Ísafold - 30.04.1878, Blaðsíða 1
Reykjavík, þriðjudaginn 30. aprilmán.
0.
1878.
í S
V 9.
Um kornforðabúr.
(Frli.). f»egar heyleysi og harðindi
heíir komið upp á, hefir það opt orðið
skepnum tilbjargar, að menn hafa fengið
korn lánað í kaupstöðum, þegar það
hefir verið þar til frá haustinu eða skip
komið snemma, en opt hefir kornið
ekki verið fáanlegt, og ávallt hefir þetta
úrræði orðið til þess að binda menn við
vissa kaupmenn með skuldum. Heyrt
hefi eg þess getið, að nokkrir búhöld-
ar hafi komið fyrir sig korni í góðum
verzlunarárum til tveggja ára, og haldið
því svo áfram, að eiga jafnan tveggja
ára forða af mat, þangað til í neyðar-
árum, og liggur það í augum uppi, að
þessi búhnykkur er ágætur fyrir þá,
sem þetta geta, og er illt til þess að
vita, ef hann væri ávallt meira og meira
að leggjast niður, og einkum ef það
væri vegna þess, að menn fengju ekki
af sjer að taka neina þóknun fyrir að
lána kornið út á vorum, þeim sem með
þyrftu, og þreyttust þó jafnframt á að
gjöra það fyrir ekki neitt. En ekkert
er vissara meðal til þess að halda við
mönnum og skepnum í harðindum en
að nóg korn sje til heima í sveitunum
handa þeim, og fáist lánað með sann-
gjörnum kostum. þ>egar kornforðabúr
væru komin á, mundi engum þykja
minnkun að því að hafa korn til að lána
út með sömu kjörum og kornforðabúr-
ið lánaði með. Kornforðabúr ættu að
stofnast eitt í hverjum hrepp, svo að
allir geti náð til þess, er á þarf að
halda. Hver hreppur gæti og ætti eins
fyrir það, ef hann er aflögufær, að
hjálpa öðrum hreppum, þegar þeir
þyrfti með að fá lán úr kornforðabúr-
inu. Bezt væri, að kornið í forðabúr-
unum væri mestmegnis rúgur. þegar
drýgja á fóður handa skepnum með
korni, er langbezt, og næstum ómiss-
andi, að gefa það malað, því á þann
hátt verður það frá þriðjungi til fjórð-
ungs drýgra, en ef það er gefið ómal-
að. Bezt væri því að geyma kornið
á þeim stað, þar sem góð mylna væri,
og þeim sem geymdi það, væri falið á
hendur að mala það við hentugleika;
bæði væri þá handhægra að nota það,
þegar á þyrfti að halda, og það væri
þá aldrei haft ómalað handa skepnum.
Menn mundu líka fúsari á að skipta því
fyrir nýtt korn ómalað, þegar ætti að
yngja það upp, þó þeir þyrftu að borga
mölunarlaun, sem allir yrðu sjálfsagt
að gjöra, sem notuðu kornið malað úr
forðabúrinu. Neyðist menn til að gefa
skepnum ómalað i korn, er ávallt miklu
betra að bleyta það éinn sólarhring i
vatni, áður en það er gefið og gefa það
undir eins á eptir heygjöfinni. Opt
verður hentugra að gefa kúm mjölið
helzt sem deig og spara með því töðu
handa öðrum skepnum, og má spara
við kúna 3 pund af góðri töðu fyrir eitt
pund af mjöli, án þess að hún missi nyt
við það. Kýr jeta úthey miklu betur,
ef þeim er gefið mjöl með því, og þurfa
ekki að missa nyt fyrir það heldur en
þeim sje gefin eintóm taða, ef þær fá
nóg að fóðurgæðum og vöxtum til móts
við fóðrið í töðunni, sem þær áður fengu.
