eigi vorrar liðveizlu til þess, að fram-
anrituð heilræði hins nafnkennda lækn-
ingapostula yrðu almenningi kunn, jafn-
vel þótt vjer ætlum engum, sem grein-
ina les, láandi, þótt hann verði í vafa
um, hvort hinum virðulega höfundi
hennar gangi það framar til að leggja
lækningamönnum kláða-heilræði en að
níða kunningja sinn, lögreglustjórann
í kláðamálinti. Ritst.J.
— Póstsliipið (Arcturus) hafn-
aði sig hjer að kvöldi hins 8. þ. m.,
eptir 11 daga ferð frá Khöfn. Á leið-
inni út hafði það verið 16 daga; vegna
hestaflutnings þess, er það hafði, varð
það að stöðva ferðina hvenær sem
eitthvað var að veðri, því að þiljurnar
urðu að vera opnar alla leið til þess
að hestarnir köfnuðu ekki. þykir það,
sem von er, ófær tilhögun og hneyxl-
anlegt, að útgjörðarmenn póstskipsins
sknli eigi búa betur um en svo, úr því
þeir hafa það til hrossaflutnings, að
bæði mönnum og skepnum sje háski
búinn.
[Farþegjar: frökcnarnar Anna þórarins-
dúttir ffá Görðum og It. Linnet frá Hafnar-
firði, kaupm. G. Lambertsen, smiður Finn-
bogi Guðmundsson, Eiríkur bóndi fráBrúnum].
— ILögTegiustjórinn í
kláðaniálinii, landritari Jón
Jónsson, hefir fengið svo látandi um-
boðsslirá «til að hafa á hendi störf
þau viðvíkjandi fjárkláðasýkinni, er
liggja á lögreglustjórunum á íslandi■>:
<1 Kristján hinn Níundi,
af guðs náð o. s. frv.
«Vita skal þú, Jón Jónsson, ritari
við landshöfðingjaembæltið á Voru
landi íslandi, að með þvf að fyrir oss
hefir flutt verið, að enn sje eigi feng-
in vissa um,að kiáðasýki þeirri á sauð-
fje, er lengi, og einkum árið sem leið,
hefir gengið í ýmsum hjeruðum f
suðuramtinu á tjeðu Voru landi íslandi,
sje að fullu útrýmt,og að, ef nauðsyn-
legt yrði að gjöra frekari ráðstafanir
frá hálfu valdsstjórnarinnar gegn sýk-
inni, muni hagkvæmt, að þeim yrði al-
staðar framfylgt með sams konar aðferð
og jafnframt með meira fylgi en hinir
reglulegu lögreglustjórar mundu fá við
komið sakir annara starfa þeirra, þá
er það allrahæztur vilji Vor og boð, að
þú búist til að takast þetta hlutverk á
hendur, þannig, að þjer veitist vald til
að gegna fyrst um sinn á sjálfs þfn
ábyrgð öllum þeim störfum, bæði
dómarastörfum, framkvæmdarstörfum
og fógetastörfum, snertaandi fjárkláða-
sýkina, bæði í þeim hjeruðum suður-
amtsins, er sýkinnar hefir vart orðið
að undanförnu, og hvar annarstaðar á
Islandi, er kláði kann að koma upp
eptirleiðis, sem ella mundu liggja á lög-
reglustjórum þeim, er skipaðir eru f
hlutaðeigandi hjeruð.
Með því verður Vor vilji. Fel-
andi þig guði.
Ritað í Vorum Iíonungl. aðsetursstað,
Kaupm.höfn, hinn 26. september 1876.
Eptir llans Konungl. Ilátignar allra-
mildiiegasta boði,
J. Nellemann.
(L. S.)
— Vestmannaeyjnm -°/97í>.
Síðan jeg skrifaði síðast hefir hjer ver-
ið hin ágætasta tíð, eins og annarstað-
ar sunnanlands. Hinn litli heyskapur,
sem hjer er, gekk upp á hið bezta.
