Ísafold - 18.07.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 67 18 7,87 um á landinu, en engan veginn til kláða- veikinda, er upp kynnu að koma eptir- leiðis. Dómsvald það, er honum var fengið með erindisbrjefinu, verður að því leyti að álítast hafa verið að eins til bráðabirgða, og eptir því -— svo og er litið er á, hvernig ráðstöfnnum þeim, er gjörðar voru, var háttað yfir höfuð að tala — verður eigi sá dómur á lagður með rökum, að lögvenja sú (retstil- stand), er á var um kommissoria í opinber- um sakamálum á undan stjórnarskipun 5. janúar 1874, og sem eptir tilskipun 24. janúar 1838, i. gr., var sú hin sama og gilti almennt í Danmörku, hafi eigi haft að geyma heimild til að gefa út áminnzt erindisbrjef. Fyrirþví má eigi að því getast, að lögreglurjettardómur sá, er hjer ræðir um, er ómerkur gjör í dómi yfirdómsins, svo og öll meðferð málsins í hjeraði, og verður því að vísa málinu heim aptur til yfirdómsins til dæmingar að efni til. Málfærslukaup það, er sækjanda og verjanda ber fyr- ir hæstarjetti, verður að greiða úr opin- berum sjóði. Landsyflrrjettardómur. Samkvæmt hæstarjettardómi þessum dæmdi lands- yfirrjetturinn 8. þ. m. í framangreindu máli, gegn Eyólfi Jónssyni í Katrínar- koti, fjnir óhlýðni gegn fyrirskipunum hins setta lögreglustjóra í kláðamálinu, og staðfesti núhjeraðsdóm lögreglu- stjórans að öðru en því, að sektin var lækkuð ofan í 10 kr., úr 20 kr. Latínuskóliim. Útskrifaðir úr latínuskólanum síðast í f. m. Einkunn. Stig. 1. Finnur Jónsson f. 2a/r< 58 fyrsta 89 2. Páll Briem f. ia/10 56 . . fyrsta 86 3. Kjartan Einarsson f. ‘i/., 55 fyrsta 83 4. Geir Zoega f. 28/s 57 . . . önnur 71 5. Halldór þorsteinsson f. 22/x2 55 • • • .........önnur 71 6. Arni porsteinsson f. ie/2 51 önnur 63 7. Bjarni Jensson f. 5 7 . önnur 63 8. Ásgeir Blöndal f. 10/2 58 önnur 62 9. Jóh. Ólafsson f. 26/10 55 . önnur 62 10. Eiríkur Gíslason f. u/s 57 önnur 45 Inntiikupróf. Auk þeirra 5. nýsveina, er getið var í síðasta bl., voru aðrir 5 teknir inn í skólann í f. m., einn í 3. bekk: Brynjólfur porvaldur Kuld, pró- fasts, í Stykkishólmi, fæddur n/8 64; en hinir 4 í 1. bekk: Sigurður Jónas- son, bónda Guðmundssonar á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal, f. 18/12 63, Arnór Árnason, f. 16/3 60, og Sigurður Árna- son, f. 21/9 61, synir Árna bónda Sig- urðssonar í Höfnum i Húnavatnssýslu, — og Bjami Pálsson, bónda Ólafssonar á Akri í Húnavatnssýslu, f. 20/t 59. 'Morðsagaii af Austfjörðum, er hjer hefir gengið staflaus um hríð og kom- izt í pjóðólf, er eintómur tilbúningur, eptir því sem frjetzt hefir með öðru herskipinu frakkneska (Beaumanoir), sem nú er nýkomið að austan, enda var saga þessi í sjálfu sjer næsta ósennileg (morðingjarnir t. d. látnir skilja líkinn nakin eptir í bátnum í stað þess að kasta þeim í sjóinn o. s. frv.). Sannleikurinn er sá, að bátur með þrem mönnum úr Eáskrúðsfirði hefir farizt i kaupstaðarferð til Eski- fjarðar (ekki Berufjarðar), og fundu Frakkar á herskipinu bátinn með mönn- unum dauðum rekinn (?) við eyna Skrúðinn, og færðu þeir líkin, sem voru alklædd og ómeidd að öllu leyti að vottorði læknisins á skipinu, til hreppstjórans á Fáskrúðsfirði. Hrossa- og vesturfara-skip Slimons, Oumbrae, kom á Borðeyri á tilteknum tíma, síðast í f. m., tók þar um 80 vesturfara, en rak sig á grunn á leið- inni út með Vatnsnesi, skemmdist þó eigi að neinum mun, en varð sam- kvæmt lögum að láta farþegana fara á land aptur og sigla heimleiðis flutn- ingslaust. En hinn 13. þ. m. kom hingað annað skip frá Slimon, Queen, sem opt hefir komið hjer áður, og ætlaði að taka hjer vesturfara þá, er Cumbrae átti að sækja um það leyti, en þeir voru þá eigi viðbúnir, enda stóð skipið eigi við nema stund úr degi, og sigldi til Austfjarða, eptir vestur- förum þaðan. Með Queen tók sjer far til Skotlands skólakennari Gísli Magnússon, að leita sjer lækninga. — Hinn i(i. þ. m. kom aptur annað gufuskip frá Slimon, Osborne, til Borð- eyrar eptir vesturförunum þar, 77 að tölu, og hjelt þaðan til Akureyrar og Austíjarða í sömu erindum. Manntjón af slysfðrnm. Fyrir nokkrum dögum drukknuðu 3 hásetar danskir af kaupskipum á Brákarpolli á siglingu á smábáti á Borgarfirði. Fimm voru á, en 2 björguðu sjer á