Ísafold - 14.02.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.02.1877, Blaðsíða 2
6 «andakt» er eitthvert leiðinlegasta aðskota-orð í íslenzku, reyndar komið til vorúr dönsku, en sumum Dönum er eigi meir en svo um það gefið, að leyfa því landsvist iijá sjer; það er hrein þýzka; á 35 bls. «hjartasorg» danska en ekki íslenzka; á 36 bls. <• kria saman» er orðskrípi, sem mjer vitanlega hvergi þokkist lijer á landi nerna í Keykjavík (það getur verið það sjo upphafl. þýzka); á 87 bls. er málsgrein þessi: «J>essi göfuglyndi herramaður hafði líka komið því til leiðar með því að ganga í borgun fyrir hann, að hann mátti ganga -laus um borgarstræti þangað til mál hans væri útkljáð ceðri stöðumo. Sunnanpósturinn sálugi hafði stund- um ekki syndgað meir, þegar Fjölnir gaf honum ráðningu. Fleira hirði jeg eigi til að tína. (Niðurt. síðar) Ur álitsskjali skolamáls- ncfiidarinnar. (Framh.). Þær 7 námsgreinir, er burtfararpróf skal haldið í frá latínu- skólanum, eru: íslenzka, frakkneslia, latína, gríska, sagnafrœði, talnafrœði og rúmmálsfrœði. I íslenzkunni á próflð að vera að eins skriflegt, og hagað svo til, að lögð sjeu fyrir læri- sveinana 2 skrifleg verkefni, annað almenns efnis, en hitt þannig lagað, að lærisveinar við úrlausn þess geti notað einhverja þá námsgrein, er þeir hafa ruunið i skólanum. Skal gefa einkunn fyrir hverja ritgjörðina fyrir sig, og auk þess tvöfalda einkunn- irnar. ( latína á prófið að vera þrískipt: rminniegt í lesnu, munrilegt í ólesnu, og skriflegt, og sín einktinn fyrir hvern liðinn; hið skriflega fólgið i því, að lærisveinar þýði grein úr ó- lesnum latínskum rithöfundi. Enn fremtir próf í talnafræði og rúmmáls- fræði bæði skriílegt og munnlegt, en ekki nema ein einkunn fyrir hverja námsgreinina. í frakknesku, grísku og sagnafræði skal að eins haldið munnlegt próf, en einkunuirnar í grisku og sagnafræði tvöfaldast. Yerða burt- fararprófs-einkunnirnar við þetta 14 alls, og þarf 105 stig minnst til á- gætis-einkunnar, 84 til fyrstu einkunn- ar, 63 til annarar, og 42 til þriðju. Við útreikning aðaleinkunnarÍDnar skal látið gætabrota úr hinum einstöku ein- kunnum. Yfirstjórnendur skólans (stiptsyfirvöldin) skulu að forfallalausu vera viðstaddir ársprófln, og vera sjálflr prófdómendur við burtfararpróf- ið, ef þeir geta komið því við. Leyft skal utanskólamönnum að ganga undir burtfararpróf við skólann, þó með því móti, að eigi líði minna en 2 ár milli hins fyrra og hins síðara hluta burt- íararprófsins. Skóla-árið á að vera eins og á prestaskólanum. Nefndin segist búast við, að nauðsynlegt verði að stofna innan skamni3 gagfræðis- eða roalskóla á landi voru, og kveðst hafa hagað kennsitinni ( latínuskólan- um þannig, að tengja megi við hann án breytingar real-bekkjum, ef vill. Reglnlegur realskóli eigi helzt að vera í Reykjavík, með þvi að þar sje von á flestum í hann, og svo yrði það kostnaðarminnst, að hafa hann sam- tengdan latínuskólanum, með því að lærisveinar úr báðum skólnnum gætu notið kennslu saman í mðrgum náms- greinnm; en þó mundi sú sameining hafa það ( för með sjer, að bæta þyrfti við kennurum og kennslnstof- um, en til þess sje skólahúsið of lít- ið. «En að svo stöddu hefir nefndin af þeirri orsök ekki viljað gjöra beinar uppástungur ( þessa stefnu, að hún vildi láta stofnnn nýs skóln á norður- landi sitja í fyrirrúmi.o (Niðurl, siðar), — Táðarfar, aflabrög'ð, o. fl. Fyrstu vikuna af þessum mánuði gengu hjer sífelldar kafaldshríðar af ýmsum áttum, en síðan heflr verið fjúklaust að mestu og frostlítið síðan 10. þ. m. Eru komnir snjóar ( meira lagi, og jarðbann fyrir löngtt alstaðar, er til spyrst. Vestanpóstur var 24daga á leiðinni hingað af ísafirði, sakir ill- viðra og ófærðar — kom eigi fyr en 7. þ. m., fór aptur 9. — Tvo peninga- hesta varð hann að skilja eptir f Döl- unum. Ferðir hinna póstanna urðu nærri rjettu lagi. — Fiskur var nokkttr fyrir í syðri veiðistöðunum (Garðssjó og Leiru) siðara hlut fyrra mánaðar og fyrstu