Ísafold - 01.01.1878, Page 1

Ísafold - 01.01.1878, Page 1
Gleðilegt nýár! í S A F 0 L D. Y 1. Eptirmæli ársins 1877. '^\^eturinn framan af þessu ári var snjóavetur mikill og harðinda víð- ast um land; vægari þó nokkuð fyrir norðan en annarstaðar, með því að út- synningar voru tíðir. Frostakaflar voru mestir fyrstu vikuna eptir nýár og síð- ustu vikuna af febrúar: fram undir x6° frost á R. syðra og 200 fyrir norðan. Harðindin hjeldust fram undir sumar- mál, en þá (i3.apríl) brá til góðs bata og hagstæðrar veðuráttu um hríð ; en síðan var vorið kaltmjög og þurrviðra- samt allt fram undir sólstöður. þ>á hjeldust hlýindi nokkur um hríð sunn- anlands og vestan, og þótt nokkuð brygði til kalsa aptur og sjaldnast væri mikil blíðviðri að staðaldri, var veðr- átta þó einhver hin hagstæðasta meiri hluta sumars í þessum landsíjórðung- um; en fyrir norðan og austan var sumarið eitthvert hið kaldasta, er menn muna, allt fram í septembermán.; þá brá þar til sunnanáttar og hlýinda, en til óþurrka á suðurlandí, og hryðjuveðr- áttuogrosa með haustinu. Vetur lagð- ist snemma að fyrir austan og norðan, fyrir miðjan október, með snjóum, stór- Úr stríðinu. [Hjer koma nokkrar frásögur úr ófriðnum við Tyrki eða viðriðnar hann, -er eigi verða talclar með al- mennum tíðindum og því hefir verið látið ógetið í frjettapistlum vorum, en eru þó eigi ófróðlegar. |>ær eru skrásettar eptir samtiningi úr útlendum blöðum hinum og þessum]. I. Lesendurnir muna, að yfirforinginn yfir Dunár-liði Tyrkja í upphafi ófrið- arins, sá er Abdul Kerim hjet, var svipt- ur völdurr. af soldáni fyrir ónytjungs- skap, er hann ljet Rússa komast klak- laust yfir ána og meira að segja suður yfir fjöll (Balkanfjöll). þ>ávar og Redif, hermálaráðgjafi soldáns, látinn fara sömu leið. Síðan var sök hafin á hendur þe'im báðum um landráð, svo sem títt er með Tyrkjum, er valdamenn þykja standa illa í stöðu sinni, og einkum, er Reykjavík, þriðjudaginn i. janúarmán. hershöfðingjar „hinna rjetttrúuðu11 fara halloka fyrir „heiðingjunum11 eða „hin- um kristnu hundum11, erþeir kalla svo. Ber þá ósjaldan við, að þeir fá lífleys- isdóm og fyfgi grimmlegar pynding- ar, ef til vill fyrir engar sakir aðrar en að þeir hafa barizt af frábærri hreysti, en eigi mátt við margnum. Borgarlýð- urinn í Miklagarði hefir ákaflega mik- inn áhuga á ófriðnum, og fylltist brenn- andi heipt til þeirra, er fyrir sök voru hafðir um ófarirnar fyrir Rússum, þar á meðal þeirra Abdul Kerims og Re- difs; höfðu meðal annars fyrir satt, að þeir hefðu þegið fjemútur að Rússum. Biðu menn þar þvf óþolinmóðlega dóms á málum þeirra og þóttu þau seinlega rekin og slælega ; grunuðu jafnvel stjórnina um línkindarhug við söku- dólga þessa og höfðu fyrir satt, að þeir hefðu borið fje í dóminn, og þar fram eptir götunum. Til þess að svala heipt sinni gerðu menn sjer það til gamans í veitihúsum í borginni, að þeir settust þar að dómi yfir þeim Qelögum, og fóru að öllu sem títt er í reglulegum 1878. dómum. Dómarasætin sjálf voru skip- uð gráhærðum, síðskeggjuðum öldung- um, sóknari skipaður ogverjandi, og 2 menn fengnir til að vera sökudólgar og látnir taka á sig gerfi þeirra Abdúls Kerims og Redifs. Aðrir viðverendur voru þá áhorfendur og skipuðu sjerum