Ísafold - 18.07.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1878, Blaðsíða 2
G6 /SAFOLD. um fyrstu fundum sínum „samþykkt það sem stefnu sína, ekki að mynda sálmabók, er þeg'ar skyldi innleiða, eða eins og löggilda, heldur bók, sem sjálf yrði látin ryðja sjer til rúms og mæla með sjer við hlið þeirrar sálmabókar, sem nú er notuð“. Sje þessi samþykkt nefndarinnar rjett orðuð í þjóðólfi, sem ekki er efunarmál, þá virðist hún vera nokkuð óljós, og benda til þess, að hún sje sprottin af þeim misskilningi, að stjórnin löggildi eða valdbjóði þær bækur, sem annaðhvort eru hafðar í kirkjum við hina opinberu guðsþjón- ustugjörð, eða uppfræðingu í kristin- dóminum. En þessu er ekki þannig varið, heldur leyfir stjórnin að eins, að þess konar bækur sje hafðar við hliðina á hinum eldri samkynja bókum (og þó optast með því skilyrði, að hlutaðeigandi prestar og söfnuðir komi sjer saman um það). þannig er því varið með messusöngsbók vora, með hina endurskoðuðu handbók presta, með Balslevs barnalærdómskver, o. s. frv., og er þessi aðferð bæði frjálsleg og eðlileg. En nauðsynlegt er að fá slíkt leyfi stjórnarinnar til að inn- leiða hjer nýja messusöngsbók við hina opinberu guðsþjónustugjörð við hlið hinnar eldri sálmabókar, því að án þess væri engin trygging fyrir þvi, hvernig þeir sálmar væri á sig komnir, sem sungnir væru í kirkjunum, og því er ekki hægt að sjá, hvernig nefndin ætlar sjer án þessa leyfis (eða lög- gildingar ?) að láta hina nýju sálmabók sína „sjálfa ryðja sjer til rúms og mæla með sjer við hlið þeirrar sálmabókar, sem nú er notuð“, svo framarlega sem nefndin ætlar sjer að láta hana ryðja sjer til rúms við söng í kirkjum. En sje hitt meiningin, að hún eigi fyrst að ryðja sjer tilrúms í hjörtum manna og við húslestra í heimahúsum, þá er þessi ákvörðun nefndarinnar ógreini- lega orðuð. |>að er ekki heldur hægt að sjá, hvað unnið væri með því að láta prenta hina nýju sálmabók, en vilja ekki innleiða hana sem messu- söngsbók fyr en eptir lengri tima. Hitt sýnist liggja beint við, að fá leyfi stjórnarinnar þegar bókin er fullgjörð, til að mega hafa hana við söng i kirk- jum við hlið hinnar eldri sálmabókar þar sem prestar og söfnuðir kom sjer saman um það, og eru þá öll líkindi til, að hún með tímanum útrými hinni eldri sálmabók. Aptur er það mjög heppilegt og hyggilegt, að sálmabókarnefndin hefir ákvarðað, „að eigi skyldi hún leggja neina sálmabók annari fremur til grund- vallar fyrir þeirri, sem til skyldi stofna, heldur taka eldri sem yngri sálma þar sem fyndust og fullhæfir þættu“. 15. Laiui sýslumanna og hæjarfógeta. Samkvæmt lögum 14. desbr. f. á. fá sýslumenn og bæjarfógetar laun sín úr landssjóði frá 6. f. m. Svo er fyrir mælt í 7. gr. laga þessara, að laun þeirra sýslumanna og bæjarfógeta, sem nú eru í embættunum, verði hvorki minnkuð nje aukin meðan þeir eru í sama em- bætti, og hefir stjórninni reiknazt þau þannig (Stjórnartíð. B 96): kr. a. Sýslum. í Skaptafellssýslu . 2764 96 Vestmannaeyjas. . 1841 4 —— - Rangárvallas. . . 3300 86 Árnessýslu . . . 4423 9i Bæj.fóg. - Reykjavík . . . 4000 „„ (að meðt. skrifstofukostn.). Sýslum. - Gullbr. og Kjósars. 30°° „„ —— - Borgarfjarðar- og Mýrasýslu . . . 4557 68 —— - Snæfellsness- og Hnappadalssýslu . 3000 „„ - Dalasýslu . . . 2500 „„ Barðastrandars. 2667 49 ísafjarðars. og bæj- arfóg. á ísafirði . 2853 44 - Strandasýslu . . 1545 16 Húnavatnssýslu .4643 34 Skagafjarðars. . . 4282 35 Eyjafjarðarsýsl. og bæjarfg. á Akureyri 4109 14 þingeyjarsýslu 3412 96 - Norðurmúlasýslu . 3620 18 Suðurmúlasýslu . 3257 13 alls 59779 64 Eptir reikningi skatta- nefndarinnar voru n e 11 ó - tekjur sýslumanna og bæjar- fógeta að meðaltali árin 1871 —75 alls 58794 52 Eptir því nemur launa- hækkun þessara embættism. við launal. 