dagana af þesstrm mánuði, og sóttu Inn-nesjamenn sjó þangað af miklu kappi, þótt litt fært mætti heita sakir iliviðra; en nú er sagður þar nalega þurr sjór aptur. Vestanpóstur sagði hlaðfiski við ísufjarðardjúp, en rnjög aflalitið kringum Jökul. Að noröan er að frjetta bezta afia síðan í haust, bæði á Eyjafirði og Skagafirði. Sama er að frjetta af Austfjörðum. — iTIannalát ogsljsíarir. Um jólin aodaðist á Reykjum á Reykja- braut Ólufur Sveinsson, jarðyrkjumað- ur, bróðir Benid. sýslumanns Sveins- sonar og þeirra systkina, tæplega mið- aldra, nýtur maður og vel að sjer í sinni mennt. Nýfrjett er lát konu Hildebrandts faktors á Skagaströnd, Lucinde, f. Thomsen, af barnsförum; hafði eigi orðið náð til læknis sakir illviðra fyr en um seinan. Seint i f. m. urðu 2 menn úti á Suðurnesjum, annar, Ólafur Eiríksson, bróðir Guð- mundar hreppsljóra á Ivalmanstjörn, á heimleið þangað úrKefiavík, en hinn, Sigurður bóudi á llópi í Grindavík, þar rjett hjá bænum, á heimleið úrVogum. Skömmu síðar urðu 2 menn bráðkvadd- ir þar syðra, annar í Garðinum, við beitutöku, en hinn í Keflavík, nýkom- inn þangað af gangi heiman frá sjer ( Leirunni. Hinn 3. þ. m. varð það stórslys, að skip með 7 mönnum brotn- aði á boða fram undan Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, á heimsiglingu til Ilafnarfjarðar úr róðri suður í Garðs- sjó, ( dimrnviðris-kafaldshríð, og týnd- i ust allir mennirnir. Formaðurinn var Guðmundur nokkur Bjarnason, járn- smiður, sonur Bjarna bónda í Nesi í Selvogi, er drnkknaði þaðan 1 9. marz 1861, við (4. mann. Hásetar voru: Jón þorsteinsson frá Búarhrauni, lausa- tnaður, fjáður nokkuð og eigandi skips- ins, Gísli, vinnumaður formanns, Sig- nrður Nikulásson, Jón Björnsson, Jón Guðnason og Markús nokknr, þurra- búðarrnenn úr Hafnarfirði. þeir Guð- mundur, Sigurðnr og Jónarnir tveir síðast-töldu voru kvæntir, en Ijetu eigi mikla ómegð eptir sig. — Ncsis g’jaíír Ci.amla bág1- gtödtitiiiu’Siilibi'ing’iisýírlii «g' MleykjavsSi sendi sýshinefnd fsfirðinga mtna með póstinum nál. 2000 kr. ( peningum og ávísunum, er safn- azt höfðu þar i sj;slunni og kaupstaðn- um á skömmum tíma, eptir áskorun sýslumanns, læknis og prófastanna, og er mælt, að von sje á nokknð meiru síðar. Af þessum höfðinglegu gjöfum voru 700 kr. sendar dómkirkjuprestin- um í Reykjavik, til útbýtingar þar, en hitt sýslunefndinni í Gullbringirsýslu, með þeirn ummælum, að hún rjeði hvort hún miðlaði Akurnesingtim nokkru með sjer, með því að þaðan hefðu og frjelzt mikil bágindi. — Skömmu eptir nýárið gaf höfðingsbóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi Áiptaneshrepp 10 tunnur af korni. Fari svo, sem margir óttast, að vonir manna um stöðuga og verulega björg úrsjónum hjer síðara hlut vetrar bregðist, mun eigi vanþörf á, að hið loflega dæmi ísfirðinga væri tekið til fyrirmyndar í öðrum hjeruðum landsins, þeim er notið hafa ársældar núna und- anfarin ár. — .llþiii^i^ii<)sning;ar. í Norður-Mulasýslu er nú þiogmanns- laust fyrir uppgjöf Páls umboðsmanns Ólafssonar. Á kosning að fara þar fram í vor, og kváðu þeir sira Arnljót Ólafs- son og sira Eiríkur Briem vera helztir ( valinu, að frá skildum Halldóri pró- fasti Jónssyni á Hofi, sem eflaust mundi kosinn í einu hljóði, ef hann treysti sjer til þingfarar heilsunnar vegna, en það mun eigi vera. Svo er og fullyrt, að Skagfirðingar ætli að kjósa nýan I þingmann í vor í stað Jóns Blöndals, er eigi kom á þing síðast, og mun nú vera búinn að segja af sjer þingmennsku eða ætla sjer það. Er talið hklegt, að sira Arnljótur mnni komast þar að, ef Múlasýslumenn skyldu taka annan fram yfir hann. þá er og, sem luinnugt er, autt sæti eins konungkjörins þingmanns, sira Ólafs sál. Pálssonar, og í almæli, að tvö önnur muni losna í vor, eða vera þegar laus orðin, sem sje land- læknis vors, dr. J. Hjaltalíns, og háyfir- j dómara þórðar Jónassonar. Munu þeir i báðir orðnir fullþreyttir á þingntennsk-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.