Að salta mjöldeigið er ágætt, einkum
ef þeim er gefið úthey með því. Handa
mögrum sauðkindum og einkum ám á
vordag er hentugt að eiga töðuna, sem
spöruð er frá kúnum ; því handa þess-
um skepnum verður fóðrið bæði kröpt-
ugra og lostætara, þegar taðan er hrist
saman við það.—Til þess að slík korn-
forðabúr komist sem fyrst á og undir
eins í öllum hreppum á landinu, verð-
ur varla hjá því komizt, að alþingi skipi
fyrir með lögum að stofna kornforða-
búrin, og verður umsvifaminnst að þau
sjeu stofnuð af sveitarsjóðunum, eins og
þau eptir eðli sínu eru hrein og bein
sveitarmál. það er, ef til vill, ekki
hentugt að ákveða neinn vissan tíma,
hvenær búið ætti að vera að koma
kornforðabúrunum fullkomlega á stofn,
eða á hve margra ára fresti, með því
að mjög misjafnt er hvað hrepparnir
eru færir til þessa, en sjálfsagt ætti það
að vera sem allrafyrst því verður við
komið. -—• Aptur á móti álít eg óum-
flýjanlega nauðsynlegt að ákveða
minnstu upphæðina, hvað kornforðabúr-
in eigi að vera stór; því ella gæti hugs-
ast, að þau yrðu í einhverjum hrepp
meira til nafns en gagns. Ekki er hugs-
andi til að ákveða stærð kornforðabúr-
anna svo mikla, að þau sje óyggjandi
forði fyrir menn og skepnur, hvað mik-
il harðindi og neyð sem upp á kunna
að koma, heldur einungis, að þau gætu
í bráð eða um skamman tíma bætt úr
bráðustu neyð. Hverjum hrepp er líka
frjálst að stofna svo stór kornforðabúr
í hrepp sínum, sem hann vill. Eg í-
mynda mjer, að varla muni nokkrum
hrepp ofvaxið að koma sjer á nokk-
urra ára fresti upp kornforðabúri, sem
hefði í sjer 1 tunnu fyrir hverja 20
menn í hreppnum, enda mundi varla
veita af þessu, hvort heldur við sjó eða
til sveita, ef það ætti nokkur forði að
heita, og álít jeg betra að stofnunar-
fresturinn sje lengri, en kornforðabúrin
sje minni en þe^ta. það liggur í hlut-
arins eðli, að hreppsnefndirnar haíi alla
umsjón yfir kornforðabúrunum í hrepp-
unum og útláni á þeim, og að þeir sjái
um að verja þeim sern. bezt hreppun-
um í hag, eptirsem á'stendur; en apt-
ur á móti ætti sýslunefndunum að fel-
ast á hendur að semja reglugjörð eptir
uppástungum frá öllum hreppsnefndun-
um í sýslunni, sem þær leggi þvi næst
fyrir amtsráðin til samþykktar, um alla
tilhögun á kornforðabúrunum í sýslunni,
svo sem um stofnun þeirra og stofnun-
artíma, geymslu, útlán og innheimtu o.
s. frv. Enjegætla mjer samt að benda
á nokkur atriði viðvíkjandi tilhöguninni
á kornforðabúrunum. Ekki heldjegað
hentugt sje, að ákveðaneinn tíma. hve
nær fyrst mætti fara að lána úr korn-
forðabúrinu á vetrinum, heldur ættu
hreppsnefndirnar að hafa frjálsar hend-
ur til þess að ráða því; því ástæðurnar
geta verið svo ólíkar og margvíslegar;
en hitt ervitaskuld, að hreppsnefndun-
um ætti ávallt að vera um það hugað,
að haga .útláninu sem forsjállegast fyr-
ir hreppinn, og það ætti jafnan að á-
kveðast á fullgildum aukahreppsfundi,
hve nær fyrst mætti byrja á því í hvert
skipti. En til þess að tryggja það, að
menn leyti ekki láns úr forðabúrinu að
þarfiausu og jafnframt að koma í veg
fyrir of mikinn og óþarfan drátt með
að endurgjalda lánin úr því, mundi bezt
að tiltaka víst gjald, sem lántakendur
greiddu fyrir hverja viku, sem jeg álít
að ekki megi minna vera en 1 eyrir
fyrir hvern fjórðung um vikuna frá þvi
lánið er tekið og þangað til því er skil-
að aptur. Með þessu gjaldi mætti nokk-
uð ljetta kostnaðinn við geymslu, útlán
og innheimtu á korninu, sem að öðru
leyti verður að borgast af hreppssjóði.
Jeg álít að þetta gjald sje nokkurt að-
hald til þess að menn vanbrúki ekki
kornforðabúrið, en þó ekki meira en
svo, að engum, sem láns þarf með úr
því, sje of-þyngt með því, í að leyta
láns úr því. það væri mjög heimsku-
legt, að byrgja sig ver upp að haustinu
með mat eða setja skepnur sínar frem-
ur á vogun fyrirþað, að kornforðabúr-
in eru til; líka ætlast jeg til að lán-
tökugjaldið mundi verða nokkurt að-
hald fyrir menn í þessu tilliti. Jeg
get ekki heldur fundið neina skyn-
samlega ástæðu til þess að ímynda
sjer, að kaupmenn byrgi sig ver upp af
korni fyrir það, þó kornforðabúrin sjeu