Ísafold - 30.04.1878, Blaðsíða 2
34
ÍSAFOLD
til í landinu; því reynslan hefir sýnt, að
kaupmenn hugsa meira um það, hve
mikið af korni og öðrum vörum þeir
muni fá borgað, heldur en um hitt, hve
byrgir menn eru í hjeruðunum af vetr-
arforða.
Lögin, sem alþingi setti fyrir stofn-
un kornforðabúranna, ímynda jeg mjer
að mundu mega vera eitthvað þessu lík:
LAGAFRUMVARP
um stofnun kornforðabúra.
1. gr. í hverjum hrepp á landinu
skal stofna kornforðabúr, svo fljótt sem
því verður við komið. pegar kornforða-
búr þessi eru fullstofnuð, sje í þeim að
minnsta kosti ein tunna af korni fyrir
hverja 20 menn í hreppnum.
2. g r. Hreppsnefndimar hafi alla
umsjón kornforðabúra þessara, og láni
út kom úr þeim handa mönnum og
skepnum í bjargarskorti, sem borgist
aptur með sama í næstu sumarkauptíð
svo ávallt sje þá kornforðabúrið fullt,
eptir að það er fullstofnað.
3. gr. Sýslunefndirnar skulu ept-
ir uppástungum frá hreppsnefndunum
semja reglugjörð, sem amtsráðið sam-
þykki, er nákvæmar ákveði, á hve löng-
um tíma að stofnun kornforðabúranna
í sýslunni skuli fram fara og allt ann-
að um tilhögun þeirra, sem þurfa þykir.
4. gr. Fje það, sem þarf tilstofn-
unar og viðhalds kornforðabúrsins í
hverjum hreppi borgist af hreppssjóðn-
um.
— Álíti menn mál þetta þess vert, að
það ætti að fá framgang og kornforða-
búr að stofnast í öllum hreppum lands-
ins, ættu menn að senda um það bæn-
arskrár úr sem flestum hjeruðum til
næsta alþingis, og er þá óliklegt að al-
þingi sinni því ekki, eða að það nái eigi
fram að ganga á þinginu. En hins veg-
ar er hverjum hreppi innanhandar að
stofna hjá sjer kornforðabúr og haga
því til eins og honum þykir bezt við
eiga, eins og líka hver hreppur, sem
vill, getur stofnað stærra kornforðabúr
en hjer er ákveðið.
Jón Guttormsson.
Um áfenga drykki.
„Varðar mest til allra orða
að undirstaðan rjett sje fundin“.
I.
(Aðs.) Hvers vegna tala menn um
bindindi og bindindisfjelög ? Er ekki
skynsamlegast að neyta áfengra drykkja
i hófi, og gleðja sig á þeim? Mundi
Guð hafa skapað áfenga drykki og gef-
ið okkur þá, ef hann ætlaðist ekki til
að við notuðum þá eins og aðrar gjafir
hans? — fannig hafa menn spurt og
spyrja enn, og fæstir vita, hverju þeir
eiga að svara. Margir álíta bindindið
heimsku, eða að minnsta kosti sjervizku,
því þeir álíta skynsamlegast að brúka
áfenga drykki, þar eð þeir halda að
Guð hafi skapað þá; — skapað þá til
nautnar fyrir manninn. þeir kannast
við að áfengir drykkir eigi að brúkast
í hófi, svo eigi líka allt að brúkast, og
ekkert sje svo gott að eigi megi mis-
brúka það; en það verði að vera ætl-
unarverk skynseminnar, að rata hófið í
þessu sem öðru. feir taka það til dæm-
is, að maturinn sje þarflegur, já ómiss-
andi, þó geti maður jetið um of og
þurfi að gæta þar hófs. Eggjárn og
skotfæri eru manni þarfleg, enda ómiss-
andi, segja þeir, þó þarf að hafa að-
gæzlu og varúð í meðferð þeirra, svo
maður skaði sig ekki á þeim. það er
svo sem auðvitað, segja þeir, að ölföng
geta skaðað mann, ef maður drekkur
þau óhóflega, en maður á að stjórnast
af skynseminni eins í þessu sem öðru.
þannig tala margir, og þetta mun
vera almennasta skoðunin á íslandi í
tilliti til áfengra drykkja, og þessi skoð-
un hefir ríkt og ríkir jafnvel enn i mörg-
um öðrum löndum.
En er þá þessi skoðun áreiðanleg,
og rjett ? þ>essa spurningu verður hver
og einn að leggja fyrir sjálfansig, sem
nokkuð hugsar út í þetta mál; einkum
allir þeir, sem hugsa um bindindi eða
bindindisfjelög, því eins og það er nauð-
synlegt, að maður sje sannfærður um,
að bindindis-kenningin sje skynsamleg,
áður en maður gengur í bindindi, eins
ætti bindindi ekki að eiga sjer stað ef
framangreind hófsemdar-kenning væri
rjett.
Til þess að geta tekið einhverja
fasta stefnu í málinu, skulum vjer þá
rannsaka kenningu hófsemdarmannanna,
og byrja á að skoða, hvað hyrningar-
steinninn undir henni er traustur.
