Ísafold - 06.05.1878, Blaðsíða 4
44
ÍSAFOLD.
*IJ8
því Færeyingar unaþvíbezt sjálfir, eigi
nema rjett og eðlilegt, að þeir gjöri
sjer far um að verða sem innlífaðastir
og samrýndastir Dönum og hvers kon-
ar Dönsku, og að þeir hafi því blað sitt
á Dönsku, en eigi á Færeysku, er auk
þess mundi næsta erfitt, eða jafnvel ó-
kleyft, þar sem Færeyska er eigi ann-
að en ófullkomin mállýzka, sem aldrei
hefir verið bókmál eða ritmál. Eina
færeyska orðið í blaðinu er nafnið:
Dimmalætting“ (o: þokuljettir).
Af því, sem vjer höfum sjeð af
blaðinu, virðist sem það muni ætla að
bera nafn með rentu, og þá er vel. f»að
veitir oss íslendingum kost á að kynn-
ast með hægu móti þessum nábúum
vorum og náfrændum, sem að mörgu
leyti er svo líkt á komið með, og sem
vjer meira að segja mundum geta lært
af ýmislegt gott og nytsamlegt, þótt
vjer þykjumst meiri menn en þeir.
Skyldu einhverjir hjer álandi—sem
vjer vonum — vilja verða til að styrkja
fyrirtæki Færeyinga með því að gjör-
ast kaupendur að blaði þeirra, er rit-
stjóri þessa blaðs fús til að vera í út-
vegum að því fyrir þá.
Sálinahókin. Biskup vor hefir 25.
marz þ. á. kvatt 7 skáld í nefnd tilað
endurbæta messusöngsbók landsins:
Bjöm prófast Halldórsson í Laufási,
síra Helga Hálfdánarson prestaskóla-
kennara, síra Matth. Jochumsson, síra
Pál Jónsson í Viðvík, síra Stefán Thor-
arensen á Kálfatjörn, Steingr. Thor-
steinsen og síra Valdimar Briem í
Hrepphólum.
pessi fyrirhugaða sálmabókar-end-
urbót er hið nauðsynlegasta verk og
mikil von um að það takist vel, eptir
nefndarkjörinu.
í brjefi því, sem prentað er í 10.
bl. „J>jóðólfs“ (20. marz), gjörir biskup-
inn af misgáningi Einar pórðarson að
eiganda að prentunarheimild fyrir
Sálmabókinni. En samkvæmt lögum
15. oktbr. 1875 um sölu landsprent-
smiðjunnar á hvorki Einar nje nokkur
annar einstakur maður prentunarheim-
ild (forlagsrjett) að Sálmabókinni nje
nokkurri þeirra bóka, er taldar voru
áður eign landsprentsmiðjunnar, heldur
eru þær nú allar beinlínis eign lands-
sjóðsins, sem því annaðhvort lætur
prenta þær á sinn kostnað eða selur
eða leigir einhverjum prentunarheimild
að hverri bók fyrir sig, eða hverri út-
gáfu hennar fyrir sig. Með öðru móti
getur enginn orðið rjett að því kominn
að prenta neina af áminnztum bókum.
pað sem selt var með landsprentsmiðj-
unni var að eins bóka -1 e i f a r, þ. e.:
það sem ó-útgengið var af því sem þá
var búið að prenta, þar á meðal leif-
amar af síðustu útgáfu Sálmabókarinn-
ar, sem nú munu næsta lítils virði, er
von er á nýrri Sálmabók, gjörsamlega
umsteyptri og endurbættri, að ytrafrá-
gangi líka að vonandi er.
Yeðrátta hefir verið einkar-blíð og
hagstæð lengi að undanförnu hjer sunn-
anlands; jörð farin töluvert að gróa.
Sama er að frjetta að vestan, með póst-
inum þaðan. Norðanpóstur ókominn
enn.
