Ísafold - 29.08.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.08.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L 0. V 21. Reykjavík, fimmtudaginn 29. ágústmán. 1878. -K-eglugjörðin nýja fyrir Reykjavíkur lærðaskóla heíir ekki átt uppá pallborð- ið hjá blaðamönnum vorum, heldur hafa þeir hver um annan þveran reynt til að níða hana sem mest. Blaðið „Norðlingur“ áþað hrós skilið, að hann hefir ekki numið staðar við tóm stór- yrði, heldur og reynt til að færa sönnur á mál sitt. f>ó það nú hljóti að vera leiðinlfegt fyrir almenning að lesa slíkar ritgjörðir, getum vjer þó ekki leitt hjá oss að svara því með fáeinum orðum, sem helzt hefir verið fundið að skóla- reglugjörðinni. Sumt af þessu er þó ekki svara vert, t. d. að þeir, sem læra utan skóla og ganga undir próf 4. bekkjar, þurfi ekki að hafa siðfcrðisvottorð'. þ>ó piltar megi koma 12 ára gamlir í skóla, þá er þetta að eins leyft og reynslan hefir sýnt, að þeir fáu piltar, sem komið hafa i skólann ýngri en 14 ára, hafa alls ekki tafið fyrir kennslunni meir en hinir eldri. þá hefir það verið fundið að reglu- gjörðinni, að danska sje kennd gegnum allan skólann. En meðan vjer sækjum háskólann í Kaupmannahöfn, þá er mjög áríðanda fyrir oss að kunna vel þetta mál og það þurfa þeir, er fara til háslcólans, að kunna bezt allra mála næst íslenzku. þ>að er engan veginn gjört oflítið úr pýzkunni, því henni er fullborgið eptir reglugjörðinni. Skilningur læri- sveina er orðinn svo þroskaður eptir fjögurra ára nám í skólanum, að þeir geta hæglega numið þýzku sjer til gagns á tveim hinum siðustu árum, með því líka hún er svo lík dönsku, að allur helmingur danskra orða eru samstofna við þýzkuna. Um latínu og grísku þarf ekki að fjölyrða. í'að dylst varla nokkrum menntuðum manni, að í latneskum og griskum fræðum felst undirstaða allrar hinnar nýrri menntunar um allan heim, og því betur sem menn læra þessi mál, því betur geta þeir numið hin nýrri málin og skilið eðli þeirra. Eðli og uppruna íslenzkunnar getur enginn skilið til fullnustu nema hann kunni vel latínu, því að mesti fjöldi t. d. af guðfræðilegum orðum í íslenzku hafa beinlínis verið mynduð eptir latínu. Sízt ættum vjer íslendingar að amast við latínunni, því að hún er eitt af því fáa, sem hefir áunnið oss álit í hinum menntaða heimi, meðan vjer í henni ekki stóðum á baki annarra þjóða, utan máske Englendinga einna, sem eins og allir, og sjálfsagt einnig „Norðling- ur“ veit, leggja meiri stund á klassísku málin, en nokkur önnur þjóð í heimi, og öðrum fremur álíta þau undirstöðu allrar verulegrar menntunar. Um tölu þeirra stunda á viku, sem nú er í hinum lærða tekóla varið til lat- ínu, skal þess að eins getið, að fullt svo mörgum stundum er varið til henn- ar í dönskum, og enn fleiri í þýskum skólum. þegar það er sagt, að ein- kunnirnar í þeim námsgreinum, er ljúka skal í 4. bekk, sjeu settar mjög lágt, þá er þetta ekki rjett, því að þær eru settar hærra en námsgreinimar við burtfararprófið, og er hægt að sýna þetta. þ>á er enn fundið að fyrirkomulagi skólaársins, og er skólanefndin löstuð fyrir það, að hún vildi láta pilta koma fyr i skóla á haustin, en áður tíðkað- ist, sjerílagi vegna þess, að þá væri allra veðra von, og „ár vondar“. „Norð- lingur“ þekkir engin vatnsföll hjer á landi, sem eru vond á haustin, og kem- ur það sjálfsagt af því, að hann hefir aldrei farið á haustdag um Skaptafells- sýslu. þar er opt hlaup í ám eptir sumarhita í haustrigningum, og hann gæti