setin með veggjunum, en var þó gjarnt til að grfpa fram í málareksturinn, með lítilli stillingu á stundum. Annars fór málareksturinn að jafnaði fram með beztu skipan: sökudólgarnir yfirheyrð- ir, vitni krafin sagna, sókn og vörn flutt f málinu, ráðstefna haldin af dómurun- um og dómurinn sfðan upp kveðinn. þetta þótti svo góð skemmtun, að það var tekið upp kvöld eptir kvöld, í flest- um hinum heldri veitihúsum í borginni. Dómurinn var optast hinn sami eða því næst, og á þessa leið : „Redif og Ke- rim skulu teknir ogleiddir út á gatna- mót, látnir þar á bak skálduðum ösn- um öfugir og skulu halda um taglið (halann); þannig skal teymt undir þeim um öll höfuðstræti borgarinnar og stað- ar numið að lokum fyrir hallardyrum hermálaráðherrans. Á meðan þetta gjörist, skal farið heim til þeirra og hirt viðrum og frostum allmiklum, en syðra með umhleypingum og hretviðrum, en frostum eigi miklu fyr en um jól (140) og þá hleypti niður snjóum miklum, mest af útsuðri; gengu ákafir útsynn- ingar alla jólaföstu. Var árið þannig að veðráftu til eitt með hinum óblíðari. Heilsufar manna var hið bezta al- mennt, utan hvað hettusótt all-óvæg gekk um land allt nema Austfirði — þar varhún búin að ljúkasjer af-haust- ið áður (1876) — ogbagaði menn tölu- vert við bjargræðisútvegi sina, einkum vestan og sunnan; um þá fjórðunga gekk hún vorið og sumarið öndvert. það var að þakka mest ágætum heyskap sumrinu áður (1876), að skepnu- höld urðu betri að vorinu um land allt en vandi er til eptir jafnharðan vetur, og eins urðu búnaðarhagir nianna til sveita að öðru leyti sæmilegir um meira hluta lands. Á fjárveikinduiri barmeð minnsta móti: bráðapest óvfða að nein- um mun og fjárkláði hvergi uppi, svo að sannaðist, en hið gamla kláðasvæði | þó enganveginn grunlaust. Sakir kuld- j anna og þurkanna um vorið og fram- j an af sumrinu varð málnyta í rýrara lagi og skurðarfje rýrt á mör, en all- gott á hold. Af sömu orsök varð hey- skapur töluvert minni en í meðalári fyrir norðan og austan, en í meðallagi fyrir sunnan og vestan víðast, sumstað- arjafnvel ágætur, sakir afbragðsnýting- ar framundir haust. Aptur bætti sjór- inn Austfirðingum og Norðlendingum nokkuð upp málnytubrestinn og hey- skaparhnekkinn; þar mátti heita gnægð fiskjar fyrir landi árið um í kring, og víða að kalla ijett upp í landsteinum. Á Vestfjörðum mun hafa orðið meðal fiskiár, en við Faxaflóa afleitt, eins og árið á undan: að eins dálítill reytingur öðruhvoru í fyrra vetur í syðri veiði- stöðunum og fyrstu vikuna af vorver- tíðinni, en þurr sjór alveg að heita mátti úr þvf fram undir árslok, en þá gæfta- leysi. Urþar afleiðandi stökum bjarg- arvandræðum í sjávarsveitunum við Faxaflóa sýndu aðrar byggðir landsins mjög lofsverða viðleitni að bæta í bráð með samskotum, en eigi bryddi á nein- um viðreisnar-framkvæmdum til fram- búðar sveitum þessum, hvorki af hendi stjórnar nje þjóðar, svo sem því að koma upp þilskipaveiðum, til þess að geta náð aflanum hvar sem er við strendur landsins, er reynslan sýnir, að hann bregzt aldrei alstaðar og að útlendum þiljuskipum hjer við land bregzt aldrei afli. j>að hafa, svo sem kunnugt er, einkum verið Frakkar og Englending-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.