14. desbr. f. á. alls 985 12 þegar nýir menn eru komnir í öll þessi embætti, verða laun þessi sam- tals eigi nema 55000 kr., eptir marg- nefndum launalögum, sem eptir því hafa í raun xjettri minnkað launa- kostnaðinn til þeirra um 3794 kr. 52 a., eða ætlast til að svo verði. Sakir framangreindra fyrirmæla launalaganna hafa níu sýslumenn nú meiri laun en launalögin ætlazt til, er nýir menn taka við sýslunum, ogmun- ar það alls............6862 kr. 8 a. en fimm aptur minna (þar á meðal sýslumaðurinn í Strandasýslu 955 kr. 84 a. minna), sem nemur alls 2083 — 44 — Eptir 4778 — 64 — sem því er kostnaðarauki sá, er lands- sjóðurinn hefir nú sem stendur af þess- um embættismönnum umfram það sem launalögin ætla embættunum með nýj- um mönnum. BóknieiintaQelagsfundur, aðalfund- ur, var haldinn í deildinni hjer 8. þ. m. Forseti skýrði frá, að frá Hafnardeild- iuni væri þetta ár von á Skírni og nýju hepti af Biskupasögunum, en ársbækur deildarinnar hjer yrðu: Fijettir frá ís- landi, er lagðar voru fram á fundinum fullprentaðar, og Siðbótarsaga síra þ>or- kells, er væri rúmlega hálfprentuð. Samningar um kaup á handritum Gísla _______ Konráðssonar við Flateyjar-Framfara- stofnun væri eigi til lykta leiddir, og um útgáfu náttúrufræðisbæklinganna, sem ráðgjörð var á siðasta fundi, væri það að segja, að fjelagsstjórnin væri eigi búin að fá nein svör um það, hvort myndirnar í þá fengjust að láni eða sölu, eða með hverjum kjörum. Istjórn fjelagsdeildarinnar voru kosnir hinir sömu og í fyrra (forseti Magn. Stephen- sen, fjehirðir Hallgr. Sveinss., skrifari Páll Melsteð, og bókavörður Jón Borg- firðingur) og vara-embættismenn hinir sömu og þá, nema vara-bókavörður Brynj. Oddsson bókb.; sömuleiðis reikn- ingsendurskoðendur A. Thorsteinsson og H. Guðmundsson. Til að semja Fréttir frá íslandi næsta ár var og endurkosinn síra Valdimar Briem í Hrepphólum í einu hljóði. Synódus var haldin 4. þ. m. Auk byskups og amtmannsins yfir Suður- og Vesturamtinu mættu þar 4 prófastar og 7 prestar, og lect. theol. Sigurður Melsteð semskrifari. Aður en fundur- inn tók til starfa var haldin guðsþjón- usta í dómkirkjunni; prjedikaði dóm- kirkjuprestur sira Hallgrímur Sveins- son, og lagði útaf 1. Kor. 4, 1—2. Að því búnu var fyrst skipt peningum uppgjafapresta og prestaekkna. Síðan skýrði biskup frá hag prestaekknasjóðs- ins (sbr. Stjórnartíð. 1876 B bls. 6—7) og bar undir fundinn hvort ekki skyldi úthluta 300 kr. næsta ár af vöxtum sjóðsins til fátækra prestaekkna, og var það samþykkt. Sira þórarinn Böð- varsson bar því næst upp þá uppá- stungu, að stiptsyfirvöldin eptirleiðis leggi fram á synodus frumvarp til út- hlutunar á peningum milli uppgjafa- presta eg fátækra prestaekkna, en á synodus verði tekin til umræðu mál, er snerta kirkjuna, eptir að prófastar hafa sent uppástungur um það ár hvert til stiptsyfirvaldanna svo tímanlega, sem því yrði við lcomið, og eptir að prófast- ur hefur ráðgazt um það við presta, og var það samþykkt. Loks kom til umræðu, hversu nauðsynlegt það væri, að hjer væri gefið út kirkjulegt tímarit, og var þeim prófasti síra þórarni Böð- varssyni og dómkirkjupresti Hallgrími Sveinssyni falið á hendur að leitast við að koma þvílíku tímariti á gang. Hæstarjettardóimir sá, er vjer gát- um í ísafold V 13, var uppkveðinn 7. maí þ. á., og eru forgöngu-orð hans þannig hljóðandi á íslenzku (á dönsku í „Fædrel.“ 7. maí). „Eptir innihaldi hins konunglega erindisbrjefs (kommissorium) frá 26. sept. 1876, er getið er í hinum áfrýjaða [lands- yfirrjettarjdómi, og lagt hefir verið fram fyrir hæstarjetti á frummálinu [dönsku], verður að álíta, að vald það, er þar með er fengið ritara við landshöfðingja- embættið á íslandi, Jóni Jónssyni, hafi að eins náð til kláðaveiki þeirrar, er þá gekk í nokkrum tilteknum hjeruð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.