komið svo að Jökulsá á Breiða- merkursandi seint í septembermánuði, að hún sje alveg ófær, þó Oxnadalsá sje lítil; Núpsvötnin og Skeiðará geta verið hættuleg yfirferðar, þó Hjeraðs- vötnin sjeu góð, og Jökulsá á Sólheima- sandi lítt ríðandi, þó Blanda sje velfær. J>etta hefir „Norðlingur“ ekki vitað. Loksins finnur „Norðlingur11, að því, þó það snerti ekki skólanefndina, að reglugjörðin var ekki lögð fyrir alþingi. J'ó það fari fjarri, að vjer viljum rýra vald og verkahring alþingis, og þó vjer fúslega játum, að reglu- gjörðin, eins og allt mannlegt, er ófull- komin, — þá verðum vjer þó, að segja svo mikið, að vjer vitum ekki til, að reglugjörðir sjeu nokkurs staðar á byggðu bóli lagðar fyrir löggjafarþing. Löggjafarþing hafa æðra og yfirgrips- meira verkssvið, en að fjalla smálega um niðurskipulag á kennslutímum milli einstakra kennara. Enda væri mjög svo hæpið, að trúa löggjafarvaldinu fyrir þvílíku; það er valla við því að búast, að margir þingmenn sjeu leiknir í þesskonar smásmíðum, og óheppilegt væri það ef flest atkvæði yrðu á þingi fyrir einhverju því, sem ómögulegt væri að framkvæma verklega. Vjer ímyndum oss jafnvel, að Norð- lingur við nákvæmari umhugsun, fari ofan af því, að reglugjörðin fyrir hinn væntanlega skóla á Möðruvöllum verði lögð fyrir alþingi. Vjer getum því ekki betur sjeð, en að það, sem fundið hefir verið að skólareglugjörðinni, sje á litlum rökum byggt og getum ekki einu sinni fundið nokkurt gullkorn í öllu því grjóti, sem á hana hefir verið fleygt. Hitt er svo sem auðvitað, að mikið er undir því komið, að henni sje vel beitt og að kennslan í skólanum sje góð, því sje einhver misbrestur á þessu, getur engin skólareglugjörð komið að tilætluðum notum hversu góð sem hún er 1 sjálfri sjer, og það er mjög hæpið fyrir hvern kennara, að lasta þá reglugjörð, sem hann á að kenna eptir, því að mörgum kann þá að koma til hugar, að árinni kenni illur ræðari. Vjer efum ekki, að kennslan í skólanum sje í mörgu tilliti góð, þó það sje eðlilegt, að einhver missmiði kunni að verða á, meðan kennendurnir eru að venjast hinni nýju reglugjörð. En það er sannfæring vor, að reglugjörðin sje yfir höfuð að tala góð og eigi hjer vel við. J>að væri líka merkilegt, ef skólanefndinni hefði alveg mistekizt þetta starf, þar sem hún hafði svo mörg góð hjálparmeðöl við að styðjast, ekki einungis hina eldri skóla- reglugjörð hjer, heldur og hinar nýustu skólareglugjörðir á þýzkalandi, í Dan- mörk, Svíþjóð og Norvegi. Aldrei hefir aðsókn að Reykjavík- urskóla verið meiri eða jafnmikil og nú, og sýnir þetta eins og fleira, hvernig ljós heilbrigðrar skynsemi leiðir alþýðu rjetta leið, þótt reynt sje til að villa sjónir fyrir henni. R. Eitt af því sem alþingi 1877 hefir verið álasað fyrir, er íjárveitingin til að kaupa handa landinu handrita- og bóka- safn Jóns Sigurðssonar alþingismanns. Stjórnartíðindin, B 16 fyrir 1878, skýra frá, að ráðherrann fyrir ísland hafi látið tvo af nefndarmönnum Árna Magnússonar - nefndarinnar (Konráð Gíslason og Vilhjálm Finsen) rannsaka söfnin, og hefir það sýnt sig, að liand- ritasafnið hefir á annað þúsund bindi inni að halda, þar á meðal ept- irrit af íslenzkum fornritum, íslenzka annála, eptirrit af máldagabókum, talsvert af frumritum um íslenzkt rjettar- far og bókmenntir, tungu og sögu, stór- eflis safn af íslenzkum kvæðum, eptir- rit af jarðabók Árna Magnússonar, °g ágrip af hinum öðrum íslenzku jarða-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.