Hið sama er að segja um fýlaferðir,
því þá voru blíður og þurrviðri, og var
fýlunginn í llesta lagi, sem hann hefir
verið hin siðustu ár. Hinn 14. f. mán.
rak hjer hval, nálega þrítugan; barhann
undir þverhnýpta hamra, um 12 faðma
háa, þar sem heitir Gunnarsurð, svo
eigi var unnt að vinna hann þar; losn-
aði þar úr honum allt kjöt og flestöll
bein, en kápan var hinn 17. róin hing-
að heim á höfn, á 3 skipum, og sam-
dægurs skorin, og hluti landssjóðsins
seldur; gekk hann við lágu verði, því
hvalurinn var mjög rekinn og megn
daun af honum, og menn höfðu sam-
tök um að bjóða hann eigi upp í afar-
verð, sem opt vill verða við slik upp-
boð. Varð að hvalnum talsverð bjargar-
bót, enda var þess þörf, því hjer hefir
alli til þessa mátt heila fiskilaust að
mestu.
ðlormónahjúin Magnús Kristjánsson
og þuríður Sigurðardóttir, sem hafa ó-
náðað öll stjórnarvöld landsins, frá kon-
unginum niður að hreppsnefndinni, frá
biskupinum niður að djáknanum, og
valdið talsverðri blaðadeilu f ísafold,
um það hvort ráðgjafinn eigi mundi
hafa brotið stjórnarskrána, hafa nú
kastað mormónatrúnni, og gjörðist það
eigi mörgum vikum eptir að sýslumað-
ur var búinn að gefa þau f borgarlegt
hjónaband, svo hjer má kalla, að ailar
þær brjefaskriptir, sem út af þeim
spunnust, og öll sú fyrirhöfn, er stjórn-
arvöldin hafa haft fyrir þau, hafi verið
unnin fyrir gýg.
Hið norsiía gufuskip VÖRINGEN
kom hingað að kveldi hins 22. júlímán.,
f dimmviðri og þoku, og lá hjer af sjer
vestanveður í 3 daga, í skjóli við
Heimaey. Sýnir það, að hjer er eigi
svo illt að leggja að eða að finna eyj-
arnar, þótt dimmt sje í veðri eða hvass-
viðri, sem hinum dönsku póstsskips-
stjórum virðist þykja, eptir því, hversu
sjaldan þeir koma hjer við, enda
mundi auðvelt fyrir póstskipið að
koma hjer að næstum f hverri ferð, ef
viljann eigi vantaði, bæði á leiðinni til
og frá lleykjavík; því hjer má leggja
að á mörgum slöðum, og þannig vera
í hlje fyrir flestnm vindum; einungis í
afarmiklu veltubrimi eða aftakaroki mundi
eigi vera unnt að komast út f póstskipið.
Hinum norsku visindamönnum, er út-
vegaðir voru hestar ókeypis, svo þeir
gætu skoðað eyna, þóttimikið til koma
að sjá hinar einkennilegu snarbröttu
fjallamyndanir hjer; sjer í lagi þótti
binum nafnfræga prófessor Mohn mjög
vænt um að geta skoðað hið útbrunna
eldfjall Helgafell, er liggur austan til á
miðri eynni, nál. 760 feta hátt, þvf
hann hafði aldrei fyr stigið fæti á nokk-
urt eldfjall.
A u g I ý s i n g a r.
— Tvö hundruð krónur geta feng-
ist til láns úr prestaekknasjóðnum á
j skrifstofu biskupsins gegn nægu fast-
j eignarveði hjer í grennd og lagavöxtum.
•— í norskn samiagsverzluninni í
Reykjavík eru töluverðar byrgðir af góðu
mjöli, hálfgrjónum, kaffi og svkri.
Dag 6. oktbr. 1876.
tsafold kemur út 2—3var á m4nu!bi, 32 bl.
nm árit). Kostar 3 kr. árgangnrinn (er-
lendis 4 kr.), stók nr. 20 a. Súlnlaun: 7.
hvert expi.
Arsverbit' greíbist í kauptíb, eba þá hálft á sumarmálum, hálft á
haustlestum. Auglýsiupar eiu teknar í blabife fyrir 6 a. smáleturs-
línan eta jafnmikife rúm, en 7 a mefe venjnlegu meginmálsletri. —
Skrifstofa Isafoldar er f Doktorshúsinu (í Hlifearhúsnm).
Kitstjúri: Bjöm JóllSSOn, cand pliil.
Landspreutsmifejan í Reykjavík.
Einar pórðarson.