Aflahrögð urðu minni, eða einkum
endasleppari hjer syðra þessa útlíðandi
vertíð, en á horfðist framan af. pó hafa
hlutir orðið í góðu meðallagi, sjerílagi
sakir afbragðs-vænleika fiskjarins og
fitu. í syðri veiðistöðunum (Keflavík,
Njarðvík, Vogum) eru meðalhlutir sagð-
ir um 2 hundruð, mestallt netafiskur; hjer
á Inn-nesjunum um 3 hundruð, en þar
í meira af stútung og ýsu. Stöku menn
hafa 4, 5 eða jafnvel 6—7 hundraða
hluti, um og yfir 6000 á skip. pilju-
skipin afla afbragðsvel, við rek, jafnvel
um sömu slóðir og róðrarskipin verða
varla vör nú orðið. Hákarlaveiði hefir
þiljuskipunum og heppnazt vel í vor.
Skipafregn. K o m i n: 23. mar/. „Marie
Christine11, Hansen, 61, frá Khöfn með vörur til
Smiths og kons. Siemsens ; 23. „Bien“, M. Ander-
sen, 53, frá Mandal með timburfarm til lausakaupa;
s. d. „Yaldemar11, Heint/elmann, 89, fráKhöfn (og
Keflavik) með vörur til Fischers; s. d. „Lucinde“,
Lawritzen, 102, með vörur til Knudtzons ver/lun.;
s. d. “Lastdrageren,,1 P. M. Olsen, 55, norsk
fiskiskúta; 25. og 26. ein frakknesk fiskiskúta hvorn
daginn; 27. tvær frakkn. fislciskútur; 28. ellefu
frakkn. fiskiskútur; 29. „Johanne", Hansen, 75,
frá Khöfn með ýmsar vörur til Sim. Johnsen; s.d.
„Phönix“ (póstskipið), Ambrosen, 448; 1. maí „Le-
banon“, Adam Stephen, 199, frá Newcastle með
kol handa herskipunum frakknesku (skipið norskt);
s. d. tvær frakkn. fiskiskútur; 3. maí „Selwyn“,
E. Nees, 260, frá Liverpool með salt til Fischers
(skipið norskt). — Farin aptur: allar hinar
frakkn. fiskiskútur; 25. apríl „Lastdragaren"; 30.
“Marie Christine-1, Hansen, til Liverpool með salt-
fisk, ull og lýsi, að sækja salt.
Með póstskipinu komu 29. f. m., aukþeirra,
er getið var siðast, Englendingurinn Paterson, til
að vinna Krisuvíkurnámurnar, Jón bóndi Jónsson
frá Veðramóti í Slcagafirði, og mad. Sophia Ja-
cobsen. — Póstskipið fer i dag kl. 3. —
HITT OG pETTA.
Hugvekja fyrir alþingismenn.
Skipið „Great Eastern“ (Austri hinn mikli), sem
getið er um og myndin er af í Nýju Sumargjöfinni
1862 bls. 36, er, eins og kunnugt er, hið stærsta
skip í heimi, þar sem það er 22,500 smálestir (tons)
að stærð. Ef skip þetta kæmi til íslands og yrði
að kaupa leiðarbrjef, þá kostaði leiðarbrjefið 45,000
kr. (2 kr. fyrir hverja smálest), og væri það dálag-
leg borgun handa landssjóðnum fyrir eina pappírs-
örk, og eins væri það sómasamleg þóknun handa
sýslumanni eða bæjarfógeta að fá, eins og nú eru
lög til, 8 aura af ton fyrir að rita á leiðarbrjefið,
eða alls 3,750 kr. — En ef nú stjórnin tæki upp
á því að nota „Great Eastern" fyrir póstskip, þá
yrði nú hagurinn samt mun minni fyrir landssjóð-
inn, þvi eins og kunnugt er, þá er leiðarbijefsgjald-
ið fyrir póstskipið árs árlega dregið frá árgjaldinu
úr rikissjóðnum og á það að vera byggt á stöðu-
lögunum. Nú er árgjaldið alls 100,000 kr., eins og
menn vita; yrði þá árgjaldið allt að því etið upp i
2 póstskipsferðum, þar sera leiðarbrjefsgjaldið i þeim
yrðu 90,000 kr.! —• En ekki þyrfti nú svona stórt
póstskip til að vinna upp árgjaldíð, þvi nóg væri
að senda hingað 7 ferðir á ári póstskip, er væri
rúmlega s/8 minna en „Great Eastern“ eða að eins
7,000 tons að stærð; yrði þá leiðarbrjefsgjaldið í
hverri ferð 14,000 kr„ og ef ferðirnar væru 7 eins
og nú, 98,000 kr. í öllum ferðunum, svo þá yrðu
2,000 kr. einar eptir af árgjaldinu. Raunar er nú
varla að óttast fyrir svo stóru póstskipi í bráðina.—
En hvar eru takmörkin? eða hver ætli þættist geta
bannað stjórninni að kvitta svona við okkar árgjald-
ið, ef henni byði svo við að horfa?