sundi. Díana, strandferðaskipið, hefir kom- izt leiðar sinnar síðast vestur og norð- ur fyrir til Austfjarða, að því er ráða má af „Skuld“ 8. þ. m.; en inn á Ak- ureyri komst hún samt eigi, og voru þó skipaferðir inn Eyjafjörð um sömu dagana og hún var þar á ferðinni, bæði fyrir og eptir. Fáein orð um steinkúsbyggingar. (Aðs.). Eitt af því marga, sem vjer þurfum að kippa í lag hjá oss, er húsa- gjörðin, sem er svo bágborin, að ótta- legt er til að hugsa. Eða er það ekki óttalegt, að allur vinnukraptur bænda, haust og vor, slculi lenda í húsabygg- ingum, sem aldrei taka enda, því þessi moldarhreysi hrapa óðar en mann var- ir, og hjer í Fjörðum fúna trje á fáum árum. J>að er mjög sorglegt tilþess að vita, að verða að kaupa trjen dýrum dómum í kaupstöðunum, henda þeim síðan í moldina, og láta þau verða þar að fúagraut á fám árum. þannig fer sá dýrmæti tími, sem er peningar, til lítils, og þau ógrynni fjár, sem í trján- um liggur, til einkis; loks mun og þar að reka, að trje verður varla að fá, nema máske með því verði, er fáir munu kenna sig menn til að borga. jþað mun nú engum geta dulizt, hversu nauðsynlegt það væri, að þetta gæti eitthvað lagast. „En hver eru ráð til þess?“ mun margur spyrja. þau, að vjer brúkum efnið, sem vjer getum fengið gefins, og sem lig'g- ur ónotað hjá oss, nefnil. grjótið. Nóg er til af því, og óhræddur má maður vera um, að það fúnar eigi nje hrapar, þegar rjettilega er úr því byggt. Margir munu segja, að ekki verði allt byggt úr steini, og menn þurfi eptir sem áðr að kaupa trjen í fúann. J>ví svara jeg þannig: f>eir sem segja þetta, eru þeir menn, er svo mjög elska þessa e i t r - u ð u moldarkofa, að þeir engan veginn vilja yfirgefa þá; því það getur hver heilvita maður sjeð, að minna trje þarf í risið á húsinu, en í það allt, enda má ekki vita nema hafa megi einnig stein i þakið, því jeg ætlast til, að byggt sje úr steini og steinlími (kalki), og þó mað- ur þurfi að hafa risið úr trje, þá fúnar það ekki eins og þar sem mold og torf er í kring; þvi það mun sannreynt, að timburþak á steinhúsum mun trauðla fúna, ef vel er frágengið, og umhirð- ing góð. Flestir munu horfa í kostnaðinn til að koma slíkum húsum upp, og það er von, því það kostar mikið, einkum þar, sem maður verður að sækja kalkið land- ið á enda, en þegar betur er að gáð, sjer maður ljóslega, að það er gróði en ekki tap, að leggja á sig þenna kostn- að; því að nokkrum árum liðnum mun það borga sig. En eptir lögum og landsvenju, eru það ekki fáir, eður allir leiguliðar, er sagt geta, að það sje ofdýrt að tjalda þannig til einnar nætur, þar sig megi reka af jörðunni að orsakalausu við hver áramót, og getur enginn neit- að því; og meðan sá leigumáti á sjer stað, sem nú er, munu engir leiguliðar leggja út í þann kostnað, að byggja steinhús. Eða hvað fær búandi fyrir hús það, er hann hefir byggt úr steini með miklum kostnaði, þá honum er vikið af jörðinni ? Eptir nú gildandi lögum og venju held jeg það verði lít- ið; eða er ekki svo? J>að sýnist mjög æskilegt, að samin yrðu lög um það, að leiguliðar fengju með einhverju móti endurborgaðan kostnað þann, er þeir legðu í steinhúsabyggingu, því að með því móti kynni það að komast á gang (sem óskandi væri), en naumlega annars. „En hvernig eiga slik lög að vera?“ munu margir spyrja. J>ví er ekki svo auðsvarað, ef bæði leiguliði og lands- drottinn eiga að verða ánægðir. jþó vil jegkoma með eina uppástungu, oghún er þannig vaxin: Jeg set svo, að á einni jörðu sjeu þrjú jarðarhús, nefnil. baðstofa, búr og eldhús, eins og víða er á jörðum. Nú kemur nýr búandi á þessa jörð, sem vill umbreyta öllum þessum húsum, og byggja í þeirra stað eitt steinhús. Skulu þá tilkvaddir virðingarmenn, er virði þessi þrjú hús, og geymi þá virðingu skriflega hjá sjer. Búandi byggir svo steinhúsið og heldur nákvæman reilcn- ing yfir allan kostnað við byggingu hússins, og þegar húsið er búið, skulu virðingarmenn á ný til kvaddir, og skulu þeir virða húsið, og hafa tillit til reikn- ings þess, sem búandi hefir í höndum, yfir kostnaðinn til að byggja húsið, og' þá það er búið, skal að gæta, hvað steinhúsið með öllum tilkostnaði er meira virði, en hin þrjú, sem það var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.