Vjer spyrjum þá fyrst: Hefir Guð
skapað áfenga drykki, skapað pá til
nautnar fyrir manninn? — Tilþess að
svara þessu með gildum rökum þurfum
vjer fyrst að rannsaka eðli áfengra
drykkja.
Allir áfengir drykkir eru gjörðir af
vínanda (alkohol) og vatni. Vínand-
inn er efni það, sem veldur hinum ölv-
andi áhrifum allra þeirra, því vatninu
er blandað saman við hann einungis til
að deyfa áhrif hans.—Vínandinn mynd-
ast við ólgu eða gang, sem hleypt er
i efni þau, sem hinir áfengu drykkir
eru tilbúnir úr.
Eptir rannsóknum ýmsra efnafræð-
inga er í hverjum 100 pottum af öl-
föngumþeim, sem nú skulu talin, svo
margir pottar af vinanda, sem hjer greinir:
I venjulegu kornbrennivíni . . 53,39 pt.
— Rommi ............53.68 —
— skozku „Whisky“ 51,60 —
— írsku „Whisky“ . 53,90 —
— Genever...........55,44 —
— Portvíni..........23,00 —
— Madeiravíni .... 22,00 —
— Sherry............19,00 —
— Champagni .... 12,50 —
— Ale (almennt öl) . 6,50 —
— hvítu öli........ 1,25 —
37u8
Áhrif hins ölvanda efnis (vínandans)
íflestum, ef ekki öllum þessum ölíöng-
um, eru mjög mögnuð með ýmsum vit-
firrandi efnum, sem auk hans eru blönd-
uð saman við þau.
Nú skulum vjer þá skoða nákvæm-
ar, hvernig vínandinn er til búinn, eða
hvernig hann verður til.
Ef maður upp leysir hreint sikur í
hreinu vatni, þá gptur maður geymt
þann lög lengi óskemmdan; en láti mað-
ur nokkuð saman við af holdgjafa-kynj-
uðum efnum (t. d. kjöti, blóði, eggja-
hvítu, osti, brauðdeigi o. s. frv.), sem
farin eru að rotna, þá verður fljótt sú
breyting á, að sikrið hverfur, og kola-
sýra myndast af þvi; lögurinn missir
sinn sæta smekk, fær annað bragð og
nú er komið fram í honum eða mynd-
að nýtt efni; og það er vínandi.—þessi
breyting kemur af ólgu, sem hin ho'd-
gjafa-kynjuðu efni, nefnil. kjötið, eggja-
hvítan eða súrdeigið, kveiktu í leginum.
— Af því að þessi ólga kemur fyrir í
vínberjunum, og menn hafa máske fyrst
veitt henni eptirtekt í þeim, þá er hún
kölluð vínólga. Olga þessi getur ekki
myndast nema með vissum hita, nefnil.
frá 12 V2 til 21 x/8 mælistigs á Reaumur.
þar sem hitinn er minni, getur ekki
vínólgan kviknað. Sje hitinn meiri, kem-
ur að vísu fram ólga, en hún myndar
þá ekki vínanda úr sikrinu, heldur
„gummí“ og slik efni. í öllum jurta-
vökvum og öðrum lagartegundum, sem
hafa í sjer sikur, getur vínólgan mynd-
ast, ef þeir standa við mátulegan hita,
og ef þeir, eins og venjulegt er, hafa
í sjer nóg af holdgjafa efnum til að
mynda ólguna og viðhalda henni. þ>ann-
ig getur vinólgan myndast í safanum
úr eplum, perum, rúsinum, vínberjum,
sikurrófum, gulrófum, sikurreyr, sikur-
trje, birki, pálmatrje og fjölda mörgum
öðrum ávöxtum, rótum og trjám; einn-
ig getur hún myndast í mjólk og mörg-
um tilbúnum sætum lagartegundum.
Allar þessar lagartegundir má því hafa
og eru hafðar til að gjöra úr þeim vín-
anda. Vínandinn er samt einkum bú-
inn til úr korntegundunum og úr jarð-
eplum. þó að korntegundir ogjarðepli
hafi lítið í sjer af sikri, þá hafa þær
mjölefni, og mjölefnið getur við vissar
kringumstæður breytzt í sikur. þessi
breyting kemur ætíð fram í öllum korn-
tegundum, þegar kornið springur út
(þegar fræin skjóta frjóvöngum), eptir
að þeim er sáð. — Á þeim tíma kemur
fram nýtt efni í fræjunum, er kallað er
„diastas“, og um leið breytist mjölefni
þeirra í sikur* — Undirbúningurinn til
*) Áður en fræin fara að springa út, er mjölefni
þeirra samansett af 2 aðalefnum, sem ætluð eru
hinni ungu jurt til næringar, þar til hún getur
fóðrast af jörð og lopti. |>essi efni eru jurta-
lím og línsterkja, og er jurtalímið líks eðlis og
eggjahvíta eða ostefni, eða það hefir í sjer
holdgjafa; en linsterkjan hefirísjer sömu frum-
efni og sikur eða feiti, nfl. hefir engan hold-
gjafa. í>egar fræið fer að springa út, breytast
bæði þessi efni: jurtalimið verður að efni því,