Auglýsingar.
í dag hefir amtmaðurinn yfir suður-
og vesturumdæminu skipað mjer að
endursenda umboðsskrá konungs handa
mjer til að sjá um útrýmingu hins sunn-
lenzka fjárkláða, og mun þar með af-
skiptum mínum af tjeðu faraldri lokið.
Um leið og eg auglýsi þetta al-
menningi, finn eg hvöt til að brýna
enn einu sinni fyrir bændum, hve áríð-
andi það sje, að baða nú í vor öruggu
þrifabaði allt geldfje, um leið og því er
sleppt á fjall, en ær og lömb um frá-
færur. J>ó allar líkur sjeu til þess, að
nú sje loksins gengið milli bols og höf-
uðs á hinum leiða þjóðfjanda, er um
mörg ár hefir hamlað öllum veruleg-
um framförum í aðalbjargræðisvegi
landsmanna, mega menn ekki gleyma
þvf, sem margreynt er, að með rann-
sókn þeirri, er kostur er á til sveita,
getur auðveldlega mistekizt að aðgreina
drepkláða frá óþrifum. Taki bændur
sig ekki saman um að baða i vor lömb-
in á fráfærunum, en hitt fjeð þegar það
er rúið, má eftilvill búast við, að með
haustinu komi einhversstaðar upp óþrif,
sem menn verða í vafa um, hvort maur
sjeí, — og hver órói, rígur og kostnað-
ur getur risið af þvi, þarf og ekki að
útlista fyrir bændum í Borgarfjarðar,
Kjósar, Gullbringu og Árnessýslum.
Lögreglustjórinn í fjárkláðamálinu,
Reykjavík 29. apríl 1878.
Jón Jónsson.
Steinafræði og jarðarfræði
samin af
Benedict Gröndal,
er nýkomin út frá prentsmiðju „ísa-
foldar“. Kostar í kápu 1 kr. 80 aura,
bundin 2 kr. 10 aura.
í sölubúð O. P. Möllers sál. kaup-
manns, verður fyrst um sinn seldur ým-
islegur varningur, (sumt nýkomið núna
með póstskipinu), fyrir peninga út í
hönd með niðursettu verði.
Reykjavík, 6. maí 1878.
Fyrir hönd dánarbúsins,
Georg Thordal.
Hertir, ósaltaðir sundmagar úr
Kabliau, þorski o. s. fr. óskast keyptir.
Tilboð, merkt C. 127, má senda til
Rudolf Morse,
Cöln.
Hjá undirskrifuðum fæst borðviður
með niðursettu verði, samt gott brenni
til ýmsra smíða.
Magnús JJnsson á Bráðræði.
Ritstjóri: Bjöm Jónsson, cand. philos.
Preptsmiðja „ísafoldar".— Sigm